Tíminn - 28.05.1994, Page 9

Tíminn - 28.05.1994, Page 9
Laugardagur 28. maí 1994 9 Rábstefna Alþjóöahvalveibiráösins: Hvalfribun í Suðurhöfum Puerto Vallarta, Reuter Meirihluti þeirra ríkja sem eiga aöild að Alþjóðahval- veiðirábinu, IWC, komst að samkomulagi um það á fimmtudag að friða allar hvalategundir fyrir sunnan 40. gráðu suðlægrar breiddar. 23 ríki greiddu fribuninni at- kvæði sitt, Japanar voru einir á móti henni en bandamenn þeirra sátu hjá við atkvæða- greiðsluna og þaö sama gerbu Norbmenn. Niðurstaða hvalveibiráðsins var mikiö áfall fyrir Japana og kemur í veg fyrir allar veiðar þeirra í hagnaðarskyni á haf- svæðinu viö Suðurskautslandið. Umhverfisvemdarsinnar fögn- uðu aftur á móti úrslitum máls- ins og sögðu þetta einn merk- asta áfanga í því að banna hval- veiðar um allan heim. „Hvalim- ir unnu mikinn sigur hér í Pu- erto Vallarta, stríðinu er ekki lokið en það er skoðun okkar ab þetta tákni upphafið að enda- lokum hvalveiða í ábataskyni, sagði Clif Curtis, yfirmaður hvalafriðunarbaráttulibs Græn- friðunga. Norðmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna til að styggja ekki Bandaríkjamenn. Karsten Klepsvik, fulltrúi Norðmanna á fundinum, tók þó undir skoð- anir Japana og sagði samþykkt- ina ekki byggjast á vísindaleg- um niðurstöðum. ■ Svíar leggja mikiö upp úr Eystrasaltssamstarfinu: Reuter Stœkkar Evrópusambandiö? Austurríkismenn ganga fyrstir EFTA- þjóba til atkvœbagreibsiu um abild ab Evrópusambandinu, 12. júní nœst- komandi. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til ab greiba abildinni atkvœbi sitt. Skobanakannanir og stjórnmálaskýrendur telja ab þjóbaratkvœbagreibslan verbi hnífjöfn þó ab fylgjendur abild- ar hafi lengst af talist vera í meiríhluta mebal atkvœbisbœrra Austurríkismanna. Eystrasaltið tilheyrir Evrópu framtíðarinnar Margaretha af Ugglas, utan- ríkisráöherra Svíþjóöar, seg- ir ab miklu skipti ab Eystra- saltið verbi „evrópskt haf- svæði" í framtíðinni. í ræðu sem af Ugglas hélt á fundi Eystrasaltsráðsins í Tall- inn á miðvikudaginn lagði hún áherslu á að það skipti sköpum fyrir Svíþjóð, Finn- land og Noreg að löndin beggja vegna Eystrasaltsins tengdust sem mest. Svenska Dagbladet greindi frá þessu í gær. Ráðherrann sagði að Evrópu- sambandsaðild Norðurland- anna þriggja væri forsenda þess að tengja Miö- og Austur- Evrópu vesturhluta álfunnar. Af Ugglas sagðist sjá það fyrir sér að Pétursborg öölaðist aft- ur sinn fyrri sess sem miðstöð Eystrasaltsviðskipta og þunga- miðja norð-vesturhluta Rúss- lands. Að ári liðnu kemur for- mennska í Eystrasaltsráðinu í hlut Svía. Þeir hafa uppi mikil áform um að auka áhrif sín í austurátt og um leið vægi ráðsins. ■ Formiö á þjóöaratkvœöagreiöslu um ESB-aöild Svía komiö á hreint: Svíar fá að velja um þrjá kosti Stjómlaganefndin í Svíþjób tók í vikunni undir þá skoðun ríkisstjómarinnar að rétt væri ab bjóöa þeim Svíum sem greiba atkvæði um abild lands- ins að Evrópusambandinu þrjá kosti. Fólk getur þá valið um þrjá seðla, á einum stendur já, á ein- um nei og einn veröur auöur. Á öllum þremur er svo sama spum- ingin: „Telur þú að Svíþjóð eigi að verða aðili að Evrópusam- bandinu á gmndvelli samkomu- lags Svíþjóðar og ríkja sambands- ins?" Sú skoöun sem fær flest atkvæði sigrar. Ef flestir skila auðu verður skipuö sérstök nefnd af þeim flokkum sem eiga fulltrúa á Rík- isdeginum, þjóðþingi Svía, í þeim tilgangi að skera úr um hvaö gera skuli. Svíar hafa fagnað þeirri ákvörð- un Finna aö láta þjóöaratkvæða- greiðsluna um ESB- aðildina fara fram 16. október á undan bæði Svíum og Norðmönnum. Margaretha af Ugglas, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í viötali við Dagens Nyheter ab hún reiknaði meö ömggum sigri fylgjenda Evrópusambandsaðild- ar Finna og það kæmi til með að hafa mikil áhrif á viðhorf sænskra kjósenda gagnvart ESB- abild Svíþjóðar. Carl Bildt, for- sætisráðherra Svíþjóöar, vill þó ekki gera of mikið úr áhrifum úr- slitanna í Finnlandi á viðhorf Svía til aöildarinnar og varar við því ab þau séu ofmetin. ■ Finnska stjórnin ákveöur aö styrkja bœndur umfram fjárframlög frá ESB: Reynt ab kaupa bændur til stuönings við Evrópusambandsaöild Já eöa neií Noregi Samkvæmt frétt í norska dagblaöinu Verdens Gang fá Norðmenn aðeins ab velja um tvo kosti í þjóbarat- kvæðagreibslunni um aöild landsins að Evrópusam- bandinu. „Á Noregur ab verba aðili að ESB - Evrópusambandinu?" hljóðar spumingin á kjörseðl- inum sem Norðmenn fá í hendumar 28. nóvember næstkomandi. Gunnar Berg, ráðherra bæjar- og sveitar- stjórnarmála gekk í þessari viku frá lögum um þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Búist er við að framkvæmd hennar kosti sem nemur 700 milljónum ís- lenskra króna. ■ Frá Ösp Viggósdóttur, Finnlandi Finnska stjómin hefur kom- ist ab samkomulagi um ab styrkja bændur og innlendan iðnað meb umfangsmiklum hætti. Ákveðið hefur verið að þjóbaratkvæbagreiðsla um Evrópusambandsaðild Finna verbi 16. október. Eftir löng og ströng fundahöld tveggja þingflokka stjómarinn- ar, Miðflokksins og Hægri flokksins, tókst ab ná samstöðu innan stjómarinnar um styrkjapakka handa bændum og innlendum iðnaði, fyrst og fremst fyrirtækjum í matvæla- iðnaði. Þeir bændur sem stimda búskap í Suður-Finn- landi og fá ekki hlut af „norð- urstyrkjum" Evrópusambands- ins munu fá styrki frá finnska ríkinu. Bændum er í raun heimilt ab framleiða eins mikiö og þeir vilja þar sem ekki náðist sam- komulag á milli Hægri flokks- ins og Miðflokksins um niður- skurð á framleiðslu, en Hægri flokkurinn vill tengja fram- leibslumagnið vib neysluna innanlands. Styrkjapakkinn er þó miðaöur við að framleiðsla haldist svip- uð og nú er. í heild verður styrkurinn 14-15 milljaröar finnskra marka (180-200 millj- arðar íslenskra króna) á næsta ári. Af þessum 15 milljörðum fá finnskir skattgreibendur að borga 10-11 milljarða marka, en um 4 milljarðar koma úr sjóðum ESB. Skattar á matvæli lækka Ríkisstjómin kom sér enn fremur saman um að lækka virðisaukaskatt á matvælum í 17% frá og meb 1. janúar næst- komandi. Finnska landbúnað- arráðuneytið áætlar að skatta- lækkunin ásamt verðlækkun á hráefni í matvæli leiði til allt að 10% lækkunar á verði matvæla til neytenda. Árið 1998 á viröis- aukaskattur á matvæli að lækka enn frekar eða í 12 af hundraði. Lífeyrissjóösgreiöslur laun- þega verða lækkaðar um eitt pró-sentustig. Þá hefur verið fallið frá skatta- hækkunum þeim sem stefnt hafði verið að á næsta ári, en krafa Hægri flokksins, og eitt helsta kosningaloforð hans fyr- ir síðustu kosningar, að tekju- skattur yrði lækkaður hlaut ekki náð fyrir augum hinna stjórnarflokkanna. Það, og óbilgimi Miðflokksins í land- búnaðarmálum, fór mjög fyrir brjóstiö á þingflokki Hægri flokksins, sem samþykkti til- lögurnar meb naumum meiri- hluta eftir langar umræbur. Á fundinum kom fram tillaga um að fella styrkjapakkann en hún var felld. Á tímabili virtist sem upp úr stjómarsamstarfinu væri að slitna vegna styrkja- málsins. Þjóðaratkvæða- greiðsla 16. október Það kom nokkuö á óvart að stjómin skyldi ákveða að láta ganga til atkvæða um Evrópu- sambandsaðild Finna þann 16. október. Fram undir þab síð- asta var rætt um ab best væri að bíða eftir Svíum og jafnvel Norbmönnum líka. I Svíþjóð verður þjóbaratkvæðagreiðslan um ESB- aðildina 13. nóvember en norsk stjómvöld eiga eftir að ákveða hvaða dag þjóðin fái að kjósa um örlög sín. Á finnska kjörseðlinum mun standa „Á Finnland að gerast aðili aö Evrópusambandinu samkvæmt þeim samingi sem gerður var við sambandið?" Hægt verður að velja um að svara „já" eða „nei". Þetta er í annað sinn sem haldin er þjóð- aratkvæbagreiösla í Finnlandi. í fyrra skiptið, árið 1931, greiddu Finnar atkvæði um af- nám bannlaganna. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.