Tíminn - 22.12.1993, Síða 25

Tíminn - 22.12.1993, Síða 25
Miðvikudagur 22. desember 1993 tÍTWlnii 25 HLJÓMPISKAR SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum gott samstarf á liðnum árum SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Nu fyrir jólin kom út nýr geisladiskur Kammersveit- ar Reykjavíkur, með fimm barokkverkum af efnisskrá jólatón- Ieika sveitarinnar á 20 ára ferli hennar, 1974-94. Barokkið þykir auðvitað eiga sérlega vel við á jóla- föstunni vegna síns háleita tær- leiks. Þó er þetta yfirleitt mjög safa- rík tónlist, þegar grannt er hlustað, og undir búa miklar ástríður, ólíkt því sem sumir ímynda sér að eigi við um hörputónlistina sem stund- uð er á himnum, en hún kvað vera í náttúruminna lagi. í dægurtónlist vorra tíma em þessir djúpu tilfinn- ingastraumar barokksins auðvitað komnir upp á yfirborðið, reyndar rúnir öllum umbúðum, og þann gjöming, að flytja ástríðumar upp á yfirborðið í tónlist, vildi Aldous Huxley kenna Beethoven stór- skáldi. Jóhann Sebastían Bach er auð- vitað mestur jöfur allra barokk- tónskálda, og Kammersveitin hef- ur helgað honum jólatónleika sína í ár. En á geisladisknum nýja em þó verk annarra tónskálda: Fasch (1688-1758), Vivaldis (1678- 1741), Albinonis (1671-1750) og Corellis (1653-1713). Fjögur hinna fimm verka em einleikskonsertar, en hið fimmta er jólakonsert Arcangelos Corelli í g- moll, fjölbreytt og hljómfagurt hlj ómsveitarverk. Einleikaramir fjórir njóta sín af- ar vel á þessum diski. Þrír þeirra em af hinni gróskumiklu yngstu kynslóð hljóðfæraleikara vorra: Ei- ríkur Öm Pálsson í d-dúr konsert fyrir trompet og strengi eftir J.F. Fasch, Bijánn Ingason í a-moll konsert fyrir fagott og strengi eftir Vivaldi, og Hólmfríður Þórodds- dóttir í d-moll konsert fyrir óbó og strengj eftir Albinoni, en Rut Ing- ólfsdóttir spilar einleik í g-moll konsert Vivaldis fyrir fiðlu og strengi. Frá upphafi Kammersveit- ar Reykjavíkur 1974 hefur aðal- starf Rutar verið í hennar þágu, þar sem hún hefur verið formaður og fyrsti fiðlari. Enda er hún geysilega góður spilari, með óvenjufallegan fiðlutón sem, eins og fyrr sagði, nýtur sín vel í þessum konsert. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaðar. Stansið ávallt við gangstéttarbrún U^F FERÐAH Upptökur vom gerðar í Áskirkju, höfuðvígi Kamm- ersveitarinnar í seinni tíð; tón- meistari var Bjami Rúnar Bjamason, sem frægur er fyrir kunnáttu sína. Fyrir alla þá, sem gaman hafa af barokki eða falleg- um einleik, má mæla eindregið með þessum nýja diski. Tilvalin jóla- gjöf handa sjálfum sér eða öðrum! i.imnn-zizr-íit., 'iUr/kjii/tkur |' wh\vm Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður Yngva Grétars Guðjónssonar Þórdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðjónsdóttir Þorbjörg Guðjónsdóttir Guðjón Einarsson Elnar Guðjónsson og fiölskyldur Jolatónieíkar óskar eftir umboðsmanni á Hellissandi frá 1. jan. ‘94. Upplýsingar gefur Lilja í s. 93- 66864.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.