Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 5
skáldsögunni Karama- zovbræðumir eftlr IFjodor Dostojefskí er stórkostlegur kafli sem heitir „Rannsóknar- dómarinn mikli'. í kafl- anum segir frá endur- komu Krists til jarðar- irrnar. Sagan er sviðsett í borginni SeviLla á Spáni á myrkustu tímum rannsóknarréttarins. Rannsóknar- dómarinn mikli er kardínálinn, yfir- maður rannsóknarréttarins. Og hann er ekkert að tvínóna við hiut- ina, heldur lætur umsvifalaust taka Krist höndum og varpa honum í fangelsi. Par heldur kardínáhnn mikla ræðu sem á að rökstyðja eða réttlæta þann dóm að Kristur verði brenndur á báli sem argasti villutrú- armaður. Þetta er mikilfengleg ræða og hér er ekki tóm til þess að rekja hana. En í sem stystu máli ásakar kardínálinn Krist fyrir að ofmeta manneskjuna með því að ætla henni að fylgja sér af frjálsum kær- leika. Manneskjan sé veiklundaðri en svo að hún geti axlað slíka byrði; hún þrái öðru fremur jarðnesk gæði og óskorað vald sem hún geti beygt sig fyrir. Þess vegna hafi kirkjunnar menn séð sig knúna til að leiðrétta verk Krists og grundvalla það á þátt- um sem hæfi betur mannlegu eðli. Kristur verði að deyja til að trufla ekki þetta ætlunarverk þeirra. Nú eru aðrir tímar. Við fyllumst hryllingi þegar við leiðum hugann að grimmdarverkum miðalda sem mörg hver voru unnin í skjóli krist- innar kirkju. En hvað ef Kristur stigi nú niður á .stéttar í Reykjavík fyrir- varalaust einn daginn? Það væri gaman að velta því örh'tið fyrir sér hvemig viðtökur hann myndi fá. Bæri þennan atburð upp á réttum miðvikudegi yrði hann eflaust drif- inn í beina útsendingu hjá Hemma Gunn. Síðan yrði reynt að ræða við hann á öllum útvarpsstöðvum, jafnt frjálsum sem ófijálsum, svo enginn færi nú á mis við fréttina. Blöð og tímarit myndu keppa um einkavið- tal við Jesú og honum yrði boðið að tala hjá öhum rótarýklúbbum og hknarfélögum landsins. Jafnvel Stjómunarfélagið gætí falast eftir því að heinn héldi námskeið í mannleg- um samskiptum. Kristur létí líklega ekki hafa sig út í þetta, en það skiptir í sjálfu sér ekki máh. Þetta tæki fljótt af. Lfldega yrðu flestir orðnir leiðir eftir vikuna og ljósvfldngar færu að htast um eftir einhveiju öðru spenn- andi sem aflaði meiri auglýsinga- tekna. Smám saman féhi Kristur í gleymsku. Ef hann flentíst eitthvað nyti hann hins vegar töluverðrar hylh kringum jólin. Kaupmanna- samtökin myndu fara þess á leit að hann kæmi fram í Kringlunni, á Laugaveginum og við aðrar verslun- armiðstöðvar til að örva söluna. Það yrði farið að hóa í hann snemma á aðventunni, en þess vandlega gætt að athyglin næði hámarki á að- fangadagskvöld. Þá kæmi hann sennilega fram með biskupnum í jólamessunni í sjónvarpinu til að ná fram sem bestri stemmningu. Hann yrði síðan látinn heimsækja spítal- ana yfir jóladagana, en það yrði brýnt fyrir honum að láta sem minnst á sér kræla eftir þrettándann, því annars yrðu allir orðnir leiðir á honum og óvíst hvort hægt væri að notast við hann næstu jól. Menn myndu segja að þetta væri mjög árs- tíðabundinn markaður og raunar félh engin vara eins fljótt í verði og jólavamingurinn. Þetta ættí við um alla hluti- tengda jólum. Þannig væri ekkert fáránlegra en jólasveihn á röngum árstíma. Ef Kristur ætlaði sér eitthvert varanlegt hlutverk hér í heimi yrði hann því að lúta kröfum markaðarins, semja sig að siðum jólasveina og þekkja sinn vitjunar- tíma. Við myndum því lfldega úthýsa Kristi á okkar sérstaka hátt. Og þótt okkar leið jafnist ef til vfll ekki á við dóm kardínálans, yfirmanns Rann- sóknarréttarins, um að brenna Krist á báli þá á hún sér ef tfl vfll sambæri- legar skýringar. Kardínálinn ætlaði ekki að láta Krist koma í veg fyrir að sér tækist ætlunarverk sitt og mark- aðssamfélagið myndi ekki láta Krist komast upp með að trufla jólasöl- una. Stöðug nærvera Jesú myndi ógna lögmálum markaðssamfélags- ins engu minna en markmiðum Rannsóknarréttarins. Við myndum því reyna að þröngva honum tfl að dansa í kringum gullkálfinn í takt við okkur sjálf. Ekki svo að skilja að nokkurt okkar myndi vflja að svona færi, en lflcast til myndi það gerast samt. Fáir virðast kæra sig um að undirselja jólin lögmálum markað- arins. Það einfaldlega gerist. Kannski kardínálinn hafi haft rétt fyrir sér að manneskjan væri ekki fær um hlýðni við Krist í frjálsum kærleika? Menn eru stöðugt að setja skilyrði fyrir fylgdinni við Krist, skilyrði bundin þeirra eigin markmiðum og vflja. En hvers vegna að leggja nafn Krists við þann hégóma sem ég hef verið að lýsa? Það er vegna jólanna. Er ekki jólaumstangið í nútímaþjóð- félagi búið að gera Krist að eins kon- ar jólasveini, sem einfaldlega til- heyrir þessu tilstandi í skammdeg- inu og hverfur svo út úr myndinni, eins og sagt er, þegar hátíðinni lýk- ur? Aðalatriðið er að myndin sé full- komin. Þegar klukkan slær sex á að- fangadagskvöld má hvergi vera blettur eða misfella á þeirri mynd sem fólk gerir sér af jólunum. Og þessi mynd er aðallega af hinu ytra borði, ásýnd hlutanna skal vera glansandi, ímyndin hrein. Þetta eru fagurfræðilegar kröfur, kröfur sem ná einkum til yfirborðsins, til þess sem sést og hægt er að stjóma með handafli á heimilinu. Þó er myndin ekki fifllkomnuð nema æðri máttar- völd látí snjóa mátulega mfldð tfl að náttúran myndi hæfflega umgjörð um allt saman. Annars er ekki nógu jólalegt og það kann að skyggja á gleðina. Ailt varðar þetta yfirborðið, skreytinguna, og oft er eins og Krist- ur verði ómissandi hluti af jóla- skrautinu. Þannig geta umbúðir jól- anna gersamlega hulið inntak þeirra, í stað þess að draga það fram eins og ætlunin er. Slík skreytikristni, sem ekki ristír dýpra, er Ifldega eins andstæð boð- skap Krists og hægt er að komast. Kristur ræðst ekki á nokkurt fyrir- bæri jafnoft og hræsni, áherslu á ytra borð sem ekki nær tíl hjartans. Þannig segir í Markúsarguðspjalli þar sem Jesús heldur því fram að siðvenjur um ytri þætti skipti ekki máli, heldur hið innra ástand mann- eskjunnax (7: 20-23): Og hann sagði: „Það sem fer útfrá manninum það saurgar manninn. Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifn- aður, þjófnaður, manndráp, hór- dómur, ágirnd, fllmennska, svik- semi, taumleysi, öfund, lastmælgi, liroki, heimska. Allt þetta flla kemur innan að og saurgar manninn.' í samræmi við þetta mættí hugsa sér að það hæfði vel í kristnu samfé- lagi ef jólahreingemingin einskorð- aðist ekki við veggi og gólf, heldur beindist hún einkum að sálarkim- um manna og hugarfylgsnum. Það mun að vísu ekki óþekkt fyrirbæri að fólk notí jólaglöggdrykkju einmitt tfl slíkrar hreinsunar; þá geri menn gjama upp sakir hver við annan og fyrirgefi hver öðrum allt í nafni jól- anna. En þessari leið fylgja ýmsir annmarkar sem ég ætla ekki að ræða hér. Aðrir beita þeirri aðferð að fara í kirkju á jólunum og fá þá eins konar sálarhreingemingu sem end- ist þeim til næstu jóla. Þriðja leiðin sem ég hef heyrt um er að vera ó- venjugóður yfir jólin, halda sér á mottunni yfir bláhátíðina til þess að skemma ekki stemmninguna. Flestir reiða fram fjármuni til hjálpar bág- stöddum á aðventu. Og við gefum bömum okkar stórgjafir tfl þess aö bæta fyrir vanræksluna í uppeldinu. Með þessu mótí virðast jólin bjóða uppá ýmsar leiðir tfl þess að fá eins konar skjóta syndaaflausn með at- höfnum sem ekki þurfa að rista dýpra en þrifin á hinu ytra borði. Eigi þær sér ekki rætur í kærleiks- ríku hugarfari eru þær að mati kristninnar einskis nýtar, sjálf- hverfar réttlætingar án verðskuld- unar. Þær hreinsa ekki hinn innri mann fremur en skatan sem menn borða á Þorláksmessu. Sé nú eitthvað tfl í því sem ég hef verið að halda fram, virðast jólin orka nokkuð tvímælis frá kristflegu sjónarmiði. í stað þess að ala á kristnum verðmætum, kynda þau undir yfirdrepsskap og hræsni. í orði kveðnu höldum við uppá þau sem fæðingarhátíð frelsarans, en í raun eru þau hámark verslunar og við- skipta, auglýsingamennsku og um- búða af öllu tagi. í stað þess að beina sjónum okkar inn á við köfnum við í hlutunum sem aldrei fyrr, gjöfunum og glingrinu. Skyldi Kristur kæra sig um að við höldum upp á afmælið hans með þessum hætti? Það er ekki mitt að dæma, en ég á erfitt með að sjá nokkum hlut í nútímajólahaldi sem væri honum að skapi. Það er hins vegar aukaatriði frá kristilegu sjónarmiði. Aðalatriðið er hitt hvemig líf okkar og samfélag er frá degi til dags. Breytni eftir Kristi, hvort heldur er í lífi einstaklingsins eða í skipan samfélagsins, ræðst ekki afafmörkuðum tíma eins og jólum, heldur af þeirri heildarafstöðu sem lífsmátí okkar ber vott um. Og í því efni hafði rannsóknardómarinn spænski mikið til síns máls, að það er erfitt að sjá hvemig manneskjan get- ur risið undir kröfum Krists. Til marks um þær kröfur sem Kristur gerir til einstaklinga tek ég kafla úr Matteusarguðspjalli (6: 24- 34); Enginn geturþjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elsk- ar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þérgetið ekki þjónað bæði Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggju- fullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðati og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðiryðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hveryðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldursinn? Og hví eruð þér áhyggjufullur um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búin, sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem i dag stendur, en á morgun verður á ofh kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæðayður, þér trúlitlir. Segið þvíekki áhyggjufullir: Hvað eig- um vér að eta? Hverju eigum vér að klæðast? Alltþetta stunda heiðingjamir, ogyðar himneskifaðir veit, að þérþarfh- ist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitastyður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morg- undeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi næg- irsín þjáning. Framhald á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.