Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 21. september 1994 5 Rússland verbur ab ganga í Nató eftir Boris Fjodorov, þingmann Ríkisdúmunnar Eftir brottflutning rússneskra herja frá Þýskalandi kemur upp hernaðarleg staba, sem er í grundvallaratribum ný. í því samhengi verbur einkar brýnt ab leysa vandkvæbi sem tengj- ast gagnkvæmum samskipt- um Rússlands og Nató. Ekki alls fyrir löngu hlýddi ég á ræbu eins af varnarmálaráb- herrum Evrópu og hlaut eina ferðina enn að undrast það, hve illa að sér í stjórnmálum rúss- neskir stjórnmálamenn eru og má þá vísa til nýlegra og alvöru- lítilla umræbna um áætlun Na- tó sem ber nafnið „Samstarf í þágu friðar". Og ab sínu leyti hljóta Rússar ab hafa áhyggjur af afstöbu vestrænna ríkja. í stuttu máli sagt er sú skoðun ríkjandi á Vesturlöndum að: - þab þurfi að taka sem fyrst inn í Nató ríki sem til skamms tíma töldust til vina okkar í Varsjár- bandalaginu; - það þurfi að „halda uppi sam- starfi" við Rússland, en það megi ekki gera landið ab snör- um þætti öflugasta öryggiskerfis í heiminum. Þar af leiðir að önnur ríkja- blökkin, sem var, vex og bætir við sig, en af hinni verður, þeg- ar að er gáð, ekki annað eftir en Rússland eitt og sér, með nokk- uð svo óljós varnartengsli við önnur lýðveldi Sovétríkjanna fyrrverandi. Þegar að því er spurt, gegn hverjum Nató sé stefnt og hvað þau óttist svo mjög, austurevrópsku ríkin sem nú skipa sér í bibröð hjá Nató og ESB, þá verður fátt um svör, en að sjálfsögðu er ráð fyrir því gert að menn vilji standa saman gegn Rússlandi. Auðvelt er að sjá fyrir afleiðing- ar þessa: bæði í Nató og hjá okk- ur mun upp vekjast yfrið nóg af boðberum vígbúnaðarkapp- hlaups, menn mundu finna sér ærnar ástæður til gagnkvæmrar tortryggni, og ef svo færi að styrkleikahlutföll breyttust milli pólitískra afla í Rússlandi, hlyti slíkt ástand næstum því óum- flýjanlega ab leiða til þess að upp gjósi hættuleg ágreinings- mál með nýju „köldu stríði". Því erum við blátt áfram skuld- bundnir til þess, ef viö látum okkur annt um öryggi Rúss- lands, að leggja sem fyrst fram opinbera aöildarumsókn að Na- tó. Þá komumst við um leið að því hvaða afstöðu til Rússlands þeir hafa í raun og veru, þessir fjölmörgu viðmælendur okkar hjá „hinum sjö stóru" og í Vest- ur- og Austur-Evrópu. Eitt eru hátíðafundir, veislur eða til dæmis sameiginlegar veibiferð- ir, allt annab er undanbragða- laust svar Bills eba Helmuts viö ótvíræðri spurningu: Hvab færir aðild að Nató okkur? Furðu- margt, reyndar. í fyrsta lagi: Það verður að gera endurbaetur á Nató og víkja frá því að Bandaríkin hafi tögl og hagldir í þeim samtökum. Meira jafn- vægi kemst um leið á í Evrópu, þar sem hraðvaxandi máttur sameinaðs Þýskalands, sem mörgum stendur ótti af, finnur / fyrsta lagi: Það verður að gera endur- bœtur á Nató og víkja frá því að Bandaríkin hafi tögl og hagldir í þeim samtökum. Meira jafnvœgi kemst um leið á í Evrópu, þar sem hraðvaxandi máttur sameinaðs Þýskalands, sem mörgum stendur ótti af, finnur sér mót- vœgi í Rússlandi. sér mótvægi í Rússlandi. í öðru lagi: „Kalda stríðinu" mun ljúka í alvöru, það verður mögulegt að draga með siðlegri hætti en ella væri úr miklu álagi á fjárlög okkar og rússneskir hershöfðingjar fá tækifæri til að læra hvernig hægt er að efla her um leið og hann smækkar. í þriðja lagi: Til verða viðbótar- tryggingar fyrir verndun lýb- ræðis í Rússlandi, sem og fyrir bættum efnahagslegum sam- skiptum við erlend ríki. Röksemdir, þar á meðal vest- rænar, gegn aðild Rússlands að Nató standast ekki alvarlega gagnrýni. Það er undarlegt að heyra að Rússland sé síður evr- ópskt ríki en segjum t.d. Banda- rikin, Kanada eða Tyrkland. Eða að rússneski örninn hafi höfuð tvö og horfi þau hvort í sína átt- ina. Ernir eru og til í öðrum löndum, ekki horfa þeir allir í vestur og sumir líkjast helst haukum eða hrægömmum. Ekki tel ég heldur að neikvæð viðbrögð Kína vegi þungt sem mótbára. Hins vegar á sú röksemd rétt á sér að Rússland sé of víðlent ríki. En þeim mun mikilvægari verður einmitt innganga okkar í öryggiskerfi sem spannar allan heiminn. Rússland utan Nató mun aðeins verða til þess að veikja sameiginlegt öryggi Vest- urlanda. Á hinn bóginn mun Rússland aldrei telja sig njóta fyllsta öryggis vib hliðina á Nató, sem hefbi stækkað að miklum mun. Hve margt sem talab er um samvinnu yfirleitt og þegar á heildina er litið, þá er því ekki að leyna, ab ef við kom- umst ekki að samkomulagi sem dugar, þá munum vib horfa hver til annars sem hugsanlegra fjandmanna. Áætlunin „Samstarf í þágu frib- ar" var áreiðanlega abferð (fyrir Bandaríkin) til að slá á frest ákvörðun Vesturveldanna um útfærslu Nató, fá einskonar um- þóttunartíma. Því háskasam- legri eru yfirlýsingar vestrænna stjórnmálamanna um þab að sum lönd beri að innlima, en við önnur (Rússland) beri ein- ungis að hafa samvinnu. Og svo er lýst furðu á því að vib séum ekki nógu hrifnir af því ágæta orði, „samvinna"! Þetta er furbuleg rökvilla, sem hefur skaðleg áhrif á öryggi heimsins. Við skulum heldur ekki gleyma innanlandsástandinu í Rúss- landi, þar sem æ tvísýnna verb- ur um örlög lýöræðisins og let- inginn einn brýtur ekki lög. Hættuleg umskipti geta veriö framundan og á,vissu stigi geta öryggismál orðið efst á baugi, ef kynt verður undir herskáum hneigðum og þær gerðar að að- alvígorði þeirra sem vilja aftur- hvarf til fyrri tíma. En ef Rúss- land verður gert ab snörum þætti hins alþjóðlega samfélags, þá gefur það okkur aukreitis tryggingu fyrir því að lýðræði haldi áfram að þróast í landinu. Hægt er að skilja tilfinningar sem upp koma og sögulegar hliðstæður sem gripið er til, þegar menn velta fyrir sér vandamálum Austur-Evrópu, en Vesturlönd og Rússland eiga sér nú raunverulegt tækifæri til að stíga stórt skref til raunhæfs friöar. Vonandi eiga forystu- menn Rússlands, sem og vest- rænir viðmælendur okkar, nóg- an pólitískan vilja til þess. Lát- um við þetta tækifæri okkur úr greipum ganga, þá er við enga að sakast aðra en okkur sjálfa. Grein þessi birtist í Izvestia 6. seþtember sl. Siguröur Cunnarsson: Bóka- og byggðasafn Norbur- Þingeyinga Brottfluttir Norður-Þingeyingar hafa undanfarrn ár fylgst af áhuga með því, hvar bóka- og byggða- safni sýslunnar yrði endanlega fyrir komið í góðu húsnæbi til varanlegrar geymslu. Árið 1952 gáfu hjónin í Leir- höfn, Andrea Jónsdóttir og Helgi Kristjánsson, frábærlega mikið, fjölþætt og fallega inn bundið einkabókasafn sitt. Var þaö tví- mælalaust eitt allra stærsta og fullkomnasta safn í eigu tveggja einstaklinga í landinu. Kunnug- um var líka ljóst, að Helgi hafði verið bókasafnari langa ævi og bundið nær hverja bók sjálfur, enda lærður bókbandsmeistari. Sýslunefnd þáði að sjálfsögðu þessa góðu gjöf og skipabi bóka- safnsstjórn, sem faliö var það hlutverk að koma framtíðarskip- an á safnib og finna því varanlegt húsnæði. Um líkt leyti, eða til áranna upp úr 1950, má með fullri vissu rekja söfnun fyrstu muna í Norður- Þingeyjarsýslu. Þeirri söfnun hef- ur síðan verið haldið markvisst áfram, þótt nokkrar eybur hafi stundum orðiö á þessu langa ára- bili. Um þetta er löng saga, sem hér verður ekki rakin í stuttri kynningargrein. Munum, sem innan skamms urðu margir af ýmsu tagi og sífellt fleiri, var að sjálfsögðu komib fyr- ir í geymslu til bráöabirgða hjá ýmsum áhugamönnum. Draumur áhugamannanna mörgu um gott og varanlegt hús- næði fyrir bóka- og byggðasafn sýslunnar var lengi órábinn og rættist ekki að fullu fyrr en árið 1988. Var það að sjálfsögðu eink- um vegna fjárhagserfibleika og skorts á hentugu húsnæði. En þetta ár keypti sýslunefnd skóla- húsið gamla í Núpasveit til geymslu fyrir safnið, þegar skól- inn flutti í nýtt og fullkomið skólahús á Kópaskeri. Eins og nærri má geta, þurfti að breyta ýmsu og bæta í þessu gamla húsi til þess að hægt væri að koma þarna fyrir tveimur um- fangsmiklum söfnum á viðun- andi og varanlegan hátt. Og auö- vitað tók það töluverðan tíma. En þarna voru bráðsnjallir áhuga- og fagmenn að verki, bæbi viö breyt- ingar á húsinu og uppsetningu og frágang safnanna, svo að betur var tæpast hægt aö gera. Og nú hafa söfnin verib opin síðustu misserin, vissa daga í hverri viku, og vakiö óskipta at- hygli og abdáun allra þeirra mörgu, sem þangað hafa komiö. Undirritabur hefur komib þar tvö síöustu árin og gaf sér góban tíma til að kynna sér það í fyrra- sumar. Ég dreg hér enga dul á, að ég er hrifinn af því, sem þarna hefur gerst — dáist að þessu mikla og varanlega menningarframtaki Safnahúsit) íNúpasveit. fyrir sýsluna og þeirri frábæm vandvirkni og snyrtimennsku sem einkennir allt sem þar hefur verið upp sett og fyrir komið. En eitt blasir þar fljótt viö, þegar nánar er skoðaö: Húsnœði safnsins er strax orðið alltof lítið, einkum fyrir byggðasafhið. Þar er miklu og fjölbreyttu efni komið fyrir á einkar snyrtilegan hátt, eins og fyrr segir, en við alltof þröngan kost, alltoflít- ið rými. Og margir merkir, stcerri munir komast þar hvergi að — verða að bíða bcettra aðstceðna í luktum, lélegum geymslum. Ég ræddi þetta bæði við ráða- menn safnsins og ýmsa áhuga- sama sýslunga, og öllum ber sam- an um ab bæta þurfi sem allra fyrst húsakynni safnsins meb myndarlegri viðbyggingu. Okkur kom saman um, að sjálf- sagt væri að hefja strax á næsta ári nýja fjársöfnun í þeim til- gangi. Nú væri einmitt lag, eins og sjómenn segja. Nú vceri öllum Ijóst, sem heimscektu safhið, hvílík menningarstofnun það vceri þegar orðið fyrir sýsluna, en húsakynni þess vceru bara alltofþröng, svo að ekki vceri við unað. Safnastjórnin hefur nú alveg ný- lega (um mibjan ágúst) gefið út myndarlegan, fróblegan og myndskreyttan fræöslubækling um safnið, og er það gott og nauðsynlegt framtak. Jafnframt á hann að vera ein- dreginn hvati að því, að Norður- Þingeyingar —,og helst allir Þing- eyingar og vinir þeirra og frændur — sameinist um ab bæta aðstöbu safnsins sem fyrst með góðri framtíðarviðbyggingu. Það ætti að vera okkur öllum metnaðar- mál. Tekið er skýrt fram í bceklingnum, að aftáðið hafi verið að stofna sér- stakan byggingasjóð, þar sem frjáls- um ftamlögum verður veitt þakklát viðtaka. Við skulum því sameinast um það sem allra fyrst, á þessum síðari hluta ársins 1994, að senda nokkra fjárupphceð, eftir efnum og aðstceð- um, í Byggingasjóð Bóka- og byggðasafns Norður-Þingeyinga, kt. 0194-05- 70714, 670 Kópaskeri, svo að myndarleg framtíðarviðbygg- ing við safnið geti risið fullgerð á ncesta ári. P.S. Þingeyingar, vinsamlegast geymib þessa grein. Höfundur er frv. skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.