Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. maí 1994 5 Velferðarstefna er einstaklingshyggj a Jón Kristjánsson skrifar Atvinnuleysi 8 þúsund manna er sú staðreynd sem er uggvænlegust í íslensku þjóðfélagi á 50 ára afmæli lýðveldisins. Meðan ástandið er svo, stoðar ekki fyrir stjómmálamenn að byggja mál- flutning sinn eingöngu á pró- sentum og samanburðarfræð- um og slagorðum um vorkomu og uppskem. Efnahagsstjóm, sem leiðir til slíks atvinnuleysis, hefur mistekist. Vömin hefur bmgðist. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur setið aö völdum í þrjú ár. Afdrifaríkustu mistök hennar í upphafi vom að líta til fortíðar, en ekki framtíðar. Þau vom dýr- keypt. Þrjú ár em undrafljót að líða. Þó hefur þjóðfélagsgerbin breyst á þessum stutta tíma. Þeir ríku hafa orðið ríkari, þeir fá- tæku fátækari. Raimvemlegt at- vinnuleysi er staðreynd. Ör- birgð einstakra þjóbfélagshópa fer vaxandi. Viðbrögð stjóm- valda em að auka álögur, m.a. í formi þjónustugjalda. Atvinnuleysi, sem mælist 5.5% af mannafla, hefur alvar- legar efnahagslegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið og einstakling- ana sem fyrir því veröa. Hinni félagslegu og siðferbilegu hlið þess má heldur ekki gleyma. Hagræðingarkrafan og atvinnustigib Stjómvöld hafa gert hagræð- ingarkröfu til atvinnuveganna og opinberra aðila. Oft er lækk- un útgjalda í því fólgin aö fækka fólki eins og mögulegt er og ýta því út í atvinnuleysið. Ný at- vinnutækifæri hafa ekki orbið til í stað þeirra sem tapast hafa. Eðlilegt er að nýsköpunin sé í starfandi fyrirtækjum. Duglegir stjórnendur hafi svigrúm til aö þróa nýja framleiðslu, færa út kvíarnar, skapa ný störf. Um- hverfið, sem stjómvöld hafa skapað, er ekki vinsamlegt slíku. Fjármagn liggur ekki á lausu til þess að leggja í áhætturekstur. Ástæöur atvinnuleysisins em m.a. þær, að mistekist hefur að skapa ný störf í stað þeirra sem hafa tapast vegna endurskipu- lagningar í rekstri fyrirtækja. Ríkisvaldið situr hjá að mestu. Þetta kemur niður á fólkinu í landinu. Þetta verður til þess ab margir þeir, sem verib hafa í námi í vetur, sjá ekki fram á at- vinnu í sumar. Margir, sem hafa lokið kostnaðarsömu námi, sjá ekki fram á atvinnu. Það er meðal annars af þessum sökum sem þeir, sem einhverra hluta vegna hafa lent til hliðar á vinnumarkaðinum, sjá fram á algjört öryggisleysi. Aö hatda vöku sinni Hættan er sú ab stjómmála- menn og aðrir ráðamenn sljóvgist fyrir þessu ástandi. Ég fyllist skelfingu þegar ég heyri ábyrga menn bera það hér sam- an við það sem gerist í OECD- ríkjum og komast ab þeirri nið- bændasamtökin hafa unnið að á þessu sviði. Þetta starf og þau skilyrði, sem þurfa að vera fýrir árangri, fara saman við það sem bætir ímynd okkar sem mat- vælaframleiðenda. Nauðsyn þess að halda landinu og hafinu hreinu og ómenguöu fer saman við þessi markmið. Árangur verður aldrei á þessu sviöi nema í sveitunum sé traust byggb fólks, sem varöveitir gögn landsins og gæði. Ferða- þjónustan byggist ekki síst á því að halda sérkennum landsins og viðhalda þeirri undirstöðu sem landbúnaðurinn er. Velferb einstaklingsins Kerfi kommúnismans er hmnið og sú upplausn sem fylgdi í kjölfarið setur nú svip á alþjóðastjómmál og ekkert er vitað um það enn til hvers hún leiðir. Spámenn óheftrar markaðs- hyggju nota hmn kommúnism- ans í röksemdafærslu sinni fyrir algjöra athafnafrelsi undir því kjörorði ab allir einstaklingar séu frjálsir, beri ábyrgð á sjálfum sér og geti sjálfum sér um kennt ef illa fari; flest samtök flokkist undir miðstýringu. Þó ab frelsi og ábyrgð einstak- linganna hljómi vel, er mann- legu eðli gleymt. Einstakling- amir era misjafnlega sterkir. Sumir fæðast með silfurskeið í munni, aðrir ekki. Sterkir ein- staklingar sigrast á kröppum kjöram og óblíðu vunhverfi, þegar vel tekst til. Aðrir gera það ekki. Þeir, sem veikari era fyrir, verða oft á tíðum undir í lífinu og þurfa stuðning annarra. Þess vegna þarf siðað þjóbfélag að leggja fjármuni til velferöar- mála og þræða hinn gullna meðalveg milli miðstýringar og óheftrar frjálshyggju. Sveitarfélögin gegna einnig lykilhlutverki á þessu sviði. Því er nauðsyn að í sveitarstjómum starfi fólk sem hefur þessi viö- horf að leibarljósi jafnhliða at- vinnumálum, og þarf það að fá brautargengi í sveitarstjómar- kosningum í vor. Sú þjóðsaga hefur verið lífseig, að ómenguð hægristefna setji einstaklinginn í öndvegi. Hið sanna í málinu er að þeir, sem hugsa um atvinnuréttindi og velferð einstaklinganna, setja þá í öndvegi. Hvar er virb- ingin fyrir einstaklingnum, vonum hans, óskum og þrám, hjá þeim sem geta horft upp á það að hagtölur séu ofar mann- legum tilfinningum, atvinnu- leysi upp á tugi prósenta ástand sem verður ekki breytt? Við skulum vona ab íslenskt þjóðfé- lag verði aldrei þannig. Ég á mér þá ósk til íslensku þjóðarinnar á þessum vordögum, að við verð- um aftur þjóbfélag sem hefur velferb þegnanna og virðingu fyrir einstaklingnum í heibri. í þeim anda viljum vib fram- sóknarmenn vinna. Byggt á ræbu höfundar f eldhúsdagsum- ræbum þann 4. maí síbastliblnn. urstöbu að það sé ekki svo slæmt. Atvinnuleysi hér sé að- eins 5.5%, meðan það sé stóram meira í næstu nágrannalönd- um. Þetta era vísbendingar um að menn séu búnir að missa sjónar á takmarkinu um fulla atvinnu og missa hugsjónina um að á íslandi geti verið þjóð- félag sem býr þegnum sínum þau mannréttindi að hafa at- vinnu og velferö, og að vinnan sé takmark og lífsfylling fyrir alla. Jón Helgason, prófessor og skáld, dró gildi vinnunnar sam- an í eftirfarandi ljóðlínum: sú gjöfmér vceri gleðilegust send að góður vinnudagur fceri í hönd. Ég skelfist það sem stjóm- málamaður ab eiga þátt í að skapa það þjóðfélag sem getur ekki boðið þegnum sínum upp á lífsfyllingu vinnunnar og þá ögrun að standa sig og vera ein- hvers virði. Ég vil ekki sjá það þjóðfélag á íslandi að fólk þurfi aö finnast því vera hafnað af samfélaginu. Ég vil ekki horfa upp á tvenns konar þjóðfélag, þeirra sem hafa vinnu og þeirra atvinnulausu, þeirra snauðu og þeirra ríku. Tímamynd CS þingi í vetur um innkaup opin- berra aðila, kemur fram að ís- lenskir neytendur greiddu árið 1992 55-60 milljarða króna fyrir innfluttan iðnvaming. Ætla má að 20 milljarðar króna hafi ver- ið greiddir fyrir innfluttar iðn- aðarvörar sem framleiddar era hérlendis. Þetta era háar upp- hæðir, sem þýba 5800 ársverk. Það er því ekkert smámál að búa íslenskum iðnaði sem best skil- yrbi og breyta hugarfari einstak- linga og opinberra abila honum í vil. Ég hef ekki orðið var vib forastu stjórhvalda í þessu efni. Ríkisstjómin er ráðalaus og sjálfri sér sundurþykk. Landbúnaðurinn og atvinnulífib Ég vil minna á þýðingu land- búnaðarins fyrir íslenskt at- vinnulíf. Hann hefur ávallt ver- ib mikilvægur í atvinnulegu til- liti, og ekki síður undirstaða þ j óbmenningarinnar. Nú er horft til nýrra möguleika í sveit- unum um ab hasla sér völl í út- flutningi m.a. í svokallaðri líf- rænni framleiðslu. Stjómvöld- um ber ab styðja þessa vibleitni og það markaðsstarf sem Ab velja íslenskt En hvað er til ráða í þessu efni? Hvað geta stjómvöld og einstaklingar lagt af mörkum til þess að ráða við atvinnuleysið? Þjónustustörf hafa tekið við mörgum sem komið hafa á vinnumarkaðinn undanfarin ár. Menn °9 málefni Hins vegar hafa störf tapast í iðnabi í verulegum mæli, og einnig í landbúnaði og sjávarút- vegi. Þab verður erfitt að halda fullri atvinnu í landinu nema fjölga þar á ný störfum í iönaði. Ríkisvaldið getur haft forastu í að beina viðskiptum sínum til innlendra aðila. Sama getur hver einstaklingur gert. Þetta viðhorf er í þjóðarsál hinna gömlu iðnaðarþjóða, en þama er verk ab vinna fyrir okkur. í rökstuðningi með tillögu, sem framsóknarmenn fluttu á Al-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.