Tíminn - 13.08.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 13.08.1994, Qupperneq 11
Laugardagur 13. ágúst 1994 Wímmw ii me&albóndi kaupi ekki áburð fyrir 5-600 þúsund á ári. Þann kostnað spara ég en önnur út- gjöld koma á móti og ég þarf auðvitað að bera á eins og aðrir. Það skiptir máli að nýta mykj- una sem bezt og þá er mikil- vægt að bera á á réttum tíma. Það þarf að gerast í rekju þann- ig að köfnunarefnið rjúki ekki út í veður og vind. Og svo þarf að koma smáranum í túnið. Smárinn er eiginlega lykilatriði í þessu öllu saman. Hann virkar líkt og lúpínan, en þetta eru belgjurtir sem nauðsynlegar eru til að rækta upp jarðveginn. Það er alveg ótrúlegt að sjá muninn á þeim jarðvegi sem búið er að rækta upp með líf- rænum aðferðum og þeim jarð- vegi sem einungis fær tilbúinn áburð. Ég fékk hingað efna- fræðing til að rannsaka þetta. Hann tók jarðvegssýni. Rætum- ar í gamla jarðveginum voru stuttar og rýrar, náðu varla nema 5 sentimetra niður í jörð- ina, en í lífræna jarðveginum voru þær kröftugar og stóðu amk. 20 sentimetra niður í moldina. Það sér hver maður að það sem vex upp af þess- háttar rót er kjarnmeira en hitt, og þar við bætist að þegar jarð- vegurinn er orðinn lífrænn má jafnvel sleppa því að bera á sum árin því að hann geymir í sér næringuna. Ég segi stund- um að ólífrænn jarðvegur sé eins og fíkill. Hann skilar engu nema hann fái sinn tilbúna áburð jafnt og þétt og svo þarf hann á endanum að fara í þriggja ára afvötnun til að losna við það fíkniefni sem hann er háður. — Hvemig gengur að rcekta túnin upp með smára? Þaö gengur ágætlega þegar Skjólbelti gegna lykilhlutverki við lífrœna rœktun, og hér er Kristján við eitt fjölmargra belta á jörðinni. Tímamyndir: jAK einu sinni er búið að sá hon- um. Þab hefur bara verið erfitt að fá fræið. Innflytjendur hafa ekki sinnt því að hafa þab á boðstólum þannig að ég hef oröið að flytja það inn sjálfur. Ég hef reynslu af breskum, sænskum og svissneskum smára. Sá sænski er varla fáan- legur. Eftirspurnin eftir fræinu hefur aukizt svo gífurlega síðan lífræn ræktun fór að aukast svo mjög, að Svíarnir hafa ekki undan að framleiða handa sjálfum sér. Nú undanfarið hef ég verið með svissneskan smára og mér virðist hann koma álit- lega út. — Þú rcektar líka garðávexti meö lífrcenum aðferðum. Hvernig gengur það? Ég er aðallega með rófur og gulrætur en líka smávegis af salati og káli. Þetta er algjörlega lífræn framleibsla og ég hef komizt ab því ab með natni er hægt ab halda kálflugunni ill- ræmdu í skefjum með mykju og hlandi sem þá er úðað á með mykjudreifara í júnímán- uði, áður en kálflugan kemst á kreik. Mér tekst líka að komast hjá arfa að verulegu leyti með því að nota alltaf nýbrotið land undir garðræktina. Þá hef ég þann háttinn á að bera á að hausti og plægja fyrir frost. — Og hvemig gengur að selja líf- rcent grcenmeti? Það þarf að koma því á mark- að í réttu samhengi og mér hef- ur reynzt bezt að selja það í sér- verzlunum meb heilsuvörur og skyldan varning. Ég býst við ab viðskiptavinir þar séu dálítið öðru vísi sinnaðir en fjöldinn sem kaupir sín matvæli í stór- verzlunum. Það þýðir ekki fyrir þá sem rækta lífræna garð- ávexti ab ætla sér að keppa vib þá sem flytja inn kynstur af ódýru grænmeti. Þessar vöru- tegundir eiga varla nokkub sameiginlegt annað en nafnið. Við seldum fyrsta lífræna græn- metið árið 1990 og eftirspurnin er meiri en framboðið. Spilda til lífrænnar ræktunar þarf ab hafa verið laus við tilbúinn áburð í ein þrjú ár áður en hægt er að selja afurðirnar sem lífræna ræktun. Safnhaugagerð- in er mikilvægur þáttur í þessu. Allur lífrænn úrgangur sem hér fellur til fer í safnhaug, td. allt trjákurl og moð. Ég er í ágætri samvinnu við Ibntæknistofnun um safnhaugagerðina, en af- raksturinn set ég svo í græn- metisstykkin. Hann hefur ekki einungis áburöargildi því að ég nota hann líka í þekju til aö hindra illgresissprettu. Það er ástæba til að geta þess, segir Kristján Oddsson á Neðra- Hálsi, að í þessu starfi er hugar- farið þab sem skiptir kannski mestu máli. Bóndi sem ætlar að leggja fyrir sig lífræna ræktun má ekki hugsa um þab eitt ab framleiða sem mest á sem skemmstum tíma. Hann verbur að hafa vilja, útsjónarsemi og þolinmæði til að bíða eftir því að starfið skili árangri og þá er víst að uppskeran verður ríku- Ieg. Hér er um það að ræða að fá náttúruna til að vinna meb sér. ■ Hitaveita Reyfejavífeur býður landsmenn velfeomna til Nesjavalla sunnudaginn 14. ágúst. C'unnudaginn 14. ágúst, milli klukkan 10 og 16, býður Hitaveita l) Reykjavíkur alla landsmenn velkomna að skoða Nesjavalla- virkjun. Starfsmenn virkjunarinnar munu skýra fyrir gestum feril vatnsins í gegnum virkjunina, hvernig ferskt, kalt vatnið er hitað og það síðan leitt til notenda á veitusvæðinu. Að lokinni skoðun er boðið í ökuferð um Hengilssvæðið þar sem, meðal annars, gestir finna fyrir þeim ógna krafti sem hýr í iðrum jarðar og hrýst fram í einni af borholunum á svæðinu. Að lokum eru gestir velkomnir í kaffi og meðlæti í Nesbúð á Nesjavöllum. Hitaveita Reykjavíkur hefur gert sumarveg með bundnu slitlagi meðfram aðveituæðinni milli Nesjavalla og Grafarholts. Ekið er á þennan vegfrá Hafravatnsleið milli hæjanna Dals og Miðdals. Þaðan er aðveituæðinni fylgt um Hengil til Nesjavalla. I góðu veðri hlasir við fjallahringurinn frá Esju til Bláfjalla. Utsýnið úr Hengli yfir Þingvallasvæðið er stórbrotið. Einnig má aka Grafningsveg til ogfrá Nesjavöllum. Allir eru hjartanlega velkomnir. HITAVEITA REYKJAVÍKUR xav.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.