Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 31. maí 1994 lropi D E I L D I N URSLIT l.deild Fram-ÍA ......................1-2 (1-0) ÍBV-Valur ...................1-1 (1-1) Stjarnan-KR................0-2 (0-0) ÍBK-UBK .....................4-0 (1-0) FH-Þór........................1-0 (0-0) Staban KR ........................2 200 7-0 6 ÍBK.......................2 110 5-14 ÍA .........................2 1 10 2-14 FH ........................2 1 10 1-0 4 Valur....................2 0 2 0 2-22 ÍBV.......................2 0 20 1-12 Fram ....................20 11 1-2 1 Þ6r.......................20 1 10-1 1 Stjarnan...............2 0 11 0-2 1 UBK.....................2 0 02 0-9 0 Markahæslir: Tómas Ingi Tómasson KR......4 Óli Þór Magnússon ÍBK.........3 James Bett KR ........................2 Næstu leikir: Valur-FH í kvöld, 1. júní: ÍA-Stjarnan, Þór-Fram, UBK-ÍBV, KR-ÍBK. 2. deild HK-Þróttur R..............0-4 (0-1) ÍR-UMFG....................0-5 (0-1) KA-Víkingur...............1-2 (0-1) Selfoss-Leiftur ............0-3 (0-2) Fylkir-Þróttur N..........2-1 (2-0) Staban Þróttur R..............2 2 0 0 7-16 Víkingur..............2 20 0 3-16 UMFG..................2 110 7-24 Fylkir ...................2 110 4-34 Leiftur..................2 1014-23 KA........................2 1013-2 3 Þróttur N.............2 1013-33 HK........................2002 0-5 0 Selfoss..................2002 0-5 0 ÍR.........................200 2 1-8 0 Næstu leikir: 4. júní: Víkingur- Selfoss, Þróttur R.-KA, UMFG- HK,Þróttur N.-ÍR, Leiftur-Fylkir. 3. deild Dalvík-UMFS ......................1-5 Haukar-Reynir S.................Ó-l Höttur-BÍ............................0-2 Víðir-Fjölnir........................2-2 UMFT-Völsungur................0-0 Staban Reynir S...............2 2 0 0 5-36 Fjölnir..................2 110 5-34 BÍ .........................2 110 4-24 UMFS ...................2 1017-34 Víðir.....................2 0 2 0 4-42 UMFT...................2 0 2 0 2-22 Völsungur............2 0 2 0 2-22 Haukar.................20 1 12-3 1 Dalvík..................2 0113-71 Höttur..................2 0 0 2 3-60 4. deild KS-HSÞ-b.............................8-0 Snæfell-Smástund...............2-3 Ármann-Árvakur ................2-2 Magni-Neisti.......................5-1 Þrymur-SM.........................0-2 KBS-UMF. Langnes.............8-1 Sindri-KVA..........................1-0 Huginn-Einherji .................3-2 Geislinn-Kormákur.............0-0 Ægir-Smástund...................5-2 Tímamynd CS Bryndís Valsdóttir á hér eitt af fjölmörgum skotum íslenska liösins sem dundu á gríska markinu. íslenska kvennalandslibib í knattspyrnu stendur vel ab vígi í Evrópukeppninni eftir 3-0 sigur á Grikkjum: Miklir yfirburðir íslands — grísku stúlkurnar áttu aldrei skot ab marki í leiknum né fengu hornspyrnu Það er ekki oft sem íslenskt landslið í knattspyrnu sýnir því- líka yfirburði í leik sínum að mótherjanum er hreinlega vor- kennt. Þessu urðu þó alltof fáir áhorfendur vitni að á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn, þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspymu malaði það gríska 3-0 í 8. riðli í Evrópukeppninni. Þetta var annar sigur Islands í jafnmörgum leikjum í riðlinum, en áður hafði unnist sigur gegn Hollendingum hér heima, 2-1. Staðan er því virkilega góð og draumurinn um að komast upp úr riðlinum virðist í þann veg- inn að rætast. „Satt best að segja kom geta Grikkjanna mér á óvart. Við vorum búnar ab sjá leik þeirra gegn Hollandi á myndbandi og bjuggumst eftir þá horfun vib góðri mótspyrnu, sem varð lítil. Þær bara pökkuðu í vörn og okkur gekk fremur illa að brjóta hana á bak aftur, en Logi Ólafs- son þjálfari sagði við okkur í hálfleik að halda áfram á sömu braut og reyna ab draga þær frámar á völlinn. Það tókst strax í upphafi seinni hálfleiks og það var mikilvægt að gera markið svo snemma, annars hefðum við getað lent í vandræðum. Ég er ánægð með minn leik, en nú er bara að standa sig vel í leikj- unum rveimur sem eftir eru í Hollandi og Grikklandi og ná hagstæðum úrslitum, syo við komumst áfram," sagði Ásthild- ur Helgadóttir, sem átti frábær- an leiká miðjunni og var sem herforingi þar. Leikurinn var íslendinga frá upphafi til enda. Það var alveg Ijóst ab Grikkir stefndu á að ná jafntefli, enda spiluðu þær nán- ast með einn leikmann frammi og svo alla hina í vörnina. Miðj- an var því eign íslensku stúlkn- anna og létu þær skotin dynja á gríska markinu í fyrri hálfleik. Atti Auður Skúladóttir flest þeirra og það hættulegasta á 16. mínútu, þegar boltinn fór rétt framhjá gríska markinu. Markið lá í loftinu, en það fyrsta kom ekki fyrr en á 48. mínútu, þegar Vanda Sigurgeirsdóttir átti lag- lega stungusendingu frá vinstri inn í vítateig Grikkja þar sem Ásta B. Gunnlaugsdóttir komst á auðan sjó og skoraði örugg- lega og þar meö var ísinn brot- inn. Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir átti skot í stöngina á 56. mín- útu og andartaki seinna skaut hún föstu skoti, sem Hatzi Ord- anov, markvöröur Grikkjanna, varði og rúllaði boltinn eftir marklínunni, en ekki inn. En á 58. mínútu bætti Margrét R. Ól- afsdóttir við marki fyrir ísland. Hún vann þá boltann af grísk- um varnarmanni vinstra megin vib vítateiginn, lék á annan til og þrumaði síðan boltanum í stöng og inn. Frábært mark. Þriðja og síðasta mark íslend- inga kom á 78. mínútu. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skoraði þá af stuttu færi eftir frábæra send- ingu frá félaga sínum í KR, Ást- hildi Helgadóttur. Ásthildur sjálf átti síðan skalla af stuttu færi skömmu seinna, en mark- vörðurinn varði meistaralega, eins og svo oft áður í þessum leik. íslenska liðið hefði getað unn- ið miklu stærri sigur, enda voru yfirburðirnir miklir. Til marks um þab átti ísland 26 skot að marki og fékk 14 hornspymur, á meðan Grikkland átti ekkert skot að marki íslands og fékk ekki hornspyrnu. íslenska liðið lék í heildina ekkert afburðavel, enda oft erfitt að leika gegn liði sem pakkar í vörn. Gott samspil og þríhyrn- ingaspil sást þó oft hjá landan- um á hálum og blautum vellin- um og er það góðs viti. Ásthild- ur Helgadóttir stóð upp úr ís- lenska liðinu. Hún skilaði miðjuhlutverki sínu frábærlega vel, einkum í seinni hálfleik, og fengu þá framlínumennirnir oft ab njóta hnitmiöaðra sendinga frá henni. Þá voru Auður Skúla- dóttir og Guðlaug Jónsdóttir sem klettar í vörn íslenska liðs- ins og Margrét R. Ólafsdóttir gerði einnig góða hluti. En í heildina á íslenska liðið að geta sýnt betri leik. Þab þarf líklega í útileikjunum í haust til að kom- ast upp úr riðlinum. ¦ Einkunnagjöf Tímans 1= mjög lélegur 2= slakur 3= í meoallagi 4= góbur ' fra 5= mjög góbur 6= frábær Aballeikvangur Laugardalsvallar lítur ekki vel út eftir landsleikinn á sunnudaginn. Jóhannes Óli Garbarsson vallarstjóri: „Ástandið mjög slæmt" Þeir, sem sjá um að halda aðal- leikvangi Laugardalsvallar í góðu formi, voru líklega mjög áhyggjufullir ábuT en landsleik- ur íslands og Grikklands hófst á sunnudaginn, vegna þess hvernig völlurinn myndi þola álagið eftir alla rigninguna. Tíminn hafði samband vib Jó- hannes Óla Garðarsson, vallar- stjóra í Laugardal. „Ástandið á aðalvellinum er mjög slæmt. IÞROTTIR KRISTJÁN GRÍMSSON Völlurinn fór mjög illa á sunnu- daginn, enda á viðkvæmu stigi svona snemma árs. Þaö kom aldrei til tals ab fresta leiknum, enda búið að skipuleggja lands- leikinn langt fram í tímann. Ætli þaö þurfi ekki náttúruham- farir til að leik sé frestað vegna vallarskilyrða," sagði Jóhannes Óli. „Eftir leikinn er völlurinn mjög laus í sér, enda var svo óskaplega blautt eftir rigning- una allan daginn. Það er helst ab sjá slæma bletti vib mörkin þar sem grasið er útsparkað. En þab er nú verið að spá þurrara vebri, þannig ab vonandi lagast þetta. Þab verður þó ekki strax, því völlurinn þarf sinn tíma til að jafna sig. Þetta getur tekiö nær allt sumaiib til ab jafna sig. Þab er mikib atribi að það hald- ist þurrt, því þá fer grasib ekki eins illa þegar Fram og Valur mætast hér þann 6. júní. Ég hef ekki trú á öbru en sá leikur fari fram á abalvellinum, enda þarf völlurinn að vera í voðalegu ástandi til að það breytist. Vib erum líka nýbúnir ab laga Val- bjarnarvöllinn, eftir ab hann fór illa um daginn, og erum í raun ekki færir um ab nota hann í bili," sagbi Jóhannes Óli Garb- arsson ab lokum. ¦ Island-Grikkland 3-0 (0-0) (Ásta B. Gunnlaugsdóttir 48. mín., Margrét Ólafsdóttir 57. og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 78.) Einkunn leiksins: 3 Lib íslands: Sigríður Fanney Pálsdóttir 3, Auður Skúladóttir 5, Gublaug Jónsdóttir 5, Gub- rún Sæmundsdóttir 3, Vanda Sigurgeirsdóttir 3, Ásthildur Helgadóttir 6, Laufey Sigurðar- dóttir 2 (Ragna Lóa Stefáns- dóttir á 72. mín. 2), Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 4, Ásta B. Gunnlaugsdóttir 3, Bryndís Valsdóttir 2 (Helena Ólafsdóttir á 75. mín. 2), Margrét Ólafs- dóttir 4. Dómari: Dennis McArdle (ír- landi) 3. Áhorfendux: 300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.