Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 4
4
VrWvWW
Laugardagur 13. ágúst 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 105 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Deilurnar vib
Norðmenn
Deilurnar um fiskveiðar íslendinga á Svalbarða-
svæðinu færast stöðugt á viðkvæmara og hættu-
legra stig. Ljóst er að Norðmenn eru ekki á því að
gefa eftir í málinu og búa sig undir harðari aðgerð-
ir með setningu reglugerðar sem ætlað er að úti-
loka íslendinga frá veiðum. Jafnframt eru hafðar
uppi hótanir um harðari aðgerðir strandgæslunn-
ar gegn íslenskum skipum.
Veiðar íslendinga í Smugunni og á Svalbarða-
svæðinu eru orðnar stærð í íslensku atvinnu- og
efnahagslífi og þessi búbót á meðal annars þátt í
því að útflutningur hefur ekki dregist saman eins
og verið hefði án hennar. Afstaða útgerðarmanna
er því skiljanleg. Þeir standa uppi með skip og
mannskap sem vantar verkefni, sem þarna hafa
komið upp.
Því verður ekki séð að íslenskir útgerðarmenn séu
að gefast upp, og skip muni áfram verða send á
svæðið. Framkoma Norðmanna í þessu máli er af-
ar einkennileg. Þeir færðu Hágang II til hafnar, án
þess að kæra hann fyrir fiskveiðibrot, og setja síð-
an einhliða reglur um fiskveiðar á Svalbarðasvæð-
inu sem útiloka íslendinga. Á næstunni hlýtur að
reyna á það hvort þeir ætla að framfylgja þessum
reglum. Athygli vekur einnig að viðurlögin við
brotum á þeim eru óvenju hörð, og að gera skip
upptæk í fiskveiðideilum ríkja minnir frekar á
styrjöld en samskipti siðaðra þjóða.
Þessar deilur hafa nú staðið á annað ár, og ekki
verður sagt annað en að viðbrögð stjórnvalda hafi
verið hikandi. Þess verður að krefjast að þau verði
nú með ákveðnari hætti. Það er ekki hægt ab ásaka
ríkisstjórn íslands fyrir að reyna að átta sig á stöðu
landsins í þjóðréttarlegu tilliti en tíminn er ein-
faldlega orðinn of langur sem til þess hefur farið
og deilan hefur harðnað stig af stigi frá mánuði til
mánaðar.
Sú afstaða Norðmanna að neita öllum samning-
um við íslendinga um kvóta í Barentshafi er lítt
skiljanleg. Þeir hafa borið fram þungar ásakanir
um rányrkju, en neita síðan að hinu leytinu samn-
ingum, þrátt fyrir að það hafi ávallt legib fyrir að
íslendingar eru reiðubúnir að ganga til samninga
um samskipti þjóðanna á sjávarútvegssviðinu.
Þessi afstaða er óbilgjörn og ekki sæmandi.
Það er því Ijóst að það hefur færst enn þá meiri
harka í fiskveiðideilurnar við Norðmenn og við ís-
lendingar verðum að huga að því í fullri alvöru
hvernig við getum stutt við bakið á þeim sjó-
mönnum sem stunda veiðar á þessu hafsvæði. Þab
er til dæmis ekki orðið sjálfgefið að þau skip sem
þarna eru geti leitað á náðir Norðmanna ef eitt-
hvað bjátar á. Því verður að huga að því hvernig
Landhelgisgæslan getur aðstoðað íslensku skipin.
Það er ekki verjandi að engin aöstoö sé veitt af
hendi íslenskra stjórnvalda vib veiðarnar, þótt hér
sé engan vegin verið að mæla með átökum við
norsku strandgæsluna.
íslenska ríkisstjórnin verður að bregðast hart við
síðustu aðgerðum Norbmanna í málinu. Jafnframt
verður að liggja ljóst fyrir að við erum tilbúnir að
tala við samningaborðið um öll samskipti þjóð-
anna í sjávarútvegi. Að neita þeim samningum er
enn ein óbilgirnin af hálfu Norðmanna.
Haraldur Ólafsson skrifar:
Hvað er framundan?
íslendingar eiga við margan
vanda að stríða og þann mestan
að finna leiðir til þess að tryggja
öllum atvinnu sem geri þvi kleift
að lifa sæmilegu lífi. Það er óum-
deilanlegur sannleikur að nátt-
úrugæöi hafa gert landsmönnum
mögulegt að byggja upp nútíma-
legt samfélag á þessi eyju við
heimsskautsbaug. Nýjar aðferðir
við að veiða fisk opnuðu leiðina
til framfara og auðs.
Eftir heimsstyrjöldina síðari var
valin sú stefna að byggja útflutn-
ing landsmanna æ meir á fiski og
fiskafurðum og frystihús voru
reist í sjávarþorpum vítt og breitt
við ströndina. Togaraflotinn var
endurnýjaður og Ameríkumark-
aður tók við verulegu magni af
fiski. Útfærsla fiskveiðilögsög-
unnar var merkileg aðgerð, bæði
út frá stjórnmálalegu sjónarmiði
og vegna þeirrar nýju stefnu aö
veiðar skyldu skipulagöar. Út á
við þýddi þetta að í fyrsta sinn
voru íslendingar gerendur í al-
þjóðamálum og ruddu braut nýj-
um hugmyndum um verndun
fiskistofna. Skipulag tók við af
rányrkju.
Aðgerðir íslendinga í fiskveiði-
málum að undanförnu miða
fyrst og fremst ab því að auka
hagkvæmni veiðanna, lækka
kostnab við veiðarnar, og gera
þar með framleiðsluna arbmeiri.
Um þetta eru allir sammála þótt
framkvæmdin sé ekki ætíð eins
og æskilegt væri. Gífurlega stór
floti er enn að veiða það tak-
markaða magn sem leyfilegt er
að sækja í hafdjúp heimamiða.
Vafasamt er hve hagkvæmt er til
lengdar að leita á fjarlæg mið og
viöbúið að innan fárra ára verði
settar reglur um veiðar á úthöf-
um.
Um það bil áttatíu af hundraði
af gjaldeyristekjum íslendinga af
vöruútflutningi og nær helming-
ur allra gjaldeyristeknanna er af
útflutningi sjávarafurba.
Enn um sinn verður sjórinn gull-
kista íslendinga en á miklu ríbur
að gullsins sé vel gætt og því ekki
sóað í þarfleysu. Þetta er eign
þjóbarinnar og þjóðin nýtur þess
en hefur jafnframt rétt á að fylgj-
ast náib meb hvernig því er var-
ið. Það er full ástæða til ab íhuga
á hvern hátt heppilegast er að af-
henda einstaklingum og félög-
um aðgang að gullkistunni.
Lífib er ekki
bara saltfiskur
En lífið er ekki bara saltfiskur
hvab sem Salka Valka segir. Það
er margt annað og gleymist
stundum þessari þjóð sem um-
flotin er meira hafi en flest ann-
að fólk. Stórmál næstu ára er að
gera landsmenn óháðari fisk-
veibum en nú er um alla afkomu
sína. Það verður ab nýta orku
fallvatna og jarðhita langtum
meir en nú er, og vinna að því af
krafti að fá erlent áhættufjár-
magn til landsins. Ótti margra
vib erlent fjármagn í öðm formi
en lánum er í senn óraunsær og
hættulegur. Slíkt fjármagn ætti
ab fá til ab koma upp raforku-
frekri stóriðju, til að koma upp
bættri aðstöðu til að taka á móti
ferðamönnum og þá möguleika
sem landib hefur upp á ab bjóða
en viö höfum ekki nægilegt fjár-
magn til að sinna.
Þá er brýnt að kannað sé ítarlega
hvernig efla megi lítil iðnfyrir-
tæki með mjög sérhæfða fram-
leiðslu.
Enn hefur ekki tekist ab gera ís-
lenska landbúnaðarvömr sam-
keppnishæfar á mörkuðum er-
lendis. Þab er dýrt að framleiða
hér á landi, og búin em flest of
smá til þess að þau geti keppt vib
risabú annars stabar þar sem til-
kostnabur er margfalt minni.
Skemmtilegt er að fylgjast með
hve bændur em áhugasamir um
að breyta þessu sér í hag, og hug-
myndir um framleiðslu
„hreinna" landbúnaðarvara eru
mjög athyglisverðar. Þar kemur
þó til vandinn við að vinna upp
markað.
Hér er aðeins bent á naubsyn
þess að taka þab alvarlega að
byggja ekki alla afkomu okkar á
fiskveiðum. Og ef ísland á ekki
að verða annars flokks ríki á
mörkum fátæktar og bjargálna
verður að vinna stöbugt að þess-
um málum.
Um hvaö er
aö velja?
Annab er það stórmál sem ís-
lenskir stjórnmálamenn og for-
ustumenn í atvinnumálum
verða ab fást við af fullri alvöru
næstu mánubina. Samband okk-
ar við aörar þjóðir og efnahags-
heildir er flókið mál og þótt
þægilegt geti verib að stinga
höfðinu í sandinn og vilja ekki
sjá það sem er ab gerast í kring-
um okkur, þá er hættan sú ab
þegar upp er litib sjái menn ekk-
ert nema eyðimörkina í kringum
sig.
Hvað sem hver segir þá verður
umræðan um ísland og Evrópu-
sambandið eitt helsta kosninga-
málið þegar líöur að útmánub-
um. Máli skiptir hver úrslit verða
í þjóðaratkvæðagreiðslum í Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð þar sem
kjósendur segja sitt um hvort
löndin skuli gerast abilar að sam-
bandinu eba ekki. Hafni þessi
lönd aðild er ekki sjálfgefið að ís-
lendingar þurfi að taka málib til
íhugunar. Felli Norbmenn einir
aðild er ekkert sem knýr íslend-
inga til samninga. Verði abild
hins vegar samþykkt í öllum
löndunum þremur verða íslend-
ingar að skoba vandlega sinn
gang.
Þótt aðild verði felld í Norður-
löndunum þremur er ekki þar
meb sagt aö þar með sé aðild
þeirra útilokub um alla framtíð.
Líklegast er að málinu verði þá
haldib opnu, og sami háttur á
hafbur og þegar Danir felldu
Maastricht-samninginn, ab efna
til atkvæöagreibslu eftir eitt ár
eöa svo og hafa þá fengið fram
einhverjar þær breytingar á
samningunum sem gera aðild
meira aðlaðandi.
Það er ekki hægt á þessari stundu
að segja að Islendingar skuli
sækja um aðild eða hafna aðild
með öllu. Hins vegar verða
stjórnmálamenn og þjóðin öll að
gera sér þab ljóst, að meta verður
stöðu okkar og möguleika hverju
sinni í ljósi þess sem hagkvæmast
er fyrir þjóðina. Allir samningar
eru málamiðlun. Öll samskipti
okkar við aðrar þjóðir byggjast á
því að eitthvað verbur ab gefa eft-
ir til að ná öðru hagkvæmara
fram. De Gaulle sagöi oft, að ríki
ætti engan vin. Allt byggist á
hagsmunum. Hvort íslendingar
sækja um aðild eba ekki hlýtur að
byggjast á mati á því hvort aðrir
kostir eru betri þegar litið er til
framtíðar. Meðan viðskipti okkar
eru að verulegum hluta við ríkin í
Evrópusambandinu erum við
bundnir af fjölmörgum reglum
þess og fyrirmælum.
Umræðan í vetur mun væntan-
lega snúast um hvort sækja skuli
um aðild eða ekki. Utanríkisráb-
herra hefur markað henni svið.
En nauðsynlegt er að umræðan
beinist fremur að því ab kanna
hverjir kostir íslendinga eru í
framtíðarskipan efnahags- og
viöskiptamála í heiminum. Um
hvað höfum vib að velja ? Eins
og málum er nú háttað erum við
nátengd Evrópuríkjunum, og
verbi ofan á að kjósa abrar leiðir
til að viðhalda þeim tengslum,
aðrar en að gerast aðilar að ESB,
verðum við að íhuga vandlega
hverjar þeirra eru heppilegri, og
eins hvort unnt er ab efla tengsl-
in á annan hátt en með beinni
aðild.
jöfnun kosningarétt-
ar, fækkun
þingmanna
Þriðja stórmálið sem er að kom-
ast á dagskrá er hvort og hvernig
skuli breyta kjördæmaskipan og
kosningalögum. Þetta er þarft
mál, og þótt ekki sé hægt að ræða
það að sinni, þá er tvennt sem
rétt er að komi fram. í fyrsta lagi
verður að jafna atkvæðisrétt. Það
er eitt meginatriði lýðræðisskip-
anar aö meirihlutinn skuli taka
ákvaröanir, en jafnframt ab ekki
sé gengiö á rétt minnihluta. Við
síðustu breytingar á kosninga-
lögum var tryggður jöfnubur
milli flokka en ekki hirt um að
laga misræmi milli þeirra áhrifa
sem kjósendur hafa á kjör til lög-
gjafarsamkundunnar. Þetta verb-
ur að leiðrétta við næstu endur-
skobun laganna. Þar meb er ekki
sagt ab alger jöfnuður milli
landshluta geti orðið, nema
landið verði eitt kjördæmi.
Þá er rétt ab taka til íhugunar
hvort ekki sé rétt að fækka þing-
mönnum Gæti það oröið fyrsta
skrefið í þá veru að lækka yfir-
bygginguna í þjóðfélaginu,
fækka fólki í stjórnsýslunni,
fækka ráðherrum og kanna hvort
öll stjórnsýsluskipanin sé ekki
orðin alltof viðamikil og þung-
lamaleg. ■