Tíminn - 18.12.1993, Síða 7
timlnii
íoómgtra. á
„Die neue alte Reeperbahn ist
„mega in',* segja forsvarsmenn
ferðaiðnaðar í Hamborg og það er
ekki laust við að þeir séu stoltir af
því að geta sagt frá því að þetta
þekktasta gleðihverfi Þýskalands
njóti nú aftur vaxandi vinsaelda
ferðamanna.
Á Reeperbahn, St. Pauli, eru
gömul slagorð í fullu gildi. „Það
skiptir engu máli hvort þú ert með
konu eða ekki klukkan hálf eitt að
nóttu á Reeperbahn", er enn í fullu
gildi. Munurinn er kannski sá að
nú fara menn varlegar en áður.
Hraeðslan við eyðni hefur sitt að
segja.
Hamboig er önnur stærsta hafn-
arborg Evrópu og auðlegð hennar
og ríkidæmi hefur að verulegu leyti
byggst upp á þeirri lífaeð sem höfn-
in er. Það skapaðist snemma mark-
aður fyrir vaendi og annað nautna-
líf í Hamborg. Hávaerir og lang-
þyrstir sjómenn þyrptust inn á krár
og vændishús Hamborgar eftir
langa útivisL Vændið og gjálífið eru
orðin hluti af sögulegum minjum.
Um það vitnar Erótíska listasafnið,
sem opnað var nýlega í borginni.
Tímamir breytast og mennimir
með og þar em gestir Reeperbahn
engin undantekning. Nú til dags
ber meira á drukknum kaupsýslu-
mönnum en sjómönnum í gleði-
götu Hamborgar. Vændið sjálft
skiptir heldur ekki jafnmiklu máli
og það gerði. Markaðurinn býður
upp á meiri fjölbreytni og margir
koma við einungis fyrir forvitni
sakir. Á kvöldin flykkjast hópar
ferðamanna á Reeperbahn til þess
að skoða klámmenninguna. Sálu-
veiðénar nútímans gera sig gildandi
fyrir utan strippbúllur og nætur-
klúbba, og heita forvitnum ferða-
mönnum óborganlegri skemmtun.
Sá, sem gerir þau mistök að sýna
einhver viðbrögð við gylliboðun-
um, er Ðæktur í netið og getur átt
von á að þurfa að eyða löngum
tíma í að losa sig úr því, hafi hann
ekki áhuga á klámsýningunni.
„Þetta er ekki hættulegt hverfi,"
segir Reiner Búchtmann, starfs-
maður hjá ferðamálaskrifstofu
Hamborgar. „Ég er búinn að búa í
Hamborg í áratugi og geng oft um
Reepeibahn að kvöldlagi. Það hef-
ur aldrei komið neitt fyrir mig.
Enginn hefur reynt að ræna mig
eða beita mig ofbeldi."
Ferðamönnum er þó ráðlagt að
halda hópinn á Reeperbahn að
næturlagi. Tvær vændiskonur
standa fyrir utan kráardyr í illa
lýstri hliðargötu og reyna að fá þijá
miðaldra Skandínava tU lags við
sig. Innan af bamum fylgist mellu-
dólgurinn með samningaviðræð-
um, sem einhverra hluta vegna
fara út um þúfur og Norðurlanda-
búamir halda áfram út í nóttina á
meðan mellumar leggja net sín fyr-
ir næstu bráð.
Greiðsluáskorun!
Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur,
sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð
1990, 1991, 1992 og 1993 og féllu í gjalddaga til og
með 15. desember 1993 og eru til innheimtu hjá ofan-
greindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og
ekki síðar en innan 15 daga frá birtingu áskorunar þess-
arar.
Gjöldin eru þessi:
Virðisaukaskattur, virðisaukaskattur í tolli, trygginga-
gjald, launaskattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald
ökumanna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og
aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmt-
anaskattur, vinnueftiriitsgjald, vörugjald af innlendri
framleiðslu og aöflutningsgjöld.
Fjámáms verður krafist án firekari fýrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum
frá birtingu áskorunar þessarar.
Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjámáms-
gerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldendur.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja
gerð, þinglýsingargjald kr. 1.000 og stimpilgjald 1,5% af
heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum.
Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fýrst til að
forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir, sem
skulda virðisaukaskatt og tryggingagjald, búast við að
starfsstöð verði innsigluð nú þegar.
Reykjavík, 16. desember 1993.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Dísilrafstöðvar
til sölu
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í eftirtaldar dísilraf-
stöðvar ásamt varahlutum og rafbúnaði sem þeim fylgir
a) Dísilrafstöð: Tegund: Ruston & Homby; gerö 18 ATC
Árgerð: 1968
Hestöfl: 4.880
kW: 3.500
Snúningshraði: 600 snúningar/minútu
Keyrslutími frá upphafi: 18.362 klst.
(Komið hefur í Ijós leki á kælivatni niður í
smuroliu vélarinnar og selst hún meö þeim
ágalla).
Rafali: Tegund: AEJ
kVA: 4.375
Volt: 6.600
b) Dísilrafstöð: Tegund: Ruston & Homby; gerö 12 ATC
Árgerð: 1964
Hestöfl: 2.750
kW: 2.000
Snúningshraði: 500 snúningar/mínútu
Keyrslutimi frá upphafi: 15.088 klst.
Rafali: Tegund: AEJ
kVA: 2.500
Volt: 6.600
Vélamar eru staðsettar á Oddeyri, Akureyri, og þeir,
sem vilja skoða þær og fá nánari upplýsingar, hafi sam-
band við aflstöðvadeild Landsvirkjunar, Glerárgötu 30,
Akureyri, sími 96-11000.
Tilboð óskast send innkaupadeild Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68,103 Reykjavík, fýrir 8. janúar 1994.
Erótlkin á slna sögu. Þessi mynd Barents van Oriey (1492-1542) ertil sýnis I
Erótlska listasafninu ISL Pauli.
Á daginn lltur Reeperbahn sakleysislega út og sker sig ekki úr öömm götum
nema af því aö nánast önnur hver verslun selur varning sem tengist kynllfi.
Þessi þekktasta gleöigata Þýskalands breytir um svip og ber nafn meö rentu
þegar nóttin færist yfir.
Leigubflstjóri upplýsir að það sé
hagkvæmara að skipta við heima-
vinnandi vændiskonur, heldur en
þær sem harki á Reeperbahn. Þær
séu ódýrari og yfirleitt ekki vara-
samir melludólgar á bak við þær.
„Götumellumar setja upp 100
mörk fyrir greiðann," segir hann.
„Síðan kemur að því að borga og þá
heimta þær helmingi meira og hóta
að láta melludólginn beija þig, ef
ekki er að því gengið. Þær, sem em
praktíserandi heima hjá sér, taka
yfirleitt bara hundrað mörk."
í dagsbirtu lítur Reeperbahn út
eins og hver önnur verslunargata í
Hamborg, nema að það er kynlífs-
hjálpartækjaverslun eða klámvíd-
eósjoppa í þriðja hveiju húsi. Fólk-
ið á götunni er jafn venjulegt og ég
eða þú og það er bara einn og einn
Norðurlandabúi sem sker sig úr þar
sem hann lítur Ðóttalega til beggja
handa áður en hann hverfur inn í
næstu búð til þess að birgja sig upp
af forboðnum vamingi.
Ámi Gunnarsson