Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 13
Þri&judagur 31. maí 1994 13 Fyrrverandi leiötogi Austur-Þýskalands deyr í útlegö: Erich Honecker látinn Santiago, Reuter Erich Honecker, fyrrverandi leiö- togi Austur-Þýskalands, lést á sunnudag af völdum krabba- meins, 81 árs að aldri. Líkams- leifar hans verða brenndar og fluttar til Þýskalands, þar sem hann verður jarðsunginn. Honecker haföi lengi þjáðst af krabbameini í lifur og flutti til dóttur sinnar í Chile í janúar 1993, eftir að dómstóll í Þýska- landi úrskurðaði að hann væri of lasburða til aö hægt væri að halda yfir honum réttarhöld. Ríkisleiðtoginn fyrrverandi var sakaöur um aö bera ábyrgð á drápum á fjölda manns, sem hafði reynt að flýja Austur- Þýskaland með því að klífa Berl- ínarmúrinn illræmda. Eftir fall Berlínarmúrsins flúöi Honecker til Rússlands, en var framseldur til Þýskalands vegna þrýstings frá þýskum stjórnvöld- um. Yfirvöld í Chile töldu sig eiga Honecker skuld að gjalda vegna hjálpsemi Austur-Þjóðverja við Chilebúa, sem flúðu ógnir her- foringjastjórnarinnar á áttunda og níunda áratugnum. Þau buðu honum því landvist af mannúð- arástæðum. Fjöldi chileskra framámanna heimsótti Margot, ekkju Honec- kers, um helgina og var henni vottuð samúö. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagbi ab Honeckers yrði minnst vegna þeirra þjáninga sem stefna hans hefði kallað yfir fjölda fólks. Honecker var vib völd frá 1971 til 1989. Hann hafði nýlokið við endurminningar sínar, þegar hann lést. Þær verða gefnar út á næstu mánuðum í Þýskalandi. ■ Fleiri Svíar efins um Evrópusam- bandsabíld Afstaða Svía til abildar ab Evr- ópusambandinu hefur haldist nokkuð svipuð undanfama mán- ubi með smábreytingum samt. Samkvæmt nýgerðri skoðana- könnun hefur stuðningur við ab- ild Svíþjóðar ab sambandinu minnkað aöeins um leið og þeim hefur fjölgað sem segjast ekki hafa gert upp hug sinn í málinu. Hlutfall þeina sem em andsnún- ir aðildinni hefur aftur á móti haldist nánast óbreytt frá því í febrúar. Skoðanakönnunin var unnin fyrir Dagens Nyheder í síöustu Svíar auka ríkisstuðning Á fyrsta starfsári ríkisstjómar Carls Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1992 jókst ríkis- stuðningur við iðnfyrirtæki landsins um 42 prósent. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem fjárhagslegur stuðningur vib iðnfyrirtæki jókst milli ára. Ekkert EFTA-ríkjanna styður eins rausnarlega vib bakið á eig- in iðnaði óg Svíar. Þetta kemur fram í áxsskýrslu EFTA um ríkis- stuðning aöildarríkjanna. ■ viku og borin saman við sams- konar kannanir í febrúar og apríl. Núna sagðist 31 af hundraði fylgjandi aöild en hlutfallib var 34 af hundraði í apríl. Andstæð- ingar aðildar vom 42 af hundraði nú eins og í apríl. Hlutfall þeirra, sem sögðust óvissir eða ekki ætla að kjósa, óx úr 24 í 27 af hundr- aði. ■ Ungverskir sósíalistar fagna sigri í kosningum Maðurinn með undarlega höf- uðbúnaðinn er Gyula Horn, for- maöur Ungverska sósíalista- flokksins, en flokkur hans vann yfirburðarsigur í þingkosning- um á sunnudag. Stjómmála- og fréttaskýrendur telja að kjósendur hafi fyrst og fremst viljað fá útrás fyrir reiði sína og vonbrigbi vegna versn- andi lífskjara á undanfömum ámm. Horn var utanríkisráðherra Ung\'erjalands 1989 þegar Járn- tjaldið sviptist frá austurhluta Evrópu. Hann varð heimsfræg- ur þegar hann í krafti embættis síns klippti á gaddavírsgirðing- una á landamæmm Ungverja- lands og Austurríkis og rauf þar með einangmn kommúnista- ríkjanna á táknrænan hátt. Ári síðar féll stjórn kommún- ista í Ungverjalandi eftir að hafa Norðmenn fagna niöur- stöbu hvalveibirábsins ráðið lögum og lofum í 40 ár. Kommúnistaflokkurinn hafði þá þegar breytt um nafn og undir merkjum Sósíalista lenti flokkurinn í fjóröa sæti. Leiðtogar flokksins hafa ab undanfömu heitið þjóðinni að bæta kjör þeirra sem verst hafa orðið fýrir barðinu á breyttum stjómarháttum. Niðurstaða kosninganna sýnir að það hefur haft sín áhrif. Sósíalistar fengu 209 þingsæti af 386, Bandalag frjálsra demó- krata varð í öðm sæti með 70 þingsæti og Ungverska lýðræð- isfylkingin, sem farið hefur með stjóm landsins á síbasta kjör- tímabili, fékk 37 þingsæti. í kosningunum á stmnudag var kjörsókn meiri en fyrir fjór- um ámm. ■ Óttast viðurkenn- ingu á S-Jemen Al-Anad, Reuter Enn er barist við Al-Anad her- stöðina norður af borginni Aden í Suður- Jemen. Stjórnarherinn frá Norður- Jemen og herlið Suö- ur-Jemena em í svipaðri stöðu og undanfama daga. Stjórn Jemens sem situr í Sanaa í norðurhluta landsins óttast ab ríki Sameinuðu þjóðanna hug- leiði að viðurkenna fullveldi Suð- ur-Jemens. Erindarekar stjórnar- innar vinna að því að koma í veg fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóbanna haldi fund um málið. Alþjóbahvalveiðiráöið (IWC) samþykkti um helgina stjórn- unarfýrirkomulag á hvalveiö- um í ábataskyni (RMP). Norð- menn telja samþykktina skref í átt til alþjóðlegrar viður- kenningar á hefðbundnum hrefnuveiðum sínum. Enginn hvalveiðikvóti var veittur á fundi IWC í Mexíkó en Norðmenn láta það ekki tmfla sig. Þeir segjast sann- færðir um að eigin málstaður nái fram að ganga. Meðal þeirra ríkja sem sam- þykktu nýja stjórnunarfyrir- komulagið eru Bandaríkin, Þýskaland, Ástralía og Nýja- Sjáland; allt ríki sem hafa hingað til verið eindregið á móti hvalveiðum í ábataskyni. Nýja stjómkerfið gengur út á að leyfðar verði takmarkaðar veiðar á hvalastofnum sem ekki em í útrýmingarhættu. Karsten Klepsvik, umsjónar- maður með hvalveiðum Norð- manna, segir ab nýja fyrir- komulagið geti orðið að raun- vemleika innan tveggja ára. Aörir em ekki svo bjartsýnir og telja að það taki jafnvel heilan áramg ab fyrstu hvalveiðikvót- unum verbi úthlutað. Stjómkerfið byggir á flóknum útreikningum fjölda atriða sem hafa áhrif á líf og heilsu hvala. Söguleg gögn um hvalveibar verða notuð sem gmndvöllur þessara útreikninga. Viöræður hafnar Kígalí, Reuter Foringjar uppreisnarmanna og fulltrúar stjórnarinnar í Rúanda hittust í fyrsta skiptið í gær til ab ræða möguleika á friði í landinu. Fundurinn var haldinn í stöbvum erindreka Sameinubu þjóbanna í höfuðborginni Kígalí. Erindrek- inn kom til Rúanda í síðustu viku til að reyna að fá stríðandi fylk- ingar að samningaborðinu. Á meöan á fundinum stóð heyrðist skothríð allt í kringum borgina en uppreisnarmenn hafa náð yfirhöndinni á þeim slóbum. Talið er að um hálf milljón manns hafi látið í lífib í Rúanda á þeim tveimur mánuöum sem liðnir em frá því að borgarastyrj- öldin braust út. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.