Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 5
Þri&judagur 31. maí 1994 5 N iflungahringurinn Sýningin í Þjóöleikhúsinu á Niflungahring Richards Wagner nálgast hugsjón höfundar síns um Gesamtk- unst, list sem höföar til skiln- ings jafnframt því sem hún gleöur í senn auga og eyra. Því þama fara mikilfengleg tónlist og magnaöur söngur, fjörlegur leikur, búningar og mjög hug- vitssamleg leikmynd saman viö íslenska skjátexta sem leyfa fullan skilning á efninu. Wagner leit á ópemna sem leikverk, orðsins list, þar sem tónlistin gegnir því hlutverki að undirstrika og magna þau átök sem fram fara á sviðinu. Og til þess að svo megi fara, veröa áheyrendur auövitað aö skilja textann til hlítar. Og þaö tekst einungis meö vandaöri textun, jafnvel þótt sungið væri á móðurmáli áheyrand- ans. Engir aðrir en harðsvíruð- ustu Wagnerítar, sem hvort sem er þekkja efni og texta út og inn, hefðu enst til að sitja nánast sem bergnumdir í 5 tíma undir þessari sýningu nema vegna textans. En það gerðu Þjóðleikhúsgestir þegar Hringurinn Andvaranautur (eins og hann heitir á frum- málinu, íslensku) var sýndur, sem lang-brattstígasta atriði Listahátíðar í Reykjavík frá upphafi. I kjölfar kosninga verður ekki skrifað í pólitískt dagblað svo langt mál sem hæfði um þessa sýningu. Því hún á skilið heila bók — sem hún reyndar fær í tveggja binda tónleikaskrá, þar sem annað bindið er að hætti íslensku Óperunnar troðfullt af lærðustu ritgerð- um um hvaðeina er snertir Hringinn og tilurð hans, en hitt heftið er þýðing Þorsteins Gylfasonar á þeim atriðum sem sýnd eru. Sýningin á Listahátíð kann að vera tímamótaverk, þar sem í henni er öllum fjómm óperum Hringsins steypt sam- an í eina. Það gerði Wolfgang Wagner, sonarsonur Richards Wagner og Cosimu Franzdótt- ur Liszt, sem jafnframt er list- rænn ráðgjafi sýningarinnar og annaöist hlut Bayreuth- óperunnar í henni. Eftir því sem Wolfgang Wagner sagði á blaðamannafundi, þá hefur aldrei verið jafnmikill áhugi á Hringnum í veröldinni eins og nú — 70.000 manns bíða eftir miða á sýningarnar í Bayr- euth, en jafnframt er verið að setja hann upp út um allt. Og þessi sýning gæti orðið til þess að lítil óperuhús kæmust á bragöið, ópemhús sem ekki hafa bolmagn til að sýna Hringinn í heild sinni og í fullri stærb — og það geta raunar aðeins þau stærstu og fjársterkustu. Jafnvel óperan í Miinchen treystist ekki af fjár- hagsástæbum til ab sýna Hringinn nema einu sinni á ári, og þó fyrir troöfullu húsi gesta sem ekki höfðu látið sig muna um að standa í biðröð á annan sólarhring til að fá miða. Á hinn bóginn er þessi sýn- ing einstæð, vegna þess að við emm íslendingar. Efniviður Wagners er að vísu sam-germ- anskur, en mikið af því efni hefur varbveist best í íslensk- um eddukvæðum og Gylfa- ginningu Snorra Sturlusonar. Wagner reynir að fylgja eftir bragarháttum eddukvæða í texta sínum, og íslenska þýð- ingin leitar aftur uppruna síns. Siguröur Fáfnisbani er sunginn af András Moinár. Engir nema íslendingar hafa þann menningarlega bakhjarl að þetta efni sé hluti af þeim sjálfum. Þess vegna er vel við hæfi ab Hringurinn sé fmm- sýndur á íslandi á 50 ára af- mæli lýðveldisins — enda er margt í efni hans sem túlka má í ljósi vorra tíma, ef menn vilja. Það mun hafa verið hug- mynd Wolfgangs Wagner sjálfs að stytta Hringinn með þessum hætti, og fá íslending til að tengja brotin. Það leysir Þorsteinn Gylfason meb því að láta Loka Laufeyjarson (Loge) og Jörð (Erde) útskýra sitthvað varðandi söguþráb- inn eða heimspekina milli at- riða. Það gera leikararnir Edda Amljótsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson, og em í sömu gervum og söngvaramir Elsa Waage og Þorgeir Andrésson í sömu hlutverkum. Satt að segja þótti undirrituðum stráksskapur Loka og glanna- leg gamansemi í mesta lagi á köflum í framsögnum þessum, því Niflungahringurinn er grafalvarlegt verk — fjallar um upphaf og endalok heimsins, og átök meginþátta mannlegs eðlis. En eins og kunnugt er var Loki sjálfur ekki alltaf vandur að brögbum til að fá menn til að hlæja, samanber vibureign hans við geithafur- inn, og almennt virtist mönn- um líka þetta vel. Jörð Þórhild- ar Þorleifsdóttur — Elsa Waage og Edda Arnljótsdóttir — er annars mjög ólík þeirri Jörð sem menn eiga að venjast í Niflungahringnum, því venju- lega er hún ævagömul og lík- ari gömlum kartöflupoka eða mosagrónum trjástubbi en þeirri skógardís sem hér sést. Því hefur verib haldið fram í þéssu blaði, ab engir íslenskir listamenn væru líklegri en þau Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri og Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður til að gera eftirminnilega sýningu úr Hringnum. Og eins og fleira í Tímanum hafa þetta reynst vera orð ab sönnu. Leikmynd Sigurjóns er mjög hugvitssam- leg, og stundum verulega glæsileg — t.d. þættirnir á botni Rínarfljóts — auk þess sem drekinn Fáfnir kemur rækilega á óvart. Miðað við TÓNLIST Brynhildur undirbýr bálför Sigurbar Fáfnisbana. Lia Frey-Rabine syngur Brynhildi. Abrir á myndinni eru úr kór íslensku Óperunnar. sýningar í fullri lengd og af fullri stærö er auðvitaö margt gert af vanefnum hér — því fýrsta skylda var að spara pen- inga — en með því að listrænn metnaður hefur hvergi verið látinn víkja, og hið snjalla er látið koma í stað hins stóra og hávaðasama, er sýningin að flestu leyti ákaflega vel heppn- uð: jafnvel hörðustu hrein- stefnumenn í Wagner, sem hafa séb frægar uppfærslur af Hringnum út um lönd, voru yfir sig ánægðir. Búningar Sigurjóns og Huldu Kristínar Magnúsdóttur eru, uðum var hann bestur þama, og hefur þó aldrei sungiö hlut- verkib fyrr. Brynhildur er sömuleiðis bandarísk, Lia Frey Rabine, óhefðbundinn túlk- andi þessarar frægu valkyrju, því hún er lítil, grönn og dökk, en meb mikil hljóð og mikið skap. Samleikur þeirra Óðins, föður hennar, var mjög eftirminnilegur. Sigurð Fáfnis- bana syngur hinn vörpulegi András Molnár frá Ungverja- landi meö ágætum. Ólöf Harðardóttir og Garðar Cortes sýna sig aö vera hinir ágætustu Wagnersöngvarar í hljómaði okkar litla hljóm- sveit ágætlega, þrátt fyrir smá- mistök hingað og þangab eins og gengur, og ekkert undan fá- menni strengjanna að kvarta, enda var í aðalatriðum full- skipað í blásumnum, jafnvel em þama fjórar Wagner-túbur til að gefa hinn rétta hljóm. Sennilega verður þessi frá- bæra sýning til þess að brjóta ísinn hér á landi, svipab og fyrsta ópemsýningin í Þjóð- leikhúsinu var tímamótavib- burbur: við getum sett upp Wagner, og við munum gera það. ■ SIGURÐUR STEINÞÓRSSON hlutverkum Signýjar og Sig- mundar. Hverjum hefði dottiö þetta í hug fyrir 10 ámm? Viðar Gunnarsson er eftír- minnilegur í hlutverki Högna, valdsmannslegur með sína dimmu rödd. Rínardætur, og valkyrjur að auki, syngja þær Elín Osk Óskarsdóttir, Signý Sæmundsdóttír og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Þarna er semsagt fjöldi af ágætu söngfólki í meira en 30 hlutverkum, og yrði oflangt upp ab telja. Aðal- atribið er, að sýningin er heil- steypt frá hendi leikstjóra, allir gera sitt allra besta, þannig að árangurinn er afbragðsgóö sýning, jafnvel þótt ekki sé bætt við „miðað við aðstæð- ur". Þrautreyndur hljómsveitar- stjóri, Alfred Walter, heldur öllum þrábum í hendi sér af öryggi. Undirritaður sat á þremur stöðum, einum í hverjum þætti: 9. bekk, 14. bekk og á efri svölum. Best frá öllum sjónarmiðum var sætið á 14. bekk: hljómburður, sýn á sviðið og sýn á textann; sömu- leiðis em efri svalir prýðilegar, nema þar blasir hljómsveitar- gryfjan við og þyrftu spilarar helst að vera í svörtum skyrt- um til að tmfla ekki. En gall- inn vib 9. bekk er, að ég hygg, heldur lakari hljómur úr gryfj- unni, en þó sérstaklega það, hve hátt textaskjárinn er yfir sviðinu. Hreinstefnumenn segja, að ekkert sé nógu gott nema það besta, og ab Wagnerhljóm- sveit megi ekki vera minni en 120 manns eða svo. En nú Richard Wagner. eins og tíska vorra tíma, frjáls- legir: allt er leyfilegt, og bún- ingamir em þannig tímalausir í því að vera frá öllum tímum. Fyrir 20 ámm hefði svona lag- að valdið hneykslun — og olli hneykslun á frægri uppsetn- ingu Hringsins í Bayreuth — en núna hittir það vel í mark. Og þótt það komi ekki tísk- unni við, þá vom gervi jötn- anna Fáfnis og Regins vemlega góð. í þessari uppfærslu em fá stór sönghlutverk, en mörg smá, og syngja sumir söngvarar tvö eða fleiri. Hlutverk Óbins syngur Bandaríkjamaðurinn Max Wittges með frábæmm glæsibrag — að öðmm ólöst-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.