Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 14. ágúst 1993 ÚTBOÐ Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins sendir fra sér ályktun um gerðadóm í Herjólfsdeilunni: Grafningsvegur, Hlíð — Grafningsvegur efri Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum I lagningu 4,4 km kafla á Grafningsvegi I Ámessýslu. Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðarlag 20.000 m’ og fláafleygar 3.900 m3. Verki skal lokiö 1. desember 1993. Útboðsgögn yeröa afhent hjá Vegagerð rikisins á Selfossi og I Borgartúni 5, Reykjavfk (aðal- gjaldkera), frá og með 16. ágúst. Skila skal tllboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. ágúst 1993. Vegamálastjóri. / Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram sjöundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, fjórði útdráttur í 3. flokki 1991, þriðji útdráttur í 1. flokki 1992 og annar útdráttur í 2. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1993. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í DV laugard. 14. ágúst. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Tf UxkH HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. ágúst 1993. 1. flokkur 1989 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 7.572 50.000 75.721 500.000 757.215 1. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 6.685 50.000 66.852 500.000 668.527 2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 13.212 100.000 132.121 1.000.000 1.321.215 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.281 100.000 122.810 1.000.000 1.228.100 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. n&J HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Bregðast verður við með hörðum afgerandi hætti „Framkvæmdastjóm Verkamannasambands íslands lýsir yflr undrun sinni yfir nýfelldum gerðadóml í deilu stýrímanna á m.s. Herjólfi viö útgerö skipsins," segir í ályktun sem stjómin hefur sent frá sér. Stjóm sambandsins segir dóm- inn kalla fram þá spumingu hvort hægt sé að hafna rétt framsettum launakröfum einstakra starfsstétta og ná fram setningu gerðadóms sem síðan hækki umsamin laun annarra starfsstétta í stað þess að afgreiða kröfu þess starfshóps sem stóð í deilunni. Þá segist framkvæmdstjómin telja að bregðast þurfi við með af- gerandi hætti. Stjómin þingaði jaftiframt um lánastofnanimar og telur að ákvarðanir þeirra um hækkun nafnvaxta séu ekki í samræmi við horfur um þróun efnahagsmála. Stjóminni finnst augljóst að bankastjóramir taki stundargróða fram yfir stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi. Þá segir hún ríkisstjómina verða að grfpa til marktækari ráðstafana en yfirlýsinga um að vextir verði að lækka með hjöðnun áhrífa af gengisfellingunni. Framkvæmdastj óm Verka- mannasambandsins lætur heldur ekki sjávarútvegsmálin liggja óbætt hjá garði og segist skilja sjónarmið verkalýðsfélaga á Norð- ur- og Austurlandi í þeim deilum sem hafa komið upp varðandi löndun vinnslufisks sem veiddur er í Barentshafi enda þarfnist fisk- vinnsluhúsin hráefnis. .J'ari svo að íslenskum skipum verði bannað að veiða á umdeildu hafsvæði í Barentshafi og óheimilt verði að taka við fiski úr skipum sem þar hafa veitt verður með öðr- um hætti að tryggja hagsmuni fiskvinnslufyrirtækja og fisk- vinnslufólks sem hefur afkomu af vinnslu þessa fisks. Verkamanna- sambandið ítrekar fyrri samþykkt- ir um að öllum óunnum ísfiski verði landað innanlands," segir f ályktuninni. -GKG. Frá Hvanneyri Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á opnum degi á Hvanneyri: Allir velkomnir að Hvanneyri Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna á opnum degi á Hvanneyrí núna á sunnudaglnn frá klukkan 10-18. Bömum gefst m.a. kostur á aö komast á hestbak í boöi Reióskóla Guðrún- ar Fjeldsted og Hestamannafélagiö Faxl skipuleggur relósýningar á skeiðvelli Bændaskólans. Helstu húsdýr verða sýnd í sínu náttúrulega umhverfi. Gamlar vélar úr Búvélasafninu á Hvanneyri verða til sýnis. Fjölbreytt matvælasýning verður í útitjaldi á vegum Osta og smjörsölunnar, Mjólkursamlags Borgfirðinga og Kjötiðnaðarstöðvar KB. Ullarselið á Hvanneyri verður með fjölbreytta kynningu, m.a. á vinnslu ullar frá því ærin er rúin þar til ullin er orðin að flík. Kvenfélagið 19. júní verður með kaffisölu og harmoníkuleikarar á Vesturlandi munu skemmta gestum. Hvanneyr- arsvæðið verður þá á einn eða annan hátt virkjað fyrir þennan dag. Miðað við fyrri reynslu mun vera búist við fjölda gesta. En um 1.200 manns heimsóttu Hvanneyri þegar þar var síðast opinn dagur árið 1987. Að Opna deginum standa Bændaskól- inn á Hvanneyri, Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins og Hagþjónusta landbúnaðarins. Stofnanir kynna starfsemi sína og greina frá verkefn- um sem þær vinna að. Tilgangurinn með þessum degi segja Hvanneyr- ingar þann að gefa fólki kost á að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi í þágu landbúnaðarins sem fram fer á Hvanneyri. Auk þess sem boðið er upp á al- menna búfræðimenntun, endur- menntun og háskólamenntun í bú- fræði er einnig unnið að ýmsum rannsóknum á vegum Bændaskól- ans, m.a. á sviði jarðræktar, fóður- öflunar, landnýtingar, matjurta- ræktar og búfjárræktar. Þar fara einnig fram búvélaprófanir og ýms- ar verktæknirannsóknir. - HEl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.