Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. ágúst 1994 3 SVFÍ fœr árlega margar ábendingar um slysahœttu á ófrágengnum byggingalóbum. Deildarstjóri Slysavarnadeildar: Þarf skýrari reglur um ábyrgð lóðahafa Ófrágengnar byggingalóbir í umhverfi barna eru verulegt vandamál ab mati Þóris Gunn- arssonar deildarstjóra Slysa- varnardeildar SVFÍ. Árlega ber- ast Slysavarnafélaginu fjöldi ábendinga um slysahættu af þessum sökum en misjafnt er Sjávarafli: hvernig gengur ab ná fram úr- bótum. Þórir telur þörf á ab yf- irvöld setji skýrari reglur um þessi mál. í Tímanum í gær var sagt frá áhyggjum foreldra í Rimahverf- inu í Grafarvogi vegna slysa- hættu á ófrágenginni bygginga- lób í Berjarima. Þetta mál er ekki einsdæmi, eftir því sem Þórir Gunnarsson segir. Hann segir þörf á ab yfirvöld taki á þessum málum meö því ab setja skýrari reglur um ábyrgb þeirra sem fái úthlutaö lóbum. „Vib fáum margar hringingar frá foreldmm og abstandendum barna út af ófrágengnum lóöum. Þaö er t.d. ein lób úti á Seltjarnarnesi sem er svipaö ástatt meb og lóöina í Rimahverfinu. Bærinn var marg- búinn aö krefja eigandann um úrbætur áöur en hann fór á haus- inn. Þá tók nýr eigandi vib og sama karpiö byrjaöi aftur. Bæjar- félagið er ekki tilbúiö til aö gera neitt og fyrir bragöib getum viö átt von á að börnin slasi sig. Þetta er gömul saga sem vib þekkjum hérna en viö höfum í raun engin ráb," segir Þórir Gunnarsson. Hann segir ab margar ábending- ar hafi borist úr Grafarvogi í leys- ingunum í vor þegar vatn vildi safnast í skurbi og gmnna. „Ég talaði við varbstjóra í lögregl- unni og hann tjáði mér að hann hefði áhyggjur af þessu líka. Þannig ab allir þekkja þetta og hafa áhyggjur en spurningin er, hvað er hægt að gera? Ég lít svo á ab bæjarfélag, sem úthluti lóö- um, hljóti að bera sibferbislega ábyrgb á því að reglum sé fylgt eftir." ■ Rækja fyrir fjóra míljarða Þab sem af er þessu ári var bú- ib ab veiba um 36.180 tonn af rækju og nemur verbmæti afl- ans rúmum fjórum miljörbum króna. Á sama tíma í fyrra var rækjuaflinn 32.108 tonn og 26.090 tonn 1992. Þetta kemur fram í bráða- birgðayfirliti Fiskifélags íslands um fiskafla I júlí. í yfirlitinu kemur einnig fram ab heildar- aflinn á tímabilinu sept. - júlí er svipaður og var á sama tíma í fyrra, eða rúm 1,5 miljón tonn. Þá var þorskaflinn í júlí var 12.808 tonn á móti 23.732 tonnum í fyrra. Heildarþorskafl- inn á yfirstandandi fiskveiðiári er því oröinn um 183.787 tonn. Á sama tíma í fyrra var þorskafl- inn 220.815 tonn og 248.803 tonn árib þar á undan. Hlutur smábáta í þoskaflanum í júlí er rúm 50% á móti um 25% í fyrra og 27% í júlí 1992. í tonnum talið er þorskafli smá- báta þó svipaður þessi þrjú ár, eba á milli 6 - 7 þúsund tonn. Þá reyndist loðnuafli í júlí vera meb ágætum, eða 134 þúsund tonn sem er álíka og aflaðist í sama mánuði í fyrra. Hinsvegar var loönuaflinn í júlí 1992 að- eins 8.457 tonn. ■ Seltjörn viö Crindavíkurveg: Þrjú þúsund sil- ungar á land Góð veiði hefur verið í Seltjörn við Grindavíkurveg þaö sem af er sumri og hafa veiðst þar um þrjú þúsund silungar. Þá hefur á síðustu vikum verið sleppt í vatnið miklu magni af stórsil- ungi, á bilinu 4-8 pund. Mest hefur veiðst á beitu eins og maðk, hrogn og rækju, en fluguveiðimenn hafa einnig verið að fá'ann í vatninu og sleppa þeir meb agnhaldslaus- um flugum. í ágústmánuði er sértilboð í gangi og fylgir frír aðgangur ab Bláa lóninu og einnig aðgangur að Laxfiskasafninu að Húsatóft- um hverju veibileyfi. ■ LEIKURINN sem skila inn útfylltum þátttökuseðli fyrir 26. ágúst fá sitt glas! Við þökkum frábœrar móttökur! ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR /ffniKiRGöð Það verður að sjalfsögðu auglyst rœkilega þegar glösin koma til landsins svo ekki fari fram hjá neinum! Þatttakan i Mjolkurbikarleiknum hefur verið svo gífurleg að við höfum orðið uppiskroppa með verðlaunabikara! En það er aðeins tímabundið ástand því búið er að panta aukasendingu af glösum sem tryggir að allir sem skila inn útfylltum þátttökuseðli fyrir 26. ágúst fá örugglega sinn verðlaunagrip. Þessi metþátttaka skýrist m.a. af því að það er ekki bara unga fólkið um allt land sem ALLIR skellir sér í leikinn, heldur afar og ömmur, pabbar og mömmur ásamt frændum og frænkum á öllum aldri. Það eru bókstaflega allir með! Þangað til glösin komast í hendur réttra eigenda verðum við að treysta á þolinmæði þátttakenda sem munu að sjálfsögðu fá sérstaka inneignarkvittun fyrir hvern útfylltan þátttökuseðil sem skilað er inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.