Tíminn - 22.12.1993, Qupperneq 6
6
tiiriinn
Miðvikudagur 21. desember 1993
Framhald afbls. 5
Þetta er stórfenglegur kafli. En
hvemig í ósköpunum á að liía eftir
þessu? Jafnvel þótt menn afræki
mammón og hafi ekki áhyggjur af
þvi nákvæmlega hvað þeir borða
eða hveiju þeir klæðast, sem virðist
þó vera eitt helsta áhyggjuefni fólks í
allsnægtasamfélaginu fyrir jólin, þá
komast menn varla af án nokkurrar
fyrirhyggju. Það kann að vera hægt
á suðlægari slóðum, en hér á íslandi
væru menn annaðhvort löngu falln-
ir úr hor eða farnir í jólaköttinn ef
þeir tækju þessi orð bókstaflega. En
á að taka þau bókstaflega? Það fer
eftir því hvemig þau em skiiin. Mér
virðist þessi rimingarkafli snúast
öðm fremur um viðhorf manna.
Kristur er ekki að hvetja menn til
fyrirhyggjuleysis, heldur að brýna
fyrir þeim að hafa ekki áhyggjur.
Nánar tiltekið eiga ,menn ekki að
hafa áhyggjur af morgundeginum
eða af þeim hlutum er litlu varða.
Við höfum ekki nema einn dag til
ráðstöfunar hveiju sinni, því gær-
dagurinn er liðinn og morgundag-
urinn er ekki runninn upp. Dagur-
inn í dag er okkur gefinn til að njóta
hans og nýta til góðra verka. Á-
hyggjur af því óorðna em hiutskipti
heiðingja, því í raun fela þær í sér
eins konar oftrú á eigin mátt og van-
trú á Guð. Og leiti menn ríkis Guðs
og réttlætis, þá munu hversdagsleg
áhyggjuefni þeirra leysast líkt og af
sjálfu sér.
Skyldi vera hægt að komast
lengra í listínni að lifa en hér er lýst:
að beina allri lífsorku sinni að líð-
andi stund og gleðjast yfir henni. Ég
held að meginböl nútímamanna sé
fólgið í vanhæfninni til þess að láta
hveijum degi nægja sína þjáningu.
Þess vegna er líf manna jafn gleðis-
nautt í miðjum allsnægtunum og
raun ber vitni. Hraði, streita og tíma-
skortur hijá okkur nútímafólk
meira en nokkuð annað. Það gefst
sjaldan tími til að staldra við, lifa í
þvf sem er hér og nú, heldur reka er-
indin okkur áfram og við missum
stjóm á eigin lífi. í þessari hringrás
atburða gælum við þó alltaf við þá
tilhugsun að það verði nú allt í lagi
þegar þetta verk sé búið eða þessi
vika eða afborgun af þessu láni. Eða
þá þegar ég er búinn að fá mér nýjan
bíl, nýja vinnu, nýjan maka...; í öllu
falli breyta því sem ég bý við hér og
nú. Þegar það er búið þarf ég ekki
lengur að hafa áhyggjur. Og þannig
veltum við lífinu á undan okkur,
innst inni óánægð. Og óánægjan
gerir okkur viðskotaiU og vanþakk-
lát. Þess vegna bindum við hka svo
miklar vonir við jólin, því þótt allt
annað bregðist þá verður allavega
gaman þá. í skjóli þeirrar hugsunar
leggur fólk á sig tvöfalt erfiði í des-
ember, bætir jólastreitunni ofan á
alla venjulega streitu og margfaldar
áhyggjumar. Svo loksins þegar hin
stóra gleðistund gengur í garð eru
allir á nálum yfir því að jólin verði
nú eins gleðileg og til stóð, því ann-
ars er allt ónýtt. Þess vegna minnast
margir erfiðustu stunda úr heimilis-
lífinu í kringum hátíðir.
Þetta er vonlaus viðleitni. Við
leggjum allt of mikið á jólin með
þessum hættí. Þau eiga að bæta upp
ófullnægjuna í hversdagslegu lífi
okkar, vera uppbót fyrir allar
áhyggjumar hina daga ársins. Þetta
viðhorf felur í sér eins konar tóm-
hyggju um tilveruna, þar sem menn
þrauka hversdaginn vegna þeirra
fáu gleðistunda sem þeir fá um helg-
ar og hátíðir. Þetta er eins fjarri því
og hægt er að komast frá því að láta
hveijum degi nægja sína þjáningu.
Það er ekki hægt að finna sálarfrið
um jólin með þessum hætti, því
hugarástand manna um jóhn er
ekki annað en uppskeran af því sem
þeir hafa til sáð með lífi sfnu allan
ársins hring. Jólin geta því ekki orð-
ið okkur það hjálpræði og sú griða-
stund sem við ætlumst til fyrr en við
hættum að gera til þeirra jafn miklar
kröfur og við höfum gert. Kröfun-
um verðum við að beina að okkur
sjálfum. Enginn staður, enginn tími,
engin manneskja getur glatt hjarta
manns sem ekki er móttækilegt fyrir
gleðinni. Jólin gleðja engan mann
sem ekki getur glaðst í hjarta sínu,
því þar eru uppsprettur lífsins.
KAUPFELAG
Austur-Skaftfellinga
HÖFN HORNAFIRÐI
óskar öllu starfsfólki sínu
og viðskiptavinum
árs og friðar
Þakkar gott samstarf og
viðskipti á liðnum árum
Markaðs- og neyslusamfélagið
sem við byggjum setur okkur vissu-
lega skorður, en hver einstaklingur
getur ræktað með sér þættí sem eru
undirstaða góðs mannlífs. Þótt við
getum alið með okkur hugsýn um
að bæta mannlegt samfélag, þá
verður manneskjan öðru fremur að
breyta eigin hugarfari. Til þess eru
jólin raunar góður tími. Ég ætla að
nefna eina leið sem menn geta reynt
að fara í þessu skyni til að byija með.
Það er að rækta með sér afstöðu sem
kennd er við þakklæti. Vanþakklát-
ur maður getur ekki glaðst því hann
hefur hefur hart hjarta. Ef tíl vill
vanrækjum við böm velferðarsam-
félagsins þakklætið öllu öðru frem-
ur. Þjóðfélagsumræðan hérlendis er
gegnsýrð af vanþakklæti. Það virðist
jaðra við heimsku að vera þakklát-
ur, enda sé slíkur maður tilbúinn að
sætta sig við hvað sem er. Heimtu-
frekja og vanþakklæti eru hins vegar
viðtekin viðhorf og þykja sjálfsögð,
enda falla þau vel að þeirri kröfu
manna að hafa allt eins og þeim
sjálfum hentar. Allt á að lúta manns
eigin vilja og skilyrðum, jafnvel Guð
almáttugur sem á að vera ávallt til
taks þegar mikið liggur við. Það er
líka til marks um þessa heimtufrekju
þegar jólin eiga að svara kröfum
manna um gleði og sálarfrið án þess
að þeir leggi sjálfir þakklæti af mörk-
✓
Ovæntur
sannleikur
Klukkan Kassíópeia og húsið í
dalnum heitir nýútkomin bamabók
eftir Þórunni Sigurðardóttur. Bókin er
byggð á leikriti, sem flutt var f Ríkis-
útvarpinu í haust og fjallar um böm
sem fara að grafast fyíir um gamalt
leyndarmál og komast þá að óvænt-
um sannleika. Þegar farið er að grufla
í fortíðinni kemur ýmislegt spenn-
andi f Ijós og aðalpersónan, Halla,
uppgötvar að lífið í sveitinni hefur
ýmsa kosti sem ekki finnast í höfuð-
borginni, þar sem kapphlaupið við
tímann er allsráðandi.
Katrín Sigurðardóttir, systir höfund-
ar, myndskreytti bókina.
Þómnn Sigurðardóttir er þekkt fyrir
störf sín við leikhús borgarinnar.
Hún hefur bæði leikið og leikstýrt
mörgum verkum og eftir hana hafa
verið flutt sex leikrit, m.a. „Haust-
brúður" sem gefin var út af Menn-
ingarsjóði árið 1989. Klukkan Kass-
fópeia og húsið i dalnum er fyrsta
bamabók Þórunnar. Bókin er 140
blaðsíður, prentuð f Prentsmiðjunni
Odda hf. Verð út úr búð er 1390 krón-
ur.
Kennsluaðferð
Lærum að lesa er ný lestrarbók
handa byrjendum eftir Áma Áma-
son. Efnið er ekki sniðið að ákveðinni
kennsluaðferð, heldur miðað við að
foreldrar jafnt og kennarar geti nýtt
sér bókina til að hjálpa bömum að ná
tökum á lestri. Anna Cynthia Leplar
myndskreytti og er önnur hver síða
með litmyndum. Viðfangsefni em
fjölbreytt og hægt er að nota þau til
að vekja áhuga bama á ýmsum mála-
flokkum. Textar em misþungir og
einnig er hægt að byrja á að skoða
myndefnið og/eða stafi og stök orð.
Bókin var prentuð í Hong Kong og
kostar 1490 krónur út úr búð.
Lestrarhestar
Litlir Lestrarhestar er flokkur bóka
fyrir böm sem farin em að lesa sjálf.
Bækumar em prentaðar með stóm
letri og breiðu lfnubili og misjafnar
að lengd og þyngd. Mál og menning
gefur bækumar út og í ár bætast
þrjár f safnið: Ailtaf gaman í Óláta-
garði eftir Astrid Lindgren, þriðja
um. En þakklæti kemur ekki af
sjálfu sér, allra síst í samfélagi sem
vanrækir það jafn mikið og okkar.
Það þarf því að þjálfa þakklætis-
kenndina, æfa sig í að þakka Guði
og góðu fólki fyrir gæði þessa lífs.
Það er til marks um mátt jólanna,
að þrátt fyrir allt megna þau enn að
draga fram í hjörtum manna þá
bamslegu afstöðu sem er undirstaða
gleði og þakklætis. Af þeirri ástæðu
einni getum við enn tengt þessa há-
tíð við Jesú Krist, því maðurinn tek-
ur við Kristi eins og bam. Þetta sýnir
fram á það að enn er von um að
rannsóknardómaranum mikla hafi
skjátlast um það hvers manneskjan
er megnug. Að fylgja Kristi í fijáls-
um kærleika felur það í sér sem
hveijum manni er erfiðast að ná, að
láta af þeirri eigingjömu kröfu að at-
burðir lúti hans eigin vilja. Þakklæt-
ið greiðir öðm fremur fyrir þessari
afstöðu, því það losar hug manns og
vilja úr viðjum eigin sjálfs og beinir
honum að því sem okkur er gefið,
því sem við þiggjum. Þegar allt kem-
ur til alls á þetta við um nánast allt,
því við erum ekkert af eigin ramm-
leik. Þetta sjálf, sem hvert okkar er,
og takmarkar alla okkar sýn á heim-
inn, er ekki nema angi af öllu sköp-
unarverkinu og þiggur aUt sitt af því.
Lífið höfum við þegið að gjöf. Kristin
kenning segir að Guð hafi með
bókin um Ólátagarðsbömin hug-
myndaríku í nýrri þýðingu Sigrúnar
Árnadóttur með myndum eftir Ilon
Wikland. Baun í nefi Betu, lflca eftir
Astrid Lindgren, skreytt litmyndum
eftir Ilon Wikland. Sigrún Ámadóttir
íslenskaði. Sumarleyfissögur af
Frans eftir Christine Nöstlinger er
svo þriðja bókin í flokknum og
fimmta bókin um hina hugmynda-
ríku söguhetju sem nú fer í sumar-
búðir. Jórunh"Sigurðardótfir þýddi og
teikningar eru eftir Erhard Dietl.
Verð hverrar bókar er 780 krónur.
| Strákarnir okkar
Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur gef-
ið út bókina Strákamir okkar eftir
Sigmund Ó. Steinarsson blaðamarm.
Bókin hefur að geyma sögu íslenska
landsliðsins í handknattleik allt frá
því það lék fyrstu landsleikina árið
1950 og fram á árið 1993.
Verð bókarinnar er kr. 1.980 með
vsk.
Vegvísir
Mál og menning hefur sent frá sér
bókina Á slóðum Vilhjálms, sögur
eftir leikritum Williams Shakespeare.
Helgi Hálfdanarson skráði. í þessari
snotru bók er rakinn gangur mála úr
nokkmm þekktum leikritum eftir
William Shakespeare með frásagnar
sniði. Lesendur verða þess brátt
áskynja að því fer fjarri að verk
Shakespeares séu einhver torskilin
háspeki. Reynt er að koma til skila
sem mestu af aðalefni leikritanna og
em frásagnimar nokkurs konar veg-
vísir inn í Ieikritaheim meistarans.
Bókin er 186 bls. Verð kr. 1985.
Tilraunir
f flokknum Skemmtilegar tilraunir
koma nú út tvær bækur. Önnur um
tilraunir til að kanna breytingar á eig-
inleikum efna við mismunandi hita-
stig, og hin um einfaldar tilraunir
með ræktun. í bókunum em hug-
myndir að fjölmörgum viðfangsefn-
um og em allar leiðbeiningar skýrðar
með ljósmyndum. Bækumar em ætl-
aðar sex til tíu ára bömum. Hildur
Hermóðsdóttir þýddi. Hvor bók er
30 blaðsíður og kostar 875 krónur.
Mál og menning gefur út.
Sull og bakstur
Á bak við hús heitir nýútkomin
myndabók fyrir yngstu bömin eftir
Áslaugu Jónsdóttur. Þetta er rímuð
saga um Önnu litlu, sem sullar og
bakar drullukökur úti í garði. Þar
eiga heima ýmis smádýr, sem gaman
er að skoða og fræðast um. Þessi
fjórða myndabók Áslaugar var prent-
uð í Hong Kong og er 26 blaðsíður.
Bókin kostar 990 krónur út úr búð.