Tíminn - 16.10.1993, Page 17
Laugardagur 16. október 1992
TíminVi 17
Fimm
saklaus
fórnarlömb
— afleiðing sjúklegrar afbrýðisemi
Douglas Jackson.
Afbrýðisemi er fylgifiskur flestra ást-
arsambanda, jafnvel allra. í litlum
mæli getur hún beinlínis verið af hinu
góða, en þegar hún vex og verður að
þráhyggju geta afleiðingamar orðið
ógnvænlegar.
Klukkan var stundarfjórðung gengin
í fjögur eftir miðnætti, sunnudaginn
1. mars 1981, þegar tveir menn á mót-
orhjólum óku upp að slökkvistöð í
Flórída og tilkynntu um eld.
„Það logar eldur í bfl á þjóðvegi 27
skammt frá HoIIywood breiðstræti,"
sagði annar þeirra. „Eldurinn er of
mikill til að við þyrðum að fara nálægt
bflnum. Við vitum ekki hvort ein-
hverjir farþegar eru innandyra."
Slökkviliðið var komið á staðinn,
u.þ.b. fimm mínútum síðar. Bfllinn
var eldhaf er að var komið. Mennimir
unnu sitt verk og nokkrum mínútum
síðar höfðu þeir ráðið niðurlögum
eldsins. Einn slökkviliðsmannanna
kíkti inn í bflinn þegar eldurinn var að
mestu leyti dauður. Hann hrökk til
baka og hryllti sig. „Þetta er lögreglu-
mál, við verðum að hafa samband við
lögregluna áður en við gerum meira,“
sagði hann og svipur hans lýsti því að
eitthvað hræðilegt hefði gerst.
Það sem hann hafði séð var bmnnir
líkamar heillar fjölskyldu, fimm lík
alls.
Hrikaleg aökoma
Skömmu síðar kom lögreglan í Pem-
broke Pines á vettvang. Frederick
Crawford fulltrúi var meðal þeirra
fyrstu á vettvang og honum var falið
að rannsaka málið. Hann byijaði á að
skoða bflinn. Hann var af Pontiac
gerð, tveggja dyra, árgerð 1973.
Crawford gægðist inn í bflinn og við
honum blasti hrikaleg sýn. í framsæt-
inu var sundurbrunninn mannslíkami
með andlitið niður við gólf. Enn rauk
úr líkinu. í aftursætinu voru fjögur
lík. Þar af voru tvö böm. Það var ljóst
að það yrði erfitt og sóðalegt verk að
greina í sundur Iíkamsleifamar og
rannsaka líkin.
Bfllinn ásamt innihaldi var dreginn
burL Við leit að vísbendingum á vett-
vangi fundust handjám skammt frá
bflnum en annað fannst ekki sem gæti
varpað ljósi á málið.
Þegar líkin vom fjarlægð úr bflnum
kom í ljós að karlmaðurinn í aftursæt-
inu var með bundnar hendur afftan
við bak. Það var því sýnt að ekki væri
um neitt slys að ræða, enda gat það
varla verið.
Hægt aö útiloka
slys
ítarleg rannsókn á bflnum sjálfum
gaf ekkert sérstakt til kynna. Eldurinn
hafði afmáð öll vegsummerki svo sem
fingraför og annað. Hins vegar fannst
byssukúla sem reyndist vera úr 38 kal-
íbera skammbyssu og snyrtiveski kon-
unnar í aftursætinu. Það var ekki
mjög illa farið þar sem það hafði lent
undir konunni og eldurinn hafði ekki
náð að tæta það í sig. í snyrtiveskinu
fannst sjúkraskírteini sem stílað var á
Ednu Washington, búsetta á Miami,
Flórída.
Mikill harmleikur hafði átt sér stað
en hvers vegna? Það var verkefhi
Crawford og manna hans að komast
að því og helst sem allra fyrst. Hvaða
fólk var þetta? Hver átti bflinn? Var
snyrtiveskið í eigu eins fómarlamb-
anna eða tilheyrði það einhverjum
sem tengdist glæpnum á einhvem
máta? Það þurfti að finna svör við
þessum spumingum því tíminn vann
með þeim sem höfðu framið glæpinn.
Tvö böm höfðu verið brennd til dauða
og málið var ekki neitt venjulegt saka-
mál. Gríðarleg illska hlaut að vera á
bak við þennan hryllilega glæp.
Daginn eftir, 2. mars, var haft sam-
band við nálægar lögregludeildir og
menn unnu að málinu vítt og breitt
um Flórídafylki. Crawford hringdi í
menninna tvo sem höfðu tilkynnt um
bmnann og mælti sér mót við þá til að
öðlast ítarlegri upplýsingar.
„Klukkan var korter yfir þrjú um
nóttina," sagði annar þeirra. „Við vor-
um að keyra um í góða veðrinu er við
sáum bflinn standa í Ijósum logum.
Við þorðum ekki að nálgast hann
vegna þess að við vomm hræddir um
að hann myndi springa. Við sáum eng-
an í nágrenninu og keyrðum beint á
slökkvistöðina."
Crawford ætlaði að spyrja nánar er
síminn hringdi og honum var sagt að
vömbflstjóri nokkur væri að reyna að
ná í hann vegna þessa máls. Að sögn
vömbflstjórans hafði bfllinn staðið
mannlaus á þjóðvegi 27 u.þ.b. klukku-
stundu áður en eldsins varð vart. Það
gaf til kynna að bfllinn þyrfti ekki
endilega að tengjast fólkinu beint.
Það vom fleiri aðilar sem höfðu sam-
band við Crawford þennan dag. Sumir
sögðust hafa heyrt skothvelli f ná-
grenninu. Mönnum bar þó ekki sam-
an, nokkrir töluðu um tvö til þrjú skot
en aðrir allt upp í 6.
Leidd til
slátrunar?
Upp úr hádeginu bámst upplýsingar
um Ednu Manuel Washington. Henn-
ar hafði verið saknað ásamt manni og
tveimur bömum þeirra hjóna í tvo
daga. Að sögn aðstandenda var mjög
ólíkt þeim að láta ekki vita af sér og
ættingjar vom famir að hafa miklar
áhyggjur (og ekki að ástæðulausu).
Lögreglan fékk staðfestingu á að
Edna og fjölskylda hennar væri fólkið
sem hafði bmnnið í bflnum þegar far-
ið var til heimilis þeirra og lyklinum
sem hafði fundist í tösku konunnar
var rennt í skrána. Dymar opnuðust.
Við fyrstu sýn fannst ekkert óeðlilegt á
heimilinu en rannsóknarlögreglu-
mennimir hrylltu sig er þeir fundu
fæðingarvottorð yngra bams Wash-
ingtonhjónanna. Það hafði aðeins ver-
ið 3ja mánaða gamalt
Sérmenntaðir menn vom kallaðir til
að athuga vegsummerki. Þá kom í ljós
að brotist hafði verið nýlega inn bak-
dyramegin og auk þess var svo að sjá
sem hugsanleg átök hefðu átt sér stað
innanhúss. Nokkur óreiða var á inn-
anstokksmunum, brotinn gólfvasi
o.s.frv. í bflskúmum fannst 5 lítra kút-
ur af eldfimum vökva sem lögreglan
gat ekki útilokáð að hefði verið notað-
ur til að kveikja í bflnum. Umbúðimar
vom teknar til rannsóknar, allt húsið
var ljósmyndað og fingraför tekin. Ef
til vill hafði morðinginn brotist inn á
heimili fólksins og leitt þau síðan til
slátmnar með því að brenna þau inni í
Pontíaknum. Þótt allt væri óljóst um
ástæður og gerendur í þessum mikla
harmleik, vom þó fyrstu skrefin að
lausn málsins stigin, þar sem nú hafði
tekist að finna bakgmnn fómarlamb-
anna.
Fleiri nöfn
Að sögn ættingja höfðu hjónin ekki
búið ein með börnum sínum. Dale
nokkur Henry, vinkona Washington-
hjónanna, hafði dvalist í húsinu um
skeið með tvö böm sín. Þegar læsing-
in á herberginu hennar var skoðuð
kom í ljós að brotist hafði verið inn til
hennar. Hins vegar var engin um-
merki um hana eða bömin ao finna.
Á þessu stigi var búið að nafngreina
fjögur af fimm fómarlömbum; Wash-
ingtonhjónin sem höfðu verið skotin
og böm þeirra tvö, sem höfðu bmnn-
ið til dauða. Enn átti eftir að finna
fimmta fómarlambið.
Að morgni næsta dags hafði Craw-
ford samband við fyrrum vinnuveit-
anda Dale Henry. Hann sagði lög-
reglufulltrúanum að Dale hefði unnið
hjá honum um skeið þangað til dag-
inn áður að æstur maður, Douglas
Jackson, hefði komið til hans í vinn-
una og sagt honum að hún væri hætt
störfum. Ekkert hafði sést til hennar
síðan 27. febrúar sl.
Dale og Jackson höfðu verið í sam-
búð og áttu tvö böm saman en höfðu
skilið fyrir nokkm. Vinkona Dale sagði
að Jackson hefði ítrekað Iagt hendur á
hana og Dale hefði verið hrædd við
hann. Stundum hafði hann handjám-
að hana og hótað henni öllu illu. Edna
hafði reynt að slíta samvistir við Jack-
son mánuðum saman en hún óttaðist
afleiðingar þess.
Eftir að hún steig skrefið og fluttist
inn til Washington fólksins, hafði
henni liðið betur en samt haði hún
tjáð vinkonunni að hún væri hrædd
um að Jackson myndi koma einn dag-
inn og neyða hana og bömin hennar
aftur til sín. Vinkonan sagði ennfrem-
ur að Dale hefði nýverið kynnst manni
sem hún hafði orðið astfangin af.
Hann hét Larry Finney og eftir því
sem hún vissi best hafði hann búið
með henni á heimili Washington
hjónanna síðustu vikumar. Það hafði
e.t.v. orðið ti) að magna afbrýðisemi
fyrmm sambýlismanns hennar með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þegar lögreglan hafði samband við
ættingja Larrys Finney, kom í ljós að
hans hafði verið saknað í nokkra daga.
Um kvöldið var staðfest að Larry Finn-
ey var fimmta fómarlambið í bflnum
og þá var loks búið að nafngreina öll
líkin. Það hafði tekið þrjá daga en
Jackson var gmnaður um morðin og
hans var ákaft Ieitað.
Hringnum lokaö
Rétt fyrir miðnætti, sama dag, tókst
lögreglunni að hafa uppi á Jackson á
heimili hans í Miami.
Jackson var kurteis og samvinnuþýð-
ur en svaraði spumingum lögregl-
unnar um Dale og bömin hennar á þá
Ieið að hann hefði ekkert séð til þeirra
vikum saman. Það gerði Jackson þó
gmnsamlegan að á enni hans og nefi
vom rauðir blettir, eins og hann hefði
brennst lítillega nýverið. Crawford
kvaddi við svo búið.
Daginn eftir lokaðist hringurinn.
Dale hafði sjálf samband við lögregl-
una og sagðist hafa dvalið tveimur
nóttum áður með fyrrverandi sambýl-
ismanni sínum, Jackson, og bömun-
um þeirra tveimur. Hann hafði haldið
henni nauðugri en henni tekist að
sleppa er hann skrapp út í matvöm-
verslun. Hún sagði lögreglunni jafn-
framt að Jackson hefði fimm morð á
samviskunni.
Lögreglan sendi rakleiðis menn til að
gæta þessa mikilvæga vitnis og á sama
Hér bjuggu fórnarlömbin.
tíma var gefin út handtökuskipun á
hendur Jackson. Að sögn Dale hafði
hann myrt fólkið með aðstoð kunn-
ingja síns, Aubrey Livingstone, og
þeirra var nú beggja leitað.
Tveimur tímum síðar handtók lög-
reglan Jackson á heimili ættingja
sinna og Livingstone kom einnig f
leitimar á svipuðum tíma. Þeir neit-
uðu öllum sakargiftum.
Við húsleit hjá Jackson fannst 38 kal-
íbera skammbyssa sem hafði nýlega
verið hleypt af. Þá fundust tvö skot-
hylki, annað beyglað eins og það hefði
lent undir bfl. Þá fúndust blóðblettir á
gólfteppi og snærisrúlla sömu tegund-
ar og hafði verið notað til að binda
hendur Washingtons í bflnum. Ekki
þurfti frekar vitnanna við.
Engu eirt
Búið var að púsla spilinu saman.
Douglas Jackson hafði orðið óður af
afbrýðisemi og magnað upp heift til
kærasta Dale og fólksins sem hana
hýsti. Hann hafði ákveðið að láta til
skarar skríða eitt kvöldið með vini sín-
um og markmiðið var aðeins eitt; að
myrða alla þá sem tengdust lífi henn-
ar. Það skipti Jackson ekki máli hvort
um væri að ræða þriggja mánaða
gamalt bam Washingtonhjónanna eða
kærasta hennar, eitt skyldi yfir alla
ganga. Hann hafði stolið Pontíak og
komið honum fyrir á afskekktum stað
til að losa sig við sönnunargögnin.
Síðan réðst hann inn á heimili Wash-
ingtonhjónanna og lét vin sinn færa
Dale og bömin nauðug til heimilis
hans en sjálfur fór hann með kærast-
ann hennar og Washington fólkið að
þjóðvegi 27 þar sem hann var búinn
að leggja Pontíaknum. Hann smalaði
fólkinu inn í bflinn og skaut síðan þá
fullorðnu. Þá hellti hann eldfimum
vökva yfir og kveikti í og við það létu
litlu börnin tvö lífið.
Þá fór hann heim til sín þar sem vin-
ur hans hafði gætt Dale og hélt henni
nauðugri um nóttina. Hún hafði sýnt
mikinn styrk daginn eftir og sagt hon-
um að hann gæti treyst sér og er hann
fór út í kjörbúð til að versla, notaði
Dale tækifærið og stakk af með bömin
sín. Þar með var draumnum lokið fyr-
ir Jackson.
Dómurinn
Aubrey Livingstone var dæmdur í
lifstíðarfangelsi enda var honum full-
kunnugt um áform Jacksons. Mál
Jacksons reyndist erfiðara og það
þvældist um í réttarkerfinu í 11 ár áð-
ur en endanlegur dómur loks féll. Á
þeim tíma hafði Jackson orðið full-
numa í lögfræði innan fangelsisveggj-
anna og hann ákvað að verja sig sjálf-
ur. Hann játaði sekt sína og kom vel
fyrir í hvívetna, lýsti glæpnum sem af-
leiðingum óheftrar afbrýðisemi og
slapp við dauðarefsinguna. Haiin var
að lokum dæmdur í 125 ára fangelsi
sem þýðir að hann verður aldrei frjáls
maður á ný.