Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 4
4
@Mtm
Laugardagur 6. ágúst 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmi&lunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Um hvað á ekki
að kjósa?
Allt bendir til þess aö kosið veröi til alþingis í
haust. Forsætisráöherra hefur þegar sagt svo
mikiö aö þaö væri pínlegt fyrir hann aö ákveöa
nú aö bíöa vorsins meö aö landslýöurinn fái aö
segja álit sitt á stjórn hans og Jóns Baldvins.
Það vekur hins vegar athygli að það er ákaflega
óljóst hvað forsætisráðherra ætlar að láta kjósa
um. Hann hefur marglýst yfir að Evrópumálin
séu ekki á dagskrá, enda sé hann búinn að tala
viö þá í Brussel og ekkert liggi á aö ákveða eitt né
neitt og það sé nánast til óþurftar að ræöa um
framtíð landsins í efnahagskerfi heimsins.
Ekki sýnist hugsanlegt aö Sjálfstæöisflokkurinn
vilji ræöa kvótakerfi og veiðigjald, enda flokkur-
inn klofinn í því máli sem flestum öörum.
Varla verður heldur hægt að ræða um hvernig
brugðist skuli við vanda fyrirtækja og byggöar-
laga vítt og breitt um landið, gjaldþrot gamalla
og gróinna fyrirtækja, ríkisafskipti og ekki-ríkis-
afskipti.
Ekki verður því heldur trúaö aö óreyndu að
Sjálfstæðismenn séu fúsir að ræða um hallalaus
fjárlög, erlend lán, erlent fjármagn í sjávarút-
vegi, menntastefnu eöa blessun markaðarins
fyrir velferðarkerfið.
Það er margt sem Sjálfstæðisflokkurinn getur
ekki talað um vegna þess að flokkurinn er sjálf-
um sér sundurþykkur í mörgum helstu ágrein-
ingsmálum í íslenskum stjórnmálum.
Svo það er eiginlega ekkert sem hægt er að tala
um við flokkinn nema veðrið. Það er eitthvað í
ólagi með ballestina.
En í húsi Davíðs eru margar vistarverur og þessi
flokkur hefur þrátt fyrir allt áttað sig á því að
stjórnarsamstarfið hefur runnib sitt skeið. <
Kosningarnar í haust hljóta vissulega að snúast
um hin svokölluöu dægurmál, en þó er þung
undiralda í þjóðfélaginu sem fyrr eða síöar sóp-
ar burt sundurlyndi og barnalegum flokkadrátt-
um. Færeyjar eru á barmi gjaldþrots. Þar er nú
tugur flokka sem ekki virðast hafa annað hlut-
verk en að auka á glundroðann. Hér á landi
verður að leysa margan vanda og þó þann
stærstan að sameina þjóðina um val á leiðum til
að nýta sem best auð hafs og lands. Þann auð á
að nota til að gera fólki kleift að nýta starfskrafta
sína á þeim sviðum sem hverjum best hentar,
halda uppi eðlilegu velferðarkerfi og stubla að
heiðarlegu samfélagi vel menntaðra einstak-
linga. Þab skiptir litlu máli hvort þessi eða hinn
er skipaöur í stööur. Flokkarnir mega svo sem
koma stjórnmálamönnum sínum í þægileg
embætti án þess að það þurfi að skaða samfélag-
ib. En þeir skulu minnugir þess að kjötkatlapóli-
tík heyrir fortíðinni til.
Hvernig svo sem kosningarnar fara þá breyta
þær ekki þeirri staðreynd ab flokkarnir verða að
sanna hæfni sína til þess að ýta til hliðar sín-
girni og taka upp alvarleg vinnubrögö við að
beita áhrifum sínum til þess að efla samfélagið í
stað þess að sundra því.
KThb BrV',
jm a
Hrollvekja sumarsins
Haraldur Ólafsson skrifar
Ekkert rit, sem út hefur
komiö á árinu til þessa, er
slík hrollvekja sem bók
Eðvarös T. Jónssonar, Hlut-
skipti Færeyja. Þar er lýst
hvernig blómlegt samfélag
eyjaskeggja lendir í slíku efna-
hagsöngþveiti að jaðrar við
þjóðargjaldþrot. Fólksflótti,
vonleysi, flokkaflóra, allt stuðl-
ar að því að samúö okkar ís-
lendinga er með því fólki sem
líður fyrir þetta ástand, en
jafnframt vakna óþægilegar
spurningar um ástæðurnar fyr-
ir því að svona gat farið.
Hver er hlutur stjórnmálanna
og fjármálamanna? Reyndist
hib pólitíska kerfi ónýtt, eða
jafnvel hættulegt? Átti kosn-
ingalöggjöfin einhvern þátt í
því að slíkt ástand gat skapast?
Hættulegasta spurningin er
auðvitab sú, hvort eitthvað
svipað gæti gerst hér á landi.
Hér verbur engin tilraun gerð
til þess að svara þessum spurn-
ingum. Einungis bent á að allir
íslenskir stjórnmálamenn ættu
að lesa þessa bók og spyrja sig
hvort eitthvað sem þar er lýst
gæti átt viö þá eða abra valda-
menn í fjármálum og atvinnu-
lífi.
Fyrst og síðast er þó þessi út-
tekt Eðvarðs T. Jónssonar um
vanda smáþjóðar í heimi þar
sem einangrun er útilokuð, og
allar ákvaröanir verbur að taka
með tilliti til þeirra auölinda
sem hún ræbur yfir og sam-
skiptum við abrar þjóðir. Fá-
mennar þjóðir eins og Færey-
ingar eða íslendingar eiga
þann kost verstan að einangr-
ast frá öðrum þjóðum. En þá
farnast þeim best er náttúrauð-
ævi og mannauður em skyn-
samlega nýtt. Flottræfilsháttur
og sú regla að „draga meira en
Drottinn gefur" er vísasti veg-
urinn til glötunar.
Þögn íslenskra stjórnmála-
manna um bók Ebvarðs er ær-
andi.
Elliheimilin á Sandey
í bókinn rekur Eðvarð T. Jóns-
son mörg dæmi um hvernig
togstreita milli byggðarlaga og
sértækar. a&gerðir ráðamanna
við a& deila út fjármagni juku
tilkostnaö úr hófi fram. Um
ellliheimili á Sandey segir
hann þetta:
„Sandeyingar stóðu líka sam-
an sem einn maður þegar um
var að ræða samgöngur að og
frá eynni. Þeir litu hinsvegar
svo á ab þeir byggju í a.m.k. 4
aðskildum byggðarlögum. Hib
stærsta þeirra er bærinn Sand-
ur. Þegar byggja átti eilliheimili
á eynni vildu hin byggðarlögin
á eynni einnig fá sinn hlut í
þeim atvinnumöguleikum sem
elliheimilið skapaði. Málið var
leyst með því að heimilið var
reist á Sandi, maturinn handa
gamla fólkinu var eldaður í
næststærsta byggðarlaginu,
Skopun, og fötin af því þvegin
í Skálavík. Þetta er þó aðeins
bráðabirgðalausn á ágreiningi
sem skipti Sandeyingum í
margar herbúðir. Vandamálið
var að endingu leyst með því
✓
I
tímans
rás
að byggja tvö elliheimili til
viðbótar á eyju sem telur 1700
manns.
Svipaður ágreiningur varb
um hafnargerð á Sandey og
hann var leystur með því að
byggja þrjár hafnir. ... Það aö
eyjan þurfti tvö frystihús út-
skýrðu sumir Sandeyingar
þannig að þótt stutt væri að
aka frá Skopun til Sands hugs-
uðu Sandeyingar enn í þeim
tíma þegar menn þurftu að
fara fótgangandi milli lands-
hluta og átta kílómetrar eru
löng vegalengd ef menn eiga
að ganga hana".
Þetta segir Eðvarð T. Jónsson
um elliheimili og hafnar-bætur
á Sandey. Stjórnmálamenn
finna ætíð rök fyrir fjárveiting-
um.
Flónska og mannalæti
í sararæmi við það ab mann-
líf á íslandi er háð sjávarútvegi
að fimmtíu hundraöshlutum
hefjast flestir fréttatímar fjöl-
miðla á skýrslu um aflabrögö
fisksölu og fiskigöngur. Smug-
an og Svalbaröasvæðið eru
þægileg tilbreyting frá Halan-
um, Rósagarðinum og Jan
Mayensvæðinu. Sem betur fer
hafa veiöarnar í Barentshafi og
við Svalbarba gengib tiltölu-
lega vel og fátt það gerst sem
beinlínis hefur þurft ab bera
kinnroða fyrir. Veiðiskip með
háíslenskum nöfnum hafa ver-
ið í bland við skip með fram-
andlegum heitum, að ekki sé
talað um heitin á þeim lönd-
um sem skipin eru gerð út frá.
Belize er land sem liggur ein-
hvers staðar við Mexikóflóa og
er lítt þekkt hér á landi en þó
virðast þeir á Þórshöfn og á
Vopnafirði vera í einhverskon-
ar vináttusambandi við þetta
land. A.m.k. gera þeir út veiði-
skip þaðan.
Nú berast þær fregnir að skip-
verjar á Belize-skipinu Hágangi
hafi verið að æfa sig í sjófugla-
skytteríi í þann mund að
norskir strandvarnarmenn
voru að reyna að trufla veiðar
þeirra. Hafa þeir Hágangsmenn
ekki talið ástæðu til að hafa á-
hyggjur af norskum dátum né
hvort þeir glötuðu veiðarfær-
um sínum fyrst þeir vom hinir
rólegustu við að miba á fugla í
íshafinu meðan reynt var ab
skera á trollvírana hjá þeim.
Flónska leiðir marga í ógöng-
ur, og þegar sarnan fer flónska
og mannalæti er voðinn vís.
Handboltahöll og
erlendar fjárfestingar
Enn er verib að velta fyrir sér
handboltahöll. Á að þiggja
höllina frá Elektrólux eða á að
hafna gjöfinni? Um þetta getur
þjóðarsálin velt vöngum enn
um sinn. Er hættulegt að
þiggja gjafir? Er ekki öruggara
að demba sér í skuldir og vera
sjálfstæður eins og Bjartur í
Sumarhúsum? Sumir telja
hættulegt að þiggja höllina en
hins vegar stórhættulegt ab fá
áhættufé erlendis frá í sjávarút-
veg. Aðrir segjast vilja höllina
en alls ekki útlenda peninga í
fiskinn.
Og svo aðrir eins og undirrit-
abur sem botna ekki neitt í
neinu, en minnir að búið hafi
verið að samþykkja Laugadals-
höllina og enga þörf á stærra
húsi. Nema eitthvað er talab
um að handboltaforingjarnir
hafi ekki reiknað meb öllum
frímiðunum þegar keppt yrbi í
Laugardalnum.
En nú er aftur í góðu gildi
gamla viðvörunin um ab
menn skuli vara sig á Danáum
þegar þeir koma hlabnir gjöf-
um. ■