Tíminn - 16.10.1993, Page 9

Tíminn - 16.10.1993, Page 9
Laugardagur 16. október 1993 Tíminn 9 Gríkkjum voru f störfum hjá því opinbera sem þjónuöu vart nein- um tilgangi nema að veita þeim vinnu, rfkisfyrirtæki voru rekin með tapi og þeim haldið á floti með rfídsstyrkjum. Niðurstaðan varð skuldasöfhun, verðbólga og harla bágt ástand f rfkisfjármál- um. í utanríkismálum skelfdi Papandreú Vesturlönd (og suma af löndum sfnum einnig) með því að sýna af sér vinsemd við „róttæk" þriðjaheimsríki og austurblökkina og stíga í væng- inn við menn eins og Gaddafi, Saddam Hussein og Honecker. Helena hin nýja Eftir 1985, er Papandreú hafði unnið nýjan kosningasigur, var ástandið í ríkisfiármálum orðið slíkt að hann sá sér ekki annað feert en að taka upp allstranga sparnaðarstefnu. Hún kom illa niður á Iffskjörum margra og þar að auki komu nú upp fjármála- ffá því að París TVójuprins nam á brott Helenu fögru. Þessu til viðbótar kom nú f Ijós að Papandreú var alvaríega veik- ur fyrir hjarta. Þetta femt, spamaðurinn, fjár- málahneykslin, ástamálin og hjartveikin, varð Papandreú að falli f þingkosningum 1989, iík- lega helst vegna þess að þetta bar allt upp á sama tfma. Kaþarsis Mitsotakis kom nú til valda og lofaði „kaþarsis" (hreinsun). Hann mun hafa hugsað sér að fylgja kosningasigrinum eftir með því að svipta erkióvin sinn Papandreú æm og binda enda á feril hans í stjómmálum í eitt skipti fyrir öll. Flestra spá var að Mitsotakis tækist það. En Pap- andreú tókst að sleppa sýkn frá réttarhöldum út af fjármála- hneykslunum, gekk að eiga Dimitru og hvað heilsuna varðar Filippos Makedóníukonungur, faöir Alexanders mikla: enn kveöur að þeim feög- um I stjórnmálum Balkanskaga. hneysli, sem háttsettir menn í Pasok voru flæktir í. Ofan á þetta tók Papandreú að vera með Dim- ibru Liani, forkunnarmyndar- legri flugfreyju, sem er rúmum aldarþriðjungi yngri en hann, og lét hina bandarísku eiginkonu sfna, er alið hafði honum fjögur böm, róa. Það mál kölluðu fjöl- miðlar sápuópem. Stjómarand- stæðingar höfðu þetta f blautleg- um gamanmálum og sögðu skaut Dimitm vera valdhafa Grikklands. Vinur hennar tók hana með sér á ráðstefnu æðstu manna Evrópubandalagsríkja á Ródos og er mælt að hinum leið- togunum, þ.á m. Margaret Thatcher, hafi ekki orðið um sel. Má mikið vera ef ástamál hafa nokkm sinni valdið meira uppi- standi í stjómmálum þarlendis reyndist seigara í honum en bú- ist hafði verið við. í efnahagsmálum viðhafði Mitsotakis spamaðarstefnu, fækkaði störfum f ríkisgeiran- um, frysti laun o.s.frv. Við það hrapaði kaupgeta Grikkja um 30% að meðaltali, en verðbólga varð síst minni en fyrr og ekki léttist skuldabagginn. Fljótlega komst f hámæli að spilling og ættarklíkuskapur væri vart minni hjá Mitsotakis en verið hafði hjá Papandreú. Sá síðar- nefndi hafði að fordæmi föður síns gert son sinn að ráðherra, og Mitsotakis kom dóttur sinni, sem Dóra heitir, í ráðherrastól. Þetta allt saman dró fylgið frá Mitsotakis og Papandreú, glögg- ur á hugarfar almennings sem fyrr, geystist fram í stjómmála- baráttuna á ný. Hann reyndist engu hafa glatað af leikni sinni við að ná til almennings og hneykslin kringum hann höfðu gleymst á bak við óánægjuna með Mitsotakis. Það, sem réði úrslitum f þessari sfðustu viðureign þeirra tveggja, var þó klofhingur í Nýju lýðræði. Ástæðan var ágreiningur út af nafhi Makedóníu, eins ríkja þeirra sem urðu til er Júgóslavfa datt sundur. í augum Grikkja er það ósvinna að Makedónar nú- tímans, Slavar sem komu til lands þessa fyrir aðeins um 1400 árum, skuli leyfa sér að skreyta sig með nafrii Makedóna hinna fomu og hellensku, sem lögðu heiminn að fótum sér undir for- ustu Alexanders mikla. Hcifa Grikkir því fyrir reglu að kalla hið nýja makedónska rfki Skopje eftir höfuðborg þess. Sagan endurtók sig Vesturlönd, á nálum um að deila þessi gæti leitt til frekari útbreiðslu ófriðareldsins á Balk- an, fengu um síðir talið Mitso- takis, sárlega kominn upp á fjár- framlög frá EB, á að samþykkja að Makedónía fengi að heita Makedónía. En Antonis Samar- as, utanrfldsráðherra í stjóm Mitsotakisar, brást reiður við þessari eftirgjöf, sagði sig úr stjóm og stjómarflokki og tók með sér nógu marga af þing- mönnum flokksins til þess að stjóminni varð ekki lengur stætt á þingi. „Hann beit í höndina sem gaf honum að éta,“ sagði Mitsotakis. Hið sama gerðir þú herra þínum og velgerðamanni, svömðu þeir sem muna hvernig Mitsotakis reis gegn Papandreú eldra. Þeir Mitsotakis og Pap- andreú em „tveir jafngamlir dín- ósárar og pólitísk hugsun beggja jafhsjúkleg,“ segir Samaras. Um Mitsotakis segir þýska tímaritið Der Spiegel að hann hafí reynt að gera Grikkland að „venjulegu Evrópulandi" sem önnur EB-ríki „gætu reitt sig á“. Ummæli þessi og fleiri endur- spegla þreytu norðlægra EB- ríkja á félagsskapnum í því bandalagi við Suður-Evrópuríki, sem ýmsum norðanvert í EB finnst að gegni í bandalaginu helst því hlutverki að hafa fé af Norður-Evrópuríkjum með sterkari efnahag. Undanfarið hefur Grikkland fengið úr sam- eiginlegum sjóðum EB, sem gjaman em kenndir við þróun, hærri framlög en nokkurt annað aðildarríki þess, og nú heyrist að í EB-höfuðstöðvum óttist menn að undir stjórn Papandreús muni óráðsía aukast í grískum ríkisfjármálum, með þeim af- leiðingum að Grikkland verði enn þyngra á fóðmnum hjá norðlægum EB-ríkjum. Erfitt er raunar að sjá að Mitsotakis hafi tekist betur til með efnahags- málin en Papandreú, en í stjórn- artíð sinni fékk sá síðamefndi orð á sig á Vesturlöndum fyrir að vera „óútreiknanlegur". Mitso- takis þykir hinsvegar ekki þess- legur að koma á óvart og í EB- höfuðstöðvum komust menn að þeirri niðurstöðu um hann að honum væri alvara með að reyna að fara að ráðum þeirra um stjómun efnahagsmála. Vesturlönd em ekki eins svart- sýn á Papandreú í utanrfkismál- um, í samræmi við að öldin er nú önnur í þeim efnum. Telja þau td. að hann muni sætta sig við að Makedónía fái að heita Makedónía og e.t.v. reynast fús til að bæta samskipti Grikklands við önnur grannríki þeirra, sér- staklega Albaníu og Búlgarfu, og stuðla þar með að stöðugleika á Balkanskaga. Tilkynning Byggöastofnun á hlutabréf I eftirtöldum fyrirtækjum miðað viö árslok 1992. Hlutabréf stofnunarínnar eru til sölu ef viðunandi verð feest að mati stjómar stofnunarínnar. rirtaki Bærhf., Kirkjubæjarklaustrí Hlutafé Byggöa- Heildar- stofnunar Wutafé (hótelrekstur) 10.000 40.173 Fiskeldi Eyjaflarðar hf. (lúðueldi) 15.586 94.651 Foida hf., Ákureyrí (ullariðnaður) 8.000 64.865 Jöklaferðir hf., Höfn (ferðaþjónusta) 5.000 30.000 Límtré hf., Flúðum (iönfyrírtæki) Póls-rafeindavörur hf., ísafirði 18.226 50.215 (iðnfyrirtæki) 4.500 17.450 Samverk hf., Hellu (glerverksmiðja) Silfurstjaman hf., Öxarfjarðarhreppi 7.500 11.244 (fiskeldi) Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum 25.000 85.000 (þangmjölsverksmiðja) 12.500 33.000 Frekarí upplýsingar gefei fyrírtækjasviö Byggðastofnunar f Reykjavfk og skrífstofur Byggðastofnunar á Akureyrí, Egilsstöð- um og ísafirði. Byggðastofnun Rauðarárstlg 25.105 Reykjavtk . Slmi 91-605400 . Bréfslmi 91-605499 . Grænlína 99-6600 UTBOÐ xz Hvítárvallavegur, Tunguá- Hvanneyri Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 6,8 km kafla á Hvitárvallavegi frá Tunguá að Hvanneyri. Helstu magntölur Fyllingar og buröariag 60.000 m3, skeringar 14.000 m3 og klæöing 43.000 m3. Verki skal lokiö 30. september 1994. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rikisins i Borgamesi og Borgartúni 5, Reykjavik (aöal- gjaldkera), frá og meö 19. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 1. nóvember 1993. Vegamálastjóri ________________________________________/ KÓPAVOGSBÆR Nónhæð — breytt deiliskipulag við Gullsmára Tillaga aö breyttu deiliskipulagi á Nónhæö, nánar tiltekiö við Gullsmára (reitir 12, 13 og 14), auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. í breytingunni felst m.a. eftirfarandi: Viö Gullsmára 1,3 og 5 (reitur 12) er I tillögunni gert ráö fýrir 3 stakstæðum íbúöarhúsum (2 þriggja hæða og 1 átta hæöa) með 54 íbúðum samtals. Áætlað byggingar- magn 5.800 fm. Við Gullsmára 7, 9 og 11 (reitur 13) er í tillögunni gert ráð fýrir 3 stakstæðum húsum (8,10 og 12 hæða) með sam- anlagt 120 íbúðum fýrír aldraða ásamt möguleika á þjón- ustumiðstöð fýrir aldraða. Áætlað byggingarmagn 13.500 fm. Við Gullsmára 2, 4, 6, 8 og 10 (reitur 14) er í tillögunni gert ráð fýrir 5 stakstæðum íbúðarhúsum (3 þriggja hæða, 1 fimm hæða og 1 sex hæða með samtals 78 íbúðum. Áætlað byggingarmagn 9.200 fm. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1.500, ásamt skipulags- skilmálum og líkani verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 7. október til 4. nóvember 1993. Athugasemdir eða ábendingar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynning- artíma. Skipulagsstjóri Kópavogs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.