Tíminn - 22.12.1993, Side 8
tímtnn
Eftir Jonnu Axelsson
Enginn fyllist eins mikilli einmanakennd ogfangi á að-
fangadagskvöld.
Eða flækingsköttur kominn aðþvíaðgjóta...
Köttur vældi einhvers staðar í
myrkrinu þar sem stjömumar
glitruðu á frostheiðum himninum
eins og demantar á flauelspúða.
Hugo kreppti hendumar ráðalaus.
í félagsheimilinu vom þau byijuð
að syngja „í Betlehem er bam oss
fætr".
Hann hefði átt að vera í hópn-
um með þeim, taka þátt í jólamál-
tíðinni og félagsskapnum, sem
a.m.k. í þetta eina sinn á árinu réði
ríkjum í opna fangelsinu, en hann
fékk sig ekki til þess. Hann skamm-
aðist sín of mikið. Pegar maður sit-
ur inni vegna þess að hann hefur
framið mestu heimskupör ævi
sinnar — og ákveðið að játa allt og
taka út refsingu sína, hugsaði hann
— á maður ekki allt í einu að verða
viðkvæmur og ímynda sér að allt
komist í lag, bara maður verði eins
og bam aftur...
Kötturinn vældi aftur og jóla-
maturinn stóð ósnertur á bakkan-
um fyrir framan hann. Svínasteik
með rauðkáli og brúnuðum kart-
öflum, og lítil skál með hrísgijóna-
búðingi. Hann var búinn að drekka
pilsnerinn sem veittur var í tilefni
dagsins. Á hinu gat hann ekki
bragðað. Það minnti hann alltof
mikið á aðfangadagskvöldin þegar
hann var ungur — og saklaus, þeg-
ar það var erfitt að silja kyrr vegna
þess að gjafimar Iágu undir jóla-
trénu og það tók heila eilífð að
koma hefðbundnu hátíðlegheitun-
um frá áður en mátti byija að út-
býta gjöfunum.
„Eilífð,' hugsaði hann. Tveggja
ára innilokun fyrir fjárdrátt í fyrir-
tækinu þar sem hann hafði unnið
fyrir lúsarlaun (nei, hann reyndi
ekki að mæla neinu bót!) var í al-
vöm vel sloppið. Veijandinn hafði
m.a.s. gefið honum í skyn að hann
gæti vonast til að fá helminginn af
refsingunni gefinn eftir vegna
góðrar hegðunar. En hvað beið
hans svo sem heima? Húsið hafði
verið selt á nauðungaruppboði,
Ema og bömin flutt til annars bæj-
ar þar sem enginn þekkti „kassa-
þjófinn' og hann hafði frábeðið sér
bréf, pakka og heimsóknir af
nokkm tagi. Það var ekkert til að
halda upp á!
Nú vom þau farin að syngja
„Göngum við í kringum'.
Hugo reyndi að loka hljóðin alger-
lega úti með því að herða á glugga-
hespunum. En einmitt þá horfði
hann beint í tvö gulgræn augu,
sem ljómuðu í myrkrinu eins og
stjömumar uppi á himninum.
Kötturinn! Hann hafði heyrt
nístandi vælið í honum, sem
hljómaði líkast því að hann syngi
jólasálmana líka. Svei mér þá ef
hann hafði ekki hoppað upp á
gluggasylluna og reynt að komast
inn, þar sem flestir vildu ekkert
frekar en komast út!
Hann bankaði á rúðuna til að fá
köttinn til að fara. Ekki vegna þess
að hann hefði neitt á móti köttum,
en þessi var svart- og hvítbröndótt-
ur og líktist föngunum eins og þeir
líta út á teiknimyndunum. Hann
var m.a.s. með „hring' um hálsinn
tigþað vantaði ekkert nema þunga
jámkúlu um fótinn til að full-
komna myndina!
Ef það var eitthvað, sem hann
hafði enga þörf fyrir, var það að
vera minntur á sín eigin aumu ör-
lög, einmitt í kvöld. En kötturinn
vældi svo vesældarlega að á endan-
um hleypti hann honum samt sem
áður inn — og sá sér til skelfingar
stóran magann, sem var uppblás-
inn af allt öðm en of miklu áti.
Kötturinn var að leita að stað til
að gjóta kettlingum á þessari jóla-
nótt.
Bragginn hafði staðið ónotaður
í nokkrar vikur á meðan verið
var að gera við hitaleiðslumar;
hann hafði ekki flutt sig þangað
fyrr en í fyrradag vegna þess að
hann vildi helst vera aleinn um jól-
in. Nú leit út fyrir að hann yrði
engu að síður að láta sér lynda fé-
lagsskap „samfanga' sem tróð sér
upp á hann. Hvað í ósköpunum
átti hann að taka til bragðs? Kett-
lingamir vom þegar á leið í heim-
inn, það gat hann bæði séð og
heyrt. Kötturinn hafði skriðið alla
leið undir svefhbálkinn og í skelf-
ingu sinni datt honum í hug að
hlaupa yfir í félagsheimilið og spyr-
ja eftir fangelsishjúkrunarkonunni.
En hún var bara á neyðarvakt um
jólin og hann átti á hættu að verða
að athlægi. „Ertu orðinn pabbi?'
Hann gat næstum heyrt þá gera
grín að honum. „Þú hefur ruglast í
hátíðunum, Hugo. Það er ekki fyrr
en á öskudaginn sem þú getur orð-
ið „kattarkóngur'!"
Eftir því sem hann vissi best
þurfa kettir enga fæðingarhjálp,
þeir sjá bara um þetta sjálfir og
halda kyrru fyrir í eina viku þang-
að til kettlingamir em búnir að fá
sjón. En steypt gólfið var alltof kalt
fyrir þá. Notalegur pappakassi með
svolitlum hálmi myndi einmitt
núna gera kraftaverk.
Þá var ekkert um annað að
ræða en ferðatöskuna. Burt með
fáar, fátæklegu eigumar, dagblað á
botninn og lakið ofan á. Ef eitt-
hvert þras yrði í þvottahúsinu, gæti
hann bara sagt að hann hefði feng-
ið blóðnasir eða eitthvað slíkt. Það,
sem skipti öllu máli, var að enginn
kæmi og tmflaði meðan kisa væri
að gjóta — eða tæki burt alla nýju
fangabröndóttu klefafélagana
hans.
Um miðnætti var allt um garð
gengið. Mamman hlaut að
vera gersamlega banhungmð, en
hvað ætti hann að gefa henni að
eta? Varla svínasteik og rauðkál, og
eitthvað hafði hann heyrt um að
kettir þyldu ekki möndlur. Hann
skóf stífnaða kirsubeijasaftina af
hrísgijónabúðingnum, tíndi
möndlumar vandlega úr og setti
diskinn með afganginum ofan í
ferðatöskuna.
Ennþá leið klukkutími, en þá
heyrðist lágvært smjatt til vitnis um
að kisa væri að njóta sinnar fyrstu
máltíðar að afstaðinni velheppn-
aðri fæðingu. Loks gat Hugo leyft
sér að sofna — án þess að fá „ljósu-
kaffi'.
Ajóladag ríkti ró og friður í búð-
.unum. Nokkrir þeirra innilok-
uðu höfðu fengið leyfi til að fara
heim, aðrir fengu heimsóknir, og
starfsfólkið á vakt hafði í nógu að
snúast. Hugo tilkynnti að hann
væri veikur, hélt sig í rúminu og
bað bara um mjólkurglas og reykta
síld í morgunmat. Fangavörðurinn
hristi höfuðið, færði honum það
sem hann bað um og íhugaði að
senda fangelsisstjóranum skýrslu.
Það kom fyrir að fangamir fengu
„köst' um jólin, svo að það væri
víst vissara að fylgjast með honum.
Sem betur fer mætti Hugo í sam-
eiginlega kvöldverðinn og virtist
ögn glaðari en áður. Það bar bara
vott um skánandi heilsufar að
hann bað um tvö glös af mjólk og
tók annað með sér. Aðrir og for-
hertari afplánarar vildu heldur
miklu sterkari drykki, sem var
smyglað inn til þeirra hina Ijúfu
jóladaga!
Jólin liðu, kettlingamir opnuðu
augun, móðirin endurheimti
gljáandi, mjúka feldinn og kom
upp úr töskunni til að fá klór á
magann þegar litlu kettlingamir
vom komnir í ró. Það varð erfitt að
halda þessum ánægjulega atburði
leyndum lengur.
Á gamlárskvöld kom fangelsis-
stjórinn inn til Hugos.
„Konan þín og veijandinn em
hér,' sagði hann og fékk sér sæti á
móti fanganum. „En við tveir ætt-
um líklega að tala örlítið saman
fyrst."
Lágvært mjálm og nokkrar ljós-
bleikar loppur, sem reyndu að
grípa skóreimamar hans settu sam-
talið út af sporinu.
„Varðandi — hm — meðfanga
mína?" spurði Hugo vandræðaleg-
ur.
„Já, einmitt. Málið þitt verður
tekið til endurskoðunar strax á
nýja árinu og það lítur út fyrir að
þú hafir fengið alltof strangan
dóm."
„Já, en ef ég verð látinn laus
núna, hvað verður þá um litlu
skinnin?" sagði Hugo stamandi og
enn einn kettlingurinn skreið und-
an rúmbálkinum.
Fangelsisstjórinn brosti. „Orð-
rómur berst hratt og biðlistinn er
þegar orðinn langur. Hveijum
þeirra viltu sjálfur halda?"
Hugo strauk blíðlega kisu sem
malaði, dró töskuna fram undan
rúmbálkinum og valdi óvenjuleg-
asta kettlinginn, sem lagðist
ánægður á bakið og teygði ljós-
rauðar loppumar í átt til hans.
„Þennan hérna!' sagði hann
ákveðinn. „Hann hefur a.m.k.
fæstar fangarendumar!'