Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 STOFNAÐUR 1917 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Miðvikudagur 21. september 1994 176. tölublað 1994 Hugmyndir forsœtisráb- herranna um atvinnu- sköpun: Mæltust vel fyrir Forsætisrá&herra segir ab tals- menn verkalýðsfélaganna hafa tekið vel í hugmyndir sem hann setti fram í viöræhum við aðila vinnumarkaöarins um atvinnu- skapandi verkefni í vegagerð, sem m.a. yrðu fjármögnuð með hækk- un á bensíngjaldi. „Það kom ekki fram gagnrýni á þessum fundi, þvert á móti held ég að þetta hafi mælst heldur vel fyr- ir," sagði Davíð Oddsson. Davíð segir hugsunina í ativinnu- átakinu þá að ráðast í eins konar tíu ára átak í vegamálum, sem yrði þó framkvaemd á þremur árum. Eyrna- merktu fjármagni til þessara fram- kvæmda yröi skipt í samræmi við íbúafjölda landsins, þannig að 60% rynnu til höfuðborgarsvæðisins. Þetta átak hefði ekki áhrif á hefð- bunda vegaáætlun. ■ Sighvatur Björgvinsson: Þegar skólarnir byrja á haustin byrjar líka skólasundib. Mörgum skólabörnum finnst sundiö einmitt skemmtiiegasta námsgreinin og krakkarn- ir í Melaskóla voru hressir og kátir í Vesturbcejarlauginni í gœr þegar þau fengu aö fara í heita pottinn í lok sundtímans. Tímamynd GS Hugmyndir forsœtisráöherra um aö fjármagna vegaframkvœmdir meö hœkkun á bensíngjaldi fá misjafnar undirtektir. ASÍ: Auknar skattaálögur þýöa hærri kaupkröfur „Vib vöktum athygli á því ab hækkun á bensíngjaldi hefbi verblagsáhrif sem kæmi fram í kaupmættinum og þab myndum vib ekki sætta okkur vib. Þá mundi þab einnig koma fram í kaupkröfum vegna þess ab menn ætla í næstu kjarasamningum ab bæta kaupmáttinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræb- ingur ASÍ. A fundi meb aðilum vinnu- markaðarins í fyrradag kynnti forsætisráðherra hugmyndir sínar um atvinnuskapandi verk- efni og þá einkum í vegagerb sem yrbu fjármagnabar m.a. með hækkun bensíngjalds. Samkvæmt því sem fram kom á Borgin tekur lán Borgarráð samþykkti í gær út- gáfu verðtryggðra skuldabréfa ab nafnverði 950 milljóna króna til tíu ára. Lántakan skýr- ist ab hluta til af því ab fjárhags- áætlun var skilab meb um 380 milljóna króna gati. Einnig hafa tekjur borgarinnar orbib minni en gert var ráb fyrir. ■ fundinum er forsætisrábherra að gæla vib ab hækka bensín- gjaldið um nokkrar krónur á hvern lítra, enda er hér um að ræba framkvæmdir í vegamál- um fyrir um 8 milljarba króna. Þab mundi skiptast þannig ab 5 milljarðar færu til framkvæmda á höfuðborgarsvæbinu og 3 milljarbar á landsbyggbinni. Gylfi segir ab fulltrúar verka- lýbshreyfingarinnar hafi ekki tekiö efnislega afstöbu til þess- ara hugmynda forsætisrábherra, enda ekki komnir til fundar vib hann til að ræöa nýjar skatta- álögur. Þeir hefbu hinsvegar óskaö eftir þessum fundi með rábherra til ab reka á eftir því aö ríkisstjórnin standi vib þá yfir- lýsingu sem hún gaf í tengslum við gerö síðustu kjarasamninga um atvinnuskapandi verkefni. En talið er aö ríkissjóöur eigi eft- ir að inna af hendi um 600 milljónir króna í þeim efnum. Hagfræöingur ASÍ segir aö verkalýðshreyfingin leggi þunga áherslu á ab þessum þætti í gildandi kjarasamningi veröi lokið áöur en hafist veröur handa um gerö nýs kjarasamn- ings um áramótin. Hann segir jafnframt aö verkalýöshreyfing- in hafi fært gild rök fyrir því aö ríkisstjórnin eigi aö fara í arö- bærar framkvæmdir til að örva atvinnustigið í landinu. Þar á meðal eru vegaframkvæmdir og viöhald opinberra bygginga án þess ab það hefði í för meö sér sérstakar skattahækkanir. Útlit er fyrir hagvöxt á þessu ári, en samkvæmt spá Þjóö- hagsstofnunar frá því í júlí var ekki gert ráb fyrir hagvexti fyrr en á næsta ári. Þetta kom fram á fundi ríkisstjórnarinn- ar í gær. „Þaö er ljóst ab þarna verður um hagvöxt ab ræba og jafn- framt á næsta ári, þannig aö við erum aö sigla í mun betra ástand en vib jafnvel þorðum að spá í júlí," sagbi Davíð Odds- son forsætisráðherra í gær. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar sem forsætisráðherra kynnti snemma í júlí var gert ráð fyrir óbreyttri landsfram- leiöslu á milli áranna 1993 og 1994 og 1% hagvexti á næsta Enda töldu menn ab launafólk hefbi lagt fram nægilegar fórnir til aö stuðla aö stööugleika og endurreisn atvinnulífsins meb því að samþykkja engar kaup- hækkanir í núgildandi kjara- samningi. ■ ári. Nú er gert ráð fyrir aö ein- hver hagvöxtur mælist þegar á þessu ári, en einn af þáttunum sem veldurjressum breytingum er veiöar Islendinga í Smug- unni. Ekki var um eiginlega skýrslu frá forsætisráðherra að ræöa í gær, en hann mun hafa kynnt nýjustu upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun. Þjóöhagsstofnun vinnur nú aö endanlegri þjóð- hagsáætlun sem lögö verður fyr- ir Alþingi þegar þab kemur sam- an. Þar kemur fram að hagvaxt- arhorfur eru betri en í júlí, en spár um verðbólgu og viöskipta- jöfnub eru svipaðar og í sumar. „Þaö eru vísbendingar um aö það sem menn voru ab sjá fyrir Mundi bjóða Jóhönnu vel- komna aftur Sighvatur Björgvinsson heilbrigb- is,- trygginga,- ibnabar- og vib- skiptarábherra, segist vilja bjóba Jóhönnu Sigurbardóttur vel- komna í Alþýbuflokkinn aftur, enda hafi henni ekki verib vísab úr flokknum. „Brotthvarf Jóhönnu kemur mér ekkert á óvart," sagði Sighvatur Björgvinsson. „Stax og hún sagði af sér varaformannsembættinu, þótt- ist maður sjá fyrir sér að þetta gæti orðið atburðarásin. Hún vildi nú sjálf aldrei viðurkenna að svo gæti orðið, fyrr en hún tók þessa ákvörð- un undir lokin. Ég ítreka að henni hefur ekki verið vísað burt úr Al- þýðuflokknum. Ákvörðunina um að fara tók hún sjálf." „Ég myndi bjóða Jóhönnu vel- komna, því það er mikill akkur að Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinsvegar verður hún eins og allir aðrir — sama í hvaða stjórnmálaflokki menn eru — að lúta lýðræöislegum afgreiðslum, sagði Sighvatur." ■ sér í júlí ætli að ganga eftir," seg- ir Sighvatur Björgvinsson vib- skiptarábherra. „Vib erum ab uppskera árangur af ströngu ab- haldi og hagræðingu," sagöi Sighvatur. „Þetta er vísbending um að íslenskt efnahags- og at- vinnulíf sé í miklum mæli að laga sig að erfiðum kringum- stæbum, en efnahagslífið rís ekki aftur aö verulegu leyti fyrr en við förum ab fá auknar þjób- artekjur í gegnum aukin út- flutningsverðmæti fiskjar og stóribju." Sighvatur segir að fjárfeStingar hafi ekki aukist ennþá þrátt fyr- ir tiltölulega hagstæb ávöxtun- arkjör og lægri vexti en víða í grannlöndunum. ■ Endurskoöuö þjóöhagsspá kynnt innan tíöar: Hagvöxtur strax í ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.