Tíminn - 21.09.1994, Page 11

Tíminn - 21.09.1994, Page 11
Miövikudagur 21. september 1994 ■ $$tlfÍKtf 11 Þóroddur Jónasson Fæddur 7. október 1919 Dáinn 27. ágúst 1994 Haustið 1951 kom ég til starfa sem kennari við Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu, þá ný- lega orðinn 21 árs og því ung- ur og harla óreyndur. Það, sem upphaflega var hugsað sem eins vetrar dvöl, lengdist upp í rúm 20 ár, er ég bjó og starfaði með Þingeyingum og kynntist þar mannlífi og menningu. Einn þeirra manna, sem ég hafði hvað fyrst kynni af, fyrir utan samstarfsfólk mitt við skólann, var Þóroddur Jónas- son, er einmitt þetta sama haust kom til starfa sem hér- aðslæknir að Breiðumýri, sem er í næsta nágrenni viö Laug- ar. Þessar línur eru settar á blað í minningu hans, en hann lést 27. ágúst s.l. og var jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju 2. september. Þóroddur var maður þeirrar gerðar að hann hlaut að vekja eftirtekt þeirra, sem komust í snertingu við hann, og þá ekki síst hjá þeim sem eins og ég voru komnir öllu ókunnugir á þingeyskar slóbir með huga opinn og fullan forvitni að kynnast nýju umhverfi. Hressileg framkoma hans, skjót viðbrögð og hnyttin svör með meitluðu orðfæri laðaði fólk að honum og gerbi því um leið ljóst að þar fór enginn meðalmaður að andlegu at- gervi, eins og hafði ásannast með frábærum námsárangri hans bæði í menntaskóla og háskóla. Það var heldur ekki meðalmanni hent við þær að- stæður, er voru fyrir 40 árum, ab gegna héraöslæknisemb- ætti í víðlendu og strjálbýlu héraði af þeim dugnabi og ó- hvikulu skyldurækni, sem Þór- oddur lagði í starf sitt. Héraðs- búar skynjuðu þetta mætavel og hann varb í hugum þeirra átrúnaðargob og bjargvættur í heilsufarslegum efnum og um leið einskonar þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi, þar sem frá- sagnir af eftirminnilegum til- svörum hans og viðbrögðum voru á hvers manns vörum. Þakkarhugur fólks kom líka skýrt í ljós, þegar hann lét af störfum. í því sambandi má þess geta að íbúar eins sveitar- félags, Aðaldælahrepps, þökk- uðu honum sérstaklega veitta þjónustu. Upplýsa verbur þá ab byggðarlagið var lögum samkvæmt í Húsavíkurlæknis- héraði, en á þessum árum sat á Húsavík einungis einn læknir. Hann mun hafa haft drjúgan starfa að sinna bæjarbúum og sjúkrahúsi, svo ab Aðaldæling- ar fundu að vænlegra var læknishjálpar að leita á Breiðumýri, enda hún fúslega veitt. Sjálfgefið var að nokkur hluti af starfi Þórodds tengdist Laugaskóla, þar sem saman- komnir voru vetur hvern 120- 140 unglingar, óharðnaðir og án viðnámsþróttar gegn ýms- um kvillum. Hann var því tíð- ur gestur í skólanum, sömu- leiðis vegna þess að hann hafði lifandi áhuga á námi því og öðru skólastarfi er þar fór fram. Kynni okkar urðu þó ekki fyrst og fremst á þeim vettvangi, enda f jölluðu skóla- stjóri og kennarar eldri í starfi en ég helst um hin heilsufars- legu vandamál stabarins. Segja má ab leiðir okkar hafi frekar legið saman á sviði hinnar margrómuðu þingeysku menningar. Einn athyglis- verðasti þáttur hennar er söng- og tónlistarlíf þab er t MINNING þróaðist meðal fátækra bænda þegar á öldinni sem leið. Á þessum árum voru helstu vaxtarbroddar þess þrír karla- kórar, er störfuðu samtímis í Suður-Þingeyjarsýslu: á Húsa- vík, í Mývatnssveit og Reykja- dal. Síðastnefnda byggðarlag- ib er heimkynni Laugaskóla og skömmu eftir komu mína þangað varð ég liðsmabur í Karlakór Reykdæla. Einn sá hæfileiki, sem Þóroddi var gef- inn í ríkum mæli, var tónlist- argáfa. Jafnvel er haft á orði að hjá honum hafi fundist hið sjaldgæfa fyrirbæri algjör tón- heyrn. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að hann var alinn upp svo að segja í hjarta- stað karlakórssöngs í Mývatns- sveit þar sem faðir hans, Jónas Helgason hreppstjóri á Grænavatni, var í meira en fjóra áratugi söngstjóri Karla- kórs Mývetninga, þá hefði sennilegt þótt að hann léti karlakórssöng í Reykjadal til sín taka. Svo var þó ekki fyrstu árin og mun trúlega þar um hafa ráðib að honum þóttu tómstundir of stuttar og stopular. Þegar Páll H. Jóns- son, kennari að Laugum, sem manna lengst var söngstjóri kórsins, dvaldi erlendis 1956- 57 tók Þóroddur tímabundið við söngstjórn og að fullu þeg- ar Páll hvarf úr héraði 1961. Hann gegndi starfinu þar til hann varb héraðslæknir á Ak- ureyri 1969. Svo vildi til, að þab árabil var ég formaður kórsins og átti sem slíkur hið ánægjulegasta samstarf við Þórodd. Ekki var þó minni ánægja að skynja sem kórfélagi hversu góð tök hann hafði á þessu verkefni, hversu þar kom fram mann- þekking hans, tónlistarkunn- átta og félagsþroski. Kórinn skipuðu á þessum árum rúm- lega 30 söngmenn, er allir komu úr sveitarfélagi er taldi þá milli 350 og 400 íbúa. Því lætur að líkum að ekki var úr- valsröddum á ab skipa í öllum stöðum kórsins, en nánast gat verið unun að fylgjast með því hve Ijúfmannlega, glöggt og greinilega Þóroddur leiðbeindi um raddbeitingu og önnur þau atriði er stuðluðu að því að gera söng kórmanna á- heyrilegri. Tvennt vil ég nefna til staðfestingar því, að í þessu efni hafði hann árangur sem erfiði: góða dóma um kórinn á söngmóti Heklu, sambands norðlenskra karlakóra, 1963; og ummæli Valdimars Örn- ólfssonar, íþróttakennara, kór- manns og söngbókarútgef- anda. Af tilviljun varð hann á- heyrandi eitt sinn ab æfingu kórsins, að því er ég best man einmitt til undirbúnings áður- nefndu söngmóti. Að hlustun lokinni gat hann ekki orða bundist um það hversu góðan söng þessi hópur óskólaðra bænda og erfiðismanna hefði flutt. Þó stóð þannig á ab tveir eða þrír af bestu söngkröftum kórsins voru einmitt fjarver- andi í þetta sinn. Veturinn 1965-66 fór fram í útvarpi spurningakeppni með nafninu „Sýslurnar svara". Þar var, eins og sumir kunna enn ab minnast, teflt fram þriggja manna sveitum úr hverju lög- sagnarumdæmi landsins, öðr- um en kaupstöbum, en þeir höfðu einmitt keppt á sama hátt veturinn áður. Útsláttar- keppni var þetta, og þar sem keppendur voru að því ég best man 15, voru þrjár umferðir áður en kom ab úrslitum. í keppnissveit Þingeyjarsýslna völdumst við Þóroddur og Sig- urpáll Vilhjálmsson vibskipta- fræðingur, fulltrúi Norður- Þingeyjarsýslu. Svo vildi til, að í fyrstu umferð kom síðast röðin að okkur að keppa við Eyfirðinga. Þar sem aðeins var ein bæjarleið milli heimila okkar Þórodds, höfðum við þann hátt á að sækja hvor annan heim þau kvöld sem út- varpað var frá fyrstu umferö- inni, hlusta á frammistöðu keppenda og meta spurningar og möguleika okkar. Álit okkar var áður en kom aö glímunni við Eyfirðinga, að við stæðum nokkuð vel að vígi gegn þeim sveitum er fram höfðu komið, öðrum en Borgfirðingum. Viku af janúar 1966 mættum við Eyfirðingum í þinghúsinu á Breiðumýri og höfðum sigur. Segja má frá því að tveir úr hvoru liði tóku lagið saman að lokinni keppni og sungu einn Glúntasöng, eins og til stað- festingar því að engin þykkja hefbi þróast milli héraðanna af þessu tilefni. Nú er þess að geta að næstu vikur og mánuði tók við ein- hver snjóþyngsti vetrartími sem komið hefur á Norður- landi eystra síðustu áratugi. Ferðalög þau, er við tókumst á hendur í næstu tveimur um- ferðum, urðu því öllu eftir- minnilegri en keppnirnar og máttu reyndar jafnvel teljast hálfgerðar svaðilfarir. Hin fyrri var snjóbílsferð til Akur- eyrar að keppa við sveit Múla- sýslna að Hótel KEA. Farartæk- ið var bifreið ein mikil, en fremur hægfara og ekki í svo góðu lagi sem skyldi. Gekk því á ýmsu, en til Akureyrar náði hún þó nokkurn veginn. Á heimleið þraut hana erindið í Ljósavatnsskarbi, þegar enn voru eftir 10-15 km að við Þór- oddur næðum heim, og varb sá síðasti spölur næturferða- lag. Árnesingum mættum við á einmánuði að Borg í Gríms- nesi og var þá sá háttur á hafð- ur að senda sjúkraflugvél Björns Pálssonar á Aðaldals- Hausthefti Tímarits Máls og menningar (3/1994) er komið út. Meginstef tímaritsins er að þessu sinni svonefnd „gróteska" í bók- menntum. Fjallað er um tvö verk út frá þessum sjónarhóli, skáldsöguna Anna eftir Guöberg Bergsson og leikritið Gandreiðin eftir Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Árni Sigurjónsson birt- ir grein um merkan skagfirskan bónda og skáld, Níels skálda, og leiðir að því líkur að Níels hafi verið fyrsti íslenski bókmennta- fræbingurinn. Kvikmyndun Sölku Völku er viðfangsefni greinar eft- ir írskan kennara og fræðimann, Neil Mc Mahon, sem búsettur er hér á landi. Þar hugleiðir höf- undur vandann sem fylgir því aö færa skáldsögu í kvikmyndabún- ing meb hliðsjón af sænsku myndinni um Sölku Völku sem gerð var árið 1954, en einnig veltir höfundur þessu sígilda flugvöll að flytja okkur til Reykjavíkur. Þar höfðum við enn sigur og eftirminnilegt var að sjá nánast auða jörö í Árnessýslu, samanborið við fannfergiö á heimaslóðum. Minnisstætt er líka að lengri tíma en flugferðirnar, um fjór- ar stundir, tók að komast 20 km leið af Aðaldalsflugvelli subur í Reykjadal á heimleið- inni. í úrslitaviðureign mætt- um við svo Borgfirðingum á heimavelli, barnaskólahúsi í Aðaldal, og biðum lægri hlut. Af okkur þremur félögum var Þóroddur allmiklu elstur og hafði án efa mesta lífs- reynslu og menntun. Það kom því af sjálfu sér ab hann var leiðtogi okkar, og eftir á að hyggja finnst mér að áraun þessi hafi gengið miklu nær honum en okkur Sigurpáli, m. a. vegna þess að hann var gæddur ríkara keppnisskapi. Þetta marka ég einkum af tvennu. Síbar meir lét hann í ljósi að hann hefði ekki verið meb öllu sáttur við úrslitin gagnvart Borgfirðingum, sem ég tók ekki svo mjög nærri mér, e.t.v. vegna borgfirsks ætternis og uppeldis. Hann taldi að framkvæmd keppn- innar hefði í þessu efni ekki verið fyllilega réttlát. Hitt at- riðið er, að seinna, þegar hon- um bauðst þátttaka í samsvar- andi keppni, hafnaði hann því alfarið. Enn skal því ekki gleymt að einmitt þennan vet- ur gegndi hann tvöföldu starfi sem læknir, var settur til að gegna Kópaskershéraði. Eins og þegar er fram komið um veðurfar og snjóalög vetrarins, má þeim, sem eitthvað þekkja til á þingeyskum slóbum, ljóst Fréttir af bókum TÍMARIT K'ÁLS GG MENNINGAR 3-94 CRÖTESKA HVAOT vandamáli fyrir sér almennt. Loks má nefna grein um Hringa- vera að því starfi fylgdu ferða- lög svipuð og lýst hefur verið hér að framan: tímafrek, erfið og áhættusöm. Vetur þessi var því án alls efa honum þungur í skauti og jók við þá heilsubil- un, sem m.a. var hvati hans að því að láta af störfum á Breiðu- mýri 1969 og flytja til Akur- eyrar. Þá vissi hann líka að skjólstæðingum sínum var tryggð þjónusta frá hendi fyrstu heilsugæslustöðvar með nútíma sniði, sem upp var komin á Húsavík. Fjórum árum síöar lá leið mín einnig til Akureyrar og hlaut ég einmitt búsetu í ná- grenni Þórodds. Samskipti urðu því áfram nokkur okkar í milli, þótt ekki nyti ég og fjöl- skylda mín hans lengur sem heimilislæknis. Einnig hlut- um við, sem þekktum hann, að fylgjast með því hvernig heilsu hans hnignaði eftir því sem árin liðu og hugsa til þeirra meinlegu örlaga með dapurleika, að maöur með hæfileika hans, menntun og starfsvilja skyldi ekki fá ab njóta síbustu æviára sinna við bærilega heilsu. Geta verður þó þeirrar þversagnar í fari hans, ab hann, sem bjó ab læknismenntun og svo trúlega hafði sinnt um heilbrigbi skjólstæðinga sinna og gefið holl ráb í þeim efnum, skeytti lítt eða ekki um sína eigin heilsu. Hann virtist ekki til- einka sér þá lifnaðarhætti, sem að kenningum nútímans eru heilsusamlegt líferni: úti- veru, hreyfingu og hollt mataræði, og margir stéttar- bræbra hans af yngri kynslóð hafa að fordæmi fyrir öðrum. Þegar maður, sem skipaði jafn stóran sess í hugum sam- ferðamanna sinna og Þórodd- ur gerði, hv^rfur á braut, sækir á huga þeirra sú tilfinning tómleika og saknaðar að þá sé mannlífið snauðara en ábur. En öllum er skapað sitt enda- dægur og eftirlifendum eru gefnar minningarnar, sem ekki verða frá þeim teknar. Hvergi eru þær ríkari en hjá eftirlifandi eiginkonu hans, Guðnýju Pálsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum. Þeim er vottuð samúð eftir góðan mann genginn, sem vann sitt ævistarf þannig að fjöldi manna hlaut af því líkn, heill og hamingju. Guðmundur Gunnarsson dróttinssögu Tolkiens og tengsl hennar við norrænar bókmennt- ir. Skáldskapur er hafður í háveg- um í TMM nú sem endranær. Þar frumbirta að þessu sinni ljób- skáldin Hannes Sigfússon, Böðv- ar Guðmundsson og Haraldur Jónsson ljóð, aukþess sem birt er eitt Ijóð eftir skáld frá Chile, Ari- el Dorfmann, í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Fjórar smásög- ur eru í þessu hefti TMM, þrjár eftir íslenska höfunda, þá Bjarna Bjarnason, Stefán Steinsson og ísak Harðarson og ein eftir bandaríska rithöfundinn og lífs- kúnstnerinn Charles Bukowski. Verk á forsíðu er eftir Hönnu Styrmisdóttur. TMM er 120 bls., unnið í Prentsmibjunni Odda hf. TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 kr. Fyrsti bókmenntafræð- ingurinn og fleira gott

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.