Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. ágúst 1994
15
Amdór Jóhannesson
frá Skálholtsvík
Amdór Jóhannesson fœddist í
Skálholtsvík í Bœjarhreppi í
Strandasýslu S. mars 1905.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness
þann 31. júlí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru hjónin Sigurrós
Þórðardóttir og Jóhannes Jóns-
son, bóndi íSkálholtsvík. Amdór
var þriðja bamið í hópi 12 systk-
ina. Amdórgerðist ungur bóndi í
Skálholtsvík og bjó þar alla tíð,
nema tvö síðustu árin að hann
dvaldi á dvalarheimili aldraðra
á Hvammstanga.
Þegar ég hef verið beðinn að
lýsa honum tengdafööur mín-
um, Arndóri Jóhannessyni frá
Skálholtsvík — Dóra í Vík,
eins og hann var oftast kallað-
ur af sveitungum, vinum og
ættingjum — þá hefur komib
upp í hugann mynd af hinum
sanna spartverska hermanni.
Slíkum hermanni var lýst á
þann veg að hann legði á-
herslu á einfaldleik, sjálfsaf-
neitun, hugrekki, sjálfsögun
og djúpa staðfestu. Ég held ég
megi fullyrða ab öll hafi þessi
gildi prýtt Dóra heitinn. Hann
var heiðursmaður hinn mesti.
Ævinlega lagði hann gott til
mála, hægur maður sem hugs-
abi djúpt, fordómalaus maður
og grunnheiðarlegur. Dóri var
eljusamur bóndi, nýjunga-
gjarn sem slíkur og framfara-
sinnaður. Hann unni sveit
sinni og þar lágu hans spor í
t MINNING
nærfeilt 90 ár.
Dóri lést á sunnudagskvöldið
eftir aðgerð á sjúkrahúsi. Þrátt
fyrir eðlilega hrörnun gamals
erfiðismanns, áttum við vinir
hans ekki von á að dauðann
bæri svo brátt ab. Ætlunin var
ab hittast á næstu dögum, en
örlögin gripu inn í. Dóri varð
harmdauði öllum þeim fjöl-
mörgu sem honum höfðu
kynnst. Undanfarin tvö ár
dvaldi Dóri við hib besta at-
læti á dvalarheimili aldraðra á
Hvammstanga og kunni vel að
meta bæði afar elskulegt
starfsfólk og heimilisfólk þar.
Skömmu áður en dauðann bar
að garði fór Dóri til Skálholts-
víkur. Hann vildi alls ekki að
ættingjar hans fæm að sækja
sig, hann vildi ekki að menn
„væru að hafa fyrir sér", eins
og hann sagbi. Þess í stað fór
hann í veg fyrir áætlunarbíl og
kom sér sjálfur til sinnar
heimabyggðar, sjóndapur og
með óöruggan fótaburö.
Þannig var Dóri.
Hugur Dóra hneigðist
snemma til búskapar. Gerðist
hann bóndi í Skálholtsvík, bjó,
fyrst með nokkrum systkinum
sínum, en lengst af og áratug-
um saman ásamt Nonna bróð-
ur sínum og eiginkonu hans,
Sigríði Sveinbjarnardóttur, í
Skálholtsvík. í kringum 1930
reism þau systkinin bæinn í
Skálholtsvík, elsta húsið þar í
hverfinu, sem enn stendur,
traust og gott steinhús. Þar
bjuggu þau Dóri, Nonni og
Sigga saman, allt þar til Dóri
flutti inn á Hvammstanga.
Veit ég að hann var ævinlega
þakklámr mágkonu sinni, sem
bjó þeim hlýlegt og gott heim-
ili, og Nonna bróbur sínum
var hann tengdur sterkum
böndum alla tíð. Var sam-
vinna þeirra bræðra sterk og
bú þeirra óx og dafnaði í
höndum þeirra.
Dóri kvæntist árið 1943 Fjólu
Vestfjörð Emilsdóttur frá Hóli
í Tálknafirði. Fjóla lést eftir
stuttan búskap þeirra þann 26.
júlí 1945 frá ungum syni,
Ómari Jónssyni, 4 ára, og ný-
fæddri dóttur þeirra hjóna,
Fjólu Emilíu, sjúkraliða við
Kvennadeild Landspítalans í
Reykjavík. Fjóla Emilía er gift
undirrituðum, og em börn
hennar þessi: Anna Kristín
Hjartardóttir, sem nemur arki-
tektúr í Berlín og á eina dótmr
barna, Lenu Mjöll Markús-
dótmr; Arndór Hjartarson,
rekstrarfræðingur hjá Sjóvá-
Almennum; og Arnar Birgir
Jónsson skólanemi. Stjúpson-
ur Dóra, Ómar Jónsson, lést
abeins liðlega tvítugur eftir
erfitt veikindastríð. Hafði Dóri
reynst hinum unga stjúpsyni
sínum hið besta og var kært á
milli þeirra og veit ég ab dauði
hans og Fjólu konu hans olli
honum djúpum harmi.
Dóri var verklaginn og
vinnusamur bóndi af aldamó-
takynslóðinni. Dagleg störf
voru í föstum farvegi og vel
skipulögð. Það er raunar ekki
langt síðan Dóri hélt út á tún-
in í Skálholtsvík á gamla trakt-
ornum sínum til að slá fyrir
Sveinbjörn bónda, frænda
sinn. Þá var sjónin farin að
bila og þegar honum var á það
bent, sagði Dóri að bragöi, að
hvergi væri sér vitanlega laga-
bókstafur um að blindur mað-
ur mætti ekki aka traktor!
Tvennt var það í sveitastörf-
unum, sem heillaöi Dóra
mest. Það var fjárbúskapurinn
og sjósóknin. Oft var Dóri
snemma á fótum og átti það
til að skreppa á bát sínum út á
Hrútaf jörðinn og var þá kom-
inn með soðninguna tilbúna,
þegar aörir komu á fætur. Féð
var Dóra mjög hugleikið og
þab var leit að manni sem
hafbi eins gott lag á því og
hann. Haft var á orbi að féð
elti Dóra eins og hundarnir,
öfugt við það sem venjan er,
því yfirleitt þurfa bændur að
eltast við rollur sínar. Þegar
kraftar Dóra dvínuðu, sjónin
farin að daprast og jafnvægið
farið að gefa sig, þá lét hann
sig hafa það að ganga góða
leiö til fjárhúsanna og huga að
kindunum sínum. Og allar
þekkti hann — og þær hann.
Þab leyndi sér ekki.
Dóri var félagslyndur maður
og hafði gaman af að hitta
sveitunga og ættingja. í sveit-
inni tók hann lengi virkan
þátt í starfi kirkjukórsins, enda
lagviss og tónelskur maður.
Hann sat lengi í hreppsnefnd
Bæjarhrepps og vildi veg síns
byggöarlags sem mestan.
Hann hafbi í tómstundum
gaman af lestri góðra bóka og
tímarita. Að sönnu var Dóri
ekki langskólagenginn, en
hann hafði menntast vel og
kunni glögg skil á ótrúlegustu
hlutum og var gaman að ræða
við hann, enda ekki komið að
tómum kofunum hjá honum.
Og nú er Dóri í Vík allur.
Hans mun verða saknað af
ættingjum hans, afkomend-
um, vinum og sveitungum.
Farðu vel, góbi tengdafabir. Ég
veit þú gengur á Guös vegum í
dag, og munt hitta fyrir ást-
fólgna eiginkonu, stjúpson og
systkini. Guð blessi minningu
þína.
Jón Birgir Pétursson
Oddur Eggertsson
Fæddur 12. október 1949
Dáinn 27. júlí 1994
Með byggingu heimavistar-
skóla á Kirkjubæjarklaustri,
sem hafin var fyrir meira en
aldarfjórðungi, má segja að
lagður hafi verið grundvöllur
að því þéttbýli, sem þar hefur
síban byggst upp og veriö að
vaxa fram ab þessu. Að skóla-
byggingunni vann vinnu-
flokkur undir verkstjórn Ein-
ars Bárðarsonar, sem kom þá
frá Selfossi, en flutti heimili
sitt í framhaldi af því að
Klaustri. Einn af þeim fyrstu
úr heimahéraði, sem Éinar
fékk til liðs við sig, var ungur
mabur innan við tvítugt frá
Hraungerði í Álftaveri, Oddur
Eggertsson, sem nú var svo
skyndilega frá okkur kallabur
mitt í dagsins önn 27. júlí sl.
Foreldrar hans voru hjónin
Pálína Pálsdóttir frá Seljalandi
í Fljótshverfi og Eggert Odds-
son frá Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri. Oddur var sjötti í
röð tíu systkina sem öll ólust
upp hjá foreldrum sínum í
Hraungerði til fulloröinsára.
Hin eru: Málfríbur f. 1943, Sig-
urjóna Svanhildur f. 1945,
Þórarinn og Halldór, tvíburar
f. 1946, Þórhalla f. 1948, Páll f.
1951, Hafdís f. 1953, Gott-
sveinn f. 1955 og Jón f. 1956.
Þegar Einar Bárðarson og fé-
lagar hans höfðu með mikilli
prýbi skilab af sér skólanum
búnum til notkunar, héldu
þeir áfram ab vinna saman við
byggingar á Klaustri og í ná-
grenni og stofnuðu í því skyni
byggingarfélagiö Hag hf. Odd-
ur var einn stofnendanna og
síðar tók hann að sér fram-
kvæmdastjórn félagsins. Hann
hafbi þá aflaö sér nauðsynlegr->
t MINNING
ar menntunar og réttinda til
þess starfs samhliba bygging-
arvinnunni meb félögum sín-
um og á árunum 1967-69 var
Oddur við nám í bændaskól-
anum á Hvanneyri.
Einn vetur tók Oddur sér þó
frí frá þeim störfum, þegar
hann vann á Skattstofu Subur-
lands á Hellu. Var um langan
veg að sækja vinnu þangað og
aðeins hægt ab komast heim
um helgar. Naut ég þess alloft
að hafa Odd fyrir ferðafélaga
þann vetur. Var það mikils
virði að hafa svo góðan og
traustan samferðamann í rysj-
óttum vetrarveðrum og mis-
jafnri færð. Þab var ekki aðeins
að samfylgd þessa rólynda og
myndarlega þrekmanns veitti
öryggistilfinningu heldur
skorti aldrei umræðuefni til að
stytta tímann, þó ab stundum
drægist ferbin fram á nætur. Á
svo mörgum sviðum hafði
Oddur kynnt sér menn og
málefni og var vel í stakk bú-
inn aö fjalla um þau.
Síðustu árin urðu samskipti
okkar Odds aftur fyrst og
fremst á starfsvettvangi hans,
þegar Hagur hf. tók ab sér að
reisa nýbyggingu hótelsins á
Kirkjubæjarklaustri, sem hann
skilaði til fullrar notkunar á sl.
vori. Öllum kemur saman um
að þar gefi ab líta þau vönd-
uðu vinnubrögð, sem ein-
kenndu öll störf Odds. Þab er
ómetanlegt að eiga völ á að
ráða til starfa þann, sem vitað
er að leggur sig allan fram við
að skila góðu verki fyFir aðra..
Þann vott bera þær byggingar,
sem hann hefur unnið að.
Enginn einstaklingur á fleiri
handtök við að byggja upp
þéttbýlið á Kirkjubæjar-
klaustri, sem hann helgaði
krafta sína alla. Það er því góð-
ur minnisvarði, sem Oddur
hefur reist sér með ævistarfi
sínu, þó til þess fengi hann
svo skamman tíma.
Fyrir fámennt byggðarlag er
það stórt skarð fyrir skildi að
missa á miðjum starfsaldri
góðan dreng, sem gegndi svo
mikilvægu hlutverki vib upp-
byggingu þess. Þyngst er þó á-
fallið fyrir þá sem næstir
standa. Ungur giftist Oddur
Ágústu, dóttur Þórdísar og Sig-
urðar í Ytra-Hrauni, góðra ná-
granna minna og náins sam-
verkafólks. Saman byggðu þau
sér og dætrum sínum tveim,
Eddu Sigurdísi og Hildi Æsu,
fallegt heimili undir Klaust-
ursbrekkunni, þar sem stillur
og hlýja sumarkvöldanna
minna á suðrænni staði. Megi
friður ríkja þar í ranni, þó að
holskefla hafi skollib yfir.
Við hjónin sendum þeim og
Pálínu, móður Odds, systkin-
um hans og öðrum ættingjum
innilegar samúbarkveðjur og
biðjum Guö að styrkja þau á
erfiðum stundum.
Útför Odds hefur farið fram í
kyrrþey.
Jón Helgason
Sjónvarp frétta um
fleiri gervihnetti
E
lorgöngu um sjónvarp
frétta allan sólarhringinn
um gervihnetti hafði
bandaríska stöbin Cable News
Network, CNN. Á því sviði eru
fleiri stöbvar nú að verða um
hituna. BBC, British Broadc-
asting Corporation, sjónvarpar
fréttum til Asíu og býst til að
hefja slíka útsendingu á arab-
ísku til Miðausturlanda fyrir
árslok 1994. Bandaríska stöðin
NBC sendir þegar linnulaust
sjónvarpsfréttir á spænsku til
Subur-Ameríku. Og Sky-TV,
stöb Ruperts Murdochs, sem
aðalstöðvar hefur í London, er
í þann veginn að auka útsend-
ingar sínar á fréttum. Hefur
.hún . nú. 5. fréttastöðvar -utan-
VIÐSKIPTALIFIÐ
Bretlands, en hyggst fjölga
þeim í 15. — Utsendingar
CNN eru „óruglaðar". Talið er,
ab á sólarhring horfi að jafnaði
80 milljónir manna á fréttaút-
sendingar hennar. Tekjur hef-
ur hún af auglýsingum.
Jan Tinbergen
Einn fremsti hagfræbingur 20.
aldar, Jan Tinbergen, lést 9.
júní 1994, 91 árs að aldri.
Hann nam eðlisfræði, og hlaut
í henni doktorsgráðu, við Há-
.skálann í.Leyden, en sneri sér
að hagfræbi síbla á þriðja ára-
tugnum. Varð hann prófessor í
hagfræði við háskólann í Rott-
erdam og jafnframt einn for-
stöðumanna hollensku hag-
stofunnar. Tók hann á fjórba
áratugnum til stærðfræðilegrar
umfjöllunar áhrif af röskun,
eba sveiflum í, iðnframleiöslu,
og hafði síban frumkvæði að
gerð líkana af gangverki hag-
kerfisins. Fyrir Þjóðabandalag-
ið setti hann 1938 saman líkan
af hagkerfi Bandaríkjanna,
sem var undanfari tölvulíkana
síðari ára. Jan Tinbergen deildi
með Ragnar Frisch Nóbels-
verðlaunum 1969, er þau voru
fyrsta sinni veitt fyrir hag-
fræði. ....................■