Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. júlí 1994 5 Kínakál á Hvítárbökkum. Blómleg rœktun á Suburlandi. Tímamynd ób Haustkosningar, samfylkingar og Suöurland Jón Kristjánsson skrifar Undiraldan í stjórnmálunum held- ur áfram og væntanlega mun verða tíöindasamt á næstunni. Umræðan um haustkosningar hefur gangsett kosningavélarnar að minnsta kosti til hálfs og hefur ýtt undir umræð- ur um framboð og framboðsmál og sam- fylkingar sem ég vil fara um nokkrum orðum hér síðar. Ferö án fyrirheits Ég var einn af þeim sem var búinn að ganga út frá því að kosningar yrðu 1. október. Það mat mitt byggðist á því að umræðurnar væru orðnar svo miklar að ekki yrði aftur snúið. Ekki síður var áber- andi að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokkn- um töluðu bæði við mig og aðra með þeim hætti að kosningar væru ákveðnar. Forsætisráðherra hratt þessari síðustu kosningaumræðu af stað með blaða- mannafundi eftir þingflokksfund Sjálf- stæðisflokksins. Það lá beint vib að álykta að hér væri hafin atburbarás sem endaði með kosningum. Hins vegar reyndist það vera rangt og ástæðan fyrir jáví er sú ab forsætisráð- herra, sem hefur þingrofsréttinn, setur umræbuna af stað áður en hann hefur ' áttab sig á því hvernig málinu á að ljúka. Forustumenn í stjórnmálum reyna oft að búa til atburðarás. Hins vegar er stórhættulegt að fikta við slíkt án þess ab vita hvað menn vilja eða með hverjum hætti er hægt ab ljúka málinu. Niðurstaðan varð því sú að Jón Baldvin rébi mestu um framvinduna, því af ein- hverjum ástæðum var það ekki ætlun Sjálfstæbisflokksins að slíta ríkisstjórn- inni fyrir kosningar þrátt fyrir þá miklu stirðleika sem verið hafa í samstarfinu. Mitt mat er því að Davíð sé veikari eftir þetta ævintýri, og ríkisstjórnin er að sjálfsögðu enn veikari. Samfylkingar Þab eru fleiri stjórnmálaforingjar en Dav- íð sem reyna að búa til atburðarás þessa dagana. Olafur Ragnar er önnum kafinn að reyna að nýta sér þann byr sem Jó- hanna Sigurðardóttir hefur með þvi að samfylkja með henni og kvennalistan- um. I vikunni birtist skoðanakönnun um málið sem nokkrir áhugamenn höfðu keypt hjá Skáís. Ljóst er að hér er um að ræða fólk sem tilheyrir armi Ólafs Ragn- ars í Alþýðubandalaginu. Þessi skoðana- könnun mun vera gerð á höfuðborgar- svæðinu. Útleggingamar á könnuninni eru því með ólíkindum, þar sem ekki hef- ur komið fram í öllum fjölmiðlum hvar hún er gerð og ég hjó ab minnsta kosti eftir því að fylgi Framsóknar- flokksins var útlagt eins og þarna væri um að ræða könnun á lands- vísu. Þessi vinnubrögb eru forkastanleg og síst til þess fallin að efla löngun til samfylkingar. Þeir sem keyptu könnunina skulda skýringu á þeim. Þess sjást hins vegar merki að könnunin gæti orðið búmerang hjá samfylkingar- mönnum, því ekki verður betur séb en gamli Alþýðubandalagsarmurinn vilji nota rök hennar til þess að flýta lands- fundi flokksins sem þýðir það að skipt verbur um formann hans fyrir kosningar. Þab verður vissulega fróðlegt að fylgjast ' með þessum hræringum á næstunni. Krafan um fjárlög. Sú ákvörðun forustumanna Framsóknar- flokksins að krefjast fjárlagafrumvarps fyrir kosningar hefur verið umdeild. Sú laafa var ab mínum dómi sjálfsögð og I eölileg. Þab var meb öllu óeblilegt að stjórnarflokkarnir kæmust upp með það að aflýsa kreppunni og boba til kosninga með almennar yfirlýsingar um betri tíð með blóm í haga. Fjárlögin eru stabfest- ing á því hvernig efnahagsstefnan hefur gengið upp og það var einmitt það sem átti að leyna með því að leggja ekki fjár- lagafrumvarpið fram. Að öbru leyti var Framsóknarflokkurinn tilbúinn til kosn- inga. Suöurland Hins vegar ætla ég nú í lokin ab víkja ab öðru efni sem tengist því að í síðutu viku heimsótti fjárlaganefnd Alþingis Subur- land, en slíkar heim- sóknir í kjördæmi hafa tíðkast í nefndinni um langt árabil. Ég tók sem fjárlaganefndar- maður þátt í þessari heimsókn og við átt- um viðræöur við fjöl- marga sveitarstjórnar- menn og héraðsnefnd- armenn í kjördæminu. Sunnlendingar eiga við sín vandamál að glíma eins og abrir landshlutar, en þó verba áhrifin eftir ferðalag um kjördæm- ið þó fyrst og fremst þau að hér sé um öflugar byggðir að ræða. Innan kjör- dæmisins er stærsta verstöð landsins og víölend og blómleg landbúnaðarhéröð. Hins vegar vakti hinn mikli vöxtur Sel- foss sem þjónustumiðstöðvar í þéttbýli athygli og sú stabreynd að heil hverfi eru þar í byggingu. Ég hygg að það megi ekki síst rekja til hinna stóru stofnana í heil- brigðis- og menntamálum sem hafa risið víða í þéttbýli út um landsbyggðina á undanförnum áratug. Fjölbrautarskóli á borð við Fjölbrautarskóla Suðurlands er alveg gífurlega þýðingarmikill í byggða- legu tilliti. A Hvolsvelli er skólabókardæmi um það hve þýðingarmikið það er að fullvinnsla landbúnaðarafurða fari fram út á lands- byggbinni, en tilkoma kjötvinnslu Slát- urfélags Suðurlands hefur eflt þab byggð- arlag svo að auðvelt er að finna þann bjarsýnisanda sem þar ríkir, þótt aðeins sé um að ræða stutta heimsókn. Þab var mikið gæfuspor sem þarna var stigið og lýsandi dæmi um það að mestu máli skiptir að finna verkefni fyrir vinnslu- stöðvar landbúnaðarins í dreifbýli frekar en skella þeim í lás við breyttar aðstæður. Ef það er opinber stefna að það skipti engu máli hvort hráefni er keyrt lands- hornanna á milli þá hlýtur það sama að gilda um fullunna vöru. Það er margt fleira sem vekur athygli á Suðurlandi. Afar myndarleg sókn í ferða- mannaþjónustu á Klaustri og í Vík í Mýr- dal, og í Vestmannaeyjum svo nefndir séu staðir sem bjóða ferðamönnum upp á afar sérstæða upplifun í ferðum. Þess verður rækilega vart að sú þjónusta er oröin veruleg atvinnugrein sem á eftir að vaxa enn. Baráttan vib náttúruna Baráttan við náttúruöflin er alls staðar nálæg á Suðurlandi. Þar er Hekla drottn- ing eldfjallanna sem reyndar má rekja til það hráefni sem streymir nú um höfnina í Þorlákshöfn til Evrópu, sem er vikur- inn. Hins vegar er hann eyðandi efni þegar gróandinn er annars vegar, og þurft hefur að leggja í verulegan kostnað til þess að hemja stórfljótin á flatlendinu og verjast mesta afli á Norðurhveli jarðar sem er öldur Atlantshafsins sem skella á suðurströndinni af fullum þunga. Þab var einkar lærdómsríkt að líta á stöðu þessara mála og þau sjást í allt öðru ljósi í návígi. Fjármagn til þessara mála, til fyrirhlebslu og sjóvarnargarða, hefur ver- ið allt of lítið, en þörfin brýn um allt land, ekki síst á Suðurlandi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.