Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 mW'V STOFNAÐUR 1917 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Laugardagur 13. ágúst 1994 149. tölublaö 1994 Cuörún Helgadóttir gagnrýnin á samfylking- arumrœbuna: Menn flýta sér of mikið Gubrún Helgadóttir, alþingis- ma&ur, segir a& lítil sem engin umræ&a hafi fariö fram um þa& innan Alþý&ubandalagsins hvort bjó&a ætti fram sameigin- Iegan lista fyrir næstu Alþingis- kosningar. Hún segir a& allt of hratt sé fari& í þessu máli og ótt- ast a& einstaka menn ætli a& reyna a& fela sig á sameiginleg- um framboöslista á sama hátt og geröist á Reykjavíkurlistan- um. „Þetta sameiningarmál er ab mestu leyti órætt í okkar flokki og þarfnast meiri umræbu. Ég er nú ekki sammála þeirri sko&un að nauðsynlegt sé a& flýta landsfundi út af þessu því ég á von á að margt eigi eftir a& breytast meö vetrin- um frá því sem nú er og flokkarn- ir komi til með bjóða fram hver í sínu lagi fyrir næstu kosningar," segir Guðrún Helgadóttir. Guðrún var spurð hvort hún væri mótfallin sameiginlegu fram- bobi ef samstaða næbist. „Þa& fer allt eftir því um hvað á a& sameinast. Mér finnst lang eðlilegast að flokkarnir komi sér saman um hverjir vinni saman eftir kosningar, svipaö og gert er á Norðurlöndunum. Ég held að það þurfi nú heldur betur ab slípa flokkana til ábur en vi& getum far- iö a& tala um sameiginlegt fram- boð. Mér sýnist nú Kvennalistinn ekkert vera á þeim buxunum aö fara í slíkt samstarf og mér sýnist framboð kollega míns, Jóhönnu Sigurðardóttur, óráðiö. Þaö vill nú svo til að hún er ennþá þingmað- ur Alþýðuflokksins og ætlar sjálf- sagt ab starfa sem slíkur í vetur. Á meðan svo er finnst mér ástæbu- laust að setja hana á lista hjá ein- hverjum öðrum flokkum. Ég held satt best ab segja að menn flýti sér of mikið í þessu máli og kannski, því miður, er ástæðan sú að menn óttast um Sigu um borb úr þyrlum Norskir sjóliðar fóru um borð í a.m.k. tvo íslenska togara sem voru á heimleið eftir veiðar á verndarsvæðinu í kringum Sval- barða. Sjóliðarnir voru óvopn- aöir og tilgangurinn var eftir því sem næst var komist í gær- kvöldi, að birta yfirmönnum lög og reglugerðir Norðmanna um veiðar á svæðinu. Um var að ræða togarana An- dey og Hágang I. Aö sögn Frið- riks Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Tanga á Vopna- firði sem gerir út Hágang I, voru sjóliöarnir friðsamlegir og óvopnaðir. Samkvæmt fréttum í gærkvöldi eru íslensku togar- arnir farnir af verndarsvæðinu eftir að Norðmenn birtu nýja reglugerð um veiöar þar. ■ Stjórnvöld gagnrýnd fyrir linkind gagnvart Norömönnum. Drangey og Hegranesiö á landleiö meö fullfermi: Astæða til ab kalla sendi- herrann heim frá Noregi „Ég hefði haldiö að það væri ástæða til að kalla sendiherra Islands í Noregi heim og reyna að skipuleggja það hvernig við eigum að svara þessu. Þannig að ég hefði vilj- að sjá miklu harðari vi&brögð og ég held að menn hljóti að vera mjög óánægöir meö þaö hvernig ríkisstjórnin heldur á þessu máli. Ég get ekki séö aö stjórnin sé tilbúin aö lyfta litlafingri til aö hjálpa og styöja viö bakiö á okkur í þessari deilu," segir Gísli Svan Einarsson útgeröarstjóri Drangeyjar og Hegranessins frá Sauöárkróki. En bæði skipin eru á landleið úr Barentshafinu með fullfermi af verkuðum saltfiski, eða um 130 tonn. Þetta er annar túrinn í röð sem skipin koma með full- fermi að landi úr Norðurhöfum og lætur nærri að verðmæti afl- ans í þessum tveimur veiðiferð- um sé um 120 miljónir króna. Ágætis afli hefur verið í Smug- unni og því líklegt að flotinn sé þar við veiðar fremur en á Sval- baröasvæðinu. Gísli Svan segir að íslensk stjórnvöld eigi ýmis ráð uppi í erminni ef einhver vilji væri til ab beita þeim og bendir m.a. á ab mörg norsk fyrirtæki eigi töluverðra hagsmuna ab gæta í viðskiptum við íslendinga. Auk þess séu Norðmenn búnir ab vera með flota á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg og séu með mörg skip á rækjuveið- um sem sækja þjónustu hingað til lands. Éorystumenn ríkis- stjórnarinnar fundubu í gær- morgun vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Svalbarða- svæbinu í kjölfar nýrrar reglu- gerðar Norðmanna sem bannar Islendingum einum þjóða veið- ar á Svalbarðasvæðinu. Eftir fundinn sagði forsætisráðherra að stjórnvöld mundu koma formlegum mótmælum á fram- færi vib norsk stjórnvöld. Hann sagði jafnframt ab þrátt fyrir nýju reglugeröina væri staða Norömanna veik og ekki heldur víst að að staða Islendinga á svæðinu væri sterk. Hinsvegar væri nokkuö ljóst ab norska stjórnin væri að reyna að styrkja stööu sína gagnvart íbú- um N- Noregs vegna þjóðarat- kvæðagreiöslunnar um abild Noregs ab ESB og virtust ætla að leika hetjur á kostnað íslend- inga. Ráðherrann sagði að menn hörmuðu og hefðu áhyggjur af harðnandi afstöðu Norömanna sem eingöngu beindist að íslendingum. En Norðmenn hafa ákveðið að fjölga strandgæsluskipum á Svalbarðasvæðinu og fullyrða að eftir nokkra daga verði búið að reka alla íslenska togara af svæðinu. Davíb sagbi jafnframt að menn væru afar undrandi, svo ekki væri meira sagt, á ummæl- um norskra ráðherra sem hafa líkt íslendingum vib innbrots- þjófa og sjóræningja og það yrði fundið að því í mótmælum stjórnvalda. Hann sagði einnig að miklar líkur væru á því ab fjárveiting fengist fyrir því að sénda skip í Barentshafið til að sinna neyðar- og öryggisþjón- ustu vib flotann í Barentshafi. þingsætin sín. Ef svo er þá þykir mér það ekki vera góö ástæða fyr- ir ákvörðunum í stjórnmálum, og ég er ansi hrædd um ab það sé grunnurinn ab þessu öllu saman. Alveg á nákvæmlega sama hátt var framboðið í Reykjavík ab veru- legu leyti til þess gert að tryggja sæti ákvebinna einstaklinga. Því er ekkert að neita og mér sýnist að nú eigi að leika sama leikinn aftur. Ef menn þora ekki að lúta vilja flokkana hvar þeir eiga að vera á framboðslistanum eða hvort þeir eiga aö vera þar, hafa þeir ekkert að gera í pólitík," sagði Gubrún Helgadóttir að lokum. ■ Hjónin á Neöra Hálsi í Kjós, þau Kristján Odddsson og Dóra Rut hafa á undanförnum ár- um breytt hjá sér búskaparháttum og eru nú nœr eingöngu meb líf- rœnan búskap. Reynsla þeirra hjóna er sérstaklega athyglisverb, ekki síst íljósi umræbunnar um breyttar áherslur í landbúnabi. Hér sjást þau virba fyrir sér gulrót- aruppskeruna. í ítarlegu vibtali vib Kristján í Tímanum í dag er veitt innsýn í hvab íþví felst ab breyta yfir í lífrœna búskaparhœtti. Sjá blabsíbu 10 og 11. Tímamynd IAK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.