Tíminn - 13.08.1994, Page 8

Tíminn - 13.08.1994, Page 8
8 gjjgtaw Laugardagur 13. ágúst 1994 Robert Laminock haföi œtiab aö fara meö einkadóttur- inni í búöir aö af- lokinni söluferö til smábcejar skammt frá Amarillo. Hann hringdi síöan í hana úr bílasíma og sagöi aö sér myndi seinka, þar sem hann heföi tekiö tvo putta- linga í bílinn. Aö sögn Roberts var stúlkan veik og hann hugöist skutla parinu á ncerliggjandi sjúkrahús. Dóttirin sagöi lögreglunni síöar aö hún heföi strax fengiö illan bifur á sögunni um veiku stúlkuna. T) -E—^iblían greinir m.a. frá miskunnsama Samverjanum sem veitti fónarlambi ræningja aðstoð sína þegar aðrir gengu hjá. Þetta er saga með fallegan boðskap en mikið vatn er til sjávar runnið síðan og víst er að sagan samræmist ekki alltaf þjóðfélagi okkar tíma, allra síst Ameríku. Þeim hefnist oft sem treysta ókunnugum og veita þeim aðstoð sína eins og eftir- farandi saga sýnir. Fimmtudaginn 26. apríl 1990 gengu fótgangandi vegfarend- ur fram á bíl í borginni Amar- illo í Texas. Annar þeirra leit af tilviljun inn um gluggann og sá sér til hryllings blóðugt karl- mannslík í framsætinu. Þegar var haft samband við lögregl- una. Um það leyti sem tæknilið lögreglunnar kom á staðinn gerði mikið óveður með hvöss- um vindi, þrumum, eldingum og rigningu. Það þurfti að hafa hraöann á því fingraför gátu skolast burt af bílnum og veðr- iö gat afmáð aðrar vísbending- ar. Lögreglan rétt náði að ljós- mynda blóðslóð sem lá frá bílnum áður en regnið helltist yfir og þyrmdi engu er á vegi þess varð. Morðinginn hafði særst í átökununum viö öku- manninn. Skorinn á háls Skömmu síðar fannst tveggja blaða hnífur skammt frá bíln- um sem álitinn var morðvopn- ið. Þegar búiö var að draga bílinn burt af vettvangi hófst rann- sókn innandyra. í ljós kom að mikið hafði blætt úr fórnar- lambinu, enda hafði ökumað- urinn verið skorinn á háls. Blóbsletturnar náðu alla leið ab afturglugganum. Fórnarlambib var, auk þess að vera skorið á háls, með mikla áverka á vinstri hendinni. Litli fingur var næstum skorinn af, líkt og maðurinn hefði reynt að ná taki á hnífnum þegar til hans var lagt. Aubsjáanlega var um kaldrifjab morð að ræða, Krístie Lynn Nystrom. Brent Ry Brewer. Greiðasemin kostaöi hann lífið SAKAMÁL sennilega í gróðavænlegum til- gangi. Veskis fórnarlambins var saknað en ummerki á vö- sum hans bentu til að morb- inginn hefði rænt hann að morðinu loknu. Virtur viðskiptamaður Hinn látni hét Robert Doyle Laminack, 66 ára gamall virtur viðskiptamaður, til heimilis í einu af úthverfum Amarillo. Dóttir hennar gat gefið lögregl- unni mikilvægar upplýsingar. Samkvæmt frásögn hennar haföi faðir hennar ætlað ab fara með henni í búðir að af- lokinni söluferð til smábæjar skammt frá Amarillo. Hann hringdi síðan í hana úr bíla- síma og sagði að sér myndi seinka, þar sem hann hefbi tek- ið konu og karl upp í bílinn. Ab sögn Roberts var stúlkan veik og meiningin var að hann myndi skutla parinu á nær- liggjandi sjúkrahús. Dóttir Ro- berts gat þess ab hún hefði strax fengið illan bifur á sög- unni um veiku stúlkuna og nú var grunur hennar óþyrmilega rökstuddur, parið hafði launað greiðann með því að ræna og myrða föður hennar. „Hann var eins og miskunnsami Sam- verjinn, alltaf að hjálpa öðr- um," sagði dóttirin grátbólgin við lögregluna. Sameiginlegur verknabur Morðdeildarmenn Texaslög- reglunnar fóru yfir stöðuna og reyndu að sjá morðið fyrir sér. Ummerkin í bílnum bentu til að glæpaparið hefði látiö til skarar skríða abeins örskömmu eftir ab ferbin hófst en sam- kvæmt vitni hafði Robert stöðvað aðeins hálfum kíló- metra frá staðnum þar sem bíll- inn fannst. Taliö var að þau heföu sameiginlega unnið á manninum, stúlkan hafði setib í framsætinu og reynt að halda höndum hans á meðan kærast- inn skar hann á háls úr aftur- sætinu. Umrætt vitni gat gefið lýsingu á stúlkunni, sem hún hafbi séð í svip, og teiknarar lögreglunnar gerðu mynd eftir lýsingu hennar sem var dreift um nágrennið. Ábyggileg lýsing Daginn eftir gaf ung stúlka, Patricia Jenkins, sig fram vib lögregluna og sagbist búa yfir mikilvægum upplýsingum hvað morbið áhrærði. Hún hafði einnig oröið fyrir ágangi puttalinganna, stúlkan hafði beðið hana um far en Patricia taldi það ekki koma til greina þar sem hún treysti ekki ókunnugum. Stúlkan, sem Patricia taldi vera um tvítugt, brást þá harkalega vib og hót- aði henni en Patricia keyrbi óttaslegin á braut. Patricia samþykkti að láta dá- leiða sig og í dásvefninum gaf hún lögreglunni nákvæmar upplýsingar um útlit stúlkunn- ar og var sú mynd mjög frá- brugðin fyrstu lýsingunni sem lögreglan hafði látið gera. Að- eins örskömmu eftir að nýja myndin var birt í sjónvarpi og dagblöðum fór rannsókn lög- reglunnar að skila árangri. Laugardaginn 28. apríl gaf ung stúlka sig fram og sagðist vera sambýliskona konunnar á Teikning af Nystrom sem varö tii þess aö sambýliskona hennar þekkti hana og gat gefiö mikil- vcegar upplýsingar. myndinni. Hin grunaða hafði unnið fyrir sér sem topplaus dansmær í næturklúbbi í Amar- illo og var allt annað en vönd ab virðingu sinni. Hún hafði ásamt kærasta sínum fariö í ferðalag út úr borginni þremur dögum áður og hafði sagt sam- starfsfólki sínu í óspuröum fréttum að þau skötuhjúin ætl- uðu að ræna einhvern á þjóð- vegunum þar sem þau væru orðin þreytt á blankheitum og basli. Tveimur dögum síðar hafði sambýliskonan snúið aft- ur heim og var blóðug og illa til reika og kærastinn bar ljótan skurb á vinstri hendi. Þau fóru bæði í sturtu og höfðu fata- skipti en fötin tóku þau með sér og hentu í ruslafötu við stigaganginn. Patricia fór þegar til lögreglunnar. Leitln Hin grunuöu hétu Kristie Lynn Nystrom og Brent Bray Brewer og voru abeins 19 og 21 ára gömul. Þegar hófst víðtæk leit að þeim en á meðan streymdu upplýsingar inn á borð lögreglunnar þar sem kunningjar þeirra gáfu sig fram og höfðu svipaða sögu að segja og sambýliskona Kristie. Brent hafði veifað blóðugu veski Ro- berts framan í kunningja sinn og virst hróðugur yfir því að þau höfðu haft um 200.000 ísl. krónur upp úr krafsinu því Ro- bert hafbi verið með umtals- vert magn af reiðufé á sér þegar hann var myrtur. Leitin náði yfir í nærliggjandi borgir en ekkert spurðist til þeirra næstu dagana. Mánudaginn 7. maí, rétt fyrir miðnætti, barst lögreglunni nafnlaus tilkynning um að hin grunuðu héldu til í Red Oak, Ellis County, u.þ.b. 25 km frá borginni Dallas. Fjórum klukkustundum síðar var búib að handtaka Brewer og Ny- strom. Þau veittu enga mót- spyrnu. Dómurinn Tekin voru fingraför af þeim en í bíl Roberts hafði fundist fjöldinn allur af blóbugum för- um. Þá voru blóðsýni tekin og send til FBI- lögreglunnar. Réttarhöldin yfir Brent Brewer hófust 28. maí 1991. Allt bar að sama brunni, sannað þótti að þau hefðu orðið Robert Laminack að bana. Brent Bre- wer var dæmdur til dauöa meb eitursprautu en hegning Ny- strom var mildub úr dauða- dómi í lífstíðarfangelsi án þess ab hún eigi möguleika á náð- un. Hennar þáttur í morðinu þótti sannaður en veigaminni en Roberts og því bíður hann nú örlaga sinna ásamt 340 karl- föngum og 4 konum. Robert Laminack galt fyrir hjálpsemi sína með lífi sínu og sagan um miskunnsama Samverjann hef- ur tekið á sig aðra og óhuggu- legri mynd. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.