Tíminn - 18.12.1993, Side 12

Tíminn - 18.12.1993, Side 12
12 ti itilTin Laugardagur 18. desember 1993 Ræningjamir höfðu yfir 70.000 bandarfska dali upp úr ráninu á þessum banka. Bankastjórinn va r hfkUUnn að ráninn SAKAMÁL Þann 6. október 1989 mætti Patsy Cooper gjaldkeri óven- ju snemma til vinnu í Ríkis- bankann í Noel, Missouri. Pað kom Patsy á óvart þegar hún sá að starfsmannadymar voru ólæstar. Hún læddist varlega innfyrir og leit inn á auðan ganginn. Lyklamir stóðu í skránni og einhver óhugn- aður lá í loftinu. Hún sneri við í dyrunum og hljóp úL Frank Marshall lögreglustjóri sagði síðar: »Hún kom hlaupandi og hafði samband við mig. Við höfðum samstundis samband við alla starfsmenn bankans og vömð- um þá við við því að halda til vinnu. Það náðist í alla nema bankastjórann sjálfan, Dan Short. Er við fórum heim til hans, sáum við að bakdymar stóðu opnar og aðaldymar vom ólæstar. Þá var jeppinn hans horfinn, þannig að við lögðum fljótt saman tvo og tvo." FBI í málið Bankar em vemdaðir af alríkis- lögum Bandaríkjanna, þannig að samstundis var haft samband við FBI-lögregluna. Ráðist var til inngöngu í bank- ann og það fyrsta, sem tekið var eftir, var tvö skothylki fyrir neðan aðalmyndavél bankans, en hún hafði verið eyðilögð með tveimur byssuskotum. Þá vom dymar að peningageymslúnni opnar og síðar kom í ljós að það vantaði 71.666 dali og 51 sent í hirslúr bankans. Viðvörun var þegar gefin út til þjónustuaðila, að varast 100 doll- ara seðla og myntrúllur sem hægt var að relqa til bankans. Hlutur bankastj ór ans? Hvað varðaði bankastjórann, Dan Short, kom tvennt til greina. Annað hvort hafði honum verið rænt og hann þvingaður til að að- stoða ræningjana við ránið, eða þá að hann var sjálfur flæktur í glæp- inn. Dan Short var 57 ára gamafl og hafði vammlausan feril að baki fram að þessu. Þegar FBI-lögreglan grandskoðaði híbýli hans og um- hverfi glæsilegs einbýlishúss bankastjórans, fannst dökkur blett ur á gangstéttinni sem gat verið blóð. Hópur manna vann að því að leita fingrafara inni í húsinu eða að öðmm vísbendingum. Klukkustundu eftir að ránið komst upp, fannst bífl bankastjór- ans í fimm kflómetra fjarlægð frá bankanum. Hann var mannlaus. Bíllinn hafði verið skilinn eftir á bflastæði skammt frá þéttum skógi og strax vaknaði sú spuming hvort Dan Short hefði verið myrtur eftir ránið og lflc hans væri hugsanlega að finna inni í skógarkjarri í ná- munda við bflinn. Tveir næstu dagar fóm í að kanna svæðið með hjálp sérþjálf- aðra sporhunda, en það varð til einskis. Rannsóknarmenn komust að því að sést hafði til tveggja grun- samlegra manna, sem biðu fyrir ut- an bankann í brúnum sendiferða- bfl, daginn fyrir ránið. Mennimir vom taldir 30-35 ára gamlir, annar hár og þrekvaxinn með rautt skegg. Félagi hans var smávaxnari og skegglaus, en jafnvel var talið að þriðji aðili hefði verið með í för. Samt sem áður liðu næstu dagar án þess að nokkuð bitastætt gerðist í málinu. Líkið finnst Miðvikudaginn 11. október tók málið nýja stefnu, þegar lík fannst í grunnri tjörn skammt frá Noel. Dan Short bankastjóri var fundinn. Svo virtist sem Iíkið hefði verið 4-5 daga í vatninu. Dauðdagi banka- stjórans hafði verið skelfflegur. Hann hafði verið bundinn á hönd- um og fótum og síðan varpað í tjömina án þess að hann gæti sér nokkra björg veitt. Dánarorsökin , var drukknun og engir áverkar fundust á Iíkinu. „Hrikalegur dauð- dagi," sagði talsmaður lögreglunn- ar. „Hann átti sér aldrei von og háði dauðastríðið með fullri meðvit- und.' Það þótti sannað að glæpurinn hefði ekki verið framinn í skyndi. Allt hafði verið þaulskipulagt og íbúar hinnar friðsælu borgar, Noel, vom skelfingu lostnir yfir atburð- unum. Enginn vissi nema morð- ingjamir létu aftur til skarar skríða. Grunur kviknar Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum. Búið var að yfir- heyra fjölda manna og meðal þeirra, sem helst þóttu gmnsam- legir, vom Agofsky-bræður sem hétu Shannon, 19 ára og Joseph, 24 ára. Þeir höfðu verið í tygjum Agofsky-bræðumir. Shannon til vinstri og Joseph til hægri. Dan Short bankastjóri, sem myrtur var á grimmilegan hátt. við George nokkum Sowefl og saman höfðu þremenningarnir gengið glæpabrautina frá unga aldri. Þeim svipaði að vemlegu leyti til útlitslýsingar vitnanna. Samt sem áður höfðu bræðumir báðir fjarvistarsönnun, annar sagð- ist hafa verið hjá kæmstu sinni á þeim tíma sem morðið fór fram, og ættingi hins vottaði að hann hefði sofið í hvílu sinni alla nóttina. Hjá því varð þó ekki litið að teikningar af mönnum, gerðar eftir lýsingu vitnanna, vom nauðalíkar bræðrunum. Og annað: fyrir utan heimili Josephs stóð brúnn sendi- ferðabfll, nákvæmlega eins og sá sem staðið hafði utan við bankann daginn fyrir ránið. Joseph hélt því hins vegar fram að bfllinn hefði lengi verið bilaður og væri í óöku- hæfu ástandi. Sannanir Það komst skriður á málin þeg- ar lögreglan hafði uppi á manni, sem sagðist hafa leigt Agofsky- bræðrunum lítið einbýlishús sitt í fimm daga, á sama tíma og banka- ránið var framið. Það, sem meira máli skipti, var að hann saknaði nokkurra hluta úr húsinu og bfl- skúmum, sem fylgdi einbýlishús- inu, m.a. jámkeðju sem hékk í bfl- skúmum. Líkami Dans Short heit- ins bankastjóra hafði einmitt verið vafinn jámkeðju og þegar lögregl- an sýndi leigusalanum keðjuna, bar hann kennsl á hana sem sína eign. Þá varð það ekki til að minn- ka grunsemdir lögreglunnar, þegar Agofsky-bræðumir fóm að slá um sig með fasteigna- og bflakaupum. Engin eðlileg ástæða gat verið fyrir skyndflegu iflddæmi þeirra, en enn um stund beið lögreglan átekta og aflaði frekari gagna. Örlagaríkt umferðar- lagabrot 11. desember 1990, meira en ári eftir bankaránið, kom tækifærið. Agofsky-bræðumir vom stöðvaðir af lögreglu fyrir umferðarlagabrot og við skoðun bflsins fundust myntrúflur sömu tegundar og saknað hafði verið úr bankanum; jafnframt afsöguð haglabyssa og 22ja kalíbera riffill. Þegar var haft samband við FBI og þótt þeir sýni meðferð ólöglegra skotvopna yfir- leitt ekki áhuga, urðu sýnishomin úr bankanum til þess að her manna var sendur á vettvang til að kynna sér málið. Gögnin þóttu nægilega sterk til handtöku og lauk þarmeð 14 mánaða hóglífi bræðr- anna. Játningin Yngri bróðirinn, Shannon, reyndist ekki jafn harðsvíraður glæpamaður og verknaður hans gaf til kynna. Hann varð brátt tví- saga og öryggisleysi hans og beittar spmmngar FBI- mannanna leiddu að lokum til þess að hann játaði og sagði sólarsöguna. Þeir höfðu fengið hugmyndina u.þ.b. mánuði áður en ránið var framið. Fyrst höfðu þeir upp á heimilisfangi bankastjórans og síð- an leiddi eitt af öðm. Þeir leigðu sér hús í tíma, útveguðu vopn og héldu síðan til bankastjórans, sem var ekkill og bjó einn, aðfaranótt 6. október. Þeir vöktu hann upp og misþyrmdu honum þannig að hann þorði ekki annað en að gera eins og þeir skipuðu fyrir. Hann af- tengdi öryggiskerfið, myndavélina sá Joseph um og allt gekk eins og í sögu. Að sögn Shannons hafði honum aldrei dottið í hug að nokk- ur léti lífið, en Joseph ákvað að losa sig við vitnið með fyrrgreindum hætti. Shannon sagðist hafa verið á móti því, en fékk ekki við neitt ráð- ið. Dauðarefsing? Joseph bar ekki beinlínis af sér framburð bróður síns, en var ósamvinnuþýður og vildi sem minnst við lögregluna tala. Við réttarhöldin kom m.a. fram að hendur og fætur bankastjórans höfðu verið festir saman með sterku límbandi. Þrátt fyrir vatnið varðveittust nothæf fingraför á límbandinu og þau reyndust af bræðrunum. Ekki þurfti því frekar vitnanna við og málið var upplýst. Þriðji maðurinn í ráninu var vinur Agofsky-bræðranna, George Sowell. Hann hafði séð um akstur bílsins og var því meðsekur bræðr- unum. Við yfirheyrslur opnaði Jos- eph hins vegar munninn og sagði bróður sinn hafa drepið banka- stjórann. Ómögulegt verður að rekja hvor þeirra hafi framið morðið, en sennilega verða bræðumir fundnir jafnsekir þegar málið verður til lykta leitt. Ekki er talið ólíklegt að dauðarefsingunni verði beitt gegn Agofsky-bræðrunum ungu. Eins og sækjandi hefur orðaö það: „Þeir eiga hámarksrefsingu skilið fyrir miskunnarlausan glæp sinn.'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.