Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tfminn 5 Herinn Jón Kristjánsson skrifar: Mér er í bamsminni að eitt sinn var föður- bróðir minn sem bjó í Reykjavík í heimsókn fyrir norðan og var að segja föður mínum frá því að hann hefði orðið vitni að slagsmálum og óeirðum við Alþingishúsið, sem greini- lega þótti nokkur lífsreynsla. Ég man einnig óljóst eftir því þegar Tíminn kom á mitt bemskuheimili með þær forsíðufréttir að bandarískur her væri kominn til Keflavíkur og sestur þar að. Næstu áþreifanleg kynni af hersetunni vom þau að ýmsir ungir menn norðan úr landi lögðu leið sína á Suðumes- in til þess að vinna fyrir herinn, og fréttir bárust af því að þeir rökuðu saman pening- um fyrir að gera ekki neitt. Bóndi sem hafði orðið að vinna hörðum höndum á land- þröngri jörð, annálað hreystimenni og kraftamaður, var sagður sópa einhvern offi- séraklúbb á Vellinum og bera miklu meira úr býtum en þegar hann erfiðaði við búskap- inn. Ef til vill hafa einhverjar af þessum sögum um ofsagróða farandverkamanna á Keflavík- urflugvelli verið ýktar, en staðreyndin var eigi að síður sú að þessum umsvifum fylgdi atvinna, ekki síður en í Bretavinnunni á sín- um tíma. Fylkingar með og á móti Hins vegar var það fleira sem fylgdi komu hersins. Þjóðin skiptist í fylkingar með og á móti hersetunni og allt hélst þetta í hendur við afstöðuna til stórveldanna og kalda stríðsins sem þá var í algleymingi. Umræður um utanríkismál snerust um þessa afstöðu næstu áratugina og allt annað féll í skugg- ann. Róttækir menn voru á móti, hægri menn með, og markalínan þama á milli lá yfir flokkinn minn, Framsóknarflokkinn, en þessi mál voru ávallt viðkvæm þar á bæ og tvær skoðanir uppi. Sumir voru félagar í Samtökum hernámsandstæðinga, aðrir voru félagar í Varðbergi eða Samtökum um vestræna samvinnu. Fjöldi listamanna lagðist á sveif með and- stæðingum hersins og var baráttan háð und- ir merkjum þeirra og skírskotað til nýfeng- ins þjóðfrelsis, ástar á landinu og tilfmning- ar voru í hávegum hafðar. Margt var stórvel ort af þessu tilefni á árunum frá 1950 til 1960 og sá sem hefur gaman af ljóðalestri kemst fljótt að raun um það. Árín liðu Þannig liðu fjórir áratugir. Herinn var fast- ur í sessi, eldmóðurinn sem einkenndi bar- áttuna gegn honum fyrstu árin dofnaði og mynd alþjóðamálanna breyttist. Vopnuð átök brutust út í Austur-Evrópu, í Ungverja- landi 1956 og í Tékkóslóvakíu 1967. Án efa hafa þau haft sfn áhrif til þess að draga eldmóð- inn úr andstöð- unni gegn hem- um og hvetja hina sem vildu hafa hann og áróðurslega vígstöðu þeirra. Og herinn festist í sessi og varð stór þáttur í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar. Vertíðar- bragurinn á veru hans fyrstu árin breyttist í fast samfélag. Stórt bæjarfélag á íslenskan mælikvarða reis á Keflavíkurflugvelli og það þurfti mikla þjónustu, auk þeirra umsvifa sem það kostaði að fylgjast með óvininum og flugi hans og kafbátasiglingum nálægt fs- Iandi. Þúsundir íslendinga gengu til vinnu sinnar á Keflavíkurflugvöll ámm saman rétt eins og til hverrar annarrar skrifstofuvinnu og þjónustu á Suðumesjum. Munurinn var bara sá að allt þetta var kostað af fjárlögum Bandaríkjanna og gmnnurinn var það ógn- arjafnvægi sem ríkti í alþjóðamálum. Andstaðan gegn hemum birtist í Keflavík- urgöngu af og til, og við framsóknarmenn fómm meira að segja að ræða utanríkismál á flokkssamkomum okkar án þess að allt færi í bál og brand. Breyttir tímar En nú em breyttir tímar. Kommúnisminn er hmninn, jámtjaldið fallið, og Bandaríkja- menn telja sig ekki þurfa eins mikinn við- búnað og áður auk þess sem minnka þarf fjárlagahallann þar eins og hér. Samdráttur hefur verið boðaður á Keflavíkurflugvelli og er sumt komið til framkvæmda. Enn frekari aðgerðir em boðaðar. Það er sem sagt farar- snið á hernum. Nú skyldi maður halda að margur segði að farið hefði fé betra. Hins vegar heyrast fáar slíkar raddir. Jón Baldvin fer með tillögur Bandaríkjamanna um samdrátt á Keflavík- urflugvelli eins og mannsmorð, og Ólafur Ragnar krefst þess að fá að heyra þær. For- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur segir að mál sé komið til þess að tala við Bandaríkjamenn tveimur hrútshomum. Ástæðan er ein- faldlega sú að herinn er orðinn þvílíkur þáttur í íslensku efna- hags- og at- vinnulífi að sam- dráttur í umsvif- um hans þýðir að atvinna hundr- uða manna og þar með afkoma er í hættu. í Ijósi þess er hér um alvarlegt mál að ræða sem skiptir miklu hvernig við verður brugðist. Varnarsamningurínn Vera hersins hér á sínum tíma byggðist á varnarsamningi milli íslands og Bandaríkj- anna. Bandaríkjamenn áttu að taka að sér að verja ísland í ófriði, auk þess sem vera hers- ins hér var framlag okkar íslendinga til að- ildar að NATO. Umræddur vamarsamningur er í lagasafri- inu okkar, enda hefur hann lagagildi á ís- landi og þar segir í fyrstu grein: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður Atl- antshafsbandalagsins og samkvæmt skuld- bindingum þeim sem þau hafa tekist á hend- ur með Norður Atlantshafssamningnum gera ráðstafanir til varnar fslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningi þessum. í þessu skyni og með vamir á svæði því, sem Norður Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar em ásáttir um að sé nauðsynleg." í sjöundu grein vamarsamningsins em ákvæði um hvemig eigi að standa að endur- skoðun hans eða uppsögn. Öryggismál — umræðu vantar Ég er þeirrar skoðunar að það sé glannalegt fyrir okkur íslendinga að reikna með því að ávallt verði jafn mikill viðbúnaður í Keflavík hvernig sem horfir í veröldinni. Ég er hins vegar jafnframt þeirrar skoðunar að við ís- lendingar getum ekki fremur en aðrar þjóð- ir komist hjá því að huga að öryggismálum okkar. Það hefur farið furðu lítið fyrir um- ræðum um það hérlendis hvaða viðbúnaður þarf að vera hér til þess að tryggja öryggi ís- lands okkar sjálfra vegna. Slík umræða hef- ur á undanfömum áratugum kafnað í um- ræðum um tilvemrétt hersins í Keflavík. Þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðamál- um kalla enn frekar á endurmat að þessu leyti. Það er ekki sama hætta og áður á átök- um þeirra sem einu sinni voru kallaðir risa- veldi, Bandaríkjanna eða NATO- ríkja og Sovétríkjanna. Á móti hefur komið hætta á staðbundnum átökum og hætta af hryðju- verkahópum. Við íslendingar getum ekki gengið fram í þeirri einföldu trú að það komi aldrei neitt fyrir okkur. Endurmat Ég held að það sé einmitt tími til þess nú að slíkt endurmat fari fram. Hve mikinn örygg- isviðbúnað þurfum við til þess að sinna eigin þörfúm? Getum við íslendingar séð um hann sjálfir eða þurfum við tilstyrk annarra. Ég kann ekki að meta það, þótt það sé sann- færing mín að við þurfum viðbúnað. Það er sérfróðra manna að upplýsa almenning eins og hægt er í þessum efnum. Þess vegna er af- skaplega sérkennileg sú mikla leynd sem hvílir yfir viðræðum um framtíð hersins á Keflavíkurflugvelli. Hvernig verður afstaða íslands mótuð ef hvorki utanríkismálanefnd, Alþingi né ríkisstjórnin á að koma þar að, hvað þá ef þjóðin verður ekki upplýst um staðreyndir málsins? Við íslendingar erum vopnlaus þjóð, og hemaðarumsvif og allur slfkur viðbúnaður er okkur framandi. Stríð hefur ekki verið háð á íslenskri grund síðan á Sturlungaöld, og vonandi verður svo um alla framtíð. Við komumst hins vegar ekki hjá því að móta af- stöðu okkar til öryggismála landsins. Það er skylda. Hins vegar em ekki öll skylduverk skemmtileg en það þarf að vinna þau samt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.