Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. ágúst 1994
A-KA-X-iT
MmmwtU
9
Iþróttamaöur vikunnar:
Olafur Haukur Olafsson
Ólafur Haukur Ólafsson glímu-
maður er íþróttamaður vikunn-
ar, að mati blaðsins. Ólafur hætti
æfingum og keppni í glímu fyrir
þremur ámm og snéri sér alfarið
að þjálfun. Að vísu tók hann þátt
í Skjaldarglímu Armanns árið
eftir og geröi sér lítið fyrir og sigr-
aði. Síðan hefur Ólafur ekkert
(nae igínnficnmg iií/uw nnxiei
keppt, en var í íslenska landslið-
inu sem keppti á fyrsta Norður-
landamótinu í glímu, sem hald-
ið var í Hróarskeldu í Danmörku
um síðustu helgi. Ólafur sigraði í
þyngsta flokknum og lagði með-
al annars glímukóng íslands,
handhafa Grettisbeltis og félaga
sinn úr KR, Orra Biömsson. Þetta
■ iýjfi c ODgnsq t nel Kflen go u/
sýnir hversu gríðarlegur íþrótta-
maður Ólafur er og sterkur
glímumaður. Hann var þó ekki
aðeins góður glímumaður, því
hann hefði getað sómt sér í
hvaða 1. deildarliði sem er í
knattspymu, en ákvað ungur að
velja glímuna.
, ■
i .U1 JlOjiiOl,- I
rn w r
Iropi
Úrslit á fimmtudag
Stjarnan-IA ..............1-4
Leifur Geir Hafsteinsson - Mi-
hajlo Bibercic 2, Sigurður Jóns-
son, Pálmi Haraldsson.
ÍBV-UBK...................1-0
Zoran Ljubicic
ÍBK-KR ...................2-2
Ragnar Margeirsson, Marco Tan-
asic - Tómas Ingi Tómasson,
Heimir Porca.
FH-Valur .................0-1
Jón Grétar Jónsson
Staöan
Akranes ......1283 1 22 -5 27
FH...........1263 3 11 -7 21
Keflavík .....12 4 7 1 22-14 21
KR.........12 4 4 4 17-10 16
Valur ........12 4 4 4 17-20 16
Fram .........11 3 5 3 17-18 14
ÍBV ..........12 3 5 4 14-16 14
UBK ..........123 2 7 11-26 11
Þór.........11 24 5 17-21 10
Stjarnan .....12 1 5 6 10-22 8
Framarar í vígahug!
Framarar verba eflaust í vígahug, þegar þeir mœta Þórsurum í„ljósunum" í Laugardal á sunnudagskvöld klukk-
an 20. Fram hefur nú 14 stig í Trópídeildinni og ef þeir tapa fyrir norbanmönnum, er stutt í fallsœtin. Staba
Þórsara er þó hálfu verri og þeir hreinlega verba ab vinna þennan leik. Þeir hafa tíu stig og hafa enn ekki unnib
leik á útivelli. Þab verbur ekki aubvelt, ef marka má svip þeirra Helga Sigurbssonar, Vals Gíslasonar og Þorbjörns
Atla Sveinssonar, leikmanna meb meistaraflokkslibi Fram og sláttumanna á félagssvæbi þeirra, en þab verbur þó
vonandi búib ab afvopna þá. TímamyndGS
Rannsókn á dauöa Ayrtons Senna er í fullum gangi:
Talib ab stýrisstöng
hafi gefið sig
Nú er talið aö brotin stýrisstöng
hafi orsakað slysið þar sem
heimsmeistarinn í Formula 1
kappakstrinum, Ayrton Senna, lét
lífið í Grand Prix keppninni í San
Marino, eftir að hafa ekið á vegg.
Sérfræðingar hafa komist að því
að stýrisstöngin gaf sig áður en
hann lenti á veggnum á um 300
km hraða á klukkustund.
Það voru tveir sérfræðingar frá
háskólanum í Bologna sem
rannsökuðu stýrisstöngina, en
þeir telja að um galla hafi verið
að ræða í stönginni, eða hún
hafi einfaldlega ekki verið nógu
sver. Segjast þeir vera 85% ör-
uggir um að þetta sé orsökin, en
þeir hafa einnig hallast ab því
að botn bílsins hafi snert braut-
ina, vegna lágs þrýstings í
dekkjum, en það er þó nú ekki
talið líklegt.
Talsmaður Williams, Adrian
Newey, en Senna ók fyrir þá,
sagði í gær að fyrir keppnina ör-
lagaríku var stýrisútbúnaöi
breytt lítillega. Senna hafði
kvartað yfir því ab hann sæi
ekki á mælana fyrir stýrinu og
því var stýrisstöngin lækkuð.
Newey segist hins vegar ekki
vera jafnviss um ab stöngin hafi
brotnað fyrir ákeyrsluna á vegg-
inn og telur líklegra aö jxað hafi
gerst við áreksturinn. I yfirlýs-
ingu, sem Williams sendi frá
sér, segir ab rannsókn sérfræð-
inganna tveggja sé ekki á veg-
um þeirra sem opinberlega voru
fengnir til ab rannsaka slysið.
Þeir, sem rannsaki slysið opin-
berlega, hafi enn ekki sent frá
sér niðurstöður. Fyrr en þær
verða birtar, sé ekki hægt að
segja til um orsökina.
Dómarinn, sem stjórnar rann-
sókn slyssins, segir að rann-
sóknaraðilar hafi beðið um frest
til loka september til að skila
niöurstöðum og á þessu stigi
málsins sé ekki hægt að segja
neitt um orsök slyssins. ■
Handknattleikur:
Molar...
... Stjórn Coventry hafnabi
kauptilboði frá Alan Sugar,
stjórnarformanni Tottenham, í
varnarmanninn Phil Babb. Tot-
tenham baub 3,5 milljónir
punda í leikmanninn og ef Co-
ventry hefði tekib tilbobinu, þá
hefði Babb orbib dýrasti varn-
armaðurinn sem seldur hefur
verib á Bretlandseyjum. Sala
þessi hefði hreinsab upp allar
skuldir Coventry og stjórnar-
formabur libsins sagði ab til-
boðib hefði vissulega veriö
freistandi. „Vib urðum hins
vegar að táka tillit til ýmissa
hluta. Við höfðum sagt áhang-
endum okkar að vib myndum
halda okkar bestu leikmönnum
og þeir svörubu með því ab
segjast ætla að styðja okkur."
... Romario, brasilíski knatt-
spyrnusnillingurinn, segist ætla
að hlíta þeirri refsingu sem
Barcelona veitti honum fyrir að
hafa ekki mætt á leikmanna-
kynningu fyrir áhangendur
liðsins. Romario sagðist vera
þreyttur og þurfa að hvíla sig
heima í Brasilíu. Þrátt fyrir
þetta heldur Romario sig enn
vib það ab hann geti ekki
mætt strax og þurfi að hvíla
sig í minnst tvær vikur í við-
bot.
... Eins og við sögbum frá á
dögunum, vill Stefan Effen-
berg leika á ný í Þýskalandi og
eru nokkur lib á höttunum eftir
honum. Eitt þessara liba, Wer-
der Bremen, hefur átt í samn-
ingaviðræbum við Effenberg
og Fiorentina og virtust ætla
ab takast samningar meb lið-
unum þegar endi var bundinn
á viðræöurnar. Ekkert varð af
samningum vegna ágreinings
milli Fiorentina og Effenbergs.
Samningar höfbu tekist um ab
Werder Bremen keypti Effen-
berc) á um 280 milljónir króna,
en astæðan fyrir ab upp úr
slitnaði er að knattspyrnumað-
urinn lækkar í launum. Hann
hefur fengib rúmlega 44 millj-
ónir króna í árslaun, eftir skatta
hjá Fiorentina. Werder Bremen
var tilbúið að borga honum
sömu heildarupphæð, en
vegna þess að skattar í Þýska-
landi eru hærri er upphæbin
lægri eftir skatt. Þar sem Effen-
berg hefur samning við Fior-
entina til 1998, er þab skiln-
ingur hans að á þeim tíma eigi
Fiorentina ab borga mismun-
inn. Þessu eru forráðamenn Fi-
orentina ekki sammála og á
meðan standa sölumálin föst.
Þess má geta að Borussia
Mönchengladbach og Bayern
Munchen hafa einnig verið á
höttunum eftir Effenberg, en
það má gera ráð fyrir að sömu
Ijónin verði í veginum þar.
Bjarki í heimslibib
Bjarki Sigurðsson, handknatt-
leiksmabur úr Víkingi, hefur
verið valinn í heimsliðið, sem
mætir landsliði Egyptalands í
Kaíró þann 21. desember næst-
komandi. Þetta er gríðarleg við-
urkenning fyrir Bjarka, en hann
var einnig valinn í heimslið,
sem valið var úr leikmönnum
sem léku í A- heimsmeistara-
keppninni í Svíþjób á síöasta
ári. ■