Tíminn - 13.08.1994, Side 12

Tíminn - 13.08.1994, Side 12
12 Laugardagur 13. ágúst 1994 fiÉfil Mikil spenna í Þýskalandi út af uppgangi nasista Bonn, Reuter Dómsmálaráöuneyti Þýskalands skoraöi í gær á almenning aö leiöa hjá sér minningargöngur hægriöfgamanna um helgina til aö minnast Rudolfs Hess sem var um tíma staögengill Adolfs Hitl- ers. Þannig hugöist ráöuneytiö komast hjá því aö banna göngur nasista og annarra öfgahópa af áöurnefndu tilefni. Óttast er aö til átaka komi milli hægriöfgamanna og andfasista í bæjum og borgum í austurhluta Þýskalands. Formælandi lögregl- unnar viöurkenndi aö ekki væri hægt aö koma á landsbanni við göngum til að minnast Hess. Astæðan er löggjöf um lögreglu- mál en ríkisstjórn Þýska sam- bandslýðveldisins hefur ekki lögsögu í löggæslumálum nema í neyöartilfellum. „Ríkislögreglan og sambands- landalögreglan gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö hindra brúnu afturgönguna í aö mars- era um landið," sagði Sabine Leutheusser- Schnarrenberger dómsmálaráðherra Þýskalands í gær. Brúnn var á sínum tíma lit- artákn þýskra nasista. ■ Evrópuslagurinn hafinn í Noregi Minnkandi verðbólga í vesturhluta Þýskalands Wiesbaden, Reuter Verðbólgan þar sem áöur var Vestur- Þýskaland, var rétt inn- an viö þrjú prósent í júlí og hef- ur ekki verið lægri þar frá því í apríl 1991. Þetta kom fram í upplýsingum sem hagstofa Þýskalands birti í gær. Hagtölur sýna að verðbólgan hefur farið lækkandi í sumar og sérfræðingar reikna meö að það veröi þróunin þaö sem eftir er ársins. Þeir telja aö hún muni síðan stoppa viö tveggja pró- senta markiö í byrjun næsta árs. Ýmsir hafa þó oröiö til þess að vara viö því aö verðbólgan taki aftur við sér á fyrrihluta árs 1995 ef efnahagsuppgangur verður jafn mikill í vesturhluta Þýskalands og hann hefur verið aö undanförnu. ■ Norski Verkamannaflokkur- inn er kominn úr pólitísku sumarfríi og hefur nú hafiö baráttuna fyrir aöild landsins aö Evrópusambandinu af full- um krafti. Thorbjörn Jagland, formaður Verkamannaflokksins, hefur á síðustu dögum ráöist af mikilli hörku á Miðflokkinn og sakað hann um aö blanda saman Evrópska efnahagssvæðinu og Evrópusambandinu á óleyfi- legan hátt. Jagland fullyröir að flest af því, sem andstæðingar Evr- ópusambands- aðildar Noregs segi að verði afleiðingar aöild- arinnar, hafi þegar gerst í kjöl- far EES-samningsins. Formað- urinn skorar á miöflokksmenn aö svara því hvort þeim finnst þetta sæmandi málflutningur. Formaður Verkamanna- flokksins bendir á þá stað- reynd aö Norðmenn hafi búið viö EES-aðlögun í þó nokkur ár. Nú blómstri efnahagslíf landsins þvert á spár miö- flokksmanna um annað. Jag- land vill fá svar við því hvort Miðflokkurinn telji enn að rétt sé að segja EES-samningnum upp eða hvort flokkurinn hafi tekið upp nýja stefnu í mál- inu. ■ Ásakaðir um hrybjuverk Nicosia, Reuter Utanríkisráðherra írans boð- aði í gær á sinn fund fulltrúa sendiherra Argentínu í íran. Þetta var í þriðja skiptið á þremur dögum sem sendifull- trúi Argentínu er boðaður í ráðuneytið vegna ásakana Argentínustjórnar um aðild ír- ansstjórnar að sprengjutilræði í Buenos Aires, sem varð um 100 manns að bana. íranar neita að hafa átt hlutdeild ab sprengjutilræðinu. ■ Þú sem ert félagshyggjumaður. Af hverju að kyssa á vöndinn? Hefur Mogginn haldið uppi vörn fyrir skoðanir þínar? - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 Mæid eitur- og aukaefni í jarö- vegi: margir bændur hafa dregiö úr notkun eiturefna og tilbúins áburöar viö rœktun. Evrópu- sambandið styður vist- vænan búskap Það er víöar en á íslandi sem menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að vistvænn land- búnaður eigi framtíðina fyrir sér. Breskir bændur hafa verið duglegir við það að undan- förnu að taka upp nýja háttu og hætta eða draga verulega úr notkun eiturefna og tilbú- ins áburðar við ræktun. í grein eftir Deborah Har- greaves, sem birtist í Financial Times þann 11. júlí, rekur hún þróunina sem hefur orðið á þessu svibi á síðustu árum í Bretlandi. Hún segir ástæður þess að bændur snúa sér nú í æ ríkari mæli að vistvænni ræktun aðalega tvær: kröfu neytenda um heilsusamlegri matvöru og skertar niður- greiðslur Evrópusambandsins til þeirra sem stunda landbún- að. Greinin verður birt í heild sinni í Tímanum næstkom- andi föstudag. ■ Indónesíski herinn tilbúinn til við- ræbna um Austur- Tímor Jakarta, Reuter Yfirmenn indónesíska hersins hafa fallist á tillögur Carlos Belo, leiötoga kaþólsku kirkj- unnar á Austur-Tímor, um að taka upp viöræður vib hópa sem berjast fyrir sjálfstæði aust- urhluta eyjunnar. Tímor er í 2000 km fjarlægð frá Indónes- íu. Simbolon höfuðsmaður, for- mælandi hersins, segist fagna tillögu biskupsins en neitar ab nokkub sé til í staðhæfingum guðsmannsins um dráp hersins á óbreyttum borgurum og segir enga þörf á þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð Austur- Tímor. Höfuðsmaðurinn lagöi áherslu á að enginn hefði verið drepinn í kröfugöngu sem farin var þann 14. júlí síðastliðinn og bætti við ab Austur-Tímor hefði fallist á yfirráð Indónesa fyrir 18 árum á meðan Portúgalar fóru þar með völd. Átökin í júlí voru þau verstu frá því að 200 jarðarfarargestir voru drepnir af hermönnum í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, haustið 1991. ■ •Q efitít Ir&ltc lamut íctn?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.