Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. maí 1994 9 Glæsileg hross í forskoöun Forskoðun kynbótahrossa í Reykjavík er lokið. Þó er yfirlits- sýning eftir, þegar þetta er skrif- að. Það hlýtur að hafa vakið á- nægju ráðunautanna hve mikið kom þar fram af góöum hross- um, sem sýnir framför í ræktun- inni. Fimm stóöhestar 6 vetra og eldri náðu einkunn inn á lands- mót, en þeir eru: Segull frá Stóra-Hofi aðaleinkunn 8.24, Kraflar frá Miðsitju 8.25, Fjölnir frá Kópavogi 8.23, Logi frá Skarði, allir með l.v. bæði fyrir byggingu og hæfileika og fimmti hestur Geysir frá Dals- mynni aðaleinkunn 8.15, en með hæstu einkunn fyrir hæfi- leika 8.60. Segull fékk hæsta byggingareinkunn 8.38. Allir em þessir hestar undan hátt- dæmdum stóöhestum og mæð- ur þeirra flestra þekktir gæðing- ar. Af 5 vetra hestum fékk einn fararleyfi á landsmót, en það var Óður frá Brún við Akureyri und- an Stíg frá Kjartanssöðum og Ósk frá Brún. Hann hlaut hvorki meira né minna en 8.64 fyrir hæfileika, sem var hæsta hæfi- leikaeinkunnin í þessari for- skoöun, en byggingin var mun lakari eða 7.70. Aðaleinkunn 8.17. KJÖRSTAÐIR við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þann 28. maí 1994 verða þessir: Álftamýrarskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Foldaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir i Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 28. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvæði 81. gr. kosningalaga: Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjóm grein fyrir sér með því að framvísa nafnskirteini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni, afhendir oddviti honum einn kjörseðil. Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur, og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Símanúmer ýfirkjörstjórnar á kjör- dag er 632263. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík Jón Steinar Gunnlaugsson Gísli Baldur Garðarsson Eiríkur Tómasson HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Enginn 4 v. hestur var sýndur í reið. Úrvals hryssur Hvorki meira né minna en 13 hryssur 6 vetra og eldri (raunar var bara ein 6 v., hinar eldri) fengu yfir 8 í aðaleinkunn. Efst í aðaleinkunn var Hrafndís frá Réykjavík með 8.28 í aðalein- kunn og ísold frá Keldudal meö sömu aðaleinkunn, en hæsta einkunn fyrir hæfileika í þessum flokki 8.59. Báöar þessar hryssur em undan Hrafni 802 frá Holts- múla og báðar eiga mjög góðar mæður. Þriöja í röðinni var Stígsdóttirin Katla frá Dallandi meö 8.40 fyrir byggingu og 8.11 fyrir hæfileika skeiðlaus, aðal- einkunn 8.26. Næst kom Freyja frá Efra-Apa- vatni með 8.20, þá Stilling frá Svertingsstöðum með 8.18 og hæstu byggingareinkunnina 8.48, Snilld frá Skollagróf 8.14, Lukka frá Götu 8.14, Hrefna frá Gunnarsholti 8.13, Glóö frá Möðruvöllum 8.09, Jara frá Steindórsstöðum 8.08, Ósk frá Litla-Dal 8.07, Ösp frá Teigi II 8.03, Brana frá Háholti 8.00. Þetta er góður árangur, því 19 hryssur til viðbótar náðu ein- kunn inn í ættbók. En 14 af þeim hryssum, sem dæmdar vom í þessum flokki, náðu ekki ættbókarmarkinu, sem er 7.50. Af 5 vetra hryssunum náðu fjórar einkunn inn á landsmót: Röst frá Kópavogi aðaleinkunn 8.16, Engilráð frá Kjarri 8.10. Hrefna frá Prestsbakka 8.06 og Hvönn frá Gýgjarhóli 8.03. 9 hryssur til viðbótar komust í ættbók. Tvær 4 vetra hryssur náðu inn á mótið, Hekla frá Oddhóli meö 7.81 og Tinna frá Sæfelli 7.80. Hekla er undan sömu hryssunni og Röst, sem efst er í 5 v. flokkn- um. Móðirin er Gola 6160 frá Brekkum undan Hrafni 8.02. Ein hryssa til viðbótar, Von frá Hvammstanga, náði ættbókar- einkunn. í yfirlitssýningunni á laugar- daginn em dómar opnir og þá eiga hrossin möguleika á aö bæta hæfileikaeinkunn sína. ■ Hagyrbingaþáttur Ermin drjúg Loforð fyrir flokkinn sinn fýsir menn að heyra. Haltu áfram, Ámi minn, ermin tekur meira. (Þjóstólfur) Nú fer hver að verða síöastur að yrkja um verðandi borgar- stjómarkosningar, en væntanlega verða yrkisefnin nóg að þeim loknum. Sólmundur Heimir sendi Tímanum eftirfarandi: Ekki neinum framhjá fer, finnst það á svo mörgu. Ámi þegar orðinn er undir Ingibjörgu. Loforð Árna borgarstjóra til Reykvíkinga, sem hann mun efna ef hann vinnur næstu tvennar kosningar: Þó verði ég í verkum smár og virðist ncestum sofa. Eg skal eftir átta ár öllu fógm lofa. Og limrur frá Búa: Auöæfaeyöing Fjármálum lítið ég fattaí, þvt fara mín auðcefi skattaí. Þegnana þlokkar þjóðfélag okkar - þetta' er svo hrikalegt barrarí! Sjálfseyöing Ég þekki einn glaðlyndan grallara, gagnmerkan veraldarsvallara, unnanda lista, sem oft fékk að gista áður - í löggunnar kjallara. Sveini Sigurjónssyni, Galtalæk II, varð eftirfarandi á munni vegna vegaframkvæmda á Landvegi no. 26 í Rangárvallasýslu: Ekli verður aldrei rótt, andans fauskar dudda. Gerast btlargamlir fljótt á grófum vegamdda. Vegagerðarvinnan breitt vaknar hverjum friður. Horfa bara aðeins eitt, áttina Imgra niður. Nafnlaus sendi nokkrar vísur: Kona, sem er þingmaður, taldi ný lög um kynferðislega áreitni vera mjög til bóta: Konurassi efklappað er kemur nú til greina, þungan dóm fcer þrjótur hver, þú veist hvað ég meina. Velferö Valdamenn hér velferð bjóða, verðbréfmunu skapa gróða, effest þau em á fjármagnsplóg. Mannfólkið er misjöfh vara, mannsltfin þarfekki að spara, afþeim verður alltafnóg. Þá em það botnar við gamla fyrriparta: Vertu hjá mér vina góð, vökum áncegð saman. Þú skalt vera þceg og hljóð, þá verður nú gaman. eða: Ekki sá ég annað fljóð yppilegra að framan. Að síðustu: Öld er köld með vaxtavöld, veldur höldum tjóni. Á söguspjöldin syndagjöld sjötugfóld hjá Jóni. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.