Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 14. ágúst 1993
Málin rædd viö sögunarvélina á Munaöarnesi. F.v. Guömundur Jónsson hreppstjóri á Munaöarnesi, Adolf Thorarensen frá Gjögri, Indriöi Guömundsson og Jón Jens Guömundsson.
Kaupfélag Strandamanna er gjaldþrota og út-
litið er dökkt í Árneshreppi:
Leggst
Árnes-
hreppur
í eyði?
Ströndin er skorin fjölda fjaröa og voga. Snar-
brattar hlíöar fjallanna mynda gleitt horn við
sjávarflötinn. Inn í þessa sviðsmynd hefur mað-
urinn af útsjónarsemi náð að lauma inn vegi. Og í
litlum dölum og hlíðum, á nesum og melum,
yrkja menn jörðina enn, eins og þeir hafa gert í
hundruð ára í þessum hreppi af gríðarlegu harð-
fylgi.
Orðið ,jaðarsvæði“ kemur
óneitanlega upp í hugann þeg-
ar Ámeshrepp í Strandasýslu
ber á góma. Hreppurinn er sá
nyrsti í sýslunni, úr alfaraleið
og án vegasambands allan vet-
urinn. Byggðin er strjál og víða
standa eyðibýli, eins og til að
minna fólk á það, að byggðin
gæti orðið enn strjálli og jafn-
vel fjarað út.
Af því vita líklega fáir, að þann
9. júlí fór eina verslunin í Ár-
neshreppi á hausinn. Kaupfé-
lag Strandamanna í Norður-
firði á rætur sínar að rekja allt
til ársins 1899 þegar félagsleg
verslun var sett þar á stofn. Ár-
ið 1906 hóf kaupfélagið starf-
semi sína og hefúr verið rekið
allt þar til nú, þegar saga þess
hefur hlotið sáran endi.
Ámeshreppur stendur því á
örlagaríkum tímamótum. Ef
byggð á að þrífast í sveitinni
verður verslun að vera til stað-
ar. íbúar gera sér grein fyrir
þessu og róa lífróður.
Vonbrigöi. Gjaldþrot Kaupfélags Strandamanna er mikiö áfall fyrir Gunnstein Gíslason kaupfélagsstjóra og aöra íbúa Ár-
neshrepps.
Frá Noröurfiröi. Smábátaeigendi leggur aö höfn meö vænan afla. Kaupfélagiö f
baksýn.
Þessa dagana er verslunin
rekin sem útibú frá Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar, en menn
telja það ekki lausn til lengdar.
Kaupfélagið hefur leitað eftir
styrk úr Framleiðnisjóði og
Byggðarstofnun en án árang-
urs. Helsti möguleikinn í stöð-
unni að mati manna er að
stofna hlutafélag um verslun-
ina. Að mati Gunnsteins getur
þetta fyrirtæki skilað arði ef
það er ekki skuldsett.
Að sögn Gunnsteins Gíslason-
ar, oddvita og kaupfélagsstjóra
á Norðurfirði, er orsök gjald-
þrots kaupfélagsins langvar-
andi taprekstur. Fiskvinnsla,
sem kaupfélagið rak, gekk ekki
vel og sláturhúsið ekki heldur.
Af þessu þrennu gekk verslun-
in skást að sögn Gunnsteins,
en þó ekki nógu vel.
í slíku fámenni er erfitt að
reka verslun, sérstaklega þegar
vaxtakostnaður er mikill.
Skuldir fyrirtækisins nema um
60 milljónum króna. „Við sjá-
um ekki fram á blómlegan
rekstur, þó að þetta fari í gang
aftur,“ segir Gunnsteinn. „Ég á
ekki von á því að við fáum lán
og við höfum ekkert að gera
með að binda okkur við sama
bagga aftur. Ef okkur tekst ekki
að koma þessu í gang með öðr-
um hætti þá gengur þetta ekki
hjá okkur. Það er mitt mat.“