Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 7
Miövikudagur 21. september 1994
Alag
umfram
þroska
í síöasta tölublaði af Hestinum
okkar eru nokkrir valinkunnir
hestamenn fengnir til að segja
álit sitt á miklu álagi á hrossum í
reið á landsmótinu í sumar.
Þessi umræða er vissulega þörf,
því álagið á hrossunum var gíf-
urlegt. Þarna var oft um að ræða
ung hross, í kynbótahópnum
4ra og 5 vetra gripir og í gæð-
ingakeppni 6 vetra hross.
I nefndri umræðu segir Páll
Stefánsson dýralæknir: „Það er
ekki stætt á því aö sýna ung kyn-
bótahross svo mikið eins og gert
hefur verið. Þau eru þanin til
hins ýtrasta, bæði í þjálfuninni
og síðan á sýningarvöllunum.
Ég tel vera undantekningu frem-
ur en reglu að fjögurra vetra
hross séu hæf til sýningar yfir-
leitt." Og áfram segir Páll: „Það
er kunn staöreynd að liðir, bönd
og fætur yfirleitt hafa ekki
þroska og getu til þess að gera
eitt eða neitt á þessu ári, ekki
fyrr en hrossin eru orðin fimm
vetra — í fyrsta lagi."
Þetta er vissulega góð ádrepa
fyrir okkur hestamenn og einnig
fyrir þá sem stjórna sýningum.
Það eru sífellt að koma upp
dæmi um hross, sem á unga
aldri eru komin með spatt eða
annan fótakvilla. Álagið á ó-
harðnaöa líkamshluta veldur
því.
Á landsmótinu komu sum
ungu kynbótahrossin fram í
mörgum sýningum og það dag
eftir dag. Til þeirra voru alltaf
gerðar ýtrustu kröfur, enda hlýt-
ur svo gjarnan aö verða þar sem
hrossunum er ætlað að sýna á-
gæti sitt og foreldra sinna eða
stöðu eigandans hvað ræktun
viðkemur. Við þessu verður ekki
brugðist meö öðrum hætti en
þeim að setja um það strangar
reglur hversu oft hrossin megi
koma fram.
Fjögurra vetra hross, hvort
heldur er hestur eöa hryssa, á
aðeins aö fá að koma fram sem
einstaklingur, en hvorki í af-
kvæmasýningu né heldur rækt-
unarhópi til viðbótar.
Fimm vetra hross aðeins einu
sinni til viöbótar við einstak-
lingssýningu. Það má nefnilega
ekki gleymast að bestu hrossin
em sýnd með fullum afköstum
þrjá daga í röö og dæmi þess að
fjögurra vetra tryppi sé látið
skeiða eöa þanið á tölti þrjá
heila spretti í hvert sinn. Þetta
veröur að leggjast af.
En álagið er ekki bara á kyn-
bótahrossunum. Gæðingunum
er líka óspart riðið. Og eins og
sjá mátti á landsmótinu, fengu
þau ekki að pústa milli keppnis-
þátta, en voru stanslaust keyrð
áfram. Það má fullyrða að hross-
in hafi farið allt að einum og
hálfum kílómetra þar sem kraf-
ist er fullra afkasta allan tímann.
Þetta er meira álag en þekkist í
harösvírubustu fjallleitum og
em þó slíkar raunir ekki ætlaðar
nema fílsterkum hrossum. í
hrabatöltinu, þegar keyrslan er
sem mest, em hrossin pressuð
saman til þess að koma betur
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
upp og virka glæsilegri í reiö,
sem enn eykur álagið. Auövitað
eiga hross misauðvelt með að
svara þessum kröfum, en það
breytir ekki því ab vemlega þarf
ab taka þarna í taumana.
Hvorutveggja em þetta mál
sem hljóta aö koma til umræðu
á landsþingi LH í næsta mánuði.
Dómarafélag LH og Hrossarækt-
arnefnd verða einnig ab taka
þessi mál til meðferðar og aðilar
að koma sér saman um að stilla
kröfum í hóf og setja um þab
fastar reglur.
Ofmat á þyngingum
Eftir landsmótiö hefur mönn-
um orðið tíðrætt um fótaþyng-
ingar á hrossum. Fyrir allmörg-
um árum varð um það sam-
komulag að þyngingar skyldu
bannaðar á kynbótahrossum í
sýningu. Aðeins mætti hafa létt-
ar hlífar til að forða meiöslum.
Þessu hefur verið fylgt mjög vel
eftir og fótaskoðunarmenn og
sýningastjórar gætt þess að eftir
þessu væri farið. Þab hefur kom-
ið mjög skemmtilega í ljós að
hægt er að láta hesta lyfta vel
löppum þó þeir hafi ekki til þess
nein hjálpartæki.
Þab ætti ab vera aðall okkar í
reiðmennskunni að forðast
þyngingar eins mikið og kostur
er. Þannig ætti ab leggja þær al-
farið nibur í gæðingakeppni.
Hugsanlegt væri að leyfa þær í
íþróttakeppni eftir föstum regl-
um.
Á landsmótinu í sumar var
nokkuð um þab ab stóðhestar
tækju þátt í gæöingakeppni. Um
Kynbótahorniö
Stuttar og
háar herdar.
Langar og
lágar herdar.
Langar og
háar herdar.
Hvaö er á bakviö tölurnar?
Háls, herð-
ar og bógar
6,5 og lægra
-Háls er mjög lágt settur.
-Háls er mjög djúpur.
-Háls er mjög stuttur.
-Heröar eru mjög lágar og flatar.
-Bógar eru mjög beinir.
-Bógar eru mjög fast bundnir.
Einkunnin 6,5 eða lægri er gefin ef
einhverjir gallar lýta frambygginguna í
afar ríkum mæli, en mjög fátt prýöir.
Einnig gæti einkunn á þessu bili komið til,
þótt gallarnir séu ekki í afar ríkum mæli
hver fyrir sig, séu þeir margir og fátt prýðir.
Sjá einnig skýringar við einkunn 7,0.
7,0:
-Mikill hjartarháls.
-Holdfyllt kverk.
-Mikið taumaslöður.
Þetta þrennt er til viðbótar við fyrri upp-
talningu. Sambærilegar reglur gilda um
einkunn eins og lýst var hér að framan
(6,5 og lægra), þ.e. taka skal tillit til
fjölda og eðlislýta í sköpulagi frambyggingar.
7,5:
-Þokkaleg frambygging, en hvergi gób.
-Reising í meðallagi, háls of stuttur, þykkur
og/eða djúpur, herðar vel lagaöar (háar og
vel breiðar), bógar skásettir.
-Háls langur og vel gerður en of lágt settur,
herðar lágar og bógar beinir.
-Reistur háls, en áberandi mikill hjartarháls
og/eða mikið taumaslöður, frambygging aö
öðru leyti þokkaleg.
8,0:
-Reistur og mjúkur, þokkalega langur en
djúpur og of sver háls, heröar háar, bógar
skásettir.
-Langur, grannur, vel settur háls, allgóð
hnakkabeygja, en herðar full lágar,
bógasetning í lagi.
-Vel reistur háls, en frambygging að öðru
leyti í meöallagi.
Skásecrir bógar, heil lína, beinir bógar, slitin tlna.
Prýðilega lagaður og langur háls.
8,5:
-Háreistur, meðallangur og full sver en vel
settur háls, hnakkabeygja góð, háar og vel
lagaðar herðar, skásettir bógar.
-Langur, þokkalega reistur, fíngerður,
bærilega settur háls, háar og vel lagaðar
heröar, skásettir bógar.
-Langur, vel reistur, fíngerður háls, háar
og vel lagaðar herðar, en full beinir bógar.
-Langur, vel reistur, fíngerður háls, rétt
þokkalegar herðar, en vel skásettir bógar.
-Langur, vel reistur, fíngerður háls, en
hnakkabeygja þó ekki nógu góö, háar og vel
lagaöar herðar, bógar skásettir.
9,0:
-Langur, háreistur, fremur fíngerður háls,
en dýpt ívið of mikil um brjóst, úrvals góð
hnakkabeygja, háar og vel lagaöar herðar,
bógar skásettir.
-Vel í meðallagi langur, vel reistur, ákaflega
þunnur og fíngerður háls, hnakkabeygja gób,
háar og vel lagaöar herðar, bógar skásettir.
9,5-10:
-Langur, háreistur, afar fíngerður háls,
úrvalsgóð hnakkabeygja, hálsinn greinist
fagurlega frá bolnum, háar og vel lagabar
herbar, bógar skásettir.
Kröfur um fínleika hálsgerðarinnar eru ekki
hinar sömu hvað stóðhesta varbar og
hryssur eða gelta hesta.
Áberandi bundnir eða óeðlilega lausir bógar
geta lækkað framangreindar einkunnir um
0,5.
Áður en einkunn fyrir háls, herðar og bóga
er endanlega ákvöröuð skal dómnefnd skoða
hvernig hrossinu nýtist frambyggingin í reib,
hvað varðar fótaburð, framtak reisingu og
hnakkabeygju.
Þýskir hestakaupmenn spá í 4 vetra stóöhest á Landsmóti hestamanna-
félaga á Hellu.
þetta hafa verið skiptar skoban-
ir, vegna þess aö mörgum finnst
að stóðhestur hafi forskot á
gæöinginn í fasi og tign. Um
það vil ég ekki dæma, en minni
á ab kynbótahryssur hafa lengi
verið þátttakendur í gæðinga-
keppni án athugasemda. Hitt
finnst mér miklu athugaverðara,
þegar stóðhestur er skráöur í
gæðingakeppni í þeim tilgangi
fyrst og fremst að koma honum
á framfæri sem stóbhesti. Þá hef-
ur hesturinn í mörgum tilvikum
fengið aðra járningu og komnar
á hann þungar hlífar. Ganglag
hestsins breytist og hann sýnir í
raun annab en þab sem honum
er eðlilegt. Þannig blekkir hest-
urinn, ef menn eru að líta á
hann sem kynbótahest. Ef öll-
um þyngingum væri hins vegar
sleppt í gæðingakeppni, sæti
þessi hestur við sama borð og
þeir stóðhestar sem tækju þátt í
kynbótasýningum.
Það sást í nokkrum tilvikum
að hestar, sem eru eðlishágeng-
ir, voru þyngdir með 250
gramma hlífum. Þessar hlífar
virka þó með miklu meiri þunga
þar sem þær eru opnar og taka
því með sér talsvert loft þegar
fætinum er lyft. Menn hljóta ab
spyrja sig að því hvort verið sé
ab gera hestinum greiða með
þessum búnabi. Er ekki miklu
nær, til þess að hinn sanni gæb-
ingur komi í ljós, ab þyngingum
sé alveg sleppt?
Þab er líka full þörf á að skoða
þetta ofurkapp, sem lagt er á það
að hestur lyfti fótum sem mest.
Þab virðist vera orðib hjá sum-
um eini mælikvarðinn á gæði
hrossins, hve hátt hann lyftir.
Enginn neitar því að góð fót-
lyfta sé kostur, svo fremi hún
valdi ekki óþægilegri ásetu. En
ab pína hest til meiri afreka á
þessu sviði en honum er eigin-
legt, kemur niður á honum sem
gæðingi. Við eigum að reyna að
forðast tæki og tól sem hafa það
eitt ab markmiði að yfirdrífa
hreyfingar. Góð reiðmennska
ein og sér á ab nægja til ab laba
fram þab besta sem býr í hestin-
um. Fótabúnaður keppnishrossa
verbur vonandi eitt þeirra mála
sem rædd verða á næsta þingi
LH.
Ath.: Vegna mistaka féll þátturinn
HESTAMÓT niður í síöasta þriðju-
dagsblaði og biöjumst viö velvirð-
ingar á því. KA.