Tíminn - 12.03.1994, Qupperneq 6

Tíminn - 12.03.1994, Qupperneq 6
6 Laugardagur 12. mars 1994 Hagyr&ingaþáttur Til Tímans með gamla blaðhausinn. Tíminn er breyttur og betri, ég er bjartsýnni á þessum vetri, því ég vil honum vel og hann vandaðan tel, hann er virtur og varkár með vel gerðu uþprunaletri. Limruna sendi Sap og senda Tímamenn honum þakkir fyrir góðar óskir og montnir eru þeir alltaf af hrósinu. Og meira frá Sap: Hljóma finnst mér furðu snjallt ferskeytlunnar háttur. Enda bcetir blaðið allt bragyrðingaþáttur. Búi hefur fengið sig fullsaddan af íþróttum og sendir þessar limmr: Ólympíulimra íþrótta- geysilegt -gjamm er, garpskapinn sjónvarpið fram ber. Dansa á skautum og skríða á brautum hetjur í Lillehammer. (Áöur var talað um að skríða á skíðum) Handknattleikslimra Síst verður lítið um leiki, en landanum óttast ég skeiki, þótt ýmsu hann fómi og framhleypinn stjómi handboltans heimsdellumeiki. Sami heilsar góu og væntir betri tíðar, þegar nær dregur vor- komunni. Góður, fagur gafst og scell, góudagur fyrsti. Rýr og magur þorraþrcell þekktan slagkraft missti. Feykist jakans fóla bak, fugla kvakið vaknar. Óþjál klakans trausta tak tuns á þaki slaknar. HP í Kópavogi varð að orði, þegar Davíö forsætisráðherra kall- aöi andstæöinga sína „dót": Nefiir Davtð aðra dót, drjúgur sorakjaftur. Snúist margir honum mót, magnast þjóðarkraftur. Aðalsteinn Ólafsson kvað eftirfarandi: Kvenréttindi Frá uppha f deildu konur við karla afkappi um heimilisvöld, en scekja nú fram með scelubrosi til sigurs á þessari öld. Karlamir vilja ei viðurkenna hve vonlaus baráttan sé þeir bíta á jaxlinn, bölva í hljóði með buxur neðan við hné. Skemmtilegir em hagyrðingar þegar ruglað er í rími og naskir á að rétt sé með fariö. Fyrriparturinn um tómu tunnuna og andleysið hefur farið fyrir brjóstið á sumum, aörir botnuðu samviskusamlega, og fyrriparturinn lyfti enn öðrum upp á sjálfan skáldfákinn. Sap er ekki skemmt þegar hann sendir: Hér er gamla, vonda vísan: / tómri tunnu bylur hcest, tcemdur er orðaforðinn. Og botnar: Við byrjun þessa botn ei fcest, svo brengluð em orðin. Og Pétur botnar gáfulega: Upphafið er ekki glcest, eyddur er viskuforðinn. Enn annar hagyrðingur gerir bragarbót og yrkir: / tómri tunnu bylur hœst; tcemdur orðaforðinn. Reyndar vil eg velja ncest venjum skorðuð orðin. í framhaldi af því fá hagyröingar þekkilegan fyrripart að glima við: Eigi að yrkja vandinn vex, vill allt snúa þversum. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P,s. SKRIFIÐ GREINILEGA! HEIÐAR jÓNSSON SNYRTIR Hvernig áég a 5 vera? Hvemig föt á ég að kaupa fyrir sumarið? Hvernig em sumarlit- imir og mig langar að vita hvort ég get farið aftur í sólarferð í sömu fötunum og í fyrra? Svar: Tíska hefur breyst litalega séð. Tískulitir hafa ekki alveg sama vægi og þeir hafa oft og lík- lega á litgreiningin einhvem þátt í því. Þótt tískukóngamir komi með einhverjar litastefnur, em þeir ekki eins ráðandi og var. Fötin frá í fyrra og jafnvel sumr- inu þar áður, ef þau em fín og smart, þurfa ekki að hafa neitt minna vægi núna en þegar þau vom keypt. En það, sem sést mjög mikið í sumar, em ljósir náttúmlitir, sem fylgja þessari svokölluðu dmslutísku, lag yfir lag yfir lag. Litimir em öll til- brigði af beis, drappað og grátt. Síöan er dálítið um sterka neón- liti og pastelliti. Er þá mildum og sterkum litum blandaö saman á dálítið djarfan og persónulegan máta. En sumartískan er yfirleitt ansi persónuleg. Buxnaklaufar á skálmum Sömu konu langar að frétta af hvemig pilsin eiga aö vera í sum- ar: síö, stutt, þröng, mjó, eða plísemð, og svo hvort buxur séu aö verða þröngar eða útvíðar. Svar: Þetta er víðtæk spurning, en sumartískan er sérkennileg að þvi leyti að buxumar geta verið eins margvíslegar og persónurn- ar sem ganga í þeim. Þröngar kvartbuxur sjást mikiö í sumar, en konur meö breið læri ættu að velja sér ööm vísi flíkur En þröngu buxurnar em heldur síðari núna en í fyrra og með tveimur litlum klaufum á hlið- um skálmanna. Um pilsin gildir svipað og um annan sumarklæðnað og lýst er hér að framan með liti, en snið- in geta veriö meö öllu móti. Lit- imir em drapp og grátt, sem fara vel meö öðmm litasamsetning- um. Stublar á sólarvörum Lesandi hafði samband og bað um upplýsingar um númer á sól- arvömm og hvað hentaði að nota hér á landi og hvað væri best aö bera á sig í sólarlöndum. Svar: Númerin á sólarvömm em margföldun á þeim tíma sem við getum veriö í sólinni án vamar. Ef við emm með lágan stuðul, t.d. 2 sem er lægsta sólamúmer, þýðir þaö að við getum verið í tvo tíma í sólinni án vamar. Svo þegar við erum komin í sólar- stuðulinn yfir 10, þá emm við farin að skyggja mikið á sjálfa sólina. Þetta þýðir að við veröum því seinna brún eftir því sem vömin er meiri, en pössum húðina á okkur betur. Það er misjafnt hvemig maður tekur sólinni eöa þolir hana, sumir betur, en aðrir verr. í sólarlandaferö er æskilegt aö hafa með sér sérstuöul fyrir andlit. Þessi andlitsvörn getur farið efst á axlir og á konum, sem vilja vera topplausar, á brjóst. Sem sagt á þá staði sem em jafn viðkvæmir og andlitið. Síðan á að nota heldur lægri stuðul á líkamann og margir hafa lægsta stuöul á fætur, en eitt einkenni okkar íslendinga í sólarferðum er hvað við tökum seint lit á fótunum. Því er sniöugt fyrir manneskju sem er sólþolin að hafa með sér kannski stuðul 4 á fætur, vamar- stuðul 6 á líkamann, en vamar- stuðul 12 á andlitið og við- kvæma líkamshluta. Á annarri vikunni notar hún annan skammt og stuðullinn er lækkað- ur um svo sem helming. Rétt er ab taka fram að þessir stuölar gilda jafnt fyrir karla sem konur. Sólarvaran er algjör imi- sexvara. Og aldrei skal gleyma að setja mjög öflugan vamarsmðul á börnin, þegar þau era með í sólarlandaferð. Það er trú fólks að þar sem ósonlagið sé að eyöast, brennum vib meira í sólinni. Og við skul- um muna að hver einasti sól- bruni flýtir öldmn húöarinnar gífurlega. En sólarvömmar eiga að geta komiö í veg fyrir það, ef þær em notaðar af þekkingu og skynsemi. Hattar og önnur höfubföt til varnar sól? Svar: Þegar við ferðumst um sól- rík lönd sjáum viö að íslending- arnir, við sjálf, em alltaf ber- höfðaðir, en heimamenn ganga meö höfuðföt til vamar sterku sólskini. Það er til að forðast óþægindi eins og höfuðverk og sólsting og ég held að þessir sterku sólargeislar skabi nú bara kvamimar og við þurfum áreið- anlega á þeim að halda. Topplaus kona liggur Fyrst spurt var um sólarferöir vildi Heiðar koma persónuleg- um skilaboðum til sólarlanda- fara í restina: Það er mikill misskilningur ís- lenskra kvenna gagnvart topp- leysi að slíkt fari varla nema þeim sem em vanar að nota mjög flegna kjóla. Þab er allt í lagi ab vera topplaus útafliggj- andi og helst ekki öðm vísi. Konu, sem aldrei gengur í flegn- um kjól, fer miklu betur að vera í fallegum sundbol en að ferðast um meö ber brjóstin, sem hún hvort eð er sýnir ekki í kjólum. Svo er það vobalega hvimleitt, að ef maður fer á bar þá liggja stæröai íslensk kvenbrjóst á bar- borðinu innan um glösin. Og ef maöur fer í boltaleik við bömin sín, þá er maður að grípa vitlausa bolta annab slagið. Munið: Topplaus kona liggur, en er ekki ab dinglast með þetta út um allar trissur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.