Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 6
6 MrtHttítl Laugardagur 6. ágúst 1994 Hagyr&ingaþáttur Ekki er allur botn dottinn úr hagyröingum, þótt heldur hafi dregiö úr þeim þróttinn um hábjarg- ræöistímann. Á huga þeirra sækir bæöi pólitík og kvensemi og verður að yrkisefni. Aöalsteinn Sigurðsson sendi eftirfarandi limrur og stöku og leynir sér hvergi hvar hann stendur í baráttunni. Falsspámenn Flestgengur öfugt á Fróni og falsspámenn valda okkur tjóni. Eitt er þó gott og ber uppsveiflu vott, að Jóhanna braust undan Jóni. Heimskuleg Vilhjálms er vinna, hann vill því afalefli sinna. í ESB ganga og í því að hanga um eilífð, það dugar ei minna. Eftir sjónvarpsþátt Öfgar Jóns í eyrum klingja, á því fcest ei bót. Það er íslands óhamingja að eiga slíkan þrjót. Ó.G. heldur sig viö annað heygarðshorn og leggur ekki hugann að stjórnmálum eða þeim görpum sem þau iðka. Honum er umhugaðra um kvenþjóðina og freistingar holdsins. Að vilja og skilja EðlHega ástteitni allar munu skilja. En aftur á móti áreitni ekki margar vilja. Leiöindi og sprundaval Leiðindi það löngum tel, eflítið er afsprundum. Fjöldinn afþeim fer svo vel í faðmi mínum stundum. Botnar Fyrripartur: Sterka Adamseðlið mitt ellin sigrar bráðum. Botn: Þú skalt halda þér við þitt íþœgilegum náðum. Eða: Hœttu við að hugsa um „hitt", hlýddu mínum ráðum. Þar sem kvenfólkið er komið á dagskrá, kemur hér staka frá Búa: Frí Mœrin prúða planar frí — píur eru vanar því — ásamt fleirum flanar í ferðalag til Kanarí. Að lokum nýr botn að skemmta sér Við: Út um grundir ísafróns iðka stundargaman. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Viötal viö Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Þýskalandi og fastafulltrúa íslands hjá RÖSE: Aðild að RÖSE er mikilvæg fyrir ísland Hinn 1. janúar sl. tók Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Bonn í Þýskalandi, jafnframt við hlutverki fastafulltrúa hjá Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem hefur aösetur í Vín í Austurríki. Hann hefur verið viðloðandi RÖSE-málin frá 1977. Lok kalda stríðsins vöktu vonir um að RÖSE gæti gegnt lykilhlutverki í samskiptum þjóöa Evrópu og stuðlað aö friði og öryggi um gervalla álfuna. Borgarastyrj- öldin í fyrrverandi Júgóslavíu hefur hins vegar dregið allveru- lega úr þeim vonum. En hvað er RÖSE og hvert er hlut- verk hennar í Evrópu? RÖSE var til skamms tíma ein- ungis röð funda þar sem fjallað var m.a. um mannréttindi og öryggismál á grundvelli Loka- samþykktarinnar í Helsinki frá 1975. Þátttökuríkin voru 35 og skiptust fyrst og fremst í þrjá hópa kaldastríbsáranna: NATÓ- ríkin, ríki Varsjárbandalagsins og hlutlausu ríkin. Fundahöld- in virtust oft ekki skila miklu, ýmsum samþykktum þó, sem mismunandi vel var farib eftir. Ljóst er nú eftir á, að RÖSE hafbi mikil áhrif í þá átt að enda kalda stríbið. Almenning- ur í þátttökuríkjunum, t.d. kommúnistaríkjunum, þekkti samþykktir RÖSE vel, sem ríkis- stjórnir þeirra höfðu samþykkt, t.d. um mannréttindi. Á þeim m.a. byggðust kröfur fólks um frelsi. Samþykktir RÖSE voru meö öbrum orðum vopn í höndum fólks, sem krafðist mannréttinda í alræðisríkjun- um. Þetta tók sinn tíma, a.m.k. 15 ár, en kemst þó hægt fari. Ef rætt er við menn í Austur-Evr- ópu, eins og t.d. Havel, forseta Tékklands, gera þeir mun meira úr hlut RÖSE við að brjóta nið- ur járntjaldið en gert er t.d. hér. Sl. fjögur ár hafa verib ár ótrú- legra breytinga og þær endur- speglast á ýmsan hátt í RÖSE. Þátttökuríkin eru nú 52, þar sem Júgóslavíu — þ.e. Serbíu og Svartfjallalandi — hefur verið vísað frá, a.m.k. tímabundið. í RÖSE eru nú öll önnur ríki Evr- ópu, N.-Ameríku og fyrrum Sovétlýöveldi, Kákasus- og Mið- Asíuríkin, sem áður voru í Sov- étríkjunum, fullgildir aðilar. Makedónía er -enn einungis áheyrnaraðili vegna andstöðu Grikkja við fulla aðild hennar. Búið er að stofna í Vín skrif- stofu abalframkvæmdastjóra RÖSE með fastráönu alþjóðlegu starfsliöi. Þá er rekið lítið útibú hennar í Prag. Sérstök skrifstofa fulltrúa RÖSE fyrir þjóðernism- innihluta er í Haag. Það er nú fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, Max van der Stoel. Hann varar við og gerir fyrstu viðeigandi ráðstafanir ef rétt- indum þjóðernisminnihluta er ógnað. Skrifstofa RÖSE fyrir lýðræði og mannréttindamál er í Varsjá. Hún sér m.a. um und- irbúning sérfræðingafunda vegna mannréttindamála, eftir- lit meb kosningum og fram- kvæmd þegar samþykktra reglna. I Vín sitja sendiherrar RÖSE- ríkjanna í svokallaðri fasta- nefnd, sem fjallar þar stöðugt um málefni RÖSE. Með fasta- nefndinni hefur starf RÖSE ger- breyst. Margir telja því nú, aö svokallaöir endurmatsfundir — sá næsti verður í Búdapest í okt.-des. — séu orðnir óþarfir. Vægi fastanefndarinnar eykst stöðugt. Nefnd háttsettra emb- ættismann-a RÖSE- ríkjanna hittist reglulega í Prag 3- 4 sinnum á ári. Utanríkisráðherr- ar RÖSE-ríkjanna mynda nú ráðið og er þab helsti vettvang- ur ákvarðana og hittist einu sinni á ári. Ríkisoddvitar RÖSE- ríkjanna hittast nú á tveggja ára fresti. Þá er sérstakt for- mennskuríki kosib árlega og gegnir það nú lykilhlutverki í starfsemi ráðstefnunnar. Þetta árib fer Ítalía meb formennsk- una. Á Vettvangi um öryggismála- samvinnu í Vín eiga sér stað stöbugar samningaviðræður RÖSE-ríkjanna um afvopnun, takmörkun vígbúnaðar og traustvekjandi aögeröir á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Mik- ill árangur hefur náðst undan- farin ár. Vettvangurinn ber og ábyrgð á framkvæmd þeirra traustvekjandi abgerða á hern- aöarsviðinu, sem þegar hafa verið samþykktar. I Vínarborg hittast auk þess í hverri viku fulltrúar þeirra ríkja, sem standa að CFE-samningnum, þ.e. NATO-ríkjanna sextán og þeirra ríkja, sem áður voru á svæði Varsjárbandalagsins. Þau síbarnefndu voru upphaflega 6, en eru-nú 14. Þetta eru því samráðsfundir þrjátíu ríkja. Þá hittast einnig á fundum í Vín fulltrúar þeirra ríkja, sem aðilar eru að samningnum um opna lofthelgi. Þingmannasamtök RÖSE eru nú í Eistlandi, Lettlandi, Georg- íu, Makedóníu, Moldavíu og Tadsjikistan. Þær vinna að pól- itískum lausnum á ýmsum deilumálum áður en þau verða tilefni átaka. Sendinefndin í Georgíu hefur t.d. miklu hlut- verki að gegna í að reyna að styrkja vopnahléð í Fjaíla-Kar- abakh. Segja má, að hlutverk RÖSE nú hafi mjög aukist á sviði „fyr- irbyggjandi diplómatíu" og átakavörnum. Af þessu sést, að RÖSE hefur tekið algerum stakkaskiptum á fáum misser- um, úr því að vera fundaröð yf- ir í merka svæðisbundna al- þjóbastofnun með föstu starfs- liði og stöbugu starfi fulltrúa þátttökuríkjanna. Hvers vegna er aðild að RÖSE mikilvœg fyrir ísland? Það er fjölmargt. Vonast ég til þess að það megi lesa út úr svörum mínum í þessu viðtali. Til viðbótar má síðan t.d. segja, að við íslendingar ættum að sjálfsögðu að vera virkir þátt- takendur í RÖSE og Evrópuráö- inu, vegna þeirra mikilvægu mála sem þar eru til umfjöllun- ar og til að undirstrika, að við erum Evrópuþjób og að ísland er Evrópuríki. Nú vilja margir meina að RÖSE hafi ekki gagnast sem skyldi þeg- ar borgarastyrjöldin braust út í Júgóslavíu. Er sú gagnrýni rétt- mœt? Sú gagnrýni á sjálfsagt rétt á sér, en RÖSE er það sem kallað hefur verið „mjúk" stofnun („soft organization" á ensku), þ.e. hefur ekki sjálf tæki til þess að beita t.d. hernaðarlegum refsiaðgerðum vegna grófra brota á ýmsum grundvallarregl- um í samskiptum þjóba. Nú hafa einnig ýmis önnur samtök verið gagnrýnd harðlega í þessu samhengi, bæði ESB og NATO, auk þess sem einstök ríki hafa einnig veriö gagnrýnd vegna af- stöðu til tiltekinna þátta í átök- unum í fyrrum Júgóslavíu. Stríðið þar er auövitab hræði- legt áfall fyrir álfuna alla, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.