Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 6
6
Mi&vikudagur 21. september 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
VESTMANNAEYJUM
Bátarnir urbu
ab skútum
Lárus Jakobsson í Turninum
vissi ekki hvaban á sig stóö
veörið á dögunum, þegar lög-
fræðingur mætti í sjoppuna.
Lárus taldi sig ekkert hafa til
saka unnib sem réttlætti heim-
sókn lögfræöings, en í Ijós kom
ab ekki voru'allir sáttir viö aö
hann kallaði samlokur, sem
hann býöur upp á, Lallabáta.
Hafa Hlöllabátar í Reykjavík
einkarétt á ab kalla samlokur af
þessari gerð báta.
Lárus Einar býöur upp á hinar einu
sönnu Eyjaskútur.
Lárus sagðist ekki hafa viljað
gera úr þessu stórmál og ákveö-
iö aö hætta aö kalla samlokurn-
ar Lallabáta. „Ég ætla samt aö
halda mig við sjóinn og nú
heita samlokurnar Lallaskútur
og þær hafa ekkert versnað við
það. En ég verö aö segja eins og
er aö mér finnst oröiö hart ef
Vestmannaeyingar, sem búa í
stærstu verstöö landsins, þurfa
aö bera þaö undir aöra aöila
hvort þeir megi kalla samlokur
báta. Ég skil þetta ekki, en sá
vægir sem vitið hefur meira og
því hef ég ákveðib aö taka upp
skútunafnið á samlokunum,"
sagði Lárus, en hann er ekki í
vafa um aö samlokurnar hans
standist samanburö vib alla
báta, sama hvaöa nafni þeir
nefnast.
Hér eftir veröur Gísli Magnús-
son í Kránni einn [í Vest-
mannaeyjum] með samloku-
báta, en eins og flestir vita býö-
ur hann upp á hina vinsælu
Hlöllabáta.
Bjart framundan
hjá Ferbamibstöb
Austurlands
Hjá Ferðamiöstöö Austurlands
hefur oröið veruleg aukning á
móttöku erlendra feröamanna í
sumar. Farþegum fjölgabi um
2500, sem er 20%, og rútuferðir
uröu alls 117, 15% fleiri en á
síbasta ári.
Ab sögn Antons Antonssonar
framkvæmdastjóra stefnir í
svipaöan hagnað í ár og í fyrra,
eöa um 6 milljónir króna. Nú
er rekstur og efnahagur stöðv-
arinnar orbinn traustur og var
eiginfjárhlutfall oröið um 51%,
sem er meö því besta sem gerist
Ferbamibstöb Austurlands skrífabi nýverib undir kaupsamning á húsi undir
starfsemina í Reykjavík. Um er ab rœba kjallara og efri hœb í 3ja hœba
rabhúsi, alls 775 fm ab Stangarhyl 3a. Myndin er tekin vib þetta tœkifœrí,
þ.e. undirrítunina. Fyrrverandi eigendureru í mibjunni: jónína Sturlaugs-
dóttir og jón Samúelsson, Pétur Blöndal stjórnarformabur t.v. og Anton
Antonsson framkvœmdastjórí til hœgri.
hér á landi, eða 1,9.
Anton segir aö bjart sé fram-
undan í móttöku erlendra
ferðamanna og þar gildi ein-
faldlega sú regla aö vera dug-
legri en önnur lönd að laða ab
erlenda feröamenn. „Þetta er
veiði. Við sáum það best þegar
vib hjá Ferðamiöstöðinni vor-
um duglegust viö aö auglýsa Ís-
land í Frakklandi á árunum
1985-1991. Þá fjölgaði frönsk-
um feröamönnum hér á landi
ár hvert. Eftir slæmt rekstrartap
áriö 1991, höföum við ekki
getu til aö halda sömu mark-
aðssókn áfram. Við það fækkabi
frönskum ferðamönnum næstu
tvö árin á aðalferðamannatím-
anum úr 6737 1991 í 4952 áriö
1993. Þetta þýöir að a.m.k.
1500 gistinætur töpuðust."
Anton segir að Frakkar ásamt
ítölum séu Austfirðingum dýr-
mætir, því þeir dvelji allra
þjóöa lengst á landinu og séu
mjög mikið á Austurlandi.
Ferðamiðstöðin hefur veriö að
selja ferðir til Parísar í sumar á
hagstæöu veröi og hafa umsvif
skrifstofunnar á Egilsstöðum
aukist talsvert við þessa sölu.
Anton segir að Ferbamiðstöðin
muni í framtíðinni sérhæfa sig í
að selja íslendingum ferðir til
Frakklands.
Nýtt Sæljón til
Eskifjarbar
Hjá verksmiðjunni Stáli á Seyb-
isfirði er nú verið að vinna að
endurbótum á Sæljóninu, skipi
sem Friðþjófur hf. á Eskifirði
keypti frá Grindavík í sumar.
Sett hefur verið í skipið ný
ljósavél, hliðarskrúfur að aftan
og það málað stafna á milli.
Sæljón SU 104 hét ábur Sig-
urður Þorleifsson. Það er smíð-
að í Austur-Þýskalandi árið
1967 og endurbyggt 1987.
Áætlab er aö Sæljónið verði
klárt á síldveiðar í byrjun næsta
mánaðar, en utan síldveiöitíma
mun skipið gera út á rækju og
þorsk. Sæljónib er þriðja skipib
sem fyrirtækiö Friðþjófur hf. á
með þessu nafni, en fyrirrenn-
Sceljón SU 104 í dráttarbraut verk-
smibjunnar Stáls á Seybisfirbi. Skip-
ib fer á síldveibar upp úr nœstu
mánabamótum.
ari þess var seldur til írlands í
sumar.
Bundib slitlag á
Húsavíkurflugvöll
Húsavíkurflugvöllur var tekinn
í notkun fyrir skömmu eftir að
bundið slitlag hafbi verib lagt á
1659 m langa flugbraut, flug-
vélastæði og bílastæði. Klæbn-
ing sf. í Garbabæ, Vegagerðin
og fleiri aðilar unnu að fram-
kvæmdunum.
Margt blótsyrðið hefur veriö
látið falla síðustu árin yfir
ástandinu á Húsavíkurflugvelli,
en hann hefur ítrekað verið
lokaður vegna aurbleytu. Far-
þegar, starfsmenn og allir þeir
er völlurinn þjónar hafa orðib
fyrir ómældum óþægindum af
óviðunandi aðstöðu á flugvell-
inum.
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra ávarpaði viðstadda
auk flugmálastjóra, Jóhanns H.
Jónssonar frá Flugmáladeild og
fleiri fyrirmanna.
Halldór sagöi af þessu tilefni
að hann teldi bætta abstöbu
vallarins hafa vaxandi þýðingu
fyrir ferðaþjónustuna, en lagn-
ing vegar milli Reykjahlíbar og
Egilsstaöa væri aö hans mati
þýðingarmesta framkvæmdin á
landsbyggðinni í sambandi vib
ferðaþjónustu á landsbyggöinni
og viðskiptaþjónustu hvers
konar.
Fjölmenni var á Húsavíkurflugvelli, þegar lang-
þrábum áfanga í samgöngumálum Þingeyinga
var fagnab. Húsavíkurvöllur er nú lagbur bundnu
slitlagi og fannst víst mörgum kominn tími til.
Mebal þeirra, sem ávörpubu vibstadda, voru Hall-
dór Blöndal samgöngurábherra.
Hann kvabst afar stoltur yfir ab þessi áfangi hefbi nábst í rábherratíb sinni.
Yfirlýsing til fjöl-
miðla frá Mjólk-
ursamsölunni
Vegna fjölmiðlaumræöu síð-
ustu daga um flutninga Hag-
kaupa á mjólk, pakkaðri í
fernur frá Mjólkursamlagi
Borgfirðinga, vill Mjólkur-
samsalan í Reykjavík koma
eftirfarandi á framfæri:
Forrábamenn Hagkaupa hafa
farið fram á að Mjólkursamsal-
an flytji mjólk til Reykjavíkur,
sem pakkab er í fernur hjá öðr-
um mjólkurbúum, og dreifi til
Hagkaupa. Við þessu getur
Mjólkursamsalan ekki orðið.
Hagkaupsmönnum er fyllilega
ljóst að núverandi tækjabúnað-
ur Mjólkurbús Flóamanna og
Mjólkursamlags Borgfirðinga
getur engan veginn annað eftir-
spurn í verslunum Hagkaupa,
svo ekki sé minnst á höfuðborg-
arsvæbið í heild sinni.
Mjólkursamsalan hefur lög-
bundnar skyldur, sem m.a. lúta
að vandaðri þjónustu viö alla
endurseljendur og neytendur.
Hún er því ekki í aðstöðu til að
mismuna verslunum og um leið
neytendum með þeim hætti
sem Hagkaupsmenn hafa farið
fram á, en leitast ávallt við að
sinna stærstu sem smæstu við-
skiptavinum óaðfinnanlega.
Mjólkursamsalan hefur ekkert
á móti því að kaupmenn eða
aðrir kaupi af öðrum aðilum
mjólk í þeim umbúðum sem á
boðstólum eru. Þannig er ekkert
við það að athuga að Hagkaup
kaupi mjólk í Borgarnesi og taki
á sig þann vibbótarkostnað sem
af því hlýst. Það er einungis enn
eitt skref í átt til þess viðskipta-
frelsis sem stöðugt er að aukast.
Endurteknar kannanir Mjólk-
ursamsölunnar staðfesta að um
helmingur neytenda á markaðs-
svæði MS vill ekki breytingu á
mjólkurumbúöum og aöeins ör-
lítill hluti er beinlínis óánægð-
ur. Á okkar litla íslenska mark-
aði væri það stórkostlegt bruðl
að starfrækja mjólkurpökkun og
dreifingu meb tvöföldu um-
búðakerfi, slíkan munað leyfa
sér ekki einu sinni stærstu ná-
grannaþjóðirnar. Hundruð
milljóna fjárfesting er um þess-
ar mundir afar óheppileg frá
þjóðhagslegu sjónarmiði og alls
ekki til hagsbóta fyrir íslenska
neytendur. Mjólkursamsalan er
ekki tilbúin að auka kostnað í
pökkun og dreifingu mjólkur á
sama tíma og krafist er hagræð-
ingar í mjólkuriðnabi.
Mjólkursamsalan hefur á
margan hátt átt ánægjuleg við-
skipti við Hagkaup undanfarin
ár, og vonandi verður samstarf
þessara tveggja fyrirtækja um
nýjungar í vörum og þjónustu
til hagsbóta fyrir íslenska neyt-
endur. ■
Alþjóöaþingmannasambandiö:
Geir H. Haarde í
framk væmdas t j órn
Geir H. Haarde, alþingismaö-
ur og formaður íslandsdeildar
Alþjóðaþingmannasambands-
ins, var á dögunum kjörinn í
framkvæmdastjórn sam-
bandsins, fyrstur íslendinga.
Þingið var haldið í Kaup-
mannahöfn í síðustu viku og
voru meginviðfangsefni þess
mannréttindabarátta, barátta
gegn fátækt og frjáls heimsvið-
skipti.
í framkvæmdastjórn sam-
bandsins sitja 13 þingmenn og
var Geir kjörinn einn af fulltrú-
um Vesturlandahópsins.
Vib lok þingsins lét Geir jafn-
framt af störfum sem formaður
Vesturlandahópsins innan
Þingmannasambandsins, en
hann hefur undanfarin tvö ár
gegnt þar formennsku. í Vest-
urlandahópnum eru þingmenn
frá 35 þjóðþingum frá ríkjum
Vestur- og Mið-Evrópu, Norö-
ur-Ameríku, Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Við starfi Geirs í Vest-
urlandahópnum tók Peter Bosa
frá Kanada, en nýr forseti sam-
bandsins var jafnframt kjörinn
á þessu þingi, Ahmed Fathy
Sorour frá Egyptalandi.
Alþjóðaþingmannasambandið
hefur starfað frá árinu 1889 og
eiga 132 þjóðþing aðild aö sam-
bandinu. ■
Kvennahreyfing AB:
Vinstra fólk
vinni saman
Sellurnar, kvennahreyfing AI-
þýbubandalagsins og annarra
róttækra jafnaðarkvenna, skorar
á stjórnmálaflokka og samtök á
vinstri væng stjórnmálanna ab
taka upp vibræbur um aukna
samvinnu vegna komandi al-
þingiskosninga.
í samþykkt nýafstaðins stjórnar-
fundar Selianna kemur m.a. fram
ab sú gerjun, sem er í nýsköpun
stjómmálanna, mun ekki skila því
sem vænst er, nema konur gegni
þar leiðandi hlutverki.
Forystur þessara stjórnmálaflokka
og samtaka eru því hvattar til að
setjast niður með opnum huga og
ræba hvernig best megi tryggja
aukin áhrif jafnaðar- og félags-
hyggju, aukinn hlut kvenna á Al-
þingi og úrlausn þeirra verkefna
sem brýn eru konum.
í samþykkt fundarins er minnt á
að eitt af markmiðum Sellanna er
að vinna að auknum völdum og
áhrifum kvenna í samfélaginu og
þá ekki síst í stjórnmálum. En meb-
al þess, sem dregur úr möguleikum
jafnaðarkvenna til valda og áhrifa,
er m.a. óréttlát kjördæmaskipan og
fjöldi framboba. En síbast en ekki
síst sú staðreynd ab hver þessara
flokka og samtaka á abeins einn
þingmann í hverju kjördæmi, eink-
um á landsbyggðinni, og er sá
þingmabur oftast karl. ■