Tíminn - 16.10.1993, Side 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.«68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminii—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-símihn—68-76-48
Laugardagur
16. október 1993
196.tbl.77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
17 þúsund símnotendur
í miðbæ Reykjavíkur
símasambandslausir
Miðbæjar-
stöð óvirk
í fjóra
klukkutíma
Miðbæjarstöð Pósts og síma varð
óvirk í fjórar klukkustundir í gær.
Um 17 þúsund símanúmer í vest-
ur- og miðbæ Reykjavíkur duttu
út. Súni lögreglu og slökkviliðs
var óvirkur, en hægt var að ná
sambandi við neyðarnúmer lög-
reglunnar og slökkviliðs. Stjóm-
sýslan og fjölmörg stór fyrirtæki
hálflömuðust vegna bilunarinnar.
Það var um kl. 12.30 sem mið-
bæjarstöðin datt út Um var að
ræða bilun í hugbúnaði sem illa
gekk að finna. Kl. 16.30 tókst við-
gerðarmönnum Pósts og síma að
gera við bilunina. Unnið var að því
fram á kvöld að skilgreina bilunina
og reyna að tryggja að ekki yrði
um frekari bilanir að ræða. Sér-
fræðingar frá símafyrirtækinu Er-
icson í Danmörku komu til lands-
ins í gærkvöldi.
Símabilunin hafði víðtæk áhrif á
allt athafhalíf í miðbænum. Ekki
var hægt að ná sambandi við ráðu-
neytin eða Ráðhúsið og viðskipta-
vinir banka og margra stórra fyrir-
tækja urðu fyrir miklum óþægind-
um.
Bilun varð einnig á símakerfinu í
fyrradag sem varði í um 25 mínút-
ur. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull-
trúi Pósts og síma, sagði að stjórn-
endur Pósts og síma litu á bilun-
ina mjög alvarlegum augum. Hún
sagði að allt yrði gert til að koma í
veg fyrir frekari bilanir. Sérfræð-
ingar frá Pósti og síma og Ericson
myndu leita skýringa á biluninni
um helgina. -EÓ
Ríkisrisnan niður um 40 milljónir
Risnukostnaöur ríkisins lækkaöi á síðasta árí um 40 milljónir
króna. Aksturskostnaður og feröakostnaöur ríkisins lækkaöi
sömuleiðis milli ára. Samtals nam risnu-, ferða- og aksturskostn-
aður ríkisins 2.826 milljónum í fyrra, en 2.733 milljónum árið 1991.
Vítisvélar
leyfðar
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra segir eðlilegt að Happdrætti
Háskólans fái Ieyfi til að reka bein-
línutengda spilakassa, svokallaðar
„vítisvélar“. Reglur um þessa kassa
verði tilbúnar í næstu viku.
Forsvarsmenn Rauða krossins
eru mjög óánægðir með að Há-
skólahappdrættið skuli fá leyfi til
reksturs spilakassa, en rekstur
spilakassa er megintekjulind
Rauða krossins. Þeir óttast að
spilakassar Háskólans muni
skerða mjög mikið tekjur af Rauða
kross kössunum, jafnvel að um al-
gert hrun verði að ræða.
Þorsteinn Pálsson gerði ríkis-
stjóminni grein fyrir stöðu máls-
ins í gær. Hann sagði að miklar
breytingar hefðu átt sér stað á
happdrættismarkaðinum undan-
farin ár. Háskólahappdrættið hefði
þar farið nokkuð halloka í sam-
keppninni. Hann sagði ekki óeðli-
legt að því væri gefið tækifæri til
að nýta sér nýjustu tækni á sviði
happdrættisreksturs og þar með
að rétta nokkuð hlut sinn.
Þorsteinn tók fram að fleiri aðilar
myndu ekki fá leyfi til að reka
spilakassa á næstunni. -EÓ
Árið 1991 nam risnukostnaður rík-
isins röskum 208 milljónum króna á
verðlagi þess árs, en í fyrra nam
þessi kostnaður tæpum 167 milljón-
um. Spamaðurinn er um 40 millj-
ónir. Öll ráðuneytin hafa tekið sig á
og lækkað risnukostnaðinn. Athygli
vekur hins vegar að risnukostnaður
aðalskrifstofu iðnaðarráðuneytisins
hækkaði um 1,5 milljónir milli ára,
fór úr tæplega 800 þúsundum í 2,2
milljónir.
Risnukostnaður ríkisins 1991
og 1992 í milljónum króna
1991 1992
Æðsta stjóm ríkisins...18,3 ...19,0
Forsætisráðuneyti .....12,6...7,2
Menntamálaráðuneyti ...39,9 ...27,7
Utanríkisráðuneyti ....37,0 ...34,3
Landbúnaðarráðuneyti ....7,4..5,4
Sjávarútvegsráðuneyti...8,0...6,2
Dóms- og kirkjumálar. ..10,2..8,9
Félagsmálaráðuneyti ....3,8...3,2
1991 1992
Heilbrigðisráðuneyti ..15,4 ...11,2
Fjármálaráðuneyti........11,8 8,6
Samgönguráðuneyti....21,7 ...16,4
Iðnaðarráðuneyti.....12,6 ...11,9
Viðskiptaráðuneyti .....3,5...3,7
Hagstofa íslands .......1,1...0,7
Umhverfisráðuneyti........4,6 2,3
Samtals..............207,9 .166,7
Af einstökum stofnunum vekur at-
hygli hár risnukostnaður embættis
biskups íslands, en risnukostnaður
þess var röskar 2,5 milljónir í fyrra.
Risnukostnaður Byggðastofnunar er
einnig 2,5 milljónir. Þetta er litlu
lægri risnukostnaður en hjá Há-
skóla íslands (2,8 milljónir). Til
samanburðar má nefna að risnu-
kostnaður landlæknisembættisins
var rúmlega 500 þúsund og Ferða-
málaráðs Islands 1,7 milljónir.
Ferðakostnaður ríkisins lækkaði
einnig á síðasta ári eins og risnu-
kostnaðurinn. Ferðakostnaðurinn
nam 1.489 milljónum árið 1992
(747 milljónum innanlands og 752
milljónum erlendis), en var 1.466
milljónir árið á undan (706 milljón-
ir innanlands og 760 milljónir er-
lendis). Aksturskostnaður ríkisins
hækkaði hins vegar úr 1.059 millj-
ónum í 1.160 milljónir. -EO
Olís hefur lokað á viðskiptl vlð fyrirtæki Magnúsar G. Kjartanssonar, sem hefur meö höndum skólaaksturinn í Reykjavík. Tímamynd Ámi Bjama
Rekstrarerfiðleikar hjá Magnúsi G. Kjartanssyni hf.
Bílstjórar skólarúta
fá ekki greidd laun
Bílstjórar, sem sjá um akstur skólabama í Reykjavík á vegum
Magnúsar G. Kjartanssonar hf., hafa ekki fengið greidd laun.
Auk þess hefur Olís lokað á viðskipti við Magnús vegna van-
skila.
„Þetta er innanbúðarmál og
kemur ekki öðrum við,“ segir
Magnús G. Kjartansson. „Ég held
uppi þeirri þjónustu sem mér var
falið. Ég hef ekki fengið neinar
kvartanir og á meðan svo er, get
ég ekki álitið að neitt sé að.“
Starfsmaður fyrirtækisins stað-
festir að laun hafi ekki verið
greidd og að Magnús G. Kjartans-
son hafi borið fyrir sig seinlæti á
Skólaskrifstofu Reykjavíkur.
„Þetta er ekki rétt,“ segir Ragnar
Júlíusson, yfirmaður kennslu-
deildar Skólaskrifstofunnar, en
hann hefur umsjón með skóla-
akstrinum. „Það eru engar van-
efndir af hálfú borgarinnar."
Heimildir Tímans herma að
skólarútur Magnúsar hafi orðið
eldsneytislausar og ferðir fallið
niður af þeim sökum, síðast á
fimmtudag, og það sé vegna þess
að fyrirtækið geti ekki staðgreitt
eldsneyti eftir að Olís lokaði á við-
skipti við það.
Magnús neitar þessu og segir að
engin röskun hafi orðið á skóla-
akstri hjá sér.
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar
lagðist gegn því fyrir rúmum
mánuði að Magnúsi yrði falinn
skólaakstur í borginni, þar sem
margt benti til að fyrirtækið heföi
ekki nógu sterka fjárhagsstöðu til
að valda verkefninu. Magnús G.
Kjartansson hf. lagði fram lægsta
tilboðið í skóla^ksturinn. Skóla-
skrifstofa Reykjavíkur mælti með
tilboði frá Jónatan Þórissyni, en
tilboð Magnúsar hlaut engu að
síður stuðning fúlltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, sem mynda meiri-
hluta í borgarráði. Sú ákvörðun
varð til þess að meirihluti borgar-
ráðs var sakaður um einkavina-
væðingu, meðal annars í rit-
stjómargrein í þessu blaði, en
Magnús G. Kjartansson er for-
maður Sjálfstæðisfélagsins í Mos-
fellsbæ.
„Þetta eru nornaveiðar og of-
sóknir,“ segir Magnús.
-PS