Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 7 Möguleikar í atvinnumálum í Ámeshreppi bjuggu í des- ember síðastliðnum 109 manns. Landbúnaður er aðal- atvinnugrein sveitarinnar og bústofn bænda er sauðfé. Bændur hafa getið sér gott orð fyrir sauðfjárrækt, féð þykir afurðamikið og iðulega er tví- lembt. Búin eru hins vegar í lágmarki hvað varðar stærð og mega varla við því að skera niður fé, eins og bændum hef- ur verið gert að gera. Slátur- hús hefur verið rekið á Norð- urfirði en í kjölfar gjaldþrots- ins er líklegt að bændur verði að fara með fé sitt í slátrun um Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu- Ávlk nýtir rekaviöinn til fulls. Hann hefur smíðaö skemmu undir viöarvinnsluna, þar sem hann framleiöir m.a. parkett. Stóra-Ávfk. Landslagiö á Ströndum er stórfenglegt. Vmamyndir GS náttúran sérstök og margt að sjá. Helst ríður á, að bjóða upp á ferðir og afþreyingu. Gistiað- staða er nokkur í hreppnum og ber þar hæst Hótel Djúpa- vfk. Af þessari upptalningu má sjá að möguleikar eru fyrir hendi í Ámeshreppi. En vilja menn búa þar? íbúar í Ámeshreppi, og Ströndum yfirleitt, hafa getið sér frægðarorð fyrir dugnað og atorkusemi. Tölulegar staðreyndir bera dugnaðinum vitni. Hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins fengust þær upp- lýsingar að í könnunum hefur Strandasýsla iðulega komið best út hvað varðar greiðslur af lánum. Bændur í Ámes- hreppi hafa ávallt staðið í skil- um. En staðreyndimar segja einnig annað. Fyrir verðtrygg- ingu 1979 tóku margir bænd- ur í hreppnum lán til hús- bygginga. Eftir það hafa fáir tekið lán. Það er til marks um litla endumýjun og litla upp- byggingu í hreppnum á síð- ustu ámm. Fjárhúsin og íbúð- arhúsin em enn í góðu standi enda tiltölulega nýleg. Spum- ingin er hins vegar sú hvort unga fólkið fæst til að halda byggðinni við. Fólk er mjög farið að eldast í Ámeshreppi og það er spurning hvort sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi telur aðra kosti álitlegri en að taka við búskap af for- eldrum sínum. Jaðarsvæði Útlitið er dökkt íÁmeshreppi. Fólkinu fækkar og verslunar- rekstur er erfíður. Það er svo ekki til að bæta stöðuna að Ár- neshreppur fellur ekki undir skilgreiningu á víixtasvæði, en samkvæmt stefnu í byggða- málum ber að beina opinberri aðstoð til slíkra svæða. f ljósi þess að Ámeshreppur hefur aldrei verið baggi á þjóð- arbúinu mætti álykta að opin- ber aðstoð væri réttlætanleg. En það virðist fyrir íbúum Ár- neshrepps liggja að taka á vandamálum sínum án aðstoð- ar að neinu marki. Hafa ber í huga að á harðbýl- um svæðum sem þessu býr duglegt fólk og úrræðagott. Á bændum í Ámeshreppi er ekki annað að heyra en beir ætli að vera bændur í Ámeshreppi áfram. Ef svo er, þá kemur fátt í veg fyrir það. Hún er ekki að ástæðulausu trú þeirra sem til þekkja. GS. Framtlöarbændur f Árneshreppi? Bændur tapa inneignum Gjaldþrotið er mikið áfall fyr- ir viðskiptamenn kaupfélags- ins. Margir bændur tapa inn- eignum sem þeir áttu í kaup- félaginu, sumir hátt í milljón. Alls nemur inneign bænda og félagasamtaka um níu millj- ónum króna. „Hér vom engar viðskipta- skuldir. Bændur áttu hér inni og höfðu stutt við bakið á kaupfélaginu. Það dugði þó ekki til þess að bjarga því,“ segir Gunnsteinn. „Það er ákaflega sárt að vita til þess að stuðningur þeirra skyldi ekki nýtast kaupfélaginu til þess að lifa áfram. Mennimir tapa svo fyrir bragðið." Gunnsteinn segir sárt að horfa upp á þessa niðurstöðu, þar sem öllum hafi verið annt um að fyrirtækið fengi að lifa áfram og starfa. En kemur gjcddþrotið til með að ráða úr- slitum um það hvort byggð verður áfram í Ámeshreppi eða ekki? „Nei, það held ég ekki. En þetta em örlagarík tímamót Ég hef fundið það á fólki, og reyndar sjálfum mér líka, að það er skelkað. En ég held að engum hafí dottið í hug að flytja út af þessu,“ seg- ir Gunnsteinn. „En það verður að vera verslun ef fólk á að geta búið í Ámeshreppi. Ég held að það sé öllum ljóst og ég vona að það sé almenn sam- staða um að reyna að leysa þessi mál. Ég vona líka að op- inberir aðilar taki sig á og vilji ekki sjá sveit eins og Ámes- hrepp fara í eyði bara út af þessu máli.“ 100 km. leið til Hólmavíkur. Helstu fiskveiðiþorp í Ámes- hreppi mega muna sinn fífil fegri. Á Djúpuvík og á Eyri við Ingólfsfjörð var áður fyrr blómleg sfídarútgerð, en hún lagðist af á 6. áratugnum. Frá Djúpuvík er stunduð nokkur útgerð á sumrin auk þess sem þar er starfrækt hótel og ferða- mannaþjónusta. Á Norðurfirði er höfn og Kaupfélagið rak þar fiskvinnslu. Nokkrir smábáta- eigendur gera út frá Norður- firði og fiskvinnslan er enn starfrækt af leigutaka. Grá- sleppuveiði er talsvert stund- uð í hreppnum, t.d. á Gjögri. Veiðin hefur verið heldur dræm upp á síðkastið. Meðal annarra auðlinda í Ár- neshreppi má nefna rekavið- inn, sem nokkrir bændur hafa nýtt til fulls sem arðbæra aukabúgrein. Áður fyrr stund- uðu menn hákarlaveiðar í miklum mæli, en þær em að mestu liðin tíð, auk selveiða. Líkt og í öðmm byggðarlög- um er mjög horft til ferða- mannaiðnaðar sem líklegan vaxtarbrodd í atvinnumálum sveitarinnar. Ferðamanna- straumur hefur reyndar aukist norður á Stnindir, enda er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.