Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. ágúst 1994 9 KOI í” 1 frC. • KRISTjÁN GRÍMSSON • | |l> B-C rx i R Tólf umferöum afátján lokiö í h deild karla í knattspyrnu: Leikmenn marksæknari í síöari hálfleik -96 mörk skoruö í seinni hálfleik en 64 í þeim fyrri og 160 í heildina miöaö viö 211 í fyrra. Þegar 12 umferðum er lokið í 1. deild karla í knattspyrnu hafa verið skoruð 160 mörk í leikjunum 60. Það gerir 13,3 mörk að meðaltali í hverri um- ferð og 2,6 mörk að meðaltali í hverjum leik. í fyrra var búið að skora mun fleiri mörk eða 211 talsins sem gerir að jafn- aði 17,6 mörk í hverri umferð og 3,51 mörk í hverjum leik. Það er því tæplega búið að skora einu marki færra í hverj- um leik í ár heldur en í fyrra. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart enda þetta tímabil ein- kennst nokkuð af sterkum varnarleik liðanna tíu á kostn- að sóknarleiksins. Skagamenn hafa t.d. skorað tæplega helm- ingi færri mörk nú heldur en eftir jafnmargar umferðir í fyrra (43) og FH hefur gert 13 mörkum færri en í fyrra. ÍBK hefur hins vegar aðeins aukið við sig og skorað 3 mörkum meira og Þórsarar gera enn betur, 18 nú miðað við 10 í fyrra. Þegar skoðað er hvenær liðin skora mörkin kemur í ljós að leikmenn eru mun marksækn- ari í seinni hálfleik (sjá töflu). Af þeim 160 mörkum sem þeg- ar hafa verið skoruð hafa 64 komið í fyrri hálfleik en 96 í þeim seinni og munurinn jafngildir því 33%. Til að skýra þetta enn nánar þá er hægt að taka dæmi þar sem þrjú mörk eru skoruð í leik. Samkvæmt þessari tölfræði í ár þá koma tvö þeirra að jafnaöi í seinni hálfleik og eitt í þeim fyrri. Öll liðin eru duglegri að skora mörk í seinni hálfleik nema Breiðablik, sem hefur gert 8 af sínum 11 mörkum í fyrri hálf- leik, og ÍBV, sem gert hefur 9 af 14 mörkum sínum í fyrri hálfleik. íslands- og bikar- meistarar Skagamanna eru miklu markheppnari í seinni hálfleik og hafa gert 16 af 22 STAÐAN í 1. DEILD KARLA ÞEGAR12 UMFERÐUM ER LOKIÐ Heima Úti Samtals Lið L UJ T Mörk L U T J Mörk L U J T Mörk ÍA 6 4 1 1 13-3 6 4 2 0 9-2 12 8 3 1 22-5 FH 6 3 1 2 5-4 6 3 2 1 6-3 12 6 3 3 11-7 ÍBK 6 2 4 0 13-8 6 2 3 1 9-6 12 4 7 1 22-14 KR 6 1 3 2 3-3 6 3 1 2 14-7 12 4 4 4 17-10 Valur 6 3 1 2 11-8 6 1 3 2 6-12 12 4 4 4 17-20 Fram 6 1 3 2 7-8 6 2 3 1 11-11 12 3 6 3 18-19 ÍBV 6 3 1 2 9-5 6 2 3 1 11-11 12 3 5 4 14-17 Þór 6 2 3 1 13-9 6 0 2 4 5-13 12 2 5 5 18-22 UBK 6 1 2 3 7-13 6 2 0 4 4-13 12 3 2 7 11-21 stj 6 0 3 3 6-12 6 1 2 3 4-9 12 1 5 6 10-22 Markahæstir: Bjarni Sveinbjörnsson Þór 9 Mihajlo Bibercic ÍA 9 Óli Þór Magnússon ÍBK 8 HVEN/ER SKORA LIÐIN MÖRKIN 12 umferðum lokið mörkum sínum í seinni hlut- anum. Keflvíkingar eru þó enn sókndjarfari í seinni hálfleik og hafa gert 17 af 22 mörkum þá. Framarar hafa alveg skipt um ham síðan 5. umferð lauk. Þá voru þeir búnir að gera 7 af 9 mörkum sínum í fyrri hálf- leik en síðan þá hafa þeir gert 7 af 9 mörkum sínum í seinni hálfleik. Að lokum skulum við skoða hvað liðin voru búin að gera mörg mörk á sama tíma í fyrra: 1994 1993 ÍA 22 43 FH 11 24 ÍBK 22 19 KR 17 24 Valur 17 20 Fram 18 30 ÍBV 14 14 Þór 18 10 UBK 11 24 Stjarnan . 10 22 Kúluvarp karla á EM í frjálsum: Pétur áfram ísland mœtir Eistum í vináttulandsleik í knattspyrnu í nœstu viku: Sterkt landslib Pétur Guömundsson hélt held- ur betur uppi merki íslending- anna í gær á Evrópumeistara- mótinu í Helskinki þegar hann sigraði í undankeppninni í kúluvarpi með því að kasta 19.69 metra. Úrslitin fara fram í dag og miðað við þennan ár- angur gætum við Islendingar eignast fyrsta EM- meistarann í langan tíma.- Þetta er mikill móralskur sigur fyrir Pétur sem ekki hefur náð að sýna sitt rétta andlit í undanförnum mótum og enn betra er að hann veit nú aö hann getur sigrað þá stóru kappa Aleksander Bagach og Dragan Peric sem urðu í 1. og 2. sæti á EM- innanhús í vor, þar sem Pétur náði 3. sætinu. Keflvíkingar töpuðu 1-2 fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel-Av- iv í forkeppni Evrópukeppni bikarhafa í fyrrakvöld í Keflavík og er nánast öruggt að þeir eru Vésteinn Hafsteinsson varð 14. í kringlukasti og kastaði 57,18m en 12 fyrstu komust áfram. Frammistaða hans olli miklum vonbrigðum enda hefur hann verið að kasta kringum 63-64 metra allt árið en sú metralengd heföi tryggt honum 1. sætið í undankeppninni. Jón Arnar Magnússon keppti í tugþraut í sinni fyrstu stór- keppni en gerði ógilt í öllum þremur stökkunum í langstökki, sem er hans aðalgrein, og var talið líklegast að hann myndi hætta keppni. Hann náði 4. sæti í lOOm hlaupi (10,83s) og varð 8. í kúlu (14,12m) og stefndi greinilega á nýtt íslandsmet. ■ úr leik. Nir Klinger kom Macca- bi yfir í fyrri hálfleik en Marko Tanasic jafnaði á 75. mínútu. Avi Nimny gerði sigurmark ísra- ela á 83. mínútu. ■ mas ói'oú' íslendingar mæta Eistlending- um í vináttuleik í knattspyrnu á Akureyri á þriðjudag. Ásgeir El- íasson hefur valið íslenska hóp- inn og óhætt aö segja að það sé mjög sterkt. Vert er að taka fram að liðin sem leika í undanúrslit- um bikarsins daginn eftir gáfu ekki kost á sínum mönnum í landsliðið og leikur því liðið án t.d. Rúnars Kristinssonar. ís- lenski hópurinn lítur annars svona út: Birkir Kristinsson Fram og Friðrik Friöriksson ÍBV em markmenn. Aðrir leikmenn em: Ólafur Þórðarson ÍA, Sigurður Jónsson IA, Sigursteinn Gíslason ÍA, Ólafur Adolfsson ÍA, Arnar Grétarsson UBK, Guðni Bergsson Val, Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir Nurnberg, Arnór Guðjohn- sen Örebro, Hlynur Stefánsson Örebro, Þorvaídur Örlygsson Stoke, Kristján Jónsson Bo- dö/Glimt, Þórður Guðjónsson Bochum og Eyjólfur Sverrisson Besiktas. Haraldur Ingólfsson ÍA er fyrsti varamaður hópsins og ekki ólíklegt að hann komi inn í liðið þar sem Arnór hefur átt við meiðsli að stríða. Athygli vekur að í liði Eistlendinga em 14 af 16 leikmönnum frá FC Flora í Tallin sem er þá án efa sterkasta félags- liðið þar í landi. Þessi leikur er liður í undirbúningi íslands gegn Svíum í EM-keppninni en leikur- inn gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 30. ágúst á Laugaradalsvelli er síðasti liður- inn í þeim undirbúningi. ■ Um helgina Kttattspyma Laugardagur 1. deild karla KR-ÍBV ....kl. 14 Þór-ÍA ....kl. 14 2. deild karla Þróttur N.-HK ....kl. 14 3. deild karla BÍ-Reynir S. kl 14 4. deild karla Smástund-Grótta .. ....kl. 14 Víkingur Ól.-Ármann kl. 14 Léttir-Arvakur ....kl. 14 Hamar-Njarðvík.... ....kl. 14 Neisti D.-UMFL .... ....kl. 14 Einherji-KVA ....kl. 14 Sunnudagur 1. deild karla ÍBK-Stjarnan ....kl. 19 UBK-FH ....kl. 19 Valur-Fram (Hlíðarenda)kl. 19 1. deild kvenna Höttur-Haukar ....kl. 14 Valur-UBK ....kl. 14 Stjarnan-Dalvík .... ....kl. 14 4. deild karla Sindri-UMFL ....kl. 14 Mánudagur 1. deild kvenna ÍA-KR ....kl. 19 4.deild karla HSÞ.b-Hvöt ....kl. 19 JOM Úsi óióAT öS j.fiibisiA ínV Evrópumeistaramótiö í frjálsum: Árangur Norðmanna vekur athygli Norðmenn hafa löngum verið þekktastir fyrir árangur sinn í skíðaíþróttum og nú síðast fyr- ir góðan árangur í knattspyrnu. Frammistaöa þeirra á EM-mót- inu í frjálsum íþrótmm í Hels- inki er búin að vera með ein- dæmum góð og greinilega nýj- ar stjörnur að stíga þar á sviö. Steinar Hoen tryggði sér sigur í hástökki í vikunni og í fyrradag hljóp Geir Moen til sigurs í 200m hlaupi en hann hafði áð- ur tryggt annað sætið í lOOm hlaupi. Moen varð þar meö fyrsti Norðmaðurinn til að tryggja sér sigur í hlaupagrein á stórmóti. Þráinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari íslands í frjáls- um íþróttum, sagði við Tímann að árangur Norðmannanna kæmi mest á óvart á mótinu. „Þeir halda áfram þessari sigur- göngu sem skíðamennirnir byrjuöu meö á vetrarólympí- leikunum árið 1992. Menn eru því að ræða hér sín á milli hvað sé að gerast í Noregi. Norð- menn gefa sjálfir þá skýringu að allt besta íþróttafólkið æfi saman í Ósló, hvort sem er um að ræöa frjálsíþróttamenn, skíðamenn eða fótboltamenn og við það skapist þar alveg sér- stakt andrúmsloft. Svo má ekki gleyma að Norðmennirnir nýta sína vísindamenn í sambandi við þjálfunina, meira og betra en margir aðrir," sagði Þráinn. ioiuíúnó/i ðúöiáú'ýcín'iíi átV/ iúööóiV i i / iil-J* úúiVúLv- Pétur Gubmundsson keppir í úrslitum í kúluvarpi í dag. Tímamynd c.s. ÍBK nánast úr leik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.