Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. ágúst 1994 Mm Tímamynd CS búnaðarvörum? Eöa til auðlindaskatts í sjávarútvegi? Hvar vill hún láta brjóta í velferðarmálum? Ekkert af þessu liggur fyrir, en auðvitað verður spurt að þessu, hvar á lista sem hún lendir. Jón Baldvin Líklegt er að Jón Baldvin gefi það út aö Kratarnir hefðu óskað þess að sitja út kjörtímabilið og séu óhræddir að takast á við málin, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist, og forusta hans sé hrædd og rög. Jón á hins vegar ekki hægt um vik að draga skýrar markalínur í Evrópumálum ef kosið verður l.október vegna óvissu um EES svæðið fram yfir kosningar á Norðurlöndunum. Skýr lína Það er ljóst að hvenær sem kosningar verba er línan skýr. Þab er kosið um for- ustu Framsóknarflokksins eða áfram- haldandi forustu Sjálfstæðisflokksins, sem atburðir síðustu daga sýna að hann er ófær um að veita. Hlálegast er að nú skuli forsætisráðherr- ann liggja undir feldi til þess að finna einhverja frambærilega ástæðu fyrir þingrofi. Þessi staða er vegna þess að rík- isstjórnin getur hvorki lifað eða dáið, og það skortir röggsemi og stefnufestu til þess að standa upp og slíta henni. Einnig er afar sárt fyrir marga ab vakna af Vib- reisnardraumnum. Áhrifamiklir aðilar í Sjálfstæðisflokknum kalla á kosningar vegna þess hvað ríkisstjórnin er veik, en forsætisráðherrann engist sundur og saman uppi í stjórnarráði yfir þessari ákvörðun sem á að liggja fyrir eftir helg- ina. Undir feldi Jón Kristjánsson skrifar Þegar þetta er ritað liggur forsætis- ráðherrann undir feldi til þess að ákveða hvort farið verður í kosning- ar 1. október eða síðar. Sú staða sem komin er upp vegna þessa máls er ab mörgu leyti einkennileg og margar spurningar vakna sem ekki hafa enn fengist svör við. Þingrof Boðab hefur verið að þing verði rofið eigi síðar en sex vikum fyrir kosningar og þá fyrir mibjan ágúst ef efnt verður til haustkosninga. Forsætisráðherra hefur réttinn til þess að rjúfa þingib, og hann hefur einn þann rétt nú og ekki var kveð- ið á í stjórnarsáttmála um samþykki sam- starfsflokksins. Fordæmi fyrir þingrofi eru nokkur en öll hafa þau veriö af þeirri ástæðu að ríkisstjórnin hefur misst meirihluta sinn, eða slitið stjórnarsam- starfinu og annar möguleiki hefur ekki verið fyrir hendi. Það eru engin dæmi þess að þing hafi verið rofið eftir hentugleikum annars hvors eða beggja stjórnarflokkanna eða vegna veðurs eða staðsetingu páska á dagatalinu. Ef þetta verður ástæðan fyrir þingrofi er það nýtt fordæmi fyrir þá sem eftir koma að kjósa eftir hentugleikum. iöfin ekki viöur- kenrí Fjárlagagerð, kjarasamningar og ótrygg- ur meirihluti í Alþingi hafa verið nefndar sem ástæður fyrir þingrofi. Allt ber þetta vott um ab ríkisstjórnin hafi gefist upp, en eigi að síður hafa flokkarnir ekki slitið samvistum. Munu þeir gera það áður en þing veröur rofið? Ef ekki, er eðlilegt að kjósendur líti svo á að ríkisstjórnin sé að sækjast eftir styrk til þess að sitja áfram eftir kosningar? Sá sem gengur að kjör- borðinu í haust hlýtur að hugsa sem svo, hvaða stjórnarsamstarf er líklegast? Sjónarhóll Framsóknar- manna Það fer ekki hjá því að þeir sem fylgja Fram- sóknarflokknum að mál- um hugleiði þetta. Þab hef ég að sjálfsögbu einnig gert. Það er langt síðan að það fór að heyr- ast, einkum hjá Alþýðu- bandalagsmönnum, að næsta ríkisstjórn sé ákveðin og Framsóknarflokkurinn hygg- ist gerast hjól undir vagni Sjálfstæðis- flokksins eftir kosningar. Frá mínum bæjardyrum séb er þetta fráleitt og er ég þar ekki einn á báti. Framsóknarflokkn- um er ekkert að vanbúnaði að ganga til kosninga, en það er gengið til þeirra með því hugarfari að koma þessari ríkisstjórn frá, styrkja flokkinn í kosningum og hafa síðan forustu um stjórnarmyndun að þeim íoknum. Hvort sem þær verða fyrsta október eða síðar verður þetta val- kostur í þeim. Forusta Framsóknarflokks- ins í stjórn sem hefur ólíkar áherslur frá þeirri sem nú situr, eða einhvern bræb- ing Sjálfstæðisflokksins með fjórða hjól undir vagninum. Málið er því ekki flókið frá sjónarhóli Framsóknarmanna og bollaleggingar um vistina hjá Sjálfstæðis- flokknum eru út í hött. jóhanna Hún er í liðskönnun og hefur farib víða um land og fengið góðar undirtektir aö Menn °9 málefni sögn. Hún leitar einnig fyrir sér nú ef má marka fréttir um einhvers konar sam- fylkingu Kvennalista, Alþýðubandalags og sín. Undirtektir Kvennalista hafa ver- ið dræmar, ekki síst að rugla reytum við Alþýðubandalagið. Jóhanna er mjög óráðin gáta. Hún nýt- ______________ ur þess enn að hafa sagt sig úr óvinsælli ríkisstjórn. Andstæð- ingar ríkisstjórnarinn- ar meta það við hana. Hún nýtur þess einnig að vera í andstöðu við Jón Baldvin, ekki síst úti á landi. Jón er hjá mörgum tákn fyrir að- ild að ESB, og ákafur talsmaður þess að skrúfa frá innflutningi landbúnaðarafurða, án þess að hafa svo miklar áhyggjur af landbúnaðinum hér á landi. Þetta hefur gert þab að verkum að hann á svarna andstæðinga. Þessa nýtur Jóhanna. Hún nýtur einnig þess hóps sem ávallt er í andstöðu við stjórnmálamenn og flokkana og virða uppsteit gegn þeim. Fyrir hvaö stendur hún? Hins vegar er Jóhanna ekki nýtt nafn í stjórnmálum. Hún er Krati og hefur unn- ið innan þess flokks alla sína tíb og fylgt stefnu hans. Hún hefur verið í ríkisstjórn í sjö ár og segir ekki af sér vegna ágrein- ings við ríkisstjórnina heldur vegna ágreinings við Jón Baldvin í tengslum við formannskjör. Hefur hún skipt um skoðun eba snúist í afstöðu til mála? Um þab er ekkert vitað. Hvaða afstöbu hefur hún til ESB í raun, annað en fresta mál- inu um nokkrar vikur? Hvaða afstöðu hefur hún til óhefts innflutnings á land-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.