Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 14. ágúst 1993 Móðir stúlku sem slasaðist alvarlega fyrir nokkrum árum hyggur á málaferli til að réttlætið nái fram að ganga og spyr: Miðast íslenskt réttlæti við ákveðna dagsetningu? Á sömu stofu á einu sjúkrahúsa borgarinnar liggja tvö alvarlega slösuð ungmenni sem talin eru hafa hlotið mikla varanlega örorku. Annað þeirra á von á niu milljónum króna í bætur en hitt 22 millj- ónum. „Þetta eru mistök Alþingis og brot á jafnræðisreglu og mór finnst þetta ekki hægt. Það er ekki hægt aö mismuna fóiki svona eftir dagsetningu," segir Auður Guðjónsdóttir, móðir ungrar stúlku sem slasaðist mjög alvariega f bílslysi fyrir nokkrum árum. Auður Guðjónsdóttlr spyr hvort íslenskt rétdæti mlðist við dagsetnlngar. Auður hefur hafið baráttu iyrir því að dóttir sín ásamt fleirum sem líkt er á með komið fái sömu bætur hvort sem þau slösuðust fyrir eða eftir mánaðamót og segist ætla með málið fyrir dómstóla. Auður hefur staðið í harðri baráttu fyrir hönd dóttur sinnar í fjögur ár og batt vonir við fýrstu lög á Islandi sem kveða á um slysaskaðabætur og sett voru sl. vor. Þau tóku gildi þann 1. júlí sl. en áður voru skaða- bætur úrskurðaðar á grundvelli hegningarlaga og vátryggingalaga. Hún segist hafa haft spumir af því að til stæði að setja þessi lög og ákvað að bíða þeirra þar sem ekki væri búið að úrskurða dóttur henn- ar bætur. Vonbrigðin urðu mikil að mati Auðar. „Þá em þau einskorðuð við 1. júlí og ná til skaðabótaskyldra atvika sem gerast eftir þann tíma,“ segir Auður og er ómyrk í máli. J>etta finnst mér svo hróplegt óréttlæti og mér finnst alvarlegt brot á jafnræðisreglu að láta sér detta til hugar að setja svona ein- strengislega dagsetningu í lög þar sem fólk ræður ekki hvenær það slasast," segir Auður. Fær níu milljónir í stað 22ja Samkvæmt nýju lögunum hlýtur ungmenni sem hlotið hefur 100% örorku 16 milljónir króna í fjár- hagslegt tjón og fjórar til sex millj- ónir í miskabætur. Þetta hefði þýtt að sögn Auðar að dóttir hennar hefði hlotið 22 milljónir í bætur í stað níu milljóna hefði hún slasast eftir 1. júlí. Auður er nær viss um að viðmið- unardagsetningin sé sett að undir- lagi tryggingafélaganna og hefur eftir þingmönnum að þeir hafi ekki áttað sig á því hróplega misrétti sem þetta hefði í för með sér. Auður hefúr lagt sig í líma við að reyna að vekja máls á þessu órétt- læti eins og hún kemst að orði. Þar á meðal hefur hún leitað til dóms- málaráðherra. „Ég bað hann um að beina þeim tilmælum til trygginga- félaga að þeir krakkar sem hlotið hefðu háa varanlega örorku og ættu óuppgerðar skaðabætur 1. júlí yrðu metnir eftir nýju lögunum." Hún hafði eftir ráðherra að hann gæti ekki farið þess á leit við trygginga- félögin þar sem hans hlutverk væri m.a. að hvetja til þess að farið væri að lögum í hvívetna. Þá hefur Auður leitað til forsvars- manna tryggingafélaga og farið þess á leit að þeir greiði öllum þess- um ungmennum jafnar bætur hvort sem þau slösuðust fyrir eða eftir hin örlagaríku mánaðamót 1. júlí. Hún segir að þá beri þeir það fyrir sig að sömu reglur eigi að gilda um alla bótaþega og vísa til þeirra sem hlotið hafi áverka eftir aftanákeyrslu en samkvæmt nýju lögunum lækkuðu bætur til þessa hóps og segir Auður að það hafi ver- ið sérstakt baráttumál tryggingafé- laga að svo yrði. Auður segir að það sé ekki stór hópur ungmenna sem fylli sama hóp og dóttir hennar. Henni finnst því að þarna sé um hóp að ræða sem ekki ætti að vefjast fyrir trygg- ingafélögum að koma til móts við. „Það er ekki verið að tala um ein- staklinga sem hafa misst fingur heldur er verið að tala um ung- menni sem hafa hlotið varanlega örorku og eiga allt lífið framund- an,“ segir Auður. Hún bendir á að fyrst í vor og sum- ar hafi ungmenni slasast jafn alvar- lega og dóttir hennar sem slasaðist fyrir fjórum árum. Áfellisdómur yfir dómsvaldinu Auði finnst nýju lögin bera með sér að þau séu áfellisdómur löggjaf- ans yfir dómsvaldinu og vísar til þeirrar dómsvenju sem trygginga- félögin byggðu mat sitt á. „Þetta þýddi að þessi ungmenni hafa áður fengið allt of lágar bætur,“ segir Auður. Hún rifjar upp hvemig það var og segir að áður en lögin voru sett hafi bætumar verið metnar miðað við forsendur sem ríktu fyrir áratugum síðan. þeim tíma vom þeir sem sködduðust illa á mænu í fæði og húsnæði inni á stofnun. Síðan hafa dómarar ekki fylgst með því að frá þeim tíma hafa þessir einstaklingar verið þjálfaðir til sjálfsbjargar og þurfa því að taka þátt í lífsbarátt- unni á nákvæmlega sama hátt og aðrir,“ segir Auður. Hún segir að það hafi því viðgeng- ist að reikna ungmennum bætur og miða þær við meðallaun iðnaðar- manna í sjö ár. Að sögn Auðar var kynjum gert mishátt undir höfði og vom stúlkum einungis greiddar 75% bætur en piltar fengu fúllar bætur. TVyggingafélögin miðuðu við dómsfordæmi þegar þessi regla var tekin upp og þannig vom bætur ákvarðaðar áratugum saman að sögn Auðar. Hún getur þess að tryggingafélögin hafi fylgt þessum reglum út í ystu æsar og látið sig engu varða hvort viðkomandi var við það að ljúka námi þar sem von var góðra tekna að því loknu. Hún segir að skaðabætur hafi því ein- ungis verið reiknaðar út eftir ör- orkumati og skatttekjum. Þessu vildi Auður ekki una og hóf baráttu sem hún segir að hafi ekki aðeins tekið mið af aðstæðum dótt- ur sinnar heldur hafi ekki síður ver- ið um réttlætismál að ræða. „Ég var svo ósátt við að dóttir mín átti að fá níu milljónir króna fyrir 100% ör- orku og þar af væri ein milljón í miskabætur og afgangurinn fyrir fjárhagslegt tjón,“ segir Auður. Rétt til að geta dregið fram lífið Þá bendir hún á að samkvæmt al- mennum skaðabótarétti eigi að bæta allt tjón. „Ég get ekki séð að verið sé að bæta þeim allt tjón með því að greiða þeim níu milljónir fyr- ir 100% örorku,“ segir Auður. Hún hefur undir höndum niður- stöður útreikninga um meðallaun opinberra starfsmanna sem eru tal- in tæpar 80 milljónir króna. Þetta finnst Auði m.a. sýna það að sú grundvallarregla í skaðaðbótarétti sem kveður á um að það eigi að bæta allan skaða hafi algerlega ver- ið hunsuð þegar þessi ungmenni eiga í hlut. Til viðbótar bótagreiðslu greiðir Tryggingastofnun bætur sem nema á verðlagi í dag um sex milljónum króna og greiðast mánaðarlega til 67 ára aldurs. Þá hefst að mati Auð- ar annar þáttur óréttlætisins. „Geti bömin eitthvað unnið sér til viður- væris dragast launin frá bótum þeim sem viðkomandi nýtur frá TVyggingastofnun," segir Auður. Þetta þýðir fyrir dóttur Auðar að hún nýtur í hæsta lagi bóta sem nema að jafnaði milli 60 og 70.000 krónum á mánuði. „Það er því ekki gert ráð fyrir öðru en þeir sem fá greitt eftir gömlu reglunum geti einungis dregið fram lífið og ekkert umfram það,“ segir Auður. Ætlar að höfða mál Auður er ómyrk í máli þegar hún víkur máli sínu að því hvemig lög- fræðingar standi að málum. „Lög- fræðingar segja fólki alltaf að skrifa bara undir samkomulag við trygg- ingafélögin því það þýði ekkert að reyna að ná fram hærri bótum og þeir hafa vísað á dómvenjuna,“ seg- ir Auður og segir flesta fara að þeirra ráðum. Það gerði Auður hins vegar ekki og telur sig hafa náð góðum árangri því dóttir hennar sé vel bætt sam- kvæmt gömlu viðmiðunareglun- um. „Það verður að koma þessum mál- um á hreint meðan lögin em ný. Þess vegna verð ég að hefja skaða- bótamál fyrir dóttur mína og láta reyna á hvað dómarar gera og hvort þeir taki tillit til jafnræðisreglunn- ar,“ segir Auður og á við að meta verði alla jafnt. Hún hefúr eftir al- þingismönnum að það sé ekki hægt fyrr en eftir nokkur ár að leggja fram frumvarp um breytingar á þessum nýju skaðabótalögum og telur því að eina færa leiðin sé dóm- stólaleiðin. -HÞ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stööupróf I framhaldsskólum í byrjun haustannar 1993 verða sem hér segir: Mánudaglnn 23. ágúst Þríöjudaginn 24. ágúst Miövikudaginn 25. ágúst Fimmtudaginn 26. ágúst Enska Spænska, (talska Norska, sænska Franska, stæröfræöi, þýska Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun fer fram á skrifstofu Menntaskólans viö Hamrahllö I slma 685155. Slöasti innrít- unardagur er 20. ágúst 1993. UTBOÐ Gilseyrará 1993 Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboöum I lagningu stálplöturæsis I staö gamallar brúar á Tálkna- fjaröarvegi (617) I Vestur- Baröastrandarsýslu. Helstu magntölur. Lengd vegarkafla 0,16 km, fyllingar 1.400 m3, neöra buröaríag 300 m3, þver- mál stálplöturæsis 3 m og lengd 22,5 m. Verki skal lokiö eigi slöar en 15. júli 1994. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rfkisins á Isafiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjald- kera), ffá og meö 16. ágúst. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 30. ágúst 1993. Vegamálastjóri Rauði kross íslands aðstoðar Sómali: Heilsugæsluhönnun Rauði kross íslands vinnur nú hörðum höndum að uppbygging- arstarfi í Sómalíu. í fréttatilkynningu sem samtök- in hafa sent frá sér segir að hung- ursneyðin sé liðin hjá en heilsu- gæslan sé í mjög bágu ástandi. Uppbygging hennar er því efst á baugi. Alþjóðlegi Rauði krossinn ætlar að koma á fót 50 heilsugæslu- stöðvum fyrir áramót og mun það kosta 1,4 milljarða íslenskra króna. Sendifulltrúar Rauða kross ís- lands hafa starfað í Sómalíu und- anfarin tvö ár. Hjálparsjóður RKÍ skiptir sköpum í starfi þeirra og munar þar mestu um það fé sem fékkst í söfnunarátakinu „Hjálp- um þeim“ síðastliðið haust Samstarf Alþjóðlega Rauða krossins við hinn sómalska Rauða hálfmána er gott og vinnur hálf- máninn nú að því að blóðbanka- þjónustan verði endurreist. Einn- ig aðstoðar hann fólk sem hrakist hefur á vergang við að snúa aftur til síns heima. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.