Tíminn - 09.04.1994, Side 15
Laugardagur 9. apríl 1994
15
Sveinn Einarsson
hlebslumaöur frá Hrjót
Vinur rainn, Sveinn Einarsson, er
látinn. Hin langa úrfesti á enda
runnin, sem móöur hans
dreymdi er hún bar hann undir
belti. „Þá skuld eiga allir að
gjalda," sagði Skarphéöinn og
ekki er langt síðan Sveinn rifjaði
upp þessi ummæli fomkappans í
tali okkar, úr þeirri bók sem hann
mat bóka mest.
Ég kynntist Sveini Einarssyni
sumarið 1965 austur á Egilsstöð-
um. Hann var þá að vinna verk
fyrir foreldra mína og bjó hjá okk-
ur um nokkurt skeið. Tókst þar
með okkur vinátta, sem hefur
haldist óslitiö síðan. Mér þótti
maðurinn strax afburða skemmti-
legur viðræðu. Hann var mjög
sjálfstæður og fmmlegur í hugs-
un, óþreytandi ab ræöa hin ólík-
ustu málefni og var einkar lagið
aö varpa nýju ljósi á hefðbundin
viöhorf. Hann var alltaf jafn lif-
andi og einlægur í leit sinni aö
lausn lífsgátunnar og svo heim-
t MINNING
spekilega þenkjandi aö unun var
á að hlýöa. Hann var sannur
heimspekingur eða öllu heldur
lífsspekingur, til aðgreiningar frá
hinni steingeldu þrætubókarlist
og rökfræðilega útúrsnúningi sem
einkennir svo mikið af heim-
spekilegri umræðu nú til dags.
Margra ógleymanlegra samvem-
stunda minnist ég á heimili
Sveins og Bjargar á Hallormsstað.
Hann situr viö borð sitt og tálgar
og smíðar muni úr birki og oröin
falla eitt af öðm með spónunum
sem hrannast upp við fætur okk-
ar. Öðm hverju lítur hann upp,
strýkur smíðisgripinn og horfir
spyrjandi, dreymnum augum út í
bláinn um stund og tekur síðan
upp þráðinn á ný.
Oft sátum við og spjölluðum
fram á rauöa nótt um lífið og
hinstu rök tilvemnnar. Ófá em
þau spakmæli og gullkom sem
hann hefur gaukaö að mér úr ís-
lendingasögunum og Passíusálm-
unum, enda mörg af eftirlætis
spakmælum Sveins oröin mér
töm á tungu — við vitum ei hvers
biðja ber — hvað bíður síns tíma
— þú veist ei hvem þú hittir þar
—, og svo mætti lengi telja.
Sveinn var einn af þeim fáu
mönnum á vomm dögum sem
ómengaðir máttu teljast af enskri
tungu og neitaöi hann að bera sér
í munn þær enskuslettur sem
tíðkast nú mjög, sagöist fá óbragð
í munninn. Einkum var honum
illa við orðið „sjoppa" og nefndi
fyrirbærið soppu ef hann mátti
til. Hann hafði dmkkið í sig hinn
kjarnmikla og safaríka mjöð ís-
lenskrar frásagnarlistar í fomsög-
unum og oft var ég sem bergnum-
inn þegar ég hlustaði á hann lýsa
sögupersónum og atburðum úr ís-
lendingasögunum. Hann gjör-
Hrefna Pétursdóttir
hjúkrunarkona
Fædd 1. maí 1938
Dáin 28. mars 1994
Sú jólagjöf, sem gladdi mig
mest á síðustu jólum, aö öðmm
ólöstuðum, var jólakortið frá
henni Hrefnu. Hún skrifaði það
á sjúkrahúsi í Gautaborg 16. des-
ember, fimm dögum eftir stóra
aðgerð.
„Loksins fékk ég nýra," segir
hún þar, og bréfið er fullt af
bjartsýni og fögnuði, enda var
hún búin að vera nýrnaveik í 30
ár og biðin eftir nýra oröin 8 ár.
Bæbi ným vom orðin alveg
óvirk. Allan þann tíma var hún
ýmist í gervinýra eða svokallaðri
pokahreinsun og varb sjálf aö
passa upp á hana af hinni mestu
nákvæmni. Þá kom þaö sér vel,
að hún var hjúkrunarkona. Það
var ekki nýja nýrað, sem brást.
Þab stóð sig allan tímann. Það
urðu því mikil og sár vonbrigbi,
þegar Bolli eiginmabur hennar
hringdi og sagöi lát hennar.
Aldrei heyröist frá henni eitt
einasta æðmorð. Hrefna var
kona, sem ekki var hægt annað
en dást að. Veikindi hennar
vom bara sjálfsagður hlutur.
Milli þess sem hún var í nýrna-
vél reyndi hún aö vinna eins og
ekkert væri. Á síöasta jólakort-
inu stendur: „Ég var nýbúin að
taka próf í öldungadeildinni,
fyrst í Laxdælu, íslenskri mál-
fræöi og bókmenntum og einn-
ig skrifaði ég smáritgerð. Þetta
gekk allt mjög vel."
Þegar litið er til baka koma
ýmsar minningar um Hrefnu
upp 1 hugann og allar ljúfar og
góðar. Fljótstunga varð „sveitin"
hennar, sem hún batt órjúfandi
tryggð vib, sem og okkur systk-
inin og foreldra okkar, og hérna
dvaldi hún í sjö sumur hjá for-
eldmm mínum. Við Sigrún syst-
ir mín vomm að rifja upp, þegar
hún kom hingað í fýrsta sinn í
skotapilsinu sínu og grænu
peysunni, nýorðin átta ára og
lítil eftir aldri, bamslega einlæg
og alltaf í sólskinsskapi. Hún var
að fara að heiman í fyrsta sinn,
nema hún hafði eitthvað verið á
bamaheimilinu á Silungapolli.
Þar var ekkert að gera nema
„tína ber og syngja", eins og
hún orðaði það. Það fannst
henni dálítiö einhæft, blessabri.
t MINNING
Hér kom hún í allt annan
heim, og hér var allt nýtt fyrir
henni. Hér vom húsdýr af öllum
tegundum, og þó hún væri til
dæmis svolítið smeyk viö hest-
ana, vom þeir óneitanlega
spennandi. Og ung stúlka, sem
hún dáðist mikið að fyrir fegurð,
var „álíka falleg og Bauga".
Héma vomm við systkinin sjö
og orðin uppkomin. Hún varö
sú, sem öllum þótti vænt um og
höfðu fyrir litla bamið á bæn-
um. Tilsvörin hennar vom alveg
óborganleg og sindmðu af
græskulausri og góölátlegri
glettni.
Pétur Jakobsson læknir á Fæb-
ingadeildinni, pabbi hennar, og
Bergþór Jónsson, pabbi okkar,
vom systrasynir. Móðir hennar
var Margrét Einarsdóttir hjúkr-
unarkona.
Hrefna var fædd í Odense í
Danmörku. Hún lauk námi í
hjúkrun á Landspítalanum 1960
og vann þar alla tíð nema allra
síöast og árin, sem hún dvaldi á
ísafirði, en þar var Bolli Kjart-
ansson, maöur hennar, bæjar-
stjóri um tíma. Þau Bolli giftu
sig 1963. Bolli, sem er öölings-
maður á allan hátt, reyndist
henni frábærlega vel. Hann er
kennari í Verslunarskólanum.
Þau eignuðust tvo efnilega syni:
Ásgeir myndatökumann, sem er
fæddur 1964 og starfar í Banda-
ríkjunum, og Kjartan, sem er
fæddur 1968 og nam þýsku og
þýskar bókmenntir í Þýskalandi,
en er fluttur heim og er um þaö
bil að ljúka leiðsögunámi.
Þegar Hjörtur sonur minn var
níu ára veiktist hann alvarlega,
var þrisvar skorinn upp á hálf-
um mánuði og var vart hugaö
líf. Þá hringdi Hrefna oft og
bauðst til að vaka yfir honum á
nóttunni, þó að hún ætti lítið
bam heima og stundaöi hjúkmn
á öðm sjúkrahúsi. Systmnum á
Landakoti fannst hún ekki nógu
fullorðinsleg til aö vera alvöm
hjúkmnarkona, en þær áttu eftir
að skipta um skoöun. Það var
ekki nóg með aö hún sýndi Hirtí
takmarkalausa umhyggju. Á
stofunni var annar sjúklingur,
sem var langt leiddur af krabba-
meini. Hún hlynntí líka svo vel
að honum, aö hann var farinn
að spyrja á hverju kvöldi:
„Kemur sú litla í kvöld?"
Hún var ekki bara hjúkmnar-
kona af guðs náö, heldur stafaöi
frá henni öryggi og hlýju. Það
var mannbætandi að umgangast
hana, enda er hennar sárt sakn-
aö.
Blessuð sé minning hennar.
Mig langar að enda þessi orð
meö þeim tveim sálmaversum,
sem ég veit einna fegurst og gætí
trúaö, að hún myndi vilja gera
aö sínum kveðjuorðum til vina
og vandamanna:
Sýn mér, sólarfaðir,
sjónir hœrri en þessar,
málið mitt er síðast
miklar þig og blessar.
Sýn mér scett í anda
sœla vini mína,
blessun minna bama
burtför mína krýna.
Dœm svo mildan dauða,
Drottinn, þínu bami,
eins og léttu laufi
lyfti blœr ftá hjami,
eins og lítill lcekur
Ijúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Matthías Jochumsson)
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Fljótstungu
Ó, skamma tíð
í skugga þínum
bíð ég þess að heyra
hneggjað lágt
við þilið
heiti ég þá á þig
dúfan mín hvíta
fljúgðu
fylgdu bliki
sólarsteinsins
fljúgðu beint
Eysteinn Bjömsson
Það er undarleg tilfinning að
mæla eftir vin, sem með réttu
starfar og lifir í hugmyndalegum
skilningi hiö innra með þeim sem
eftir stendur, — og andvarpar,
fullur eftírsjár. En um leið er það
ljúf gleði sem gagntekur hann, —
hamingja yfir því aö hafa notíð
sannrar ánægju í vináttu sem var
engu öðm lík: byggð á hjartans
einlægni, ástúölegu viðmótí,
væntumþykju, örlætí, kjamyrtu
málfari og orðgnótt, styrkt af inn-
gróinni virðingu fyrir náttúm
landsins, skarpskyggni og yfirsýn
á liðna tíð, sögu og atburöi þjóðar
tíl foma, og göfguð í jákvæðri
leiðsögn handa þeim sem eftir lifa
og erfa landiö.
Sönn sköpun er gmnduð á veikri
tým í djúpi sálarinnar, hvikulum
loga sem tendrast upp og flæðir
yfir myrkriö og leysir það í sundur
eins og skýjaslæöu í mikilli sól
um sumar. í túlkun listamannsins
tekur þetta ljós á sig form og
virkni, markvissa byggingu og
niðurskipan lita og línuspil, og
ósamstaeð atriði raðast saman svo
úr verður heild, ígildi gagnsærrar,
fmmlegrar hugsunar.
Handverk Sveins Einarssonar
bera vitni um fágætan skilning á
ebli efnisins, lögun þess og áferö.
Þau falla inn í landið, ósjálfrátt og
áreynslulaust eins og grasiö vex
úr moldinni uppvið klettínn.
Tálgumyndir hans í tré og stein
bera blæ af bamslegu hjartalagi,
em svipir kunnugra, líkingar úr
ævintýmm og bókum, leiftur úr
aldanna rás. Hvort tveggja er
innileg tjáning, sönn og eðlislæg
sköpun: listaverk.
Sjálfur var Sveinn gull af manni,
mikilfengleg persóna, eins og ný-
stiginn út úr rammíslenskri þjóð-
sögu meö fjöregg sitt í farteskinu,
— og hefur nú hörfað til baka.
Níels Hafstein og fjölskylda
ÚTBOÐ
F.h. gatnamálastjórans f Reykjavík, er óskaö eftir tilboöum I eftirfar-
andi verk:
Hverfismiðstöð í Grafarvogi.
Lóðarfrágangur — áfangi 2.
Helstu magntölur enj:
Uppúrtekt 2.500 m3
Fylling 1.700 m3
Regnvatnslagnir 270 m
Steypumót 520 m2
Snjóbræðslulagnir 2.000 m
Jöfnun undir malbik 3.200 m2
Hellulagnir 1.000 m
Verkinu skal lokiö fyrir 1. ágúst 1994.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vom, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá
og meö þriöjudeginum 12. april 1994, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö miðvikudaginn 20. april 1994, kl.
14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, er óskaö eftir tilboöum f lagningu aðalæö-
ar VR 2, 7. áfangl. Smálönd — Laxalóni.
Helstu magntölur eru:
Þvermál plpna: 0 800 mm og 0 250 mm
Lengd: u.þ.b. 750 m
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
þekkti heim og sögusvið fom-
sagnanna og lifði sig svo inn í at-
buröarás þeirra að ætla mætti að
hann hafi verið í hópi þeirra
manna sem þá riöu um héruð.
Tíðum bar það við aö ég og
kunningjar mínir stóðum á gati í
samræðum um íslendingasögum-
ar og þurfti ég þá ekki annað en
hringja í Svein og varð honum
aldrei svarafátt.
Kæri vinur. Þú áminntir mig oft
um ab vera ekki of margoröur og
ráðlagðir mér aö nota hinn
knappa stíl fomsagnanna í skrif-
um mínum. Nú er komið aö leið-
arlokum og ekki hef ég enn
minnst á ævistarf þitt við hleöslu
og byggingu úr torfi og grjótí.
Hefur þú, að öðmm ólöstuöum,
sýnt þessari rammíslensku bygg-
ingarlist okkar íslendinga hvað
mestan sóma síðustu áratugina.
Þau verk þín em nú oröin býsna
mörg um allt land og munu lengi
lifa. Nægir þar að nefna endur-
byggingu torfbæjarins á Sænauta-
seli í Jökuldalsheiöi, en þaö verk
var tilnefnt til Menningarverð-
launa DV í byggingarlist á þessu
ári.
Nú ert þú til moldar borinn —
þeirrar moldar sem þú fórst um
höndum nærri daglega allt þitt
Iíf. Og víst er um það, Sveinn
minn kæri, að maður er moldu
samur, eins og þú sagðir stund-
um. Mig langar aö þakka þér af
heilum hug allt sem þú gafst mér
af örlátu hjarta, og sem við báöir
vitum að mölur og ryð fær ekki
grandað, og kveð þig hinstu
kveðju þessum ljóðlínum mín-
um: