Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 3
Þribjudagur 31. man994 V/ða skemmdir á vegum á Noröurlandi: Milljónatjón á hringveginum Vegasamband milli Norbur- og Vesturlands var komiö á um miönætti í gær efrir ab brábabirgbabrú var sett á gamalt brúarstæöi yfir Giljá. Miklir vatnavextir á Norbur- landi hafa valdib tjóni á mörgum vegum undanfarna daga en rjónib er langmest vib Stóru-Giljá vestan Blönduóss, þar sem áin Giljá flæddi yfir þjóbveg eitt í fyrradag. Ragnar Árnason, verkstjóri hjá vegagerðinni á Hvammstanga, segir að ræsi og fylling við Stóru-Giljá hafi gefið sig með þeim afleiðingum að um sextíu Utanríkisrábherra Rússlands vill efla samskipti vib íslendinga: Jóni Baldvini boöiötil Moskvu UtanríkisráðherTa Rússlands, Andrei Kozyrev, hefur bobið Jóni Baldvini Hannibalssyni utanrík- isráðherra að koma til viðræðna í Moskvu næsta haust. Jóni barst bréf frá Kozirev þann 21. maí sl., þar sem hann óskar íslendingum velfamabar og farsældar í tilefni af fimmtíu ára afmæli íslenska lýbveldisins. Jafnframt lætur hann í ljós ósk um ab efla frekar samskipti og samstarf landanna, m.a. meb áframhaldandi fundum rábherra og háttsettra embættis- manna. í því sambandi lýsir hann áhuga á ab þiggja bob utan- ríkisrábherra frá því í febrúar sl. um ab heimsækja ísland vib fyrsta tækifæri en kveðst fyrst um sinn vilja bjóba utanríkisrábherra til Moskvu. ¦ til sjötíu metra breitt skarð hafi myndast í veginn. „Til bráða- birgða verður vegurinn opnaður með því að setja bráðabirgðabrú þar sem gamli vegurinn lá og er áætlað að hún taki um sjö tonna öxulþunga. Það eru tveir valkostir inni í myndinni til að stærri bflar komist eftir vegin- um. Annað hvort að reyna að styrkja bráðabirgbabrúna eða gera vað yfir ána. Það kemur þó ekki til greina fyrr en það minnkar meira í henni," sagði Ragnar í gær. Hann segir að tjónið á veginum sé gífurlegt og skipti fleiri milljónum. Fleiri vegir á Norðurlandi hafa skemmst í vatnavöxtunum þótt tjónið sé hvergi jafn mikið og við Giljá. í Norðurárdal í Skaga- firði féll aurskriða niður lækjar- farveg og lokaði ræsi. Við það fór vatnið í aðrar áttir og gróf undan öðru ræsi. Þegar mest var, rann vatn yfir veginn á fjór- um stöðum. Vegurinn var opn- aður aftur um miðjan dag í gær og þá komst aftur á vegasam- bánd milli Skagaf jarðar og Eyja- fjarðar. Einnig urðu skemmdir á Hjaltadalsvegi sem liggur inn í Hjaltadalinn þegar Nautabúsá gróf sig í gegnum hann. Hann er ófær en hægt er að komast á annan hátt að bæjum í Hjalta- dalnum. Fleiri minni vegir hafa oröið fyrir skemmdum, t.d. er Efribyggöavegur í Lýtingsstaða- hreppi í sundur og víða eru skemmdir á heimreiðum að bæjum. Einnig urðu skemmdir á vegum í Svartárdal. Jónas Snæbjörnsson hjá vegagerðinni á Sauðárkróki segir að víða sé hætta á ferðum og því verði vel fylgst með vegunum á næstu dögum. ¦ Frá fyrsta fundi borgarstjórnarflokks R-listans fgaer. Tímam Gleöi og létt andrúmsloft veitti mér styrk gegn ómálefnalegum og persónulegum árásum. Sigrún Magnúsdóttir: Mér er þakklæti efst í huga „Þetta var geysilega skemmtileg kosningabarátta sem einkenndist af gleði og léttu andrúmslofti í okkar hópi. Það var alveg einstakt og það var þab sem hélt lífi í manni í þessari kosningabaráttu þar sem ég átti vib ab glíma þerm- an massíva áróbur og þessar per- sónulegu árásir frá hendi sjálf- stæbismanna. Þetta var sérkennileg barátta ab því leyti hve hún var tvískipt. Annars vegar þessi glableiki og skemmtilegheit og hins vegar þessi mikli áróbur og auglýsinga- mennska þar sem farib var nibur á annab plan en verib hefur í kosn- ingabaráttu fram ab þessu. Þetta var ekki málefhaleg kosningabar- átta nema ab litlu leyti, þab var frekar verib ab auglýsa upp and- stæbingana meb neikvæbum for- merkjum heldur en ab taka mál- efhalega á málum, sem er nýmæli í íslenskri pólitík. Ég er mjög ánægb meb ab þetta tókst og mér B5RB vœntir skilnings hjá nýjum meirihluta til aö bœta kjörin: Strætó felldi sjálfstæbismenn er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem lögbu hönd á plóg- inn," segir Sigrún Magnúsdóttir. Sigrún sagbi ab fyrsti fundur borgarmálarábs Reykjavíkurlist- ans eftir kosningar hefði verið í hádeginu í gær og þar hefbi verib farib yfir praktísk atribi varbandi yfirtökuna. „Þetta var fyrsti fund- urinn okkar þar sem við horfbum yfir svibib. Þab verða haldnir margir fundir á næstunni en ég tel að niðurstaða um verkaskipt- ingu verði ekki kynnt fyrr en við tökum formlega vib," sagbi Sig- rún Magnúsdóttir ab lokum. ¦ „Vib vonumst eftir góðu sam- starfi við nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og skilningi á því ab verulegt átak þurfi að gera til ab bæta kjörin og launataxtana hjá borginni sem eru lágir. Þab er ekki langt í ab samningar verbi lausir og þá eiga menn kost á ab bæta úr þessu," segir Ögmundur Jónasson, formab- ur BSRB. Hann segir ab þab séu margar ástæbur fyrir því að meirihluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórninni féll í kosningunum. En séð frá sjónarhorni BSRB þá telur Ögmundur engan vafa leika á því að frjálshyggjan og þá sérstaklega einkavæðingar- angi hennar, t.d. hvað varðar strætó og víðar, hafi verið ein mikilvægasta ástæðan fyrir því hvernig fór. „Ég hef reyndar trú á því að strætó-málið hafi fellt Sjálfstæð- isflokkinn. í því máli sáu menn í hnotskurn hvernig misbeiting valds birtist, mismunun gagn- vart fólki og botnlaust dóm- greindarleysi," segir Ögmundur. Hann segir ennfremur að í lok kjörtímabilsins hafi Sjálfstæbis- flokkurinn tekið upp aðra stefnu gagnvart einkavæðing- unni, auk yfirlýsinga um að flokkurinn hefði haldið inn á miðju stjórnmálanna. Ög- mundur segir að það hafi vakið athygli þegar þetta tvennt var farið að segja til í mun betri út- komu fyrir flokkinn í skoðana- könnunum. „Niðurstaðan hlýtur að vera sú aö þetta er högg á frjálshyggj- una og skilaboð um að hún eigi ekki upp á pallborðið hjá þjóð- inni," segir formaður BSRB. ¦ Viöamesta sýning Listasafns Islands til þessa: „í deiglunni" „í deiglunni 1930-1944, frá Al- þingishátíð til lýðveldisstofn- unar", nefnist sýning sem verö- ur opnuð í Listasafni íslands nk. föstudág. Sýningin er haldin í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís- lenska lýðveldisins og er fram- lag Listasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík 1994. Þetta er jafn- framt viöamesta sýning sem Listasafnið hefur ráðist í. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þau umbrot sem urðu í ís- lensku menningarsamfélagi þegar gamalgróið bændasamfé- lag mætti vaxandi borgarmenn- ingu. Á þessum tíma voru al- þjóðleg viðhorf aö festa rætur á íslandi með tilkomu borgar- menningar en fram að þeim tíma höfðu þjóöleg viðhorf aldamótakynslóðarinnar og Ungmennafélaganna verið ríkj- andi meðal þjóðarinnar. Á sýn- ingunni er ýmsum þáttum menningar þessa tímabils gerð skil, svo sem myndlist, listíðn- aöi, hönnun og byggingarlist. Reynt er að endurskapa and- rúmsloft þessa tíma meö því að tefla saman myndverkum, ljós- myndum, veggspjöldum, bóka- kápum, Ustiönaði og öðru myndefni. Einnig er fjallað um breytingar í íslenskri byggingar- list á sama tíma. ¦ Bera Norbdal, torstöbumabur Listasafns Islands, ásamt blabamönnum vib verk eftir Einar jónsson. Tfmamyndcs ísafjörbur: Sjálfstæðis- menn og Framsókn ræöa mynd- un meiri- hluta Kristirm Jón Jónsson, efsti mab- ur á lista Framsóknarflokksins, sagbi í gær ab þab þyrfti eitt- hvab mikib ab gerast ef slitnabi upp úr vibræbum Framsóknar og Sjálfstæbisflokks um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjórn ísafjarbar. A sunnudag vom viðræður flokkanna komnar vel á veg og þá þegar vom menn farnir ab ræða nefndarskipan og fleira í þeim dúr. Hinsvegar var í gær ekki búib ab ákveba hvort auglýst yrði eftír nýjum bæjarstjóra eða hvort leitab yrbi tíl einhvers sér- staks. Kristinn sagbist ekki trúa öbm en ab það næðist samkomu- lag um þab mál. Hann sagði að í vibræðum flokkanna væri talab um að sjálf- stæðismenn fengju forseta bæjar- stjómar en framsóknarmenn for- mennsku í bæjarráði. Hann sagbi ab þab væri þegar samkomulag um helstu málin í væntanlegu samstarfi. ^ ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.