Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 9 sem má vera að verði í hausL Þing- menn sem falla myndu með því missa þinghelgina er hingað til hefur hlíft mörgum þeirra fyrir Hreinum höndum. Meira að segja mafíumar... Flestir ítölsku stjómmálaflokk- anna eru f rústum eftir uppljóstr- anir um spillingu sem þeir hafa átt hlut að og nærst á. Nánast sá eini af þeim sem blómstar er Lega Nord, nýr af nálinni og ekki flækt- ur í spillinguna. Hann virðist helst vilja losa Norður-Ítalíu að ein- hveiju leyti úr tengslum við aðra landshluta. Líklegt er að breyting- amar á kosningakerfinu verði til þess að smáflokkar ýmsir þurrkist út af þingi. Þeir stærri af gömlu flokkunum, einkum kristilegir demókratar og sósíalistar, hafa far- ið svo illa út úr spillingarmálunum að margir telja að þeir eigi sér vart viðreisnar von. Kristilegir demó- kratar hafa í örvæntingu skipt um nafn að fordæmi höfúðandstæð- ings síns, kommúnistaflokksins, og kallast nú Alþýðuflokkur (Part- ito Popolare). Kommúnistaflokk- urinn fyrrverandi hefur ekki held- ur sloppið við áföll út af spillingar- málunum, þótt ekki sé hann jafti illa flæktur í þau og hinir. Enda var tilvistarréttlæting kaldastríðskerf- isins gamla að halda honum frá völdum. M.a.s. mafíumar virðast vera að missa kjarkinn fyrir hörðum at- gangi Hreinna handa. Rétt fyrir mánaðamótin framdi sjálfsvíg í fangelsi í Róm Antonio Gioe, að- stoðarforingi Salvatores Riina, sem talinn er vera yfirforingi sikil eysku mafíunnar og situr inni síð- an í janúar. Er það í fyrsta sinn sem háttsettur mafíuforingi sviptir sig lífi f ítölsku fangelsi. Þar sem stjómmálageirinn á ítal- íu er vegna sóknarinnar gegn spill- ingunni nærfellt lamaður segja ýmsir sem svo að þar sé nú „valda- tómarúm." Aðrir, eins og Giovanni Sartori, prófessor í stjómmálavís- indum við Flórensháskóla, segja að Ítalía dagsins í dag sé „lýðveldi dómaranna." Hann og fleiri láta í ljós áhyggjur af því að dómaramir séu vegna niðurlægingar stjóm- málamannanna að verða úr hófi valdamiklir og kunni það að leiða til geðþóttakenndra ráðstafana af þeirra hálfu, eins og sumir telja að þegar hafi gerst í herferðinni gegn spillingunni. En vera má að marg- ir ítalir líti svo á að ekki sé betri kosta völ. Páfí w'ð Laterankirkju eftir sprenginguna þar — sú atlaga haföi þveröfug áhrif viö þaö sem taliö er aö til hafi veriö ætlast. Komið við kvikuna í ítölum f þvf sambandi em tilræðin gegn menningarverðmætum og bygg- ingum sem hafa sögulegt gildi at- hyglisverð. Það fyrsta af þessum tilræðum, sem til þessa em nokk- uð sérstæð (en ekki einstæð) í hryðjuverkasögunni, var framið í maf gegn Uffizisafhi í Flórens. Óhætt mun að fúllyrða að af fáu séu ftalir jafn stoltir og afrekum forfeðra sinna í arkítektúr og öðr- um listgreinum. Stoltið af þessu er samgróið þjóðarstolti þeirra og kannski drýgsti liður þess. Það að nú skuli vera hafin eyðingarher- ferð gegn þessum minjum er nokkuð, sem ætla má að komi þeim úr jafnvægi umftram flest annað. Mörgum mun þykja að með þessum tilræðum sé brandi beint að kjama hópsjálfsímyndar ítala. Ekki er ólíklegt að hryðjuverka- mennimir geri sér vonir um að gagnvart slíkum voða muni þjóð þeirra fallast hendur. Óeðlilegt er ekki að grunsemdir vakni um að einmitt þetta sér- kenni umræddra hryðjuverka, að þau beinast að sumu þvf sem merkast þykir af því er saga og menning ftalfu hafa látið eftir sig, þýði að háttsettir menn standi á bak við hryðjuverkin, menn sem vanist hafi þvf að vera í efsta lagi samfélagsins og líta á samfélagið f heild sinni sem sinn hlut fyrst og fremst, eins og ósjaldan mun ger- ast um hástéttarfólk. ítölsku hryðjuverkin gegn menningu og sögu, væri hægt að segja, eru þess- leg að á bak við þau standi voldug- ir menn, sem sjái fram á valda- og virðingarmissi og hóti því í ör- væntingu að taka þau verðmæti samfélagsins, sem því er sárast um, með sér í glötunina. Hugsun- in á bak við þetta athæfi mundi samkvæmt þessari tilgátu vera eitthvað á þessa leið: Fyrst þetta er ekki mitt lengur, eyðilegg ég það. En hafi tilgangurinn með tilræð- um þessum verið að stöðva Hrein- ar hendur virðist þau hafa haft þveröfúg áhrif. Tilræðin vöktu al- menna reiði og drógu athyglina frá áður áminnstum sjálfsvígum. Dag- inn eftir sprengingamar tilkynntu dómarar að Amaldo Forlani, fyrr- um forsætisráðherra, væri undir grun um aðild að hneykslum og væri þegar farið að rannsaka það mál. Forlani er sá fimmti af fyrr- Teikning þessi f ftölsku blaöi mun eiga aö vera afAndreotti, sem ein- dregiö ber af sér allar sakir. verandi forsætisráðherrum Italfu, sem í því lendir. Sama dag hófúst rannsóknir á grundvelli gmn- semda um að Giulio Andreotti, fmynd ftalska kaldastrfðskerfisins f flestra augum, hafi átt hlut að því að blaðamaður að nafni Mino Pic- orelli, sem myrtur var 1979, yrði ráðinn af dögum. Þetta eru heldur meinleg örlög fyrir mann, sem í áratugi var einn virtustu stjóm- málamanna Vesturlanda og mætti Ld. oft sem forsætisráðherra fyrir hönd ítalfu á ráðstefnur leiðtoga sjö mestu iðnríkja heims. Geðshræringin eftir sprenging- amar leiddi og til þess að ftalska þingið samþykkti breytingar á kosningakerfinu. Það voru þing- menn búnir að draga á langinn lengi, enda líklegast að breyting- amar verði til þess að fjölmargir þeirra falli í næstu kosningum, ALUR VELKOMNIR Baondaskóllnn á Hvanneyrl Hagþjónusta landbúnaóarlns Rannsóknarstofnun landbúnaóarlns RENAULT ..er nú á besta veröinu Vegna hagstæörar gengisþróunar og tollabreytinga bjóöum viö nú Renault fólksbíla á betra veröi en nokkru sinni fyrr. Hér aö neðan er verðsamanburður á Renault 19 og Renault Clio og nokkrum sambærilegum fólksbílum frá Asíulöndum. Eins og fram kemur hefur dæmiö snúist viö og er nú hægt aö kaupa vandaðan evrópskan fólksbíl á betra veröi en er á sambærilegum japönskum bílum. Verö 1/11 '92 Verð 1/8 '93 Hækkun RENAULT19 RT 1.189.000,- 1.349.000,- 13% TOYOTA COROLLA GLi 1.214.000,- 1.419.000,- 17% HYUNDAI ELANTRA GLSi 1.049.000,- 1.337.000,- 27% MMC LANCER GLXi 1.073.000,- 1.398.000,- 30% RENAULT CLIO S 1.049.000,- 1.069.000,- 2% NISSAN SUNNY SR 889.000,- 1.117.000,- 26% MMC COLT GLXi 1.019.000,- 1.357.000,- 33% SUZUKI SWIFT GL 828.000,- 1.155.000,- 39% * Samanburður er samkvæmt verðlistum viðkomandi umboða á hverjum tíma. Ryövörn, skráning og málmlitur ásamt miklum aukabúnaöi er innifalið í verðinu á Renault. RENAULT -fer á kostum Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.