Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 14. ágúst 1993 Um leið og hann reyndi að teikna and- lit Tinna steyptist hægri hönd hans út í ferlegum útbrotum, húðin sprakk og af urðu mikil sár. Að lokum var það Hergé um megn að teikna Tinna, sem hafði fært honum frægð, auð og aðdá- un. Hann hataðist orðið við unglinginn með hársveipinn og golfbrækurnar. Iár eru liðin tíu ár frá því að „faðir“ Tinna, belgíski teikn- arinn Hergé, sem raunar hét Georges Remi, lést. Árið 1956 haföi hann teiknað Tinna í 27 ár. Löngu áður var hann orðinn dauðþreyttur á honum. Að vísu leit hann enn á Tinna sem þann son, sem hann eignaðist aldrei sjálfur. En samband þeirra var orðið tví- eggjað. Útbrotin voru mótmæli undirmeðvitundarinnar gegn Tinna. eftir hinni raunverulegu íyrirmynd og allar staðreyndir varð að kanna til hlítar. Þegar teikna átti tungl- flaug fyrir myndasögumar „Eld- flaugastöðin" og „í myrkum mána- ijöllum“ árið 1952 gerðu Hergé og sérfróðir tæknimenn á teiknistofu hans fullkomnar teikningar að slíku farartæki. Geimflaugasér- fræðingar, sem síðar fóm yfir teikningamar, töldu að flaugin hefði verið nothæf, hefði hún verið byggð. Viðhaldið Um sama leyti og hann tók að hrjá útbrot á húðinni var hjónaband hans og eiginkonunnar Germaine að bresta. Þau hétu hvort öðm ævi- tryggðum árið 1928. HERGÉ Fyrsta taugaáfallið Samstarfssamningurinn, sem Hergé gerði við forleggjarann Ro- ger Leblanc árið 1946, stuðlaði að erfiðleikunum. Hann neyddist til að vinna meira en honum þótti hæfilegt og komst yfir. Fyrsta taugaáfallið fékk hann árið 1947 og hvarf þá í tvo mánuði. láugaáföllin urðu fleiri og til þess að fá fang á verkefninu setti hann á fót stóra vinnustofu og safnaði um sig ungum drátthögum mönnum. Á teiknistoíu hans hlutu ungir teiknarar hvatningu og stuðning við að semja sínar eigin myndasög- ur. Samstarfssamningurinn við út- gefandann varð til af illri nauðsyn. Hann var refsing Hergés fyrir að HEftGÉ COMMENT NAIT UNE AVENTURE DE TINTIN CINOUANTE ANS DE TRAVAUX FORT GAL Tinni neyddi skapara sinn, Belgann Hergé, aö vinna meira en hann megnaöi. Hergé var undir óbærilegum þrýstingi Útgefanda síns. Castenman og hinn fullkomni skáti hafa haldið áfram að teikna Tinna fyrir nasistablaðið Le Soir á meðan Belgía var hemumin af þýska hem- um á ámnum 1940 til 1944. Samverkamaður nasista í september 1944 var Bmssel frelsuð af bandamönnum. Þremur dögum síðar vom allir starfsmenn á Le Soir settir í atvinnubann. Á ámnum 1944 til 1946 fór Hergé hvorki meira né minna en sjö sinn- um í fangelsi vegna samstarfs við nasista. Hann kom þó aldrei fyrir dómstóla og var alltaf sleppt eftir skamma hríð. En atvinnubanninu var ekki hnekkt fyrr en honum var „bjargað" árið 1946 af andspymu- hetjunni Roger Leblanc sem útveg- aði honum auðveldlega atvinnu- leyfi á nýjaleik. Uppreisn æm fékk Hergé þó ekki fyrr en á áttunda áratugnum og enn þann dag í dag deila Belgar um, hvort hann hafi verið hægri öfgamaður eða einungis auðtrúa og fávís um stjómmál fyrir heims- ófriðinn. Samstarfið við Leblanc gaf að vísu ágætlega í aðra hönd, en því fylgdi nánast óbærilegur þrýstingur á Hergé. Vandvirknisþráhyggja Hergés, sem jókst með ámnum fremur en hitt, gerði honum ekki auðveldara fyrir. hvert smáatriði í myndasög- um hans varð að vera nákvæmlega Hergé var farinn að gefa Fanny Vlaminck nánar gætur. Hún starf- aði við að lita á teiknistofu hans. hann var 49 ára gamall, hún helm- ingi yngri. Fanny var aðlaðandi, áhugasöm eins og hann um nú- tímalist og var af hendingu þeirrar skoðunar að Hergé væri snillingur. Það íþyngdi Hergé afar mikið að vera eiginkonu sinni ótrúr. Út á við var hann einatt vingjamlegur, ef til vill hrekklaust spaugsamur, en inn á við var hann haldinn fullkomn- unaráráttu og var fullur katólskrar sektarkenndar. Hann var fæddur árið 1907 í hinu stæka íhaldshverfi Etterbeck í Bmssel og hlaut stranga katólska ögun. Hann sagði skilið við trúna síðar á lífsleiðinni, en losnaði aldr- ei við sektarkenndina. Framhjáhald var einnig í and- stöðu við skátasiðferðið, sem hann hafði tamið sér á æskuámnum. Á ámnum milli tólf ára og tvítugs var Hergé á kafi í skátahreyfingunni, þar sem hann fékk útrás fyrir frels- isþrána. Hinn fullkomni skáti Á sinn hátt var Tinni hinn full- komni skáti. Hann var sá, sem Hergé hafði viljað verða á tvítugs- aldrinum; sterkur, snjall, hugrakk- ur, ráðvandur og ávallt reiðubúinn að vemda minni máttar. Skátasiðferðið var enn á sínum stað, en stríðið hafði neytt Hergé um of til að manga við samviskuna og hann sá ekki lengur sjálfan sig í Tinna. Tinni hefði vitaskuld barist gegn hemámsvöldunum, en ekki eins og Hergé farið til vinnu sinnar á hverjum morgni og látið, eins og ekkert hefði í skorist. Höfundi Tinna féll þungt að gera sér grein fyrir að hann líktist ekki hetju sinni. Honum var engin huggun í því, að flestir aðrir Belgar höfðu starfað í stríðinu — og ekki heldur að það var ekki öllum gefið að verða andspymumenn. Hergé var einfaldlega ekki sú manngerð, sem kyrkti nasista með píanó streng. Þess í stað varð lífsskoðun Hergés og hins síblótandi viskíþambara Kolbeins kafteins ein og hin sama. Líkt og Kolbeinn kafteinn, sem var eiginlega þvert um geð að fylgja Tinna á svaðilförum hans, en mátti engu að síður til, varð Hergé til- neyddur að búa til sögur um hann. Hvítar martraðir Erfiðleikar Hergés urðu að lokum að hreinni ævikreppu, þegar hann fór að fá hvítar martraðir. Draum- arnir ollu honum ekki aðeins áhyggjum — þeir ollu honum hvít- glóandi skelfingu. Einn draum dreymdi hann hvað eftir annað. Hann þóttist staddur inni í hvítri höll, sem var reist á mörgum hallandi hæðum og allt um kring var þakið föllnu laufi. í skínandi hvítri kómentu skaut upp skallanum hvít beinagrind, sem Enn þann dag I dag deila Belgar um, hvort teiknarinn Hergé, sem skapaöi Tinna, hafi veriö öfgasinn- aöur hægrimaöur eöa einfeldningur. Hann var hvaö eftir annaö settur í steininn fyrir samvinnu viö nasista. reyndi að klófesta hann og halda honum föstum. Svo umlauk allt ægisterk hvít birta og hann hrökk upp af svefninum. Sálgreinir réð honum að hætta al- veg að vinna. En Hergé var ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát. Þá yrði hann að svíkja skátaheiður- inn. Það var þá, sem hann teiknaði „Tinna í Tíbet“. Sagan varð eins konar persónuleg sálgreining. Hann kom Tinna og Kolbeini kaf- teini — sjálfum sér — fyrir í mjall- hvítu, snævi þöktu landslagi. Náði heilsu með því að teikna Bragðið tókst. Ævintýri Tinna í Himalajafjöllum fékk góðan endi árið 1960. Þá hættu martraðimar, sektarkenndin hvarf og minna bar á útbrotunum. nokkm síðar skildu þau Hergé og Germaine og hann gekk að eiga Fanny. „Tinni í Tíbet“ var tuttugasta myndasaga Hergés. Hann átti eftir að lifa í 23 ár í viðbót, en lauk ekki við meira en þrjú hefti á öllum þeim tíma. Hann náði heilsu á ný, en missti algerlega áhuga á að semja sögur um Tinna. Hergé lést úr hvítblæði þriðja mars árið 1983. Tinni hefur farið sigurför um all- an heim og er trúlega vinsælli nú en nokkm sinni fyrr. Sögurnar um hann hafa selst í meira en 100 milljónum eintaka og verið þýddar á 40 tungumál. Frá því að Hergé dó komst Tinni í tísku og nú hefúr heill iðnaður myndast kringum framleiðslu á teppum, veggmyndum, barm- merkjum, nálum, postulíni og öðm með myndum af Tinna. Eftir Olof Ljungström/TT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.