Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 15 Vinnslustöö Státurfétags Suðurlands mælikvarða lltils byggðarlags. á Hvolsvelli. Stofnun hennar á staðnum olli straumhvörfum enda stóriðja á ins. Með réttu lagi er afmæl- isdagurinn 2. september, en þann dag árið 1933 skipaði sýslunefnd Rangæinga sér- staka nefnd um byggingar í landi Stórólfshvols. Þá þegar var vísir að þéttbýli tekinn að myndast, en ástæðan var efa- laust sú að síðla árs 1930 opnaði Kaupfélag Rangæinga í A-Landeyjum útibú á Hvols- velli og flutti reyndar starf- semi sína þangað alfarið árið 1933. Byggð á staðnum tók að myndast fyrir alvöru um 1945. Vaxtarkippur kom um 1970 og síðan hefur þróunin verið upp á við. í dag eru íbú- ar Hvolsvallar um 670 tals- ins. Þjónustustaður í landbúnaðarhéraði Hvolsvöllur er einn þeirra staða úti á landsbyggðinni sem byggir atvinnulíf sitt að stærstu leyti á þjónustu við landbúnaðinn. Blómlegar sveitir eru í næsta nágrenni og Hvolsvöllur þar nokkurn veginn miðsvæðis. Þess vegna er það næsta sjálfgefið miðað við núverandi þjóðfé- lagsaðstæður, að þarna sé þéttbýli. Stærstu atvinnurek- endurnir á Hvolsvelli eru fyr- irtæki á borð við Kaupfélag Rangæinga, verktakafyrir- tækið Suðurverk og fólks- flutningafyrirtækið Austur- leið. Af opinberum fyrirtækjum má nefna Vegagerð ríkisins, sýslumannsembættið í Rang- árþingi og RARIK. Síðast en ekki síst skal nefna Sláturfé- lag Suðurlands sem flutti framleiðsluþátt starfsemi sinnar úr Reykjavík að Hvols- velli fyrir tveimur árum. Fyr- irtækið veitir nú vel yfír hundrað manns vinnu. Nokk- ur fjöldi fólks flutti með starfseminni að Hvolsvelli frá Reykjavík og er það að stærstu leyti skýringin á rösklega 5% fólksfjölgun sem orðið hefur á staðnum á und- anförnum tveimur árum. Ferðaþjónusta er einnig talsverð. Hótel Hvolsvöllur er myndarlegt nýtísku hótel og þjónustumiðstöðin Hlíðar- endi er við aðalgötu staðar- ins. Myndarleg sundlaug er til staðar og tjaldstæði er sunnan við byggðarlagið. Á vormánuðum tók Sælubúið hf. til starfa en það hefur að- setur í félagsheimilinu Hvoli. Það er nokkrus konar þjón- ustu- og upplýsingamiðstöð fyrir aðila á sviði ferðamála á staðnum og í næsta ná- grenni. Miklar framkvæmd- ir í litlu byggðarlagi Tálsverðar framkvæmdir eru á Hvolsvelli um þessar mundir. Fyrr í sumar hefur verið tekið í notkun átta íbúða fjölbýlishús, byggt inn- an kerfis félagslegra íbúða. Þá er nýr leikskóli í byggingu sem áætlað er að taka í notk- un í mars á næsta ári. Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga greiðir 40% byggingarkostn- aðar hans. Verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi hf. sem aðsetur hefur á staðnum steypir klæðningu á götur á staðnum og eins má nefna að unnið er að því að klæða félagsheimilið Hvol og tónlistarskólann að utan. Það er framkvæmd upp á sex milljónir króna sem er tals- verð upphæð fyrir lítið sveit- arfélag. Hvolsvellingar hafa einnig verið framarlega á sviði um- hverfismála enda lét ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri hafa eftir sér í viðtali við und- irritaðan í Tímanum vorið 1991 að byggðarlagið væri náttúrukært. Það orð er lík- ast til nýyrði, enda eru fram- kvæmdir sem flokkast undir umhverfismál og umhverfis- vernd nýjung á lslandi. Hvolsvöllur reið þannig á vaðið í visthæfum fram- kvæmdum þegar frárennslis- mál voru tekin þar föstum tökum og á síðasta ári var tekinn í notkun fyrri áfangi nýrrar hreinsistöðvar fyrir frárennsli og horfa nú mörg sveitarfélög til sambærilegra framkvæmda hjá sér. Jafn- framt hefur á Hvolsvelli verið mjög mikið gróðursett af trjágróðri á undanförnum ár- um. Fjölbreytt afmælis- dagskrá Afmælisdagskráin hefst nú í morgunsárið kl. 10 með göngu á Hvolsfjall og lýkur henni með hygvekju í Stórólfshvolskirkju. Milli kl. 15 og 17 verður fjöl- breytt afmælisdagskrá í félags- heimilinu Hvoli og verður af- mæliskaffi á eftir. Þarna mun Karlakór Rangæ- inga meðal annars flytja sérstak- an texta eftir Pálma Eyjólfsson við lagið Undir bláhimni. Þá sýn- ir Ottó Eyfjörð ljósmyndir frá staðnum sem hann hefur tekið á undanförnum áratugum. Sam- komunni stjórnar Benedikt Árnason, hrossabóndi á Tjald- hólum, sem eru skammt utan við Hvolsvöll, en Benedikt er betur þekktur sem leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið um áratuga skeið. Jafnframt er í boði skemmtun fyrir yngstu kynslóðina, forn- bflasýning og sitthvað fleira. Um kvöldið verður svo dansleikur í félagsheimilinu Hvoli þar sem hljómsveitin Hálft í hvoru sér um fjörið. Á næsta laugardegi eftir viku mun útvarpsstöðin Bylgjan verða stödd eystra og tileinkar Hvolsvelli dagskrá sína. Þá um kvöldið mun hljómsveitin Plá- hnetan leika í Hvolnum, því víð- fræga ballhúsi. „Með þeim vorhug skal vinna og trúa“ Það sem er kannski sterkasti aflvaki byggðarlaganna úti á landi er ástin til þeirra frá fólkinu sem þau byggir. Slík- ar hugrenningar koma glögglega fram í afmælisljóði Pálma Eyjólfssonar sem sungið verður eystra síðar í dag. Þar segir meðal annars: Þar sem blómin við götumar glóa, gleðja augu hin laufprúðu tré. Vex upp skógur í Vallarins móa, viðarlundi i huganum sé. Þar sem œskan vill bgggja og búa, bjartsýn framtíð er niðjunum trgggð. Með þeim vorhug skal vinna og trúa, vera samtaka að efla okkar bgggð. Eftir Sigurð Boga Sævarsson blaðamann á Selfossi. Með sínu nefl Þá er sumarleyfum lokið og tími til kominn að þátturinn hefji göngu sína að nýju. Þar sem nú er komið fram í ágúst er fyrra lag þáttarins næstum sjálfkjörið en það er „Einu sinni á ágúst kveldi", eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Ámasyni. Þótt þetta lag sé trúlega eitt vinsælasta sönglag þar sem ágústmánuður kemur við sögu er við hæfi að hafa seinna lagið líka tengt árstímanum, því nú er farið að dimma á kvöldin og raunveruleg kvöldstemning að skapast Því er seinna lagið „Kvöldvís- ur“ sem eru íslenskt þjóðlag og vísumar em þjóðvísur eða alþýðuvísur. Góða söngskemmtunl EINU SINNIÁ ÁGÚST KVELDI D A D Einu sinni á ágúst kveldi G D austur í Þingvallasveit G D gerðist í dulitlu dragi Em A D dulítið sem enginn veit, Em A D nema ég og nokkrir þrestir Em A D og kjarrið græna inn f Bolabás D7 og Ármannsfellið fagurblátt G Em og fannir Skjaldbreiðar E A og hraunið fyrir sunnan Eyktarás. Em A D Þó að æviárin hverfi Em A D út á tímans gráa rökkurveg, Em við saman munum geyma þetta Ijúfa leyndarmál, A D landið okkar góða, þú og ég. G A I > ( M I X 0 1 2 3 0 Am KVÖLDVÍSUR Am E7 Kvölda tekur sest er sól, Am Dm G C stígur þoka’á dalinn. Dm Am Dm E7 Am Komið er heim á kví—a—ból E7 Am Dm E7 Am kýmar, féð og smalinn. 2 Senn er komið sólarlag, sést á norðurtindum, líður á þennan dýrðardag; drottinn stýri vindum. 3. Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum, lfður á þennan dýrðardag; drottinn stýri leiðum. 4. Senn er komið sólarlag, sést á norðurhnjúkum, líður á þennan dýrðardag; drottin hjálpi sjúkum. 5. Senn er komið sólarlag, sést á norðurfjöllum, líður á þennan dýrðardag; drottinn hjálpi oss öllum. 6. Senn er komið sólarlag, sendi oss drottinn friðinn, og svo gefi annan dag eftir þennan liðinn. D o o X 0 0 2 3 1 Em ( M > 0 2 3 0 0 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.