Tíminn - 16.10.1993, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 16. október 1993
Tímiim
Ritstjóri: Þór Jónsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóri: Stefán Ásgrímsson
Útgefandi: Mótvægj hf.
Framkvæmdastjórí: Hrólfur Ölvisson
Skrtfstofun Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300.
Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1400- , verö I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Leiðtogi án
ábyrgðar
Vald og áhrif sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku
CNN er orðið þvílíkt, að leiðtogar stórvelda láta
stjórnast af því, hvert hún beinir athygli sinni
hverju sinni.
Þeir fylgjast með fréttum sjónvarpsstöðvarinnar
til þess að gera sér grein fyrir stöðu mála annars
staðar á jarðarkringlunni og hafa jafnvel látið svo
um mælt, að CNN færi þeim greinarbetri upplýs-
ingar og með skjótari hætti en erindrekum þeirra
og njósnurum er kleift að gera.
Flestir keppinauta stöðvarinnar hafa látið í minni
pokann hvað snertir fréttaflutning af viðburðum á
erlendum vettvangi og þegar einn fréttamiðill ber
ægishjálm yfir aðra með þessum hætti verða áhrif
hans á skoðanamyndun almennings óeðlilega og
reyndar hættulega mikil.
Ekki er fráleitt að ætla, að hernaðaríhlutun
Bandaríkjaforseta í Sómalíu hafi að verulegu leyti
ráðist af því, að CNN varpaði fréttaljósinu á hörm-
ungarnar þar í landi. Það hefði allt eins getað ver-
ið stríðið í Angóla eða hungrið í Súdan. Staðsetn-
ing sjónvarpsvélanna virðist hafa meiri pólitíska
þýðingu en sjálfir atburðirnir, sem eiga sér stað.
Það er alls ekki ólíklegt, að fréttaflutningur CNN
frá Sómalíu leiði að lokum til þess að Bandaríkin
og Sameinuðu þjóðirnar hætti þar íhlutun sinni
og kalli hersveitirnar heim. í fréttablaðinu Time er
til að mynda sagt frá skoðanakönnun í Bandaríkj-
unum, þar sem 90 af hundraði eru þeirrar skoðun-
ar, að bandarískt herlið eigi að kalla heim án tafar.
Með minni samkeppni aukast að sjálfsögðu áhrif
og völd CNN. Ábyrgð sjónvarpsstöðvarinnar verður
að sama skapi meiri — og meiri en eðlilegt er að
ætlast til af fjölmiðli. Hann fær sjálfkrafa einhvers
konar leiðtogahlutverk, en ber í raun og veru enga
ábyrgð sjálfur. Enda var það augljóst af fréttaflutn-
ingi sjónvarpsstöðvarinnar af uppreisninni í
Moskvu í upphafi mánaðarins, þar sem fréttamenn
CNN voru að langmestu leyti látnir einir um að
flytja umheiminum beinar fréttir af þróun mála,
að stöðinni var ekki hollt að verða svo öflug á
markaðnum. Hún þarf nauðsynlega á aðhaldi sam-
keppninnar að halda. Fréttamennirnir þverbrutu
margar grundvallarreglur í blaðamennsku. Þeir
lögðu sig ekki í framkróka við að afla upplýsinga
frá öllum deiluaðilum. Þeir reyndu ekki að nálgast
sjálfa atburðina, heldur héldu sér lengstum í ör-
uggri fjarlægð frá átökunum. Þeir tóku aðeins örfá
viðtöl við talsmenn hinna stríðandi fylkinga og það
var greinilegt að dreginn var taumur Jeltsíns og
hans manna, án þess að sjónarmið andstæðinga
þeirra kæmust nokkurn tímann almennilega til
skila.
Þá var viðlejtni þessarar stöðvar talsvert virðing-
arverðari í flóabardaga um árið, þótt aðstæður þar
væru allar verri og erfiðari sökum ritskoðunar
bandaríska hersins og bandamanna.
Slæm og einhliða fréttamennska er út af fyrir sig
alvarlegt mál. En þegar hún tíðkast á jafn áhrifa-
miklum fjölmiðli og CNN er orðinn, þá er voðinn
vís.
Þingmenn skildir
útundan
Þeir hafa næma tilfinningu fyrir
tímasetningu, alþingismennimir
sem hlupu í pontu í fyrradag til að
kvarta yfir kaupinu sínu og hve illa
þeir væru haldnir í sporslum og
fríðindum. Guðrún Helgadóttir
harmaði að úrskurður Félagsdóms
í fyrra um kauphækkun til handa
þingmönnum skyldi ógiltur með
bráðabirgðalögum. Samtímis er
Félagsdómur að dæma Dagsbrún
fyrir að standa að kröfugerð fyrir
verkamenn.
Matthías Bjamason, sjóðastjóri í
fristundum, telur mikið órættlæti
að þingmenn skuli ekki vera nema
hálfdrættingar í launum miðað við
bankastjóra og sveitarstjóra. Sam-
tímis er verið að heimta að gerð
verði grein fyrir óskiljanlega mikl-
um tekjum þeirra sem þingmað-
urinn vill bera sig saman við.
Ingi Bjöm Albertsson upplýsir
þingheim um að ekki sé nokkur
vegur fyrir mann að framfleyta sér
fyrir 200 þúsundkall á mánuði og
telur því þingmannalaunin
hneyksli. Samtímis er verið að
birta skýrslur um meðallaun
starfsmanna sveitarfélaga og em
þau um helmingur beinna
greiðslna sem þingmenn fá.
Hlunnindin bætast þar ofan á.
Miðað við kaup þeirra sem mest
bera úr býtum í bæjarvinnu er
þeim naumt skammtað sem á
lægri töxtunum em og ætti Ingi
Bjöm og hinir 62 setufélagar hans
að hyggja að því hvemig það fólk
sér fýrir sinni framfærslu.
Sporsla hér og
sporsla þar
Alþingismönnum er greitt fyrir
að masa um bág launakjör sín og
bera þau saman við tekjumar sem
embættismenn og stjómendur
fyrirtækja fá. Úr ræðustóli löggjaf-
arsamkundunnar kveina fulltrú-
amir yfir að þeir fái ekki borgaða
yfirtíð og spyrja hver um annan
þveran hvar annars staðar á
byggðu bóli önnur eins ósvinna
eigi sér stað. Og þeir svara: Hvergi.
Sjálfir raða þeir sér í nefridir og
ráð og grípa sporslu hér og sporslu
þar og svo em það ferðapeningar
og daggjaldapeningar og bensín-
peningar og húsaleigupeningar og
matarpeningar vegna þess að þeir
hafa enga yfirtíð.
Þingmenn em ekkert ofsælir af
kjömm sínum og em langt frá því
að vera hátekjumenn. Hins vegar
ættu þeir að vera matvinnungar
og vel það og ætíð ættu þeir að
hafa í huga að þeir em ekki kosnir
á Alþingi til að bæta afkomu sfna.
En það sem þeir opinbera við um-
ræðu eins og þá sem hér er skír-
skotað til, er að þeir em blindir á
þau kjör sem fólkið í landinu býr
við.
Þegar verið er að fletta ofan af
óhóflegum tekjum og hlunnind-
um og ofboðseyðslu þeirra sem
stjóma stofriunum í eigu ríkisins
Oddur Olafsson skrifar
og hvernig stofrianimar leyfa sér
að hygla sér og sínu starfsfólki,
hlaupa firrtir þingmenn til og
kvarta og kveina yfir því að þeim
hefur ekki tekist að ná umtals-
verðum hluta af herfangi nómen-
klatúmnnar.
Himinhrópandi
Þingmennimir em svo raunvem-
leikafirrtir að þeir koma ekki einu
sinni auga á hverjir hafa búið til
embættin og aðstöðuna fyrir gæð-
ingana sem ausa til sfn úr nægta-
homi ríkiskassans eða stofnana
sem Alþingi hefur skapað og ræð-
uryfir.
:::::
::::::::
í öllum háembættum sitja fyrr-
verandi pólitíkusar og flokksgæð-
ingar. Minniháttar meðreiðar-
menn og konur em þeim við hlið
og njóta góðs af öllu örlætinu sem
gæslumenn sjóða, peningamust-
era, stjómarsetra og jafnvel dóms-
valds sýna þegar þeir og einkavin-
imir og samstarfsmenn eiga í hlut
Vegna dæma um himinhrópandi
misrétti og misbeitingu þar sem
æðstu embættismenn hygla sjálf-
um sér á kostnað almennings er
allt í einu farið að ræða málin og
jafnvel ráðherrar em famir að
biðja um upplýsingar um tekjur
og kjör starfsmanna opinberra
stofnana og allt það sjálfdæmi sem
þeim er sett um eigin rekstur.
Engar skyldur
Ef einhver minnsti dugur er í al-
þingismönnum og geti þeir sýnt
að áhugi þeirra á landsmálum nái
út fyrir buxnastrenginn, ættu þeir
að heimta skýrslur um fjármál
þeirra stofriana sem þeir hafa sjálf-
ir búið til og stjóma. Alþingi kýs
sjálft stjómir, ráð og neftidir sem
fara með æðstu stjóm peninga-
musteranna, sjóðanna og úthlut-
unar valds og embætta.
En svo hefur þingið enga eftirlits-
skyldu með því hvemig stjórnað er
og þótt siðspillinginn gapi framan
í hvem mann sitja eftirvinnu-
snauðir þingmenn undir ræðum
annarra þingmanna sem kvarta
sáran yfir því að þeir hafi sjálfir
lægri laun en sjálftökuliðið i þing-
og stjómskipuðum embættum og
hafast hvergi að.
Sárar kjarahetjur
Tekjur og fríðindi embættis-
mannanna sem mest hafa og em
til umræðu í fjölmiðlum og miklu
fremur á vinnustöðum sýnast ekki
vaxa þingmönnunum, sem kvarta
um lélega kaupið sitt, í augum.
Það kemur ekki fram í þingræðum
að þeim sé ofborgað eða að hlunn-
indi þeirra séu óhófleg.
Kjarahetjurnar á Alþingi lýsa að-
eins yfir sárindum yfir því að vera
varla hálfdrættingar þeirra sem
best hafa komið sér fyrir.
Á þessum málum eru fleiri fletir
sem kjörnir fulltrúar ættu að
gaumgæfa meðfram því hvemig
þeir eiga að ná meiru til sín af feng
nómenklatúrunnar.
Tekjur ríkisins fara minnkandi og
verið er að skera niður útgjöldin
hér og þar og kvarta þingmennim-
ir sjálfir manna mest yfir því að
farið sé að spara. Þeir ná ekki upp í
nefið á sér af vandlætingu þegar
verið er að skera niður framlög til
heilbrigðismála og menntunar og
hrópa að verið sé að ganga af vel-
ferðarkerfinu dauðu og allt eigi að
lenda þyngst á sjúklingum og
bömum. Eitthvað er til í því, enda
eiga þeir þjóðfélagsþegnar verra
með að verja sína hagsmuni en t.d.
menningar- og keppnisíþróttafólk-
ið.
En að skera niður tekjur og lífs-
stfl nómenklatúmnnar og draga
úr ofboðseyðslu margra stofriana
sem sækja lífsviðurværi sitt í vasa
almennings er óhugsandi. Þar á
aldrei að draga saman og spara.
Aldrei er talað um að bágur efna-
hagur og í sumum tilfellum
hörmulega illa reknar stoftiair eigi
rót sína að rekja til þess hve mikill
rekstrarkostnaður þeirra er og sér
í lagi hve mikið er dælt af fjármun-
um út úr stofnunum í formi sjálf-
tekinna launa og flottræfilsháttar
af ýmsum toga.
Þeirri höfuðlygi er haldið á loft að
þeir sem valist hafa til stjómunar,
iðulega eftir gjörspilltum leiðum,
séu öllum öðmm færari um að
ráðskast og stjóma. Þeirra eiga að
bíða ótal atvinnutilboð annars
staðar og er ríghaldið í þá í núver-
andi stöðum með því að borga
þeim vel.
Skömmin
Allur þessi óhemjudýrmæti
starfskraftur, kjömir fulltrúar
meðtaldir, er á góðri leið að kaf-
sigla þjóðarskútuna og jafnvel fár-
inn að tala upphátt um gjaldþrotið
framundan. Viðbrögðin em ekki
önnur en að þjarma að velferð
þeirra sem minnst mega sín en
láta alla opinbera eyðsluseggi leika
lausum hala og sanka að sér fé og
hlunnindum í öfugu hlutfalli við
kjör allra þeirra sem ekki em leng-
ur matvinnungar, þótt í fúllu fjöri
séu.
Svo bíta þingmenn höfuðið af
skömminni með því að heimta að
fá að taka þátt í óráðssíunni í stað
þess að snúast gegn henni.