Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. ágúst 1994 3 „ Verktökulaunþegi" situr sjálfur uppi meö 10 óbein launagjöld sem vinnuveitendur greiba: Óbeinn launakostnabur 38% ofan á tímakaupið Þótt hafnarverkamabur fái jafnaöarlega aöeins greiddar 484 krónur í tímakaup þá er launakostna&ur hafnarinnar kominn í 668 krónur á tím- ann, þ.e. 38% hærri, þegar hafnargjaldkerinn er búinn a& gera upp rúmlega tug launatengdra gjalda. Þetta er því sá vi&bótarkostna&ur sem hafnarverkama&urinn þyrfti a& fá til vi&bótar tíma- kaupinu ef hann ætla&i a& vera ska&laus af því aö gerast „verktökulaunþegi", eins og launþegar hafa undanfarin misseri veriö neyddir til í auknum mæli. Nýjasta fréttabréf Kjararann- sóknarnefndar sýnir sundur- liðun launa og launatengdra gjalda miðaö við meðaltal greidds tímakaups fyrir dag- vinnu á 1. fjórðungi þessa árs. Samkvæmt þeim útreikning- um er óbeinn launakostnaður á bilinu 33% til 38%, þ.e. nokkuð mismunandi eftir starfsgreinum. Sá munur fellst fyrst og fremst í mismun- andi háu tryggingagjaldi og frjálsri ábyrgðartryggingu sem mjög algengt er að atvinnu- rekendur kaupi fyrir starfs- menn sína. Eftirfarandi tölur sýna greitt dagvinnutímakaup afgreiðslufólks á 1. ársfjórð- ungi og launatengd gjöld, bæði í krónum talið og hlut- fallslega: Greitt tímakaup og launatengd gjöld afgreiðslufólks Krónur: % Abyrgöartrygging 1,10 0,2 Fél.gj.atv.rekenda 4,70 1,0 Greitt tímakaup 451 100,0 Veik./slysagr. 14 3,1 Orlof 50 11,0 Sérstakir frídagar 19 4,3 Útborg. á unninn tíma 534 118,4 Lífeyrissjóður 32,10 7,1 Sjúkrasjóöur 5,30 1,2 Orlofssjóður 2,70 0,6 Slysatrygging 0,70 0,1 Tryggingaiðgjald 33,90 7,5 Ábyrgðarsjóður 1,10 0,2 ✓ Olafur Ragnar og Páll Pétursson rœba sameiginlegt framboö til Alþingiskosninga: Góölátleg glíma á tröpp- um stjórnarráðsins Eftir fund í utanríkismála- nefnd á fimmtudag áttu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Pétursson stutt spjall vi& fréttamenn og taliö barst me&al annars aö sameigin- legu frambo&i á vinstri væng stjórnmálanna. Páll: „Ég sé það ekki fyrir mér, ég held að þetta séu nú svona heldur óraunhæfir draumórar. Ólafur Ragnar hefur nú verið mikill áhugamaður um sam- einingu vinstri aflanna allan þann tíma sem við höfum þekkst og það er orðið langur tími. Það hefur ekki borið ríkulegan ávöxt ennþá og ég er hræddur um að það geri það ekki alveg á næstu dögum." Ólafur Ragnar: „Sigrún Magnúsdóttir sómdi sér vel í framboði fyrir R-listann í Reykjavík þó hún væri á móti slíku framboði fyrir jól. Ég vona bara að Páll muni bara sóma sér jafnvel og Sigrún í Kvæöi Egils á Kjarvals- stöbum Sýning á kveðskap Egils Skalla- grímssonar verður opnuð að Kjarvalsstöðum nk. miðviku- dag. Egill Skallagrímsson orti dróttkveðnar vísur sem þykja með bestum skáldskap af þeim meiði. Þekktust eru kvæði sem Egill orti til Eiríks konungs blóööxar í Jórvík, Arinbjarnar- kviða, lofkvæði um góðvin Egils og Sonatorrek, erfikvæöi um syni hans. Einnig eru varðveitt brot úr þremur drápum og fjöl- margar lausavísur eignaðar Agli. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða eru unnar í samvinnu við Ríkisút- varpið, rás 1 og hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins síðan 1991. ■ Ólafur Ragnar Grímsson svona sameiginlegu framboði í haust." Páll: „Það er nú pínulítið annað, borgarmálefni í Reykjavík eða landsstjórnin. Það er ýmislegt sem skilur flokka og hópa að í lands- stjórn. Mismunandi afstaða til utanríkismála og til þóðfélags- mála almennt." Fréttamaður: „Er þetta ekki Páll Pétursson. spurning um pólitískan þroska?" Ólafur Ragnar: „Sigrún Magnúsdóttir er mun þrosk- aðri en Páll." Páll: „Það er ekki spurning um pólitískan þroska að henda frá sér skoðunum sín- um og hlaupa út í einhver æv- intýri og vitleysisgang." UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboð- um í verkið: Stígar í Elliðaárdal, stígagerð og yfirborðsfrágangur Helstu magntölur eru: Lengd stíga 910 m Malbik 2.200 m2 Hellulögn 220 m2 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 10. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 9. ágúst 1994, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. ágúst 1994, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Samtals 616 kr. 136,5 Óbeinn launakostn 165 kr. 36,5% Afgreiðslufólk með 451 kr. í tímakaup fær samkvæmt þessu útborgaðar 534 kr. að meðal- tali á hvern unninn tíma, þ.e. þegar orlof, veikindadagar og greiddir „rauðir dagar" eru meðtaldir. Þegar þar á ofan hefur verið greitt í alla sjóðina er launakostnaðurinn kominn í 616 kr. á tímann. í nánari skýringum kemur t.d. fram að veikinda- og slysa- greiðslur miðast við greidda veikindadaga árið 1993, sem voru 7,8 dagar að meðaltali, en nokkuð mismunandi milli stétta. Iðgjöld í lífeyrissjóð, sjúkra- sjóð og orlofssjóð eru lög- bundin. Slysatryggingu gegn dauða eða örorku í starfi eða á leið úr og í vinnu, samþykktu atvinnurekendur í kjarasamn- ingum fyrir rúmlega tveim áratugum. Tryggingagjaldið var sam- þykkt með lögum og kom í stað launaskatts og fjögurra annarra launatengdra gjalda í ársbyrjun 1991. Ábyrgðar- sjóðsgjaldið tók gildi árið 1992, samkvæmt lögum, til að standa undir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa vegna gjaldþrota. Ábyrgðartrygging er frjáls, en mjög algengt að atvinnurek- endur kaupi hana fyrir starfs- menn sína. Iðgjaldið er ákveð- ið hlutfall af áætlubum laun- um. ■ Hekla bœtir viö sig nýrri bílategund oa rœtt um hvort þeir taki einnig viö Skodaumboöinu: Nýir bílar væntanlegir frá Kóreu Gengi& hefur veriö frá samn- ingum um aö Hekla hf. taki aö sér umboö fyrir nýja bif- rei&ategund frá Kóreu. Þá hef- ur einnig veriö rætt um hvort Hekla eigi a& taka viö Sko- daumbo&inu, sem nú er í höndum Jöfurs hf. Skodaverksmiðjurnar í Tékk- landi eru nú í meirihlutaeigu Volkswagen í Þýskalandi, en Hekla er með umboð fyrir Volkswagen. Sú spurning hefur vaknað hvort rétt sé að eitt um- boð verði með báðar bifreiba- tegundirnar hér á landi. Nýju bílarnir sem Hekla hyggst flytja inn frá Kóreu heita Kia, en að sögn Finnboga Eyjóflssonar, blaðafulltrúa hjá Heklu, er búist við að minnsta kosti ein fólks- bílategund og einn jeppi í svip- aðri stærð og stuttur Mitsubishi Pajero verði fluttur inn frá Kia. Gengisþróun hefur gert það að verkum að bílar frá Japan eru ekki jafn samkeppnisfærir og þeir voru. Kóreubílarnir eru ódýrari í innkaupi. Nýju bílarnir frá Heklu eru eins konar svar við Hyundai bílun- um, sem Bifreiðar og landbún- aðarvélar flytja inn frá Kóreu, en þeir hafa náð stórri markaðs- hlutdeild af japönsku bílun- um. ■ Lést eftir bílveltu ítalska konan, sem lenti í bíl- slysi í Gilsfirði í fyrradag, lést af áverkum sínum á leið á Borgar- spítalann. Eiginmaður hennar, sem var með henni í bílnum, hlaut minniháttar meiðsl. ■ Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla og skóladagheimili: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240 Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727 Efrihlíð v/Stigahlíö, s. 18560 Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230 Funaborg v/Funafold, s. 679160 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Hagakot v/Fornhaga, s. 29270 Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275 Jöklaborg v/Jöklasel, s. 71099 Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 j 50% starf e.h.: Seljaborg v/Tungusel, s. 76680 Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970 Þá vantar leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í leikskólann Lindarborg v/Lindargötu, s. 15390. ( Lindarborg er fyrirhugað þróunarstarf í málefn- um nýbúabarna. Einnig vantar leikskólakennara og þroskaþjálfa í stuðn- ingsstarf ( leikskólann Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727, og eftir hádegi í leikskólann Rofaborg v/Skóla- bæ, s. 672290. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar og forstöðumenn. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.