Tíminn - 17.06.1994, Page 17
Föstudagur 17. júní 1994
17
Þingmenn og gestir ganga niöur Almannagjá til hátíöarfundar 17. júní 1944. í fararbroddi eru Sveinn Björnsson, ríkisstjóri, sem skömmu síöar varö forseti, og Sigurgeir Sigurösson,
biskup. Þar á eftir ríkisstjórn og þingmenn. Fyrir göngunni gengur fánaberinn Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi.
Þ j óðarsaga
Svo er skráð í fomum fræðum:
Fcerðu austmenn knörr úr nausti,
sigldu glœst um svalar rastir,
sjónir festu á landi í vestri.
ísland heita hauðrið létu,
haldgott reyndist nafnið kalda,
lifir enn, þótt aldir hafi
ótœpt heiminn teygt og mótað.
Bú sér reistu hetjur hraustar,
höfðu stoð að ráðum goða.
Frelsið dýra mátu meira
makindum við heimaakra.
Settu lög, sem dugðu dróttum,
drengskapsorðum treysta þorðu,
sýndu rausn og ráðin fundu,
reifuðu slyngir mál á þingi.
Meðan ríki, fjölmenn, frœkin
féllu mörg á rómuvelli,
lifað gat við langan vetur
lítil þjóð á norðurslóðum.
Ólík tvinnast örlög manna,
ýmsu er blandin saga landsins.
Kónga gildra vígaveldi
vildi ráða ísaláði.
Kom að sunnan siður annar,
sem að lögum breytti og högum.
Hvíta-Kristi lýðir lutu,
létu falla goð afstalli.
Hélst þó enn í huga manna
hörkublandinn víkingsandi.
Hefhdargjöld með egg og eldi
enn voru sótt með fomum þrótti.
Neista glœddu, nepju eyddu
nýrrar aldar bylgjufaldar.
Æ skal minning affeksmanna
okkur lýsa, brautir vísa.
Sóknin styrk var sýnd í verki,
sigri náð og frelsi þráðu.
Endurheimt var œttarlandið,
óskirgóðar rœttust þjóðar.
íslenzkt tungutakið slynga
tömdu menn í orðasennum,
orðsins list var iðkuð glœsta
efldur hróður sagna og Ijóða.
Heiðin drápa og helgikvœði
hljóma í sama stuðlaómi,
himna og jörð var haegt að ríma,
hylli vottuð Óðni og Drottni.
Aldarfar var utan mildi,
urðu í garði þrautir harðar.
Ættarveldin háðu hildi,
hatri sáðu lœvís ráðin.
Innrí sundmng olli grandi,
afli spillti valdataflið,
unz menn hlutu auðmjúkt játa
eiðaspjalli konungslalla.
Enn er stríð og úthellt blóði,
afl hins sterka mótar verkin.
Heiður brigðull er sem áður,
auðugur grípur lamb hins snauða.
Gylliboð þótt aðgát eyði,
ætíð má hins fengna gæta.
Þörfer brýn, að þetta muni
þjóðin smá á norðurslóðum.
Þyngdust kjör er fimbulfrerar
fjötmðu gróður norðurslóða.
Hekluglóð og hríkajöklar
huldu land með ösku og sandi.
Dugur þvarr við það hið verra,
þjóðar tók að dvtna hróður.
Erlent vald með engri mildi
olli flestum böli mestu.
Mögnuðu hættur mein og ótta
miðaldanna skuggahrannir.
Fomar dyggðir fagrar bmgðust,
frelsi allt var lagt í helsi.
Fávís lýður fimum trúði,
fjandann sá á hverju strái.
Ógnarverkin kóngs og kirkju
kveiktu bálin galdramála.
Jóhannes Benjamínsson.