Tíminn - 21.09.1994, Blaðsíða 4
4
Miövikudagur 21. september 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: )ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Hin nýja ógn
Það er staðreynd að miklar breytingar hafa orðið í
öryggismálum í Evrópu með lokum kalda stríðs-
ins. Þau umskipti eru orðin algjör, og ekki er langt
síðan síðustu rússnesku hermennirnir héldu heim
frá Þýskalandi. Þeir, sem upplifðu kalda stríðið,
finna vel hversu mikil breyting er hér á ferðinni.
Það er þó langt í frá að friður sé staðreynd og stað-
bundin átök meðal annars í Evrópu eru grimmi-
leg.
Þótt kalda stríðinu sé lokið og breyting hafi orðið
í öryggismálum, steðja að Evrópu nýjar ógnir. Á
vettvangi stofnana, sem fjalla um evrópsk mál-
efni, svo sem Evrópuráðsins, eru vaxandi áhyggjur
af ógn, sem tekið er svo djúpt í árinni að geti ógn-
að lýðræðisþróun í álfunni. Það er eiturlyfjavanda-
málið.
í nýútkomnu riti, sem Evrópuráðið gefur út, er
varið miklu rúmi til þess að ræða eiturlyfjavanda-
málið. Þar er meðal annars viðtal við Raymond
Kendall, háttsettan yfirmann hjá Interpol, þar sem
hann lýsir áhyggjum sínum af hinni geigvænlegu
þróun á þessu sviði í álfunni. Hann segir meðal
annars að fyrir 20 árum, þegar hann kom til starfa
í Interpol, hafi þetta tæplega verið vandamál. Nú
segir hann að helmingur allra glæpa í álfunni sé
tengdur eiturlyfjum og magniö sé gífurlegt á
markaðnum. Hann tekur svo djúpt í árinni að
þetta vandamál sé farið að ógna lýðræðinu í okkar
heimshluta, en dæmin eru þekkt annars staðar frá,
þar sem eiturlyfjasalar eru allsráðandi.
í tilvitnuðu viðtali er lagt til að þjóðirnar beini
þeim kröftum, sem áður var beint að vígbúnaði,
að baráttu gegn þessari nýju ógn. Hinn hraði vöxt-
ur glæpastarfsemi í ríkjum fyrrum Austur-Evrópu
er ekki síst áhyggjuefni.
Baráttan gegn eiturlyfjunum er risavaxið verkefni
og stjórnmálamenn álfunnar verða að hafa for-
ustu um aðgerðir.
Það er ekki síður áhyggjuefni hvað veldur hinum
hraða vexti í eiturlyfjanotkun. Hvaða þættir eru
það í daglegu lífi og kjörum fólks sem hrekja æ
fleiri inn á þessa braut? Sú mynd er áreiðanlega
margbrotin, en efnahagsmál og þróun þeirra, sem
leiðir af sér vaxandi atvinnuleysi, á áreiðanlega
ekki lítinn þátt í þessari þróun. Ekki má heldur
gleyma því að ræktun plantna, sem lyfin eru unn-
in úr, er landbúnaðarframleiðsla og viðurværi ör-
snauðra bænda. Það þarf því að berjast á mörgum
vígstöðvum gegn eiturlyfjavandamálinu, og einn
þátturinn í þeirri baráttu er að huga að upptökun-
um og hvernig er hægt að koma ræktuninni undir
eftirlit og draga úr þeim gífurlegu hagsmunum
sem þar eru.
Eftir því sem alþjóðleg glæpastarfsemi vex, því
flóknari verður myndin, og tengslin milli eitur-
lyfjaviðskipta og vopnasölu eru víða fyrir hendi.
Það kemur fram í þeirri umfjöllun, sem áður var
vitnað til. Hið alþjóðlega samfélag verður því að
taka í taumana áður en það er um seinan. I slíku
samstarfi verða íslendingar að leggja sitt lóð á vog-
arskálina. Því miður höfum við ekki farið varhluta
af hinni nýju ógn, sem þeir sem best þekkja til
segja að hristi stoðir vestrænna lýðræðisríkja.
Herforingjar misréttisins
Frá því er greint í Tímanum í gær
að einstaklingar gangi nú á eigib
fé og ab skuldir þeirra hafi á síb-
ustu 12 mánubum aukist um 3,7
milljarba. Á sama tíma hafi skuld-
ir fyrirtækja vib bankakerfib
lækkab um 6,7 milljarba. Garra
kemur þetta ekki á óvart, því rík-
isstjórnin hefur kosib ab fara þá
leib ab gefa eftir skatta á stórfyrir-
tæki, sem rekin eru meb miklum
gróba, og meb breytingum á
tekjustofnum ríkis og sveitarfé-
laga og fleiri abgerbum voru
gróbavænlegum fyrirtækjum
kenndum vib Kolkrabbann færb
hundmb milljóna á silfurfati.
Rábherrar ríkisstjórnarinnar,
sem standa uppi meb tóman ríki-
skassa, halda því blákalt fram ab
ekki hafi verib hægt ab rábstafa
þessum ránsfeng úr ríkissjóbi
meb öðmm hætti, því í leibinni
hafi verib létt byrbi af ýmsum
öbrum fyrirtækjum, sem hugsan-
lega hefbu þurft ab borga ein-
hvern tekjuskatt. Sannleikurinn
er hins vegar sá ab slíkar fullyrb-
ingar eiga abeins vib um brota-
brot af þeirri upphæb sem gefin
var eftir. Til ab mæta tekjutapinu
hafa álögur verið auknar á heimil-
in, sem eins og fréttir sýna eru nú
ab sligast undan skuldabyrbinni
og vebsetja og selja eignir sínar til
þess ab forbast uppbobshamar-
inn.
Bananabragb
Rábherrarnir standa eftir sem her-
foringjar misréttis, því þeim hefur
tekist ab skapa hér þjóbfélag ríkra
og fátækra, þjóbfélag tveggja
þjóða: þeirrar sem ekkert á og
hinnar sem veltist um í allsnægt-
um. Og þrátt fyrir að abildarflokk-
ar herforingjastjómarinnar eigi
ekki lengur neitt sameiginlegt,
bæta þeir gráu ofan á svart meb
því ab hafna haustkosningum og
Ríkisstjórn Davíbs.
neita þar meb ab fara frá völdum
og hleypa nýjum valdhöfum ab.
Og bananabragbib af stjórnar-
háttum herforingjastjórnarinnar
íslensku eykst um allan helming,
þegar skrípaleikurinn, sem nú er í
gangi í Alþýbuflokknum, er skob-
abur. Fjármál Hafnarfjarbar eru í
rúst og spurning hvort ekki hefbi
verib eblilegt ab rétt yfirvald, fé-
GARRI
lagsmálarábuneytib, hefbi fyrir
löngu haft afskipti af málinu. Virt
endurskobunarskrifstofa leggur
nafn sitt vib fjármálaúttekt á bæj-
arsjóbi Hafnarfjarbar og leggur
þar meb faglegan orbstír sinn ab
vebi. Þá geysist fram æbsta yfir-
vald sveitarstjórnarmála og sá
sem í raun á ab tryggja ab sveitar-
félög séu rekin með fjárhagslega
heilbrigbum hætti: sjálfur félags-
málarábherra lýbveldisins. Fé-
lagsmálarábherrann, sem á ab
vera hib ábyrga faglega yfirvald,
er hins vegar skyndilega orbinn
ab oddvita stjórnmálaafls í Hafn-
arfirbi, sem hefur pólitíska hags-
muni af því ab láta skuldastöbu
bæjarins líta betur út en bók-
halds- og almennar endurskob-
unarreglur segja til um.
Bananalýðveldi
Er von ab mönnum detti í hug
bananalýbveldi, þegar faglegur og
fjárhagslegur eftirlitsabili ríkis-
valdsins er farinn ab hafa eftirlit
meb eigin fjármálasukki!
Og þetta er eingöngu úr fréttum
gærdagsins! Af nógu öðru er ab
taka hjá herforingjum ójafnaðar-
ins. Garra þykir einsýnt ab úr því
þessi herforingjastjórn neitabi ab
fara frá meb góbu og boba til
haustkosninga, eigi Islendingar
ekki nema eiria leib færa. Vib
þurfum ab fá libsinni á alþjóba-
vettvangi, frá Sameinubu þjóbun-
um og öllum þeim sem eru vanir
ab koma herforingjum frá. Garri
vill hér meb gera þá kröfu, ab þeir
Carter fyrrum forseti, Powell fyrr-
um yfirmabur herrábsins, og
Nunn öldungadeildarþingmabur
verbi sendir til landsins til ab
semja vib ríkisstjórnina um af-
sögn með reisn. Þab má bjóba
þeim ab flytja úr landi eba ein-
faldlega bara fara á eftirlaun. En
skjótra aðgerba er þörf og því gott
ab fá vana menn í málib. Garri
Bruðlaö meb það sem ekki er til
Mörgum er þab einkar lagib ab
eyba peningum sem ekki eru til.
Þeir, sem fremstir standa í þeirri
list og hafa jafnframt nef fyrir ab
gera kostnabarsamar áætlanir og
framkváema þær án þess ab finna
fyrir peningaáhyggjum, þykja
einkar vel til forystu fallnir. Þeir
eru kjörnir, af sjálfum sér og öbr-
um, til ab framkvæma hib
ómögulega, og það er gert mögu-
legt meb því ab trúa og treysta á
ab ístöbulausir forsjármenn þjób-
arinnar bjargi dellunum meb því
ab veita fé til þeirra úr opinberum
sjóbum.
Sinnulausir og sljóir skattgreib-
endur sjá aldrei samhengib og
finnst ekkert sjálfsagbara en ab
þeir séu féflettir í þágu málefna,
sem skrökvað er ab séu í þeirra
þágu.
Sú fjárpynd, sem handbolta-
frömubir hafa reynt ab beita þá
opinberu í sambandi vib heims-
meistarakeppni, sýnist ekki ætla
ab takast, aldrei þessu vant, og
ekki meira um það ab sinni.
Skuldir og gjörvuleiki
íþróttahreyfingin er báglega
stödd vegna fjárskorts. Félög og
sambönd bera sig illa og vilja fá
peninga frá einhverjum öbmm
en sjálfum sér. Boltaleikarar og
abrir hafa tekjur af lottói og get-
raunum, aðgangseyri og ekki er
örgrannt um ab sveitarfélög og
ríkib leggi eitthvab af mörkum til
íþrótta.
En flest er þetta samt á hvínandi
hausnum, stórskuldugt og illa á
sig komib.
Rábstefna um ástandib var hald-
in og ástæban fyrir
blankheitunum
fannst. Þjálfarar og
íþróttamenn eru
svo vel haldnir í
tekjum og aragrú-
inn af þessum laun-
þegum er svo mikill, að það er
borin von ab herlegheitin standi
undir sér.
Er því beint til vörslumanna op-
inberra sjóba ab þeir þekki nú
sinn vitjunartíma og til atvinnu-
rekenda, sem hafa keppnisfólk á
launaskrá, ab þab fái meira frí á
fullum launum til að stunda æf-
ingar. Heilbrigð sál í hraustum
líkama er fyrir löngu fyrir bí í
íþróttaheiminum. Það, sem skipt-
Á víbavangi
ir máli, er að græða á íþróttaiðkun
og gengur það takkbærilega,
reyndar svo vel ab skattborgarar
eru rukkabir um laun fjölmenns
atvinnuliðs utan og innan valla,
til ab það geti lifað og leikið sér
eftir eigin höfði.
Og þetta er talið heilbrigt.
Eitt undranna
Menningarsjóður útvarpsstööva
er eitt af undmm opinbers fjár-
málavits. Til hans er stofnað með
þeim hætti að ætlunarverk hans
gengur aldrei upp. Nýjustu fréttir
af furðuverkinu eru aö 192 um-
sóknir að upphæð 500 milljónir
berast sjóðnum, en 80 milljónir
em til ráðstöfunar. Sjóburinn
skuldar Sinfóníuhljómsveitinni
100 milljónir og fyrrverandi for-
mabur sjóbsins er búinn ab ráb-
stafa 20 milljónum í einkavina-
væbingu.
Samkvæmt lögum á Sinfónían
að fá allar tekjur sjóðsins næstu
tvö árin og jafnframt á að veita
nokkrum hundruðum milljóna
til að búa til dagskrár- og sjón-
varpsbíó.
Sjóðsstjórnin veit sem er að
starfsemin er öll í klessu og getur
ekki verið annaö. Menntamála-
rábherra og fjármálarábherra veru
bebnir ásjár ab greiba úr flækj-
unni og breyta lögum um sjóbinn
í snarkasti. En ekkert skebur og
svona sullumdrullast sjóbskömm-
in. Hún fær ekki tekjur sam-
kvæmt lögum og getur ekki út-
hlutað samkvæmt lögum, og get-
ur þarafleiöandi ekki starfað sam-
kvæmt lögum. Þetta er aöeins
einn fáránleikinn til viðbótar öll-
um þeim öðrum, sem prýba fjár-
mála- og menningarlíf vort.
Af því ab orðib spilling er ekki
marktækt nema á Ítalíu og í Hafn-
arfirði, liggur beinast vib ab
flokka mebferð fjármuna, sem
ekki eru til, undir aulaskap.
Aö vísu eru þeir tæpast kjánar
sem hafa álitlegar tekjur af auka-
skapnum, en aftur á móti eru þeir,
sem láta dellurnar viðgangast,
varla með fulde fem. Skattgreið-
endur vilja láta hlunnfara sig og
vita ekki betur en að þaö sé sjálf-
sagt að eyösluklærnar, sem þeir
kjósa eða líöa í embættum, geri
engan greinarmun á fjármunum í
hendi og peningum sem ekki eru
til. Þeir bruöla jafn ljúflega og
ámælislaust með hvorutveggja.