Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 12
12 wPlmlWyl Laugardagur 6. ágúst 1994 Haukur Kristjánsson Fæddur 13. júlí 1928 Dáinn 15. júlí 1994 Þegar samferöamabur, vinur og mágur hverfur af sjónarsviöinu yfir móöuna miklu langt um ald- ur fram, veröur manni hugsaö til liöinna ára og áratuga og þess hversu samskipti viö viökomandi voru manni mikils viröi og ánægjuleg. Ekki veröur hjá því komist aö þetta mat veröur meö æriö misjöfnum hætti. Einn þeirra, sem ljúfar og ánægjulegar minningar eru tengdar viö, er Haukur Kristjánsson, sem lést á Fjórbungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. júlí s.l., abeins 66 ára gamall. Haukur var næst yngstur átta barna hjónanna Ingibjargar Jó- hannsdóttur og Kristjáns Árna- sonar, sem lengst voru kennd viö Krithól í Skagafiröi. Haukur stundaði nám í Laugaskóla og viö Iðnskólann á Akureyri og tók þaö- an próf í bifvélavirkjun 1949. Hann vann viö þá iön til ársins 1958, er hann tók viö viðhalds- verkefnum véla og tækja viö Mjólkursamlag KEA og stjórnaöi t MINNING viðhaldsdeild fyrirtækisins til ævi- loka eða í 36 ár. Þekking Hauks á véltækni og viö- haldi véla var langt umfram þaö sem ætla mátti miðað viö skóla- göngu. Hann var gæddur sérstakri hugvitssemi gagnvart allri vél- tækni og nýsmíbum varðandi vél- væðingu mjólkuriönaðarins og var snillingur á því sviði. Mér er kunnugt um það ab hann var oft fenginn til þess að setja upp nýjar vélar og betrumbæta vélakost Mjólkursamlagsins á Sauöárkróki og var talinn einstakur völundur varöandi margvísleg vandamál er upp komu í sambandi viö vinnsluvélar Samlagsins. Hann var ósérhlífinn til allra verka, enda mikilsmetinn af samstarfs- mönnum sínum. Haukur var félagshyggjumaöur sem féll vel inn í hóp glaðra fé- laga, söngmaður góður svo sem sönnum Skagfiröingi sæmdi og fé- lagi í Karlakórnum Geysi í áratugi. Hann var hreinskiptinn og hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um og lét þær óhikað í ljós. Haukur kvæntist Önnu Stein- dórsdóttur 1952. Þau eignuðust tvö börn: Úlfar vibskiptafræðing, framkvæmdastjóra á Akureyri, sem kvæntur er Hólmfríði Anders- dóttur bókasafnsfræbingi; og Selmu menntaskólakennara á Ak- ureyri, sem gift er Þengli Ásgríms- syni tæknifræðingi. Þaö var um 1980 aö Haukur fór aö kenna þess sjúkleika, sem hann barðist við af atorku æ síðan. Fór hann þá til Englands í hjartaab- gerð og náði þá aftur verulegum starfsþrótti og stundaði störf sín af sama áhuga og fyrr. Síöar fór þó að halla undan fæti, svo ab ráðlegt þótti að hann gengist undir að- gerö á ný nú í sumar. Fáum dög- um fyrir þá aðgerð komu þau hjónin vestur í Skagafjörðinn til að hitta frændur og vini. Ekki varð þess vart þá að Haukur byggi með kvíða í brjósti um framhaldið. Hann var jafn jákvæður og glabur sem fyrr. Ef til vill hefur þó ótti búið honum í brjósti og ferðin í heimahérað til systra og vina ver- ið óbein kveðjustund vegna hugs- anlegra vistaskipta, sem síðar komu á daginn. Ævi Hauks Kristjánssonar verður ekki rakin hér frekar. Öllum sem honum kynntust var það ljóst að hann var mannkostamabur til orðs og æðis, sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu, hjálpsam- ur og góðviljaöur í hvívetna. Okkur hjónunum og börnum okkar eru í minni margar glebi- stundir er við áttum með þeim Hauki og Önnu, er leið þeirra lá til okkar í heimsóknum þeirra í Skagafjörðinn. Ekki síður áttum við saman gleðistundir á heimili þeirra á Akureyri í Kringlumýri 1 og nú síðustu árin að Víðilundi 1. Til Akureyrar fómm við sjaldan án þess að koma við hjá þeim og njóta vinsamlegra samvista og veitinga á þeirra fallega og menn- ingarlega heimili, hvort sem var í stóra húsinu við Kringlumýri eða litla, fallega og velbúna heimili þeirra að Víðilundi. Þau hjón höfðu lag á því að hafa allt í kring- um sig fallegt og vel vandað, enda bæði smekkvís og menningarleg í öllum sínum háttum. Við hjónin viljum nú að leiðar- lokum þakka Hauki, Önnu konu hans og börnum þeirra öll sam- skipti á liðnum árum og votta þeim öllum, sem eftir lifa, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vemm þess viss að minningin um góðan dreng lifir og að í tím- ans rás heldur lífiö áfram. Guðjón Ingim. Færeysk spennusaga og Hamlet Út er kominn 43. pakki íslenska kiljuklúbbsins hjá Máli og menn- ingu og hefur hann að geyma þrjár bækur. Þær eru Hvalimir í Tanganyikavatni eftir Lennart Hag- erfors, Engill, pípuhattur og jarðar- ber eftir Sjón og Ljúfer sumamótt í Fœrcyjum eftir Jógvan Isaksen. Sænski rithöfundurinn Lennart Hagerfors hefur komið til íslands og kynnt verk sín, og hefur Lesbók Morgunblabsins birt sögu eftir hann. Skáldsagan, sem íslenski kiljuklúbburinn gefur nú út, bygg- ist á hinum fræga leiðangri Stan- leys til Afríku árið 1871 þegar hann fann landkönnuðinn Li- vingstone, og sló höfundur ræki- lega í gegn með þessari bók þegar Fréttir af bókum hún kom út árið 1985. Ásgeir Ás- geirsson þýddi söguna og er hún gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Kápu gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir; bókin er 169 blaðsíöur. Skáldsaga Sjóns, Engill, pípuhattur og jarðarber, kom fyrst út fyrir fimm árum. Þetta er saga um ungt fólk í samtímanum í sólríku, evr- ópsku þorpi, og hefur sagan verib kölluð súrrealísk ástarsaga. Káp- una hönnuðu þeir Sjón og Þór Eld- on; bókin er 139 blaðsíður að lengd. Sakamálasagan Ljúfer sumamótt í Fœreyjum kom fyrst út í Færeyjum árið 1990 og síðar í Danmörku á dönsku; abrar þýðingar eru í vændum. Sjaldgæft er að íslenskir lesendur komist í tæri við færey- skar spennusögur og má ætla að þessi bók veki athygli hér sem annars staöar. Þýðinguna gerði Ás- geir Ásgeirsson. Kápu hannaði Næst; bókin er 224 blaðsíður. Skiptibók klúbbsins, bók sem fé- lagar geta fengiö í stað einhverrar ofangreindra (eba auk þeirra), er Hamlet eftir William Shakespeare, snilldarverk í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Bækurnar eru prentabar í Skot- landi. Ritstjóri íslenska kilju- klúbbsins er Árni Óskarsson. ■ DACBOK Lauqardaqur 6 ágúst 218. daqur ársins -147 daqar eftir. 3 1. vlka Sólris kl. 4.49 sólarlag kl. 22.16 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudagur 7. ágúst: Brids- keppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansaö kl. 20 til 23.30 um kvöldið í Ris- inu, Hverfisgötu 105. Dagsferð um Hreppa og Landsveit 17. ágúst. Upplýs- ingar á skrifstofu félagsins. Ljóbatónleikar í Hafnarborg Sunnudaginn 7. ágúst n.k. heldur Hanna Dóra Sturlu- dóttir sópran, ljóðatónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði. Með- leikari á píanó er Hólmfríður Sigurðardóttir. Hanna Dóra er fædd í Búðar- dal árið 1968. Hún stundaöi söngnám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Kristni Sig- Hanna Dóra Sturludóttir mundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Þaðan lauk hún VIII. stigi með hæstu ein- kunn vorið 1992 og hefur síð- an verið í framhaldsnámi í Hochschule der Kunste í Berl- ín og er söngkennari hennar þar próf. Anke Eggers. Hanna Dóra hefur sótt nám- skeið í söng hér heima, í Þýskalandi og Austurríki. Hún hefur sungiö með mörgum kórum og tekið þátt í ópem- flutningi og tónleikahaldi bæði hérlendis og erlendis. Hún söng hlutverk Ritu í sam- nefndri ópem í nemendaupp- færslu Söngskólans vorið 1991 og í vetur sem leið hlutverk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós og einnig hlutverk Pamínu í Töfraflautunni, en báðar þessar sýningar vom Franz Schubert, Richard Strauss, Alban Berg, Jón Ás- geirsson og Sigvalda Kalda- lóns. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Lyriskar myndir meb pönki ab Laugavegi 22 Felíx Eyjólfsson sýnir 15 ly- riskar myndir að Laugavegi 22 þessa dagana. Þetta er níunda sýning hans. Þarna getur að líta geo-konkrít myndir með pönki, t.d. þykkum gljápappír- og fleiri efna samsetningu. Felix er næmur á myndbygg- ingu, svo og meðferð lita og forma. Sýning Felixar sýnir saklausa dirfsku og hugarflug. Sýningin mun standa til 15. ágúst. settar upp í Háskólanum í Berlín. Hanna Dóra fékk styrk frá Fé- lagi íslenskra leikara á síðasta ári og í vor var hún ein af þeim sem hlutu heiðurslaun Bmna- bótafélags íslands. Hólmfríður Sigurðardóttir er fædd á ísafirði árið 1955. Hún hóf píanónám 7 ára gömul í Tónlistarskóla ísafjarðar, þar sem Ragnar H. Ragnar var að- alkennari hennar. Frá ísafiröi lá leiðin til Þýskalands í Tón- listarháskólann í Miinchen. Þaðan lauk hún einleikara- og kennaraprófi árið 1980. Und- anfarin ár hefur Hólmfríður starfaö sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík. A efnisskrá tónleikanna í Hafnarborg em verk eftir Felix Eyjólfsson vib eitt verka sinna. Fréttir af bókum Metsölu- bóká íslensku Metsölubókin „Sjáumst þótt síðar verði" (I'll be seeing you) sat vikum saman í efsta sæti metsölulista New York Times í vor sem leið en hún er nú kom- in út í bókaklúbbnum Nýjar metsölubækur. Höfundurinn, Mary Higgins Clark, hefur verið kölluð drottning spennusagn- anna - og ekki að ástæðulausu. Frá árinu 1975 hefur hún skrif- að ellefu bækur sem orðið hafa metsölubækur um allan heim og níu kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar. Bókin fjallar um Meghan Coll- ins sem er fréttamaður á sjón- varpsstöð í New York. Ekkert hefur spurst til föður hennar í tæpt ár en hann hvarf með dul- arfullum hætti og hefur verið talinn af. Þegar Meghan er að vinna að frétt á sjúkrahúsi í New York er komið þangað með stúlku sem orðið hefur fyr- ir hnífsstungu en enginn veit hver hún er. Læknum tekst ekki aö halda í henni lífinu og þegar súrefnisgríman er tekin af and- liti hennar sér Meghan sína eig- in spegilmynd! Frá þeirri stundu er hún dregin inn í hræðilega martröö. Mary Higgins Clark er fædd og uppalin í New York en er af írsku bergi brotin. Sjálf segir hún að írski uppruninn skipti miklu máli fyrir ritstörf sín sök- um hinnar sterku sagnahefðar á írlandi. Hvað sem því líður virðast lesendur jafnt sem gagnrýnendur kunna vel að meta bækur hennar, því í Bandaríkjunum einum hafa þær selst í meira en 28 milljón- um eintaka! Þá er á bókarkápu „Sjáumst þótt síðar verði", vitn- að í umsögn stórblaðsins New York Times. „Það er engum blööum um það að fletta að Mary Higgins Clark er frábær spennusagnahöfundur. Efni bókarinnar er sérlega spenn- andi og tök höfundarins á því óaöfinnanleg." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.