Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 21. september 1994 Svo er ab heyra á fréttum ab Albanir vilji víbast hvar frekar vera en í œttlandi sínu. Myndin er af albönsku flóttafólki í ítalskrí hafnarborg fyrir nokkrum árum. Fleiri óróleg horn Stjórnir Albaníu og Crikklands magna upp óvinarímyndir til aö leiöa athygli þjóöa sinna frá fá- tœkt og efnahags- vandrœöum Bosnía er sem alkunnugt má vera það Balkanlanda sem mesta athygli hefur dregið að sér undanfarið, en órólegu hornin þar eru fleiri. Eitt þeirra er Epíros, svæði sem skiptist á milli Grikklands og Albaníu. Þar hafa í aldanna rás búið bæði (JjTikkir og Albanir og þar áður Grikkir og Illýrar, sem Albanir a.m.k. telja for- feöur sína. Og samkomulagið á milli þjóða þessara hefur oft verið miður gott. Svo er enn. Forseti Albaníu heitir Salih Berisha, fyrrum gæðingur og líflæknir Hoxha einræðis- herra. Þegar tímarnir breyttust þarlendis, breytti Berisha sjálf- um sér í lýöræöissinna, hækk- aði við það enn í valdastigan- um og setti fyrrverandi mat- móður sína, ekkju Hoxha, í fangelsi. Bar hann hana mörg- um sökum og misþungum, m.a. annars ab hún hefði fengið sér kaffi og vínarbrauð á ríkisins kostnað er hún beiö á flugvelli eftir sendinefnd. Fá- tækt er meiri þarlendis en lík- lega í nokkru öbru Evrópu- landi. Berisha forseti er af þeirri ástæðu og fleirum ekki öruggur í sessi og eins og margir aðrir valdhafar, sem þannig hefur staðið á fyrir, hefur hann gripið til þess ráðs aö magna upp óvinarímynd. Til þess valdi forsetinn gríska þjóðernisminnihlutann í al- banska hlutanum af Epíros. Fyrir skömmu voru fimm menn af því fólki dæmdir fyrir njósnir og ólöglega vopna- eign. Vestrænir fréttamenn kalla það sýndarréttarhöld. Áróður gegn Grikkjum er dag- legt brauð í albanska sjónvarp- inu. Verkamenn reknir úr landi í Grikklandi býr frá fornu fari eitthvaö af Albönum og auk þess hafa síðustu árin tugþús- undir Albana farið til Grikk- lands, bæði löglega og ólög- lega, í atvinnuleit. Albaníu bagar mjög skortur á erlend- um gjaldeyri og hefur því orð- ib háb peningum þeim, sem albanskir verkamenn í Grikk- landi senda heim. Gríska stjórnin svaraði nefndum réttarhöldum og öðrum þrengingum, sem Grikkir í Albaníu hafa orðið fyrir, fyrr á árinu með því að stöðva peningasendingarnar til Albaníu. Þar að auki hefur Grikkjastjórn hafist handa við að reka albanska verkamenn í Grikklandi úr landi, og er sagt að um þúsund þeirra séu nú reknir norður yfir landamærin á dag, að meðaltali. Þeir af verkamönnum þessum, sem hafa gildar grískar vegabréfs- áritanir, eru reknir burt engu síður en hinir. Sumra mál er að vísu að margir hinna brott- reknu laumist subur yfir landamærin jafnharðan. Til- gangur grísku stjórnarinnar meb þessu mundi vera að veikla efnahagslíf Albaníu, sem ekki má við miklu, og grafa þar með undan stjórn Berisha. Róttækir grískir þjóðernis- sinnar halda því hástöfum fram að Norður-Epíros, sem er hluti af Albaníu, sé með réttu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON grískt land og eigi Grikkir því að innlima það. Gríska stjórn- in tekur að vísu ekki beinlínis undir það, en einnig Grikk- land á í miklum efnahags- vandræðum. Andreas gamli Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, sem vel kann að spila á tilfinningar fjöldans, telur því kannski að einnig sér sé full þörf á óvinarímynd til þess að festa athygli almenn- ings við. A.m.k. hefur stjórn hans undanfarib öbru hverju tekið að vissu marki undir áróbur róttækra þjóðernis- sinna gegn Albönum og við- víkjandi Epíros. Forseti Albana Fréttaskýrendur sumir segja að Berisha muni vera maður metnaðargjarn og líti svo á að forsetaembættið í landi hans sé alltof valdalítib. Hafi hann nú í huga að knýja fram sam- þykkt nýrrar stjórnarskrár, er dragi úr valdi þingsins og auki mjög vald forseta. Athygli hef- ur og vakið að Berisha talar gjarnan um sjálfan sig sem forseta Albana, fremur en Al- baníu. Með því virðist hann gefa í skyn, að hann líti á sig sem forsvarsmann allra Al- bana, bæbi í Albaníu og ann- arstaðar. Og Albanir utan Al- baníu eru varla miklu færri en þeir sem eru í Albaníu sjálfri. Ibúar Albaníu eru um þrjár milljónir, en í héraðinu Koso- vo í Serbíu búa líklega um tvær milljónir Albana. Þar að auki eru samkvæmt einni heimild um 400.000 Albanir í Makedóníu, um 100.000 í Svartfjallalandi og eitthvab af þeim er í Grikklandi. Albanía hefur varla tök á að reka herskáa útþenslustefnu, en stjórn hennar getur fært sér í nyt í því sambandi að Alban- ir í Kosovo og Makedóníu una illa yfirráðum Serba og Make- dóna. Ástandið í Kosovo hefur lengi verið talið eldfimt. Og Makedónía er völt á fótum. Þar kemur til, fyrir utan óánægju albanska þjóðern- isminnihlutans, að ekkert grannríkja hennar er henni velviljað. Grikkir gruna Make- dóna um ab ásælast hluta af Norður-Grikklandi, sem einn- ig heitir Makedónía, og eru reiðir þeim fyrir að nota tákn frá Makedóníu hinni fornu, frá tíð þeirra frægu febga Fil- ippusar og Alexanders mikla. Gríska stjórnin setti af því til- efni viðskiptabann á Make- dóníu. Búlgaría hefur að vísu viðurkennt Makedóníu, en með semingi og lítur svo á að Makedónar séu eiginlega Búlg- arar. Með því er gefið í skyn að Makedónía eigi að vera hluti af Búlgaríu. Og serbneska stjórnin hefur einnig þungan hug á þessu nýja ríki. Við þetta er að bæta að deilur Serba og Króata um héruð þau í Króatíu, sem byggb eru Serb- um, eru óleystar og gamalgró- ið hatur milli Grikkja og Tyrkja er samt við sig. Hættan í því sambandi hefur aukist við líkur á því að Tyrkir hlutist til um málefni á Balkanskaga til stuðnings trúbræðrum sín- um þar, Albönum og Bosníu- múslímum. ■ Mitterrand segist ekkert hafa ab fela, en hann var mikill hœgrimab- ur á yngrí árum. Æskuár Mitterrands Une jeunesse francaise: Francois Mitterr- and 1934-1947, eftir Pierre Péan. Fayard, 616 bls. í maí 1995 rennur út annað sjö ára kjörtímabil Francois Mitterr- ands, forseta Frakklands, en hann er nú 77 ára ab aldri. í Frakklandi, snemma í septem- ber, kom út bók þessi, en höf- undur hennar er kunnur blaða- maður. Veitti Mitterrand hon- um aðgang að bréfum sínum og öðrum gögnum um æskuár sín og fyrstu skref á stjórnmála- brautinni, meðan hann var enn innan við tvítugt. í ritdómi í Time 12. september 1994 sagði: „Höfundar, vinveittir Mitterr- and, sem um ævi hans hafa fjallað, hafa hlaupið yfir eða sneitt hjá spurningum, sem leit- að hafa á alla samtíðarmenn Mitterrands: Hvað hafðist hann að fyrir síðari heimsstyrjöldina og meðan Þjóöverjar hersátu Frakkland? Eftir athuganir sínar veitir Péan svör, sem á óvart koma þeim sem þekktu einung- is til starfa Mitterrands í frönsku andspyrnuhreyfingunni, sem hann og aðrir hafa frá skýrt." „Átján ára gamall gekk Mitterr- and í æskulýðsfélag frönsku hægrihreyfingarinnar Croix-de- Feu (Eldkrossins). Og til er mynd af honum í kröfugöngu 1935 undir borðum með áletr- uninni: Dehors des Métégues (það er, Út meb útlendinga). Mitterr- and átti vini í Cagoule, leynileg- um samtökum fasista, sem myrtu og rébust á Gyöinga. Sem innanríkisráðherra eftir styrj- öldina reyndi Mitterrand að Fréttir af bókum leysa nokk'ra félagsmenn þeirra úr fangelsi. Mitterrand dáöi Pétain marskálk, höfuð Vichy- stjórnarinnar, og vann fyrir hann. í nóvember 1941 var honum veitt æðsta heiðursvið- urkenning Vichy-stjórnarinnar. Hann hélt vib vináttu sinni viö René Bosquet, lögreglustjóra Vichy-stjórnarinnar. En allt til þess, að Bosquet var ráðinn af dögum (1993), átti hann í mála- rekstri til að komast hjá mál- sókn fyrir að hafa framselt Gyð- inga á hernámsárunum. Að því er Péan segir, bauð Mitterrand honum til kvöldverðar, jafnvel er liöið var fram til 1986." „Mitterrand söðlaði um og fór aö vinna fyrir andspyrnuhreyf- inguna snemma árs 1943, ári síöar en látið hefur verið í veðri vaka á undanförnum árum, en þá fóru að verða miklar horfur á sigri bandamanna. Péan birtir bréf, ritað á stríösárunum, frá Henri Frénay, forstöðumanni Sameinuöu andspyrnuhreyfing- arinnar. Starfsmaður útlaga- stjórnar Charles de Gaulle hafði haft efasemdir um hughvarf Mitterrands, sem áöur hafði ver- ið Vichy-stjórninni hollur. Frénay skrifaði: „Harmleikur Frakklands er, að heiðvirðir og réttsýnir menn tóku Pétain um skeið trúanlegan og settu traust sitt á hann. Án efa urbu þeim á mistök, en mistök í góðri trú, sem við getum ekki sakfellt þá fyrir."" ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.